Þjóðólfur - 11.12.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.12.1903, Blaðsíða 2
198 ið, og erft hafði óvænt stórfé, er stóð í banka Wedderburns, en sleppir öllum kröfum til borgunar á því, ákveða hinir skuldheimtumennirnir að endurreisa bank- ann. Og þannig lýkur öllu sem ákjósan- legast og ánægjulegast, þá er Wedder- burn er orðinn fátækur, og verður ekki annað séð, en að hann ætli nú að gera fulla yfirbót fyrir afbrot sitt og taka gömlu unnustuna að sér. Þetta er í stuttu máli aðalþráðurinn 1 leik þessum, erfólkimun þykja allskemmtilegur, enda er hann yfir- leitt vel leikinn. Er ekki margt um hina einstöku leíkendur að segja, því að flestir leysa hlutverk sín sæmilega af hendi. — Frú Stefanía leikur Rut mjög vel og eðli- lega, og Jón Jónsson bankaeigandann sömuleiðis, en menn hefðu óskað, að hlut- verk hans hefði verið stærra, svo að hann hefði betur getað sýnt sig. Samspil hans og Stefaníu í þriðja þætti er t. d. sérlega gott, og getur þó ekki til fulls notið sfn vegna þess, hve leiksalurinn fer illa með hljóðið. Hinar fínustu tilbreytingar radd- arinnar, er geta verið og eiga að vera svo áhrifamiklar, hverfa að mestu, heyrast ekki. Það verður að tala óeðlilega hátt til þess að áheyrendurnir heyri orðin, og er það afaróheppilegt og spillir hverjum góðum leik, en það er húsinu en ekki leikendunum að kenna. Þess vegna verð- ur það, að sumir góðir leikendur vara sig ekki á því, hversu hátt þarf að tala þar á leiksviðinu til þess að heyrast megi. — Arni Eiríksson leikur drykkju-Dick fjörlega og rösklega, en hefur stimstaðar ekki fullt vald á honum, enda er það ekki svo auðvelt, jafn sundurleitur sem hann er sjálfum sér. En það er höf. sök, en ekki leikandans, og mundu ekki aðrir leysa hlutverk þetta betur af hendi en Á. E., jafn erfitt og umfangstnikið sem það er. — Frk. Lára Indriðadóttir leikur Minnie mjög laglega, og sómir sér mjög vel á leiksviðinu, virðist og vera ófeimin orðin, sýnir og töluverðar tilbreytingar í svip og látbragði, og kemur yfirleitt mjög snyrtilega fram. Virðist hún vera gott efni í leikkonu, en vantar, eins og eðli- legt er, nóga æfingu. Hún talar stundum ekki nógu skilmerkilega, líklega af því að hún gætir þess ekki, hve skýrt þarf að tala á Ieiksviðinu. Setningum, sem varpað er fram í flýti og áherzlulítið, er hætt við að áheyrendurnir missi af. Lav- ender er laglega leikin af frk. Guðrúnu índriðadóttur, enda er það hlutverk frem- ur létt. Frk. Gunnþórunn, er leikur systur Wedderburns, hefur fremur lítið hlutverk, en fer vel með það að vanda. Jens Waage, er leikur Clement Hale, gerir það mjög eðlilega og blátt áfram, eins og honum er lagið. Friðfinnur Guðjónsson leikur rakara, allskrítinn náunga, og ferst þaðjiðlega, en nokkuð er karl sá hávær og snar í snúningum. Guðm. Tómasson stud. med., sem er nýr leikari og leikur Ameríkumanninn ástfangna, tekur sér hlut- verk sitt létt, enda er það fremur vanda- lítið. Af þessari byrjun verður því ekki dæmt, hvort hann getur ráðið við erfiðara viðfangsefni, en þetta, sem hann nú hefur verið svo heppinn að fá. Gísli Jónsson er fremur daufur sem læknirinn Delaney, og talar óskýrt, þó er leikur hans hneyksl- islaus.—,Leikurþessi er í heild sinni auð- sjáanlega vel æfður, og samspilið vfðast hvar gott. Vegna rúmleysis á leiksviðinu verður þó erfiðara en ella að láta allt ganga nógu liðlega. I vetur erjónjóns- son sagnfræðingur leiðbeinandi (instructör) við leikina, og mun hér völ á fáum hæf- ari til þess starfa. f Benedikt Kristjánsson fyrrum prófastur og alþingismaður andað- ist að heimili sínu hér í bænum eptir langa vanheilsu 6. þ. m. á 80. aldursári. Hann var fæddur á Illhugastöðum íFnjóska- dal rófmarz 1824, og voru foreldrar hans Kristján([dbim. Jónsfon( bróðir Bjarnar í Lundi og Guðrún Halldóisdóttir bóntía á Reykjum f Fnjóskadal Jónssonar Péturs- sonar. Er það kölluð Reykjaætt og er mjög fjölmenn f Fnjóskadal og vfðar nyrðra. Albróðir séra Benedikts, en eldii miklu var Kristján amtmaðtir Norðlendinga, sem látinn er fyrir rúmtim 20 árum (1882), og fleiri voru þau systkin, öll hin geifileg- ustu. Séra Benedikt lærði undir skóla hjá séra Jóni bróður sínum, er þá hélt Þóroddsstað og bjó á Yztafelli, kcm í Bessastaðaskóla 1841 og varþar 5 vetur, en einn í Reykjavíkurskóla, og útskrifað- ist þaðan 1847, samtfmis Árna Thorsteins- son landfógeta, sem nú er eptir einn á lffi hinna fyrstu stúdentafrá Reykjavíkur- skóla. Svo gekk séra Benedikt á presta- skólann, er þá var nýstolnaður og tók þar embættispróf 1849 með 1. einkunn. Eru nú látnir allir þeir, er embættispróf tóku þá við prestaskólann það ár, fyrsta árið, sem embættispróf þar var haldið. Að loknu prófi sigldi séra B. til Kaupm.- hafnar og dvaldi þar næsta vetur (1849 —50), kom út aptur vorið eptir og var næsta vetur (1850—51) barnakennari á Húsayík, vígðist haustið 1851 aðstoðar- prestur til séra Skúla Tómassonar í Múla, fékk Garða á Akranesi 1856 og flutti þangað vorið 1857, fékk leyfi til að hafa brauðaskipti við séra Jón Þorvarðsson í Hvammi í Norðurárdal 1858 og flutti þá þangað, en fékk Múlaprestakall 1860 og þjónaði því unz hann fékk lausn frá prests- skap 1889 og flutti samsumars búferlum til Reykjavíkur, og bjó þá fyrst í Landa- koti. Hann var skipaður prófastur íSuð- ur-Þingeyjarprófastsdæmi 1872 og hafði það embætti á hendi til 1877. 1874 var hann ásamt Jóni á Gautlöndum kosinn þingmaður í Þingeyjarsýslu og sat á fyrstu löggjafarþingunum 1875, 77 og 79, en 1881, 83, 85, 86, -87, 89 og 91 sat hann á þingi sem þingmaður Suður-Þingeyinga. 1892 var hann kosinn þingmaður í Mýra- sýslu, og sat á þingi fyrir það hérað 1893. Var hann því alls á nþingum. 1889 var hann forseti bæði í efri deild og samein- uðu þingi og 1891 forseti efri deildar. Síðasta þingið (1893) átti hann sæti í neðri deild og var þá varaforseti samein- aðs þings. Gæzlustjóri við landsbankann var hann nokkur ár, valinn af efri deild. Séra Benedikt var manna frjálslyndastur I skoðunum, og laus við alla hleypidóma og stéttagorgeir. Hann var hvarvetna mikils virtur, bæði á þingi og heima í héraði, því að hann var hið mesta ljúf- menni og lipurmenni, síkátur ogskemmt- inn, hjálpfús og hjartagóður, í stuttumáli mesti sæmdarmaður og sómi stéttar sinn- ar. Þingið vottaði honum og virðingu sína og viðurkenningu með þvt, að veita honum 500 kr. á ári sem viðbót við ept- irlaun hans. Síðustu árin var séra Bene- dikt mjög lasburða, og lá optast í rekkju, en hafði þó nokkrarænu. Hannvarfjör- maður mikill í æsku, og ghmumaður á- gætur og hafði beztu heilsu fram á átt- ræðisaldur.______ Hann vartvlkvæntur. Fyrri kona hans Arnfríður Sigurðardóttir bónda á Gríms- stöðum við Mývatn Jónssonar, dó 1. aprll 1879, og áttu þau 2 dætur, er önnurþeirra Kristín gipt Birni Jóhannssyni bónda á Ljósavatni, en hin, Guðrún, er gipt í Amerlku. Slðari kona hans, sem lifir hann, er Elinborg Friðriksdóttir prests Eggerz frá Akureyjum, er fyr átti Pál Vídaiín Jónsson stúdent í Víðidalstungu (f i873)- Ósannindum hnekkt. I tveimur alræmdum valtýskum sann- leiksmálgögnum (»Þj-v« og »ísaf.«) hefur verið staðhæft, að heiðurssamsæti það, er nokkrir heimastjórnarmenn héldu Sighvati Árnasyni dbrm. á 80. aldursafmæli hans, 29. f. m., hafi upphaflega átt að haldast Hannesi Hafstein til fagnaðar, sem ákveðn- um ráðherra, en hann hafi neitað(!) að þiggja boðið, og honum um leið lögð þau orð I rnunn, sem enginn hefur heyrt hann segja. En þá hafi það verið sfundið út«(!), að Sighvatur gamli ætti afmælisdag einhvern tlma um þetta leyti(!) ogþáhafi samsætinu verið snúið upp í að minnast þess. Vitanlega er þetta staðlaust ósanninda- þvaður, uppspunnið annaðhvort á skrifstofu þessara málgagna eða lapið í þau af ein- hverjtim Framsóknarsnakknum, sem hafa það fyrir atvinnu, að búa til lygasögur tim mótflokkinn, og láta þær svo á »þrykk« út ganga í helztu þarfablöðum flokks síns, sem háma áfergjulega í sig allt þess kon.ar góðgæti, enda þótt þau viti með vissu, að enginn fótur sé fyrir bullinu. Ráð- vendnin, sannleiksástin og virðingin fyrir lesendum sínum er ekki meiri en þetta þeim megin, hefur aldrei verið og verður sjálfsagt aldrei. Án þess að fara út í neinar málaleng- ingar um þetta efni, virðist nóg að geta þess, að á fundi heimastjórnarmanna 5. júní nættl. vor, þá er alþingiskosningin hér í bænum var um garð gengin, vakti einn fundarmanna máls á því, að Sig- hvatur Árnason fyrv. alþm. yrði áttræður 29. nóv., og ætti þá vel við, að flokkur- inn sýndi honum einhvern sóma. Þessu var þá þegar mjög vel tekið, og menn kosnir þá þegar til að standa fyrirheið- urssamsæti, Sighvati tii virðingar þann dag. Að þessu eru sjálfsagt 60-—7ovitni, þar á meðal Sighvatur sjálfur, er var á fundinum, og nnin hann kannast við, að þetta sé rétt hermt. Áskriptalisti til þessa hátíðahalds var borinn út um bæinn áður en »Laura« kom, og samsætið auðvitað fastakveðið þennan fyrnefnda dag (29. nóv.). Það stóð því í alls engu sambandi við Hannes Hafstein eða ráðherravalið. Hefðu heimastjórnarmenn ætlað að fagna honum, sem þeim fannst ekki ástæða til nú þegar, mundu þeir ekki hafa skriðið í neinar felur með það, eða haft eitthvað annað að yfirvarpi. Valtýsku málgögnin hafa því skrökvað svo ólíklega, að það getur enginn trúað því. Að Hannes Hafstein tók ekki þátt í sam- sætinu, stafaði eingöngu af því, að hann vissi það ekki nógu snemma, að hann nuindi hafa tíma til þess, vegna farar skipsins vestur, en um morguninn, þá er ákveðið var að skipið færi ekki fyr en síðari hluta dags, var samt ekki senteptir honum, með því að menn vissu, að hann hafði þá öðrum störfum að gegna. Vað- all »Þjv.« og »Isaf.« um neitun frá hans hálfu og ummæli hans þar að lútandi, er hreinasta lokleysa og ósannindaþvaður. En á hverju eiga greyin nú að lifa í öngum sínum? Þau verða að sykra tilveruna með einhverju, sem þeim er tamast að hafa um hönd, en það er heimskubull og hviksögur um víni(!) sína. Árnessýslu 28. nóv. Fátt ber hér til frétta um þessar mttnd- ir, er í fréttir sé fæiandi. Yfirhöfuð verð- ur ekki annað sagt, en árgæzká hafi til þessa verið hér. Slátturinn var afbragð að allri nýtingu, heyfengur varð þó ekki eins mikill í efri hluta sýslunnar eða á fjallajörðunum, ollu því hinir miklti vor- þurkar. Á mýrarjörðum var bæði gras- spretta og nýting hvort eptir öðru. Verð- ur því ekki annað sagt með réttu, en að bændur hér geti horft ókvíðnir fram á harðindi vetrarins. — Þess væri óskandi, að norðursýslur lands vors ættu við sama að búa, — en sem betur fer kemur aptur sól og sumar. Þessar suðursýslur Iands- ins hafa nokkur undanfarin sumur áttvið mjög megna óþurka að stríða, og nærri hefur legið, að sumurn bændttm íéllust hendur, og út af því mun það aðallega hafa stafað, hvað margir brugðu búi og flattu til Reykjavlkur, og una þar nú sum- ir þeirra allilla hag sínum. — Jarðarávöxtur nnin víða, einkum við sjávarsíðuna, hafa orðið með rýrara móti, en til sveitanna, einkum þar sem votlent er, mátti uppskeran heita ágæt, og hvergi heyrðist talað um hina svonefndu kartöflu- sýki. Er því vonandi, að nægð sé til af heilbrigðu útsæði 1 vor, og er mjög mikið i það variö. Fremur hefur ínátt heita tregt með afla bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri, þó hef- ur orðið vart undanfarna viktt, en nú eru komin frátök, og er varla annað sýnna, en aflabrögð verði með minna móti þessa haustvertlð — samt getur úr því rætzt nokkuð. Verzlun hefur hér eystra verið svona eins og vant er, fremur stirð að vetrinum, og virðast það vera meðfæddir eiginleikar allra verzlana. Þess er samt vert að geta, að þó kaupmaður Ól. Árnason sé orðinn svo að segja einvaldurþarna á Stokkseyri, þá er vöruverð þar hjá honum að jafnaði lægst, enda sýnir hann öðrum fremur við- leitni við, að bæta verzlunarólagið, sem hér hefur um lengri tíma hvílt eins óg mara yfir héraðinu. Pöntunarfélag Stokkseyrar mun standa í stað. Verðþar á pöntuðum vörtim yfir- leitt gott, og vörttr vandaðar, og sagt er, að skilagrein 1 því fél. sé góð. Er því vonandi, að ekki komi til, að félagið þurfi að draga saman seglin. — Þá hefur og upp vakizt nýr pöntunarfélagsskapur fyrir Árnes- og Rangárvallasýslur (dálltið hrafl úr báðum). Fyrir því stendur yngispiltur Gestur Einarsson Irá Hæli í Eystrihrepp. Félag þetta fékk fyrir milligöngu Gests mjög miklar vörur upp á Eyrarbakka síð- astliðið vor, voru þær sagðar með góðu verði, enda gekk allt von bráðar út, en tregar er sagt um greiðslu fyrir allt. Er það illa farið, ef félagsskapur þessi skyldi hallast eða fara um koll þessvegna. Þess má geta í sambandi við þetta, að afgreiðsla á vörunum fór fratn í hinum svonefndu Hansenshúsum. Skrafað var um tlma i sumar, að Lefolii stórkaupmanni Eyrar- bakkaverzlunar mundi geðjast lltt að þessu Gestsfélagi þarna við handarjaðar sinn, og er það alls ekki ósennilegt, því óvenja er fyrir þá verzlun, að fá keppinauta á Eyrarbakka, er áhrif hafi getað haft á hana, enda fer hún batnandi með sumt hin síðari ár. „Verdens Udviklingen" nefnist ný bók, er »det nordiske For- lag« I Kaupmannahöfn byrjaði að geia út í sumar sem leið, áður en samsteypan við Gyldendalsforlagið var fullger. Bók þessi kemur út í hér um bil 35 heptum, er hvert kostar 25 aura. Höfundur henn- ar er danskur vísindamaður, cand. mag. Vilhelm Rasmussen. Eptir því sem ráða má af hinum fyrstu heptum, verður bók þessi einkar fróðleg og lærdómsrík. Hún skiptist í 6 aðalþætti: 1. Um myndun himintunglanna. 2. Um myndun jarðar- hnattarins. 3. Um hin jarðfræðislegu tímabil jarðarinnar. 4. Um jurtir og dýr fortíðarinnar. 5. Um myndun jurtanna og dýranna. 6. Um myndun og breyti- þróun mannsins. Það kennir því margra grasa í þessari bók. Fjöfdamargar myndir verða í henni, og frásögnin virðist yera mjög ljós og skiljanleg, svo að atþýðu- menn, er skilja dönsku, mundu hafa mikil not af henni. Lestrarfélög í sveitum ættu því að kaupa hana, því að þótthúnkosti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.