Þjóðólfur - 06.11.1903, Side 1

Þjóðólfur - 06.11.1903, Side 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. nóvember 1903. M 45. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. ESIÐ Þ ETTA f f jl I ÓVENJULEG KOSTABOÐ! i i i Þeir, sem ekki hafa keypt ÞjÓÐÓLF áður ættu að byrja á því nú frá þessum tíina, því að þá fá þeir það, sem eptir er af árganginum til nýárs ókeypis og svo þar að auki 1 þokkabót um leið og þeir borga 4 kr. fyrir næsta árg. (56.) 1004 : Þrenn sögusöfn blaðsins, 0., 10. og 12. liepti. ix. heptið er nú þrotið, og lítið eptir af 12. heptinu, svo að þeir, sem ætla sér að ná í það, þurfa að hraða sér. Þeir, sem ekki verða nógu fljótir geta samt í þess stað fengið 13. heptið, sem væntanlega verður fullbúið um nýár. Með því að ÞjÓÐÓLFUR hefur að undanförnu orðið að verja miklu rúmi fyr- ir pólitiskar greinar hefur hann að eins af skornum skammti getað flutt þýddar neðanmálssögur og aðra skemmtun, sem almenningur metur mikils. En nú, þá er hin langvarandi stjórnarbótarbarátta og fleira, sem henni fylgdi, er til lykta leitt um sinn, að minnsta kosti, mun blaðið geta flutt meira af ýmiskonar fróðleik, sem fólk- ið girnist, þar á meðal ýmiskonar íslenzk- an sagnafróðleik, sem margir unna. Um næsta nýár eða fyr verður byrjað að flytja neflniunáls f blaðlnu nafnfrægn og ,spemiandl‘ sögu eptir elnhvern hlnn frægasta enska skáldsagnahöfund, sem nú er nppi. MF~ Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Landsmálapistill. Leynilegar kosnlngar. Eins og getið var um í síðasta blaði, voru lögin um leynilegar kosningar til al- þingis staðfest af konungi 3. f. m. Lög þessi verða að teljast veruleg réttarbót, af því að mennirnir eru ekki eins sjálfstæðir eins og þeir ættu að vera. Þá er kosið er í heyranda hljóði, er hætt við að sann- færing hinna ósjálfstæðari kjósenda ráði ekki jafnan atkvæði þeirra. Þar bindur opt hvað annað. En við leynilegai^osn- ingar á ekki neitt sannfæringai;hapt, nein sannfæringarþvingun að geta komizt að. ' Sé vel um hnútana búið, á hver kjósandi að geta neytt þar atkvæðisréttar síns, eins og honum er ljúfast og næst að skapi. En í raun réttri eru kosningar í heyranda hljóði djarfmannlegri og veglegri athöfn, með því að þar reynir svo miklu meira á þroska og festu kjósenda, en við leyni- legu kosningarnar, sem lögleiddar hafa verið víðast hvar um heim, vegna siðspill- andi auðvaldsáhrifa annars vegar, og ófull- komleika og breyskleika manna hins vegar. Og nú eigum vér Islendingar einnig að fara að njóta skjóls af þessari þægilegu dularblæju, sem breidd er yfir fólkið til að hylja staðfestuleysi þess og þroskaleysi. Og það er að líkindum full nauðsyn á því, að vér Islendingar fáum þennan kosn- ingahulinshjálm, enda þótt víðar muni hafa borið meir á þessari þörf en hér á landi. Jafnhliða þessum nýju kosninga- lögum kemst og sú breyting á (samkv. nýju stj.skrárbreytingunni) að miklu fleiri geta þá notið atkvæðisréttar síns en áður höfðu hann, og það er mjög mikil réttar- bót, þótt dálítið misrétti komi þar fram milli bænda og kaupstaðarbúa. Það verð- ur nfl. allur þorri manna i kaupstöðum (þeir sem að eins gjalda 4 kr. á ári sem aukaútsvar, og ekki eru öðrum háðir sem hjú) sem fá alveg jafnan rétt við bænd- ur, og er í ratin og veru ekki um það að sakast, þvi að jafnréttið—almenn mann- réttindi — án tillits til efnahags manna eða stöðu í mannfélaginu á að ganga fyrir öllu. Þingmannafjölgunin. A hinn bóginn getum vér ekki álitið það sérlega mikla réttarbót, þótt þing- mönnum eigi nú að fjölga um 4, svo að þeir verði 40 alls. Það er í sjálfu sér al- gerlega óþörf breytng, því að enginn þarf að ætla, áð þingstörfin gangi miklu lið- legar eða fari betur úr höndum, þótt að þeim vinni 40 menn í stað 36. En breyt- ing þessi hefur allmikinn kostnað í för með sér, sem algerlega hefði mátt sneiða hjá, af því að breytingin er allsendis óþörf í því augnamiði, sem hún var aðallega gerð, þ. e. til að raska hlutfallinu millum konungkjörinna og þjóðkjörinnaþingmanna í efri deild, þannig að hinir þjóðkjörnu yrðu þar ávallt í meiri hluta (þar eiga nú að vera 8 þjóðkjörnir og 6 kgk.). En til þess þurfti ekki neina þingmannafjölg- un. Það vannst alveg hið sama við það að fækka hinum konungkjörnu um 2, svo að þeir yrðu að eins 4. Hlutfallið hefði á þann hátt orðið enn heppilegra, því að þá hefðu verið í efri deild 8 : 4. Enda þótt hinum konungkjörnu hefði ekki verið fækkað nema um einn, þá hefði hlutfallið verið 7 : 5 og þjóðkjörinn meiri hluti þar ávallt tryggður, fullt eins vel og eptir hinu nýja fyrirkomulagi. Þetta hefði verið miklu einfaldari og heppilegri breyting, en af því að þetta þingmannafjölgunar- ákvæði var í valtýska frumvarpinu 1901, þá sat það þar óhreyft 1902, með því að ekki þótti gerlegt að breyta frv. vegna þess, óvíst nema ráðgjafinn hefði þá skoð- að það sem einskonar skerðingu eða rýr- ingu á konungsvaldinu að fækka hinum konungkjörnu, og þá ef til vill synjað frv. staðfestingar. En hefði svona löguð breyt- ing komizt inn í valtýska frv. 1901, þá hefði verið allt öðru máli að gegna. Tíu manna frumvarpið svonefnda var í þessu eins og svo mörgu öðru hagfelldara en valtýska frv,, því að þar (f tíu manna frv.) var þingmannatalan ekki aukin, en hlut- fallinu að eins breytt með ákvæðinu um 32 þjóðkjörna þingmenn og 4 konung- kjörna. Til þess að stjórnin geti haft 6 þingmenn í stað 4, er dembt á landsjóð öldungis óþörfum útgjöldum til 4 nýrra þingmanna, sem þjóðin hafði alls ekki óskað eptir. — Þessa 4 nýju þingmenn á nú að kjósa næsta ár (með leynilegum kosningum). Kjördœmasklptingin. Það er meðal annars ein afleiðingin af þessari breytingu, að landinu verður að skipta 1 ný kjördæmi, og er það alltorvelt verk og ekki vandalaust, svo vel fari. Það hefur verið fundið að hinni núverandi kjördæmaskiptingu, að misrétti væri fólgið í því, að sum kjördæmi kysu 2, en sum ekki nema 1 þingmann. Þeir sem f smærri kjördæmunum hafa búið, ha'fa þótzt rétt- minni en íbúar hinna stærri kjördæma, er fengið hafa 2 fulltrúa. En í sjálfusér er þetta »humbug«, því að þótt stórt kjör- dæmi kjósi 5 þingmenn, en annað fimm- falt fólksfærra að eins 1, þá á það að koma í sama stað niður. A.ðalalatriðið er, að hlutfallið milli fulltrúatölu og fólkstölu hvers kjördæmis sé nokkurn veginn rétt. Nú mun hugmyndin vera sú, að skipta öllu landinu í 34 kjördæmi, er hvert kjósi einn þingmann. I kosningalögunun nýju virð- ist vera gert ráð fyrir slíkri skiptingu, þar sem ákveðið er, að yfirkjörstjórn skuli vera í hverju kjördæmi, og sýslumaður oddviti hennar o. s. frv. Með því er ekki gert ráð fyrir, að 2 eða fleiri sýslur séu eitt kjördæmi, því að hvor eða hver sýslu- mannanna ætti þá að vera oddviti yfirkjör- stjórnarinnar í kjördæminu? En það er galli á lögunum, að ekki er gert ráð fyrir þessu. Menn hafa bitið sig svo fast í þessa sundurlimun landsins í 34 sérstök kjördæmi, að mönnum hefur ekki komið til hugar, að það gæti komið til mála, að kosinn væri nema einn þingmaður í hverju kjördæmi. Og þó er svona löguð sundurskipting harla viðsjál, og mun reyn- ast allóheppileg í framkvæmdinni. Nú sem stendur er landinu skipt í 22 kjördæmi, og kjósa 14 þeirra einn fulltrúa hvert, en 8 2 fulltrúa. Við þessii4kjör- dæmi, er nú kjósa einn fulltrúa, eiga nú að bætast 20, er einnig kjósa sinn full- trúann hvert. Það hefur opt verið talað um hreppapólitík á þingi, og stundum ekki að ástæðulausu, en verri verðurhreppa- pólitfkin eptirleiðis, þá er stærstu kjör- dæmin verða hlutuð sundur í tvennt eða þrennt. Hingað til hefur í rauninni í hæsta lagi mátt tala um sýslupólitík, en eptirleiðis verður það réttnefnd hreppa- pólitík, eða réttara sagt hreppspólitík. Það má sanna þetta áþreifanlega með dæmum. Sýslufélögum, sem nú kjósa tvo fulltrúa í sameiningu, á nú að skipta í tvennt að minnsta kosti. Afleiðingin af þvi verður sú, að hvor hlutinn í sama sýslufélaginu togar sinn skækil, að fulltrúar sama sýslu- félags, en sinn fyrir hvorn hluta þess, gera sitt til þess að snúa á hinn. Því smærri og minni sem verkahringurinn er, því tak- markaðra svæðið, sem umboðið nær yfir, því hættara er við, að sjóndeildarhringur- inn verði þrengri, smámunasemin og sér- drægnin ríkari, og einstrengingshátturinn enn meiri en ella. Því er nú svo varið, að fjöldi manna er með þessu marki brenndur, fulltrúar þjóðarinnar engu sfður en aðrir. Ljóst dæmi þess, hvernig þessi smáa sundurskipting kjördæmanna gæti verið óheppileg, er fjöldi frambjóðend- anna, sem óhjákvæmilega leiðir af smárri skiptingu, sérstaklega með leynilegum kosningum. En mikill frambjóðendafjöldi, þar sem atkvæðaafl ræður úrsltum, getur orðið til þess, að sá verði valinn er sízt skyldi. Setjum t. d. að í einu kjördæmi hafi einn hreppurinn 150 kjósendur, en hinir hrppparnir, hvort sem þeir eru fleiri eða færri, um 50—80 hver. Setjum nú svo, að til þings bjóði sig fram jafnmarg- ir kandídatar, eins og hrepparnir eru, t. d. sinn kandídatinn úr hverjum hreppi, og að hver kandídatinn hafi Htið eða ekkert fylgi nema í sínum hrepp, þá er sá viss með kosningu, sem búsettur er í fjöl- mennasta hreppnum, eða hefur fylgi hans, svo framarlega sem hinir hrepparnir geta ekki komið sér saman um að styðja sam- eiginlega annan kandídat. Við þessu er mjög hætt, þar sém fleirtala ein (Plurali- tet) ræður eða hæst atkvæðatala, eins og eptir nýju kosningalögunum, en ekki t. d. fullur helmingur greiddra atkvæða (Maj- oritet) eins og eptir gömlu lögunum, því að þá gat ekki fjölmennasti hreppur kjör- dæmisins ráðið löglegri kosningu þing- mannsins, hversu mjög sem atkvæðin skiptust annars vegar. Þá urðu menn að sameina sig til þess að fá einhvern lög- lega kosinn. En nú gerist þess ekki leng- ur þörf, þá er einfalt atkvæðafl ræður, án tillits til þess, hvort það er meiri hluti allra greiddra atkvæða eða ekki. Það sáu margir þennan annmarka á kosningalögunum, er þau voru fyrir á þing- inu, og það kom til orða f nefnd að breyta þessu þannig, að heimta meiri hlnta allra greiddra atkvæða í kjördæm- inu, er hver fulltrúi yrði að fá, til þess að vera löglega kosinn. En það var horf- ið frá þessari breytingu aptur vegna þess, að endurkosningar mundu þá verða svo tíðar, og þá miklum erfiðleikum bundnar, er kosningar væru orðnar leynilegar, því að þá yrði að byrja á nýjan leik um allt kjördæmið, og gæti enda farið á sömu leið tvisvar eða optar. Það fyrirkomulag mundi því hafa afarmikinn kostnað og snúninga 1 för með sér, mundi hér um bil verða ókleyft með þessu leynilega kosningafyrirkomulagi. Því er allt öðru- vísi háttað, þá er endurkosning fer fram á sama fundinum í heyranda hljóði, eins og hingað til hefur verið. En galli er þetta og verður þetta á lögunum, einkum sakir þess, að maður getur náð kosningu, þótt hann fái ekki nema '/3, T/4, r/s eða jafn- vel minna allra greiddra atkvæða 1 kjör- dæminu, ef þau að eins skiptast meðal margra. Hann þarf að eins að fá flest at- kvæði. Þetta er ekki hentugt fyrirkomu- lag. En fyrir þetta sker — að einn ein- asti hreppur, íjólmennasti hreppur kjör- dæmisins gæti ráðið kosningum — væri að miklu leyti siglt með því, að gera kjördæmin stærri, láta hvert kjósa 3, 4, eða 5 þingmenn, og ná yfir 2—3 eða fleiri sýslur hvert. Þá væri naumast hugs-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.