Þjóðólfur - 09.10.1903, Side 4
164
að lita á hin nýjustu sýnishorn frá
Varde klæðaverksmíðju,
sem vinnur alls konar fataefni, bæði úr ALULL og u.11 og tuskum
Tauin hafa fallegt útlit, eru mjög sterk og með ekta lit.
r
Að láta þessa verksmiðju vinna fyrir sig er því BEINN GROÐI,
Allar hyggnari húsfrúr kynna sér verðlista og sýnishorn verksmiðjunnar,
áður en þær senda sínar ullarsendingar á aðra staði. — Mörg vottorð um á-
gæti tauanna, úr fjarlægum sveitum.
Aðalumboðsmiiður beztu klæðaverksmiðju er
Jón Helgason.
kaupmaður.
ÖII afgreiðsla á Laugaveg 27, Rvík.
c
I j G leyfi mér hér með að tilkynna mínum heiðruðu viðskiptavinum, að
eg hef selt og afhent syni mínum, herra Jes Zimsen, verzlun mína í Hafnar-
stræti nr. 23 hér í bænum með húsum, vörubirgðum og útistandandi skuldum
frá 1. janúar þ. árs og heldur hann framvegis verzluninni áfram undir sínu
nafni. Sömuleiðis hefur hann tekið að sér að greiða skuldir þær, er hvíla á
verzluninni utanlands og innan.
Um leið nota eg tækifærið til að þakka öllum viðskiptavinum mínum
nær og fjær, fyrir þá velvild og tiltrú, sem þeir hafa auðsýnt mér umliðinn
tíma og sem jeg vona að þeir framvegis láti son minn verða aðnjótandi.
Reykjavík 7. september 1903.
V irðingarfyllst.
C. ZIM8EN.
SaMKVÆMT ofanritaðri auglýsingu hef eg nú tekið við verzlun föð-
ur míns, sem heldur óbreytt áfram undir mínu nafni.
Eins og kunnugt er, hef eg í nokkur ár veitt þessari verzlun forstöðu,
og vona því, að hinir heiðruðu viðskiptavinir verzlunarinnar láti mig sjálfan
framvegis njóta hinnar sömu velvildar og tiltrúar, er eg hef hlotið sem forstöðu-
maður hennar.
Reykjavík d. u. s.
Vi rðingarfyllst.
JES ZIM8EN,
Á síðastliðnu vori hefur rekið á fjöru
Staðarstaðar í Staðarsveit innan Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu stóra
tunnu með rauðavíni. Hún er úr eik
með 6 járnböndum og 2 svigagjörð-
um, en ómerkt.
Hér með er skorað á eigendur vog-
reks þessa, að segja til sín innan árs
og dags frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif-
uðum amtmanni heimildir sínar til þess,
og taka við því eða andvirði þess, að
frádregnum kostnaði og bjarglaunum.
Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna.
Reykjavík 1. október 1903.
J. Havsteen.
KLÆÐAVERZLUNIN
12 BANKA8TRÆTI 12
..... ........ >•♦•
hefur nú mikið af_ fínum efnum: Klæði — Kamgarn — Cheviot — Buxna-
efni — Mislit alfataefni. — Einnig ódýr efni í drengjafót.
Flibba — Brjóst — Manchettur, allar stærðir. 4 tegundir Dömuflibba og
Manchettur. -— Slipsi og Humbug, s tórt úrval. — Göngustafi — Regn-
hlífar fyrir dömur og herra. — Axlabönd — Mittisólar — Hálsklúta úr
ull og silki — Vasaklúta hvíta og mislita. — Tilbúnar hvítar Skyrtur
mjög fínar; einnig Náttskyrtur fyrir karlmenn. —
HATTA og HÚFUR margar teg.
Hvergi ódýrara
Nú með s/s „Vesta" og „Ceres" kom stór viðbót af efnum í
VETRARFRAKKA — ULSTERA — ALFATNAÐ etc.
öll nýmóðins. Sýnishorn liggja frammi, og geta menn pantað þau fyr-
irfram og heyrt um verð. Einnig NÆRFATNAÐUR úr ull.—
REGNKÁPUR — VETRARHÚFUR og HATTAR margar teg.
HANZKA fleiri tegundir o. m fl.
Með virðingu.
Guðm. Sigurðsson,
klœDskeri.
Heiðruðum almenningi gerist kunnugt að verzlun
Björns Þórðarsonar
er nú flutt og nýlega opnuð í sínum eigin húsum á
Laugaveg 20 -
(áður hús hr. úrsmiðs P. Hjaltested’s).
Um leið og eg undirritaður færi öllum Vesturbæingum, ásamt öllum þeim,
sem við mig skiptu í Aðalstræti 6 mitt innilegasta þakklæti fyrir góð og vin-
samleg viðskipti, þá vona eg jafnframt, að geta notið svo hylli manna fram-
vegis, að þeir skipti við mig sem aðra. Grundvallarregla mín er, að hafa vör-
urnar svo góðar sem kostur er á og verðið miðað við alla sanngirni frá báð-
um hliðum.
Með s/s „Laura" kom mikið af vörum til verzlunarinnar í viðbót við það,
sem áður var til, þar á meðal flestar tegundir af vanalegum nauðsynjavörum,
og talsvert af vefnaðarvöru, og senn kemur mikið í viðbót í þessum mánuði
með s/s „Kong Inge" og „Perwie".
Nýkomnar vörur, sem ekki hafa verið til áður í verzluninni eru þessar:
Brysselteppi smá og stór, Borðdúkar hvítir og mislitir, hvít Rúmteppi,
Handklæði. — Margar tegundir af mjög fallegum Barnahúfum, Hálsklútar,
Léreft, Loðhúfur frákr. 2,50—12,00. Vefjargarn, Shirting, Nankin, Erma-
fóður, Múffur, Sirts o. fl. — Cycle-lampaolía, Cycleolía til áburðar. —
Mikið áf barnaleikföngum. — Lampaglös — Lampakveykir. Ennfremur 15
aura myndarammarnir marg-eptirspurðu o. m. fl.
Virðingarfyllst.
Björn Þórðarson.
Kaupið engin önnur orgel
en frá Aktiebolaget J. P. Nyström, Karlsstad, Svíþjóð,
sem sökum sinna ágætu kosta hafa fengið alheimsorð á sig.
Hljóðfæri til sýnis hjá umboðsmanni verksmiðjunnar
hr. Markúsi Þorsteinssyni, Reykjavík,
sem gefur nánari upplýsingar.
Beztu kaup I Borginni.
Áður en þér kaupið nauðsynjavörur yðar til vetrarins, ættuð þér að spyrjast fyrir
í verzluninni »EDINBORG«, Hafnarstræti 12, um verðlag á vöru þar. Þér munuð
sannfærast um, þegar þér athugið verð og gæði varnings þess, sem þar er á boðstól-
um, að þér gerið ekki betri kaup annarstaðar. Hvort heldur það er matvara, kaffi, sykur,
export, kol, steinolía, allskonar vefnaðarvara eða nýlenduvara, sem þér þarfnist, verðið
þér fljótt varir við, að ein af grundvaUarreglum verzlunarinnar er, að flytja góða
vöru og selja hana sem ódýrast að unnt er. Verzlunin lánar ekki, selur að eins
gegn peningum út í hönd. Þær íslenzkar afurðir, sem hún kaupir, kaupir hún
fyrir peninga. Meginregla hennar er : »Lítill ágóði, fljót skil«. Verzlunin er stærsta
Kontant-verzlun á landinu.
„EDINBORG“, Hafnarstræti 12.
Ásgeir Sigurdsson.
VERZLUNIN
GODTHAAB
»■.. I ■ 111II1T11) 11 ■ 11111111,11111111IIII111111111111 ■ III ■ I ■ JI ■ 111111.. 1111 ■ I H ■ ■ J a
hefur fengið nú með s|s ,Vesta‘ og s|s ,Laura‘, mjög mikið
af alls konar vörum, og er því nú sem stendur vel birg af
flestöilu til segla-viðgerða, bátaútgerða og húsbygginga,
matvselum og annari nauðsynjavöru.
Að eins vandaðar vörur eru seldar, og það með afar-
lágu verðl.
Allir, sem reyna, viðurkenna, að hvergi er betra að
verzla, en i verzluninni „GODTHAAB".