Þjóðólfur - 25.09.1903, Page 3

Þjóðólfur - 25.09.1903, Page 3
155 1~^G leyfi mér hér með að tilkynna mínum heiðruðu viðskiptavinum, að eg hef selt og afhent syni mínum, herra Jes Zimsen, verzlun mína í Hafnar- stræti nr. 23 hér í bænum með húsum, vörubirgðum og útistandandi skuldum frá 1. janúar þ. árs og heldur hann framvegis verzluninni áfram undir sínu nafni. Sömuleiðis hefur hann tekið að sér að greiða skuldir þær, er hvíla á verzluninni utaniands og innan. Um leið nota eg tækifærið til að þakka öllum viðskiptavinum mínum nær og ijær, fyrir þá velvild og tiltrú, sem þeir hafa auðsýnt mér umliðinn tíma og sem jeg vona að þeir framvegis láti son minn verða aðnjótandi. Reykjavík 7. september 1903. V irðingarfyllst. C. ZIM8EN. SaMKVÆMT ofanritaðri auglýsingu hef eg nú tekið við verzlun föð- ur míns, sem heldur óbreytt áfram undir mínu nafni. Eins og kunnugt er, hef eg í nokkur ár veitt þessari verzlun forstöðu, og vona því, að hinir heiðruðu viðskiptavinir verzlunarinnar láti mig sjálfan framvegis njóta hinnar sömu velvildar og tiltrúar, er eg hef hlotið sem forstöðu- maður hennar. Reykjavík d. u. s. Virðingarfyllst. JES ZIM8EN. þess að mæta í aukarétti Mýra- og Borgartjarðarsýslu, er haldinn mun verða í þinghúsi ytra Akranes-hrepps annan föstudag í desembermánuði 1904 á hádegi, koma fram með téð veðskuldarbréf, óg sanna heimild sína til þess; en gefi enginn sig fram með bréfið, mun stefnandi krefjast þess, að það verði dæmt ógilt. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 21. ágúst 1903. Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnsigli. Sigurður Þórðarson. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Gunnlaugs Gunnlaugssonar á Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður en liðnir eru sex mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Sýslumaðurinn í Gullbr,- og Kjósarsýslu 15. sept. 1903. Páll Einarsson. Proclama. Hér með er, samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar l86x, skorað á alla, erteljatilskulda í dánarbúi séra Jóseps K. Hjörleifssonar frá Breiðabólsstað, er andaðist 6. maí þ. á , að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá sein- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjar gangast ekki við arfi og skuldum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Stykkishólmi 1. sept. 1903. Lárus H. Bjarnason. Vinnukona getur fengið vist í húsi málfærslumanns Odds Gíslasonar frá 1, okt. þ. á. ð Proclama. Hér með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861, skorað á alla, er telja til skuld- ar í dánarbúi Jóns heitins Jónssonar, fyrrum hreppstjóra á Narfeyri, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áð- ur en liðnir eru 12 mánuðir frá sein- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja hins látna að gefa sig fram. Erfingjar hafa eigi gengizt við arfi og skuldum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Stykkishólmi 1. sept. 1903. Lárus H. Bjarnason. Uppboð það. sem auglýst hefur verið að hald- ið yrði á jörðinni Eiði í Seltjarnar- neshreppi þ. 5. okt. þ. á., verður ekki haldið. — Uppboðsráðandinn í Gullbr.- og Kjósarsýslu i8/9. 1903. Páll Einarsson. Svipa, með þremur nýsilfurshólkum og nýrri ól, annað hólfið á húfunni af, tapaðist á Geysisveginum frá Brúará út undir Efstadal. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila henni á skrifstofu Þjóð- ólfs eða til Erlendar á Felli í Biskups- tungum. Guðræknissamkoma verður haldin í Goodtemplarahúsinu á sunnudaginn kemur kl. 6r/2 síðdegis. Níels Andersson trúboði frá Svíþjóð talar á sænsku, en ræðan verður útlögð. Þar á eptir talar D. Östlund. — All- ir velkomnir. Aðalfundur Skálafé- lagsins verður haldinn á „Hotel Island" miðvikudaginn 30. sept. næstk. kl. 5 e. h. Félagsstjórnin. IVlEÐ því að eptirnefndar viðskipta- bækur við Söfnunarsjóð íslands eru sagðar glataðar: Nr. 42 stsj. f. alþ.fólkí Skútustaðahreppi „ 96 — ------------ Helgastaðahreppi „ 95 — ------------ Ljósavatnshr. og „ 250 — ----------- Aðaldælahreppi er handhafa téðra viðskiptabóka hér með stefnt, samkv. 6. gr. laga Söfn- unarsjóðs Islands '% ’88 með eins árs fyrirvara til þess að segja til sín. Söfnunarsjóður íslands 18. sept. 1903. Eiríkur Briem. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð: Eg hef mörg ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú síðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku. Króki í fébrúar 1902. Guðbjörg Guðbrandsdóttir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-llfs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að líta vel eptir því, að standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas i hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. 100 hafði fengið sér miðdegisblund uppi á herberginu sínu. Páll fór inn í herbergið sitt til að gá að skjölunum og Katrín og Vladimir voru ein sér. „Liggur nú mjög illa á yður, af því að við hömluðum yður frá að strjúkaf" sagði hún hlæjandi. „Mér þótti það fremur leiðinlegt", svaraði Vladimir, „en hvað sem öllu öðru líður, fer eg burt í kveld, því að nú hef eg þó fengið tækifæri til að kveðja yður munnlega, Katrín Vasiljevna". „Þér þurfið ekki að flýta yður svona mikið burt héðan. Þér eruð hvergi óhultari en hér. Eg hef sagt unnustanum mínum allt og þér meg- ið reiða yður á það, að hann fer vel með leyndarmál yðar". „Má vera að svosé, og eg er honum þakklátur fyrir veglyndi hans", svaraði Vladimir kuldalega, „en leyfið mér samt að kveðja yður". Katrín yppti öxlum og sagði: „Ef eg á að segja það sem mér býr í brjósti, þá þykir mér þetta ekki lofsvert". „Hvað þá, ekki lofsvert, að eg vil ekki lifa það, sem eptir er æfinn- ar af örlæti ykkarf" „Nei, nei“, svaraði hún. „Það er ekki lofsvert, að vera eins harð- ur í dómum sínum og þér eruð. Eg veit--------------“ Hún sleppti orðinu, því að Páll kom í sama bili inn. Andlit hans var jafnaðarlega ekki breytilegt, og ánægjusvipurinn yfir manninum sjálf- um var þar samur og jafn, en nú var andlit hans talsvert breytt og var auðséð, að hann var í miklum vanda staddur. „Hvað gengur að þérf Hvað hefur viljað tilf" spurði Katrín. „Eg hef frétt nokkuð um Vania", sagði hann. „Hvað hefur þú fréttf Segðu fljótt frá því", sagði hún. „Það eru ekki góð tíðindi", sagði unnusti hennar, „en auðvitað hlaut þetta að fara svona fyr eða síðar, af því að allar þessar — skýjaborgir geta ekki leitt til góðs". Hann gaf Vladimir hornauga og sagði: „Eg get sagt ykkur það í stuttu máli, að Vania hefur verið settur í varðhald". Þessi orð voru sem þrumuhljómur. Katrín hljóðaði og þreif í ofboði ekki í unnustann, heldur í Vladimir. 97 „Nei eg kom með járnbrautinni", svaraði Vladimir. Allar þessar spurningar féllu honum illa, og þó var honum dillað, þegar hann hugs- aði um, hvernig þessi drambláti embættismaður myndi skæla sig í fram- an, ef hann vissi, hvernig stóð á ferðalagi hans, og hvernig það atvikað- ist, að hann gisti á þessum stað, og hann var mjög þakklátur Katrínu fyrir það, að hún hafði ekki frætt hann neitt um það. Páli þótti það ósvífni, að gesturinn skyldi taka öllu, sem hann mælti í gamni. Hann virti nú Vladimir nákvæmlega fyrir sér og leit til hans, sem hann vildi rannsaka yfir hverju hann byggi. Nú fór hann að gruna, að þessi magri, ungi maður hlyti að vera flóttamaðurinn, sem lögreglu- liðið leitaði að af svo miklu kappi, og þessi grunur varð skjótt að vissu. Utlit Vladimirs ásamt tímanum, þegar hann kom til mæðgnanna gerði þetta sennilegt. En hvernig gat hann hafa komizt þangaðf Hvernig stóð á því, að Katrín nefndi þetta alls ekki f Gat það átt sér stað, að hún og þessi auðvirðilegi maður mynduðu samsæri gegn honum sjálfum, Páli Alexandrovich, til þess að gabba hann f Eða vissi hún ekkert um þettaf Hann ásetti sér nú, að halda áfram að spyrja gestinn i þaula. Þegar hann var í þessum hugleiðingum kallaði Katrín á þá. til dagverð- ar. Henni fannst sem allt mundi senn í björtu báli, og fékk þá því með lægni til að hætta talinu. Páll sat við hlið unnustu sinnar og andspænis þeim sat Vladimir og gamla frúin. Meðan setið var undir borðum talaði enginn neitt nema Páll. Hann talaði um störf sín í þarfir stjórnarinnar, og störf sín hjá landstjóranum, þóttist standa í nánu sambandi við liann og lét mik- ið yfir sér. Frú Prozorov hlýddi með ánægju á tal tengdasonarins til- vonandi og mátti sjá á andliti hennar, að henni fannst mikið til hans koma. Páll spurði hana nú snögglega en mjög blátt áfram, hvort henni heíðu ekki borizt til eyrna nýjustu fréttirnar. Hann sagði, að byltinga- maður nokkur hefði komizt úr höndum lögreglunnar á þann hátt, að hann hefði stokkið úr járnbrautarvagni, sem hefði ekið með fullri ferð. „Jú, Katrín hefur sagt mér frá því", svaraði frúin blátt áfram. Páll sá, að honum hafði mistekizt. Spurning hans hafði verið svo

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.