Þjóðólfur - 08.01.1904, Page 4
8
fengis neyta, heldur og þeirra manna, er
bunduir eru félagsböndum.
Tilraunir hafa sýnt það og sannað, að
Jafnvel smáir skammtar áfengis hindra
skarpt i[ugsunarstarf, trufla verkanir sell-
anna og tauganna í líkamanum, veikja
sjálfsvaldið með því að sljófga dómgreind-
ina og viljann, og hafa enn önnur skemm-
andi áhrif.
Ef afneytun áfengis ryddi sér til rúms,
mundi af því upprenna slík öld heilbrigð-
is, hamiugju vg ánægju,{að þar með feng-
ist lausn á mærgum vandamálum þjóð-
lífsins".
Yfirlýsingu þessa gáfu út og undirrituðu
530 læknar: 300 brezkir, 8 ameríkskir,
búsettir í Norðurálfu, ioó þýzkir, 40 rúss-
neskir, 35 sveiskir, 17 austurískir og ung-
verskir, 15 sænskir, 13 danskir, og 2 hol-
ienzkir. H. J.
Veðurátta
hefur verið mjög umhleypingasöm síð-
an fyrir jól, úrkoma óvenjulega mikil, en
frost lítil. Jörð að mestu alþíð enn.
Skemmtanlr
um jólin hafa verið með minna móti í
þetta sinn, og fremur dauft yfir bæjarllf-
inu, sjálfsagt meðfram veðurs vegna. Það
eru helzt sjónleikarnir, sem nokkuð hefur
borið á. Aðsóknin að »Gjaldþrotinu«
eptir Björnson hefur verið allmikii, og
þykir bæjarbúum leikur sá góður og vel
leikinn. — í fyrra kveld (þrettándakveld)
var haldinn fjölmennur grímudansleikur
í Báruhúsinu, og allmjög til hans vandað
með búninga o. fl. Kvað það hafa þótt
hin mesta skemmtun, enda sjaldgæf hér,
meðal heldra fólks, sem kallað er.
Oufusklpið „Scandia"
fór héðan til útlanda að morgni 6. þ.
m. með saltfisksfarm frá verzluninni »Ed-
inborg«, hafði verið hér meira en hálfan
mánuð. Með því tók sér far Guðm. Magn-
ússon prentari, til að hagnýta sér styrk
þann, er síðasta alþingi veitti honum til
skáldmenntunar erlendis.
Tvö vel meubleruð kerbergi
óskast til leigu. Ritstjóri vísar á.
og vasaklútailmefni — nýjasta tízku-
ilmefni — ættu allir að kaupa.
Lotteríseðlar sendast gegn 'borg-
un fyrirfram. I þessum dráttflokki eru
118,000 hlutir, 75,000 vinningar. Verð:
1. dráttur 1 kr., 2. 1 kr. 50 a., 3. 2 kr.,
4. 3 kr., 5. 3 kr. 60 a., 6. 4 kr. hvert
númer. Vinningarnir sendast þeim, sem
vinna, ef óskað er. 2. dráttur fer fram 18.
og 19. nóvember, 3. dráttur 16. og 17.
desember.
Thomas Thomsen
yfirréttarmálaflutningsmaður.
GI. Strand 48. Köbenhavn K.
Löggiltur hlutasali fyrir: „Almindeligt
dansk Vare- og Industrilotteri".
Yátryggingarfélagið
. „S U N“,
híð elzta á Norðurlöndum,
stofnad 1704,
tekur í brunaábyrgð: Hús og bæi,
hey og skepnur og allskonar innan-
stokksmuni; aðalumboðsmaður hér á
landi er:
Matthías Matthíasson,
slökkviliðsstjóri.
Seldar óskllakindur
í Kjósarhreppi n. 1. haust.
1. Hvítur hrútur 1 v. blaðst. fr. standfl.
apt. h., blaðst. apt. standfj. fr. v.
2. Hvítur sauður.i v. blaðst. apt. h., vagl-
rifa og hang.fj. fr. v. Hornamark: biti
fr. gat. h., gat v.
3. Hvítur lambhr. stúfrifað biti fr. h., stúfr.
b. fr. v.
m
4. Grátt geldingslamb sýlt h., sneitt og
standfj. apt. v.
5. Mórautt hrútlamb vaglr. og hangfj. fr.
h., gagnstandfjaðr. v.
6. Hvítt gimbrarlamb tvístýft apt. sýlt í
hærristúf h., stýft standfj. ff. v.
7. Hvítt geldingslamb stýft h., sýlt lögg
fr. v.
8. Grámórautt hrútlamb sýlt gagnb. h.,
tvístýft biti fr. v.
9. Hvítt geldingslamb sýlt h,, hálfaf fr.
standfj. apt. v.
10. Svart gimbrarlamb hamarsk. h., stúfr.
hangfj. fr. gat v.
11. Hvítt gimbrarlamb"vaglr. og biti apt. h.,
gagnb. v.
12. Svart geldingslamb heilrif. h., heilrif. v.
13. Svart geldingslamb blaðst. apt. biti fr.
h., blaðst. fr. v.
14. Svart hrútlamb standfj. apt. v.
15. Hvítt hrútlamb bragð fr. h., gat v.
16. Hvítt gimbrar lamb blaðst. apt. gagnb.
h., tvístýft apt., biti fr. v.
Neðra-Hálsi 28. des. 1903.
Þórdur Guðmundsson.
Á síðast liðnu hausti, var mér undirskrif-
uðum dregið hvítt gimbrarlamb með mínu
marki: heilrifað, lögg fr. hægra, stýft biti fr.
vínstra. Lamb þetta á eg ekki, og verður
sá er eiga kann að sanna eignarrétt sinn á
lambinu, semja við mig um markið, og
borga þessa auglýsingu.
Sigmundarstöðum í Þverárhlíð
11. des. 1903.
Magnús Gunnlaugsson.
Seint í okt. þ. á., tapaðist á veginum frá
Þjórsárbrú, að Ægisíðu, pappakassi. í hon-
um voru kraptæfingabönd. Á kassanum
stendur: Sandow’s Combined Dcvelopei,
ásamt með mynd. Finnandi beðinn að
skila að Odda í Rangárvallasýslu mót
sanngjörnum fundarlaunum.
Takið eptir!
Undirritáður hefur hús til
sölu á góðum stað í bænum.
Semja má við undirritaðan.
Bjarni Jónsson,
snlkkari.
Vegamótum.
Fyrverandt sjúkrahús Reykjavikur með
stórri tilheyrandi lóð, er til sölu með væg-
um kjörum. Menn semji við
dr. J. Jónassen.
Froclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878
og opnu bréfi 4. janúar 1861, er hér
með skorað á alla þá, sem telja til
skuldar í félagsbúi hjónanna Indriða
ísakssonar og Jakobínu Þorsteinsdótt-
ur frá Keldunesi, er önduðust þar 10.
febrúar þ. á. og 26. des. f. á., að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir
skiptaráðandanum í Þingeyjarsýslu, áð-
ur 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Þingeyjarsýslu.
Húsavík 28. nóv. 1903.
Steingrímur Jönsson.
Jörðin Húsatóptir í Grinda-
víkurhreppi, fæst til ábúðar í næstu
fardögum (1904). Hún er ein með
beztu jörðum í hreppnum, bæði hvað
snertir trjareka og vetrarbeit, jafnt fyrir
sauðfé og hross.
Um bygginguna semur.
Einar Jónsson
í Garðhúsum.
Aðalfundur
»Þilskipaábyrgðarfélagsins við Faxa-
flóat verður haldinn á »Hotel Island*
ekki mánudaginn 11. jan., sem er áð-
ur auglýst, heldur 1. febr. nœstk. kl.
S e. h.
Arsreikningar félagsins verða fram-
lagðir, og kosnir: 1 maður í stjórnina,
2 endurskoðunarmenn og 3 virðinga-
menn, og eí til vill ræddar tvaér breyt-
ingar á lögum félagsins.
Tryggvi Gunnarsson.
Aðalfundur
»íshúsfélagsins við Faxaflóat. verður
haldinn á »Hotel Island« föstud. 22.
jan. þ. á. kl. 5 e. h.
Ársreikningar félagsins verða fram-
lagðir, og kosinn 1 maður í stjórnina
og 2 endurskoðunarmenn.
Tryggvi Gunnarsson.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
118
sagði Páll. „Lögregluliðið komst af hendingu að því, hvar gesturykkar
var falinn. Vagnstjóri á flutningsvagni sá mann liggja við járnbrautar-
sporið, og svo sá hann hann standa upp og hlaupa burt, þegar vagninn
ók áfram. Þegar lögreglan heyrði þetta, sendi hún mann þangað til að
grennslast eptir þessu, og þeir hittu tvo bændur að máli, sem báru það,
að þeir hefðu séð mann, sem hefði sagt við þá, að hann vildi fá leigð-
an vagn og hest. Ferðataskan hans fannst í skóginum rétt hjá húsinu
ykkar, og þetta nægði, einkum sakir þess, að fólk ykkar hefur ekki sem
beztan orðróm vegna bróður þíns. Eg heyrði engan ávæning af þessu
fyr en í morgun. Landstjórinn duldi mig þess viljandi vegna ástar minn-
ar til þín. Hann sagðist hafa lagt svo fyrir, að lögregluliðið væri svo
kurteist sem framast var unnt og gerði móður þinni engan óskunda. Eg
vona, að ráðstöfunum hans hafi verið hlýtt".
Katrín svaraði þessari spurningu engu. Henni fannst, að hún hefði
haft rangt mal að verja. Sigur Pals var fullkominn.
Hann hefði getað notað sér sigur sinn til að ásaka hana fyrir að
henni skyldi koma til hugar, að gruna hann um undirferli. Enhannvildi
ekki ljúga af því að hann talaði við hana. Hann hugsaði með skelfingu
um, hversu nærri honum hafði legið að gera það, sem hún ásakaði hann
fyrir. Hann gekk til hennar, og á hörkulega andlitinu hans mátti sjá,
að hann viknaði innilega.
„Katrín", sagði hann, „þú mátt ekki láta þetta fá svona mikið á þig.
Þú mátt ekki iíta svona út. Við skulum vera eins og við erum vön að
vera. Eg er orðinn reyndur í heiminum, og eg er ekki mjallhvítur mað-
ur, það veit eg. En réttu mér höndina og láttu þér þykja vænt um mig.
Þegar eg er hja þér verð eg betri maður og hreinni.
„Fyrirgefðu mér, að eg hafði þig fyrir rangri sök‘\ sagði hún og
lagði hönd sína í höndina á honum.
Hann færði höndina að vörum sínum, og þau sættust heilum sáttum.
Páll Og Katrín ætiuðu að halda brúðkaup sitt um jólaleytið, og þá
^etluðu ættingjar þeirra að safnast saman í borginni, til þess að heiðra
Jiessa hátíðlegu athöfn. Landsstjórinn hafði lofað að vera svaramaður
119
hans. Brúðkaupið átti að halda með svo mikilli viðhöfn, að orðrómurinn
af því flygi út um alla sveitina.
En eptir misskilning þann, sem átti sér stað milli hjónaefnanna, sakir
dvalar Vladimirs þar í húsinu, vildi Katrín flýta brúðkaupinu; Páli þótti
sér mikill heiður gerður með því.
„Jæja, við giptum okkur þá í október", sagði hann. „Eg skal biðja
ættingja mína að koma fyr en til var ætlazt".
„Nei, það er oflöng bið“, sagði Katrín.
„Hvenær vilt þú þá að við höldum brúðkaupið?" spurði hann bros-
andi. „Það eru ekki netna tveir mánuðir þangað til brúðkaupið er á-
kveðið i október".
„Eigum við ekki að halda það að hálfum mánuði liðnum ?" sagði Katrín.
Pall mótmælti því. „Með svo stuttum fyrirvara get eg ekki boðið
ættingjum mínum, og þá er óvíst, að þeir komi".
„En eg kæri mig ekkett um að láta bjóða neinum. Tii hvers er
það annars ?“ sagði Katrín.
Hún hafði einnig á móti því, að brúðkaupið yrði haldið í borginni,
og vildi láta halda það í lítilli kirkju í næsta þorpi, án allrar viðhafnar
og brúðkaupsgesta.
„En það líkist svo fólki, sem hleypur ógipt saman", sagði hann.
„Það kemur engum við", sagði hún.
Páli leizt ekki á þetta fyrirkomulag, en Katrín lét ekki af þessu, og
hann neyddist til að láta undan. Hún gat ekki gert sjálfri sér grein
fyrir, af hverju hana fýsti svo mjög að hraða brúðkaupinu. Það var
alls ekki af því, að hún hefði meiri ást á Páli nú en fyr. Það var svo
langt frá því, að nú var henni einmitt farið að þykja hann leiðinlegur.
En þessi bið og dráttur varð henni allt í einu óþolandi, og hana lang-
aði til að brúðkaupið væri um garð gengið. Hún kvaldi sjálfa sig með
efa og ýuiiskonar spurningum, og henni fannst, sem eina bótin til að
þagga þær niður væri að giptast. Hún flýtti með svo miklum ákafa öllu
er meö þurfti til brúðkaupsins, að hún varð óró í skapi og jafnvel reið/
ef eitthvað tafði fyrir.