Þjóðólfur - 15.07.1904, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.07.1904, Blaðsíða 1
R. ÞJÓÐÓLFU 56. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. júlí 1904. Útlendar fréttir. —o-- Kanpmannftliöfn 5. júlí. Anstræni ófriðnrinn. Eins og getið var i síðasta fréttabréfi fór Stackelberg hershöfðingi, er send- ur var af Kuropatkin suður á Ljaotung- skaga, hina verstu för fyrir Japönum. Við Telisze og Vafangtien (eðaVafangu) beið hann 14. og 15. f. m. algerðan ó- sigur. Oku hefur skýrt svo frá, að af Japönum hafi fallið - í orustum þessum 317 og 946 orðið sárir, en manntjón Rússa við Vafangtien er talið 3500 manns, en annars hafa fregnirnar um þessar or- ustur verið harla ósamkvæmar. Varð Stackelberg að hörfa apturnorður á bóg- inn, en Kuropatkin hélt sjálfur suður á móti honum og bjargaði leifunum af liði hans. Nú virðast allar þrjár höfuðdeildir Jap- ana hafa náð saman, austan frá Feng- huang-sjeng, suðaustan frá Takushan og sunnan frá Ljaotungskaga. Allt þetta lið heldur nú á móti aðalher Rússa, sem er á svæðinu frá Ljaojang suður til Tatsítsjao (nokkru fyrir austan Njútsvang). Hafa þeir átt 1 ýmsum orustum um þessarslóð- ir, en þó fæstum miklum. Má þar með- al annars nefna, að 21. f. m. tóku Jap- anar bæinn Semjútsjen fyrir norðvest- an Sjújen. 26. og 27. f. m. urðu all- frarðar orustur um skörð þau, er liggja á leiðinni til Ljaojang. Náðu Japanar loks hinum merkustu þeirra á sitt vald, þar á meðal M u otien ling-skarðinu. Ein fregn segir jafnvel, að Japanar séu þegar komnir rétt til Ljaojang, en hvort sem svo er eða ekki hafa þeir greiðan veg þangað. Keller hershöfðingi erþarfyr- ir Rússum, en sjálfur er Kuropatkin sunn- ar, líklega í Hajtsjeng, með aðalherinn. Lið það, sem Japanar höfðu sent norður á bóginn á leið til Mukden hafa þeir nú dregið til baka og beina nú öllum Iiðs- afla sfnum vestur á bóginn til Ljaojang °g Hajtsjeng, þar sem meginher Rússa er- Er því ekki að furða, þó að búist sé við stórorustu um þessar slóðir innan skamms. Þó eru eigi alllitlar lfkur til, að Kuropatkin haldi undan norður ábóg- inn, áður en Japanar ná stöðvum hans, Því að liðsmunur mun vera töluverður; er jafnvel talið, að Japanar muni vera allt að helmingi fleiri og mun Kuropat- kin þvf ekki af veita, að fá nokkra liðs- hót áður hann leggur til höfuðorustu við Japana. Rigningar eru miklar og ófærð um þetta leyti, og geta ef til vill lagt nokkrar tálmanir í veg fyrir Japana, en mjög langt verður þó varla að bíða, að til nokkurra tíðinda dragi. Þess var getið í síðasta bréfi, að Y a m a - gata markgreifi hefði verið gerður yfir- foringi alls landhers Japana. Síðan hef- nr þessu verið breytt. Verður hann ept- ir á Japan og hefur forustuna fyrir her- foringjaráðinu, ensáheitir Oyama greifi, sem fær yfirforustuna yfir hernum í Mand- sjúrfinu. Hefur heyrzt. að hann eigi að fara yfir til herstöðvanna 7. þ. m.( og má vera, að þl eigi að skrfða til skarar, er hann er kominn. í Port Arthur sitjaRússarumkringd- ir af Japönum á sjó og landi. Fregnir, sem þó eru ekki fullsannaðar enn, hafa borizt um orustur 26. f. m. Önnur þeirra átti að hafa verið fyrir suðaustan bæinn og tóku Japanar þrjú vígi, er Rússar höfðu gert sér nokkurn spöl frá sjálfum bænum. Hin var háð 13 verstum1) fyrir norðan bæinn. Náðu Japanar þar hæð einni, er Rússar vörðu. Rússar misstu 200 mánns og Japanar misstu einnig margt manna (Rússar segja um 1000). Ef þessar fregn- ir eru sannar færast Japanar óðum nær sjálfri borginni, og verður þá ef til vitl ekki langt að bíða, að þeir geri reglulegt áhlaup á hana. Um ástanðið í bænum vita menn ekki neitt með vissu, en þó virðist mega ráða í, að matvæli muni vera þar fremur af skornum skammti, því að Rússar hafa sent í burtu alla Kínverja, sem í bænum voru, og eru þeir nú komn- ir yfir til Chifu. 23. f. m. héldu Rússar út frá Port Art- hur með flota sinn (6 vígskip, 5 beitiskip og 10 tundurbáta) ttndir forustu Witt- höfts undiraðmíráls. Togo hafði ekki svo mikið lið við hendina, og vildi því ekki leggja til höfuðorustu við þá, en lét sér nægja með að gera ítrekaðar árásir á þá með tundurspillum sínum. Lauk svo, að Witthöft hélt aptur inn til hafn- arinnar um kveldið. I fyrstu fréttist, að eitt af vígskipum Rússa hefði sokkið við þessa viðureign og eitt beitiskip , þeirra skemmzt, en það mun þó vera orðum aukið, enda hafa síðari fregnir ekki stað- fest þá sögusögn. Af þessu má sjá, að hafnarmynnið er orðið fullkomlega skip- gengt aptur, jafnvel fyrirstórskip, og enn- fremur, að Rússum hefur tekizt að gera við skip sín þau, er laskazt höfðu (víg- skipin Cezarewitsj, Poltava og Pobieda og nokkur beitiskip), svo að þau eru nú aptur vígfær. Rússneskum tundurspilli »Burakoff« hefur tekizt að komast burt frá Port Art- hur 1 gegnum herskipakví Togos og alla leið til Njútsvang heilu og höldnu; kom þangað 29. f. m. Hefur hann að líkind- um haft meðferðis áríðandi skilaboð til rússnesku herstjórnarinnar frá forráða- mönnum Port Arthurs. I síðasta fréttabréfi var getið um glæfra- för Vladivostokflotans suður í Kóreusund. Auk þeirra þriggja stóru flutn- ingaskipa, er þar er getið, sökktu Rússar tveim seglskipum í þeirri ferð. Að því búnu héldu þeir í áttina til Hakodate á Japan, en það var einungis bragð til að villa sjónar fyrir K a m i m u r a aðmírál, sem var á hælunum á þeim með japansk- an flota. Tókst þeim það, og með þessu móti komust þeir aptur heilu og höldnu til Vladivostok. Eru Japanar orðnir mjög gramir við Kamimtira fyrir, að láta Vladi- vostokflotann hvað eptir annað sleppa þannig úr greipum sér. Besobrasoff aðmfráll heitir sá, er stýrði rússneska flot- anum á þessu ferðalagi. Frétzt hefur, að Rússar hafi náð upp öllum loptskeytum þeim, er fóru á milli skipa Kamimura og því ávallt vitað hvað honum leið. 1) Rússneskt lengdarmál (rúml. 1 kílómeter). Flotinn hélt ekki lengi kyrru fyrir í Vladivostok. Hann er nú þegar lagður út í þriðja leiðangurinn. 30. f. m. varð vart við hann í Wonsan (í Kóreu). Beitiskipin biðu úti fyrir, en tundurbát- arnir héldu inn á höfnina og gerðu skot- hrfð á bæinn og skutu í kaf tvö skip (gufuskip og seglskip), sem voru á höfn- inni. Að því búnu héldu þeir út aptur. 1. þ. m. varð vart við flotann suður í Kóreusundi. Var Kamimura um þær slóðir með flota sinn og ætlaði að leggja til orustu við Rússa, en þeir sluppu enn- þá utidan honum. I rússneskum blöðum hafa nú fyrir skömmu komið fram ásakanir á hendur Japönum fyrir að hafa sýnt voðalega grimmd gagnvart særðum rússneskum her- mönnum, skorið úr þeimtunguna, höggv- ið af þeim hendurnar o. s. frv., og kveða jafnvel vera til Ijósmyndir, er sanni þetta. Japanar hafa harðlega mótmælt þessu og segja, að þessar ákærur séu tómur tilbún- ingur, og einungis gerðar til að sverta þá í augum Norðurálfumanna. Þetta kemur heldur ekki vel heim við það, að Kuro- patkin hefur látið það boð út ganga, að japanskir fangar skuli fá hina beztu að- hjúkrun, því að sárir Rússar hafi hlotið fyrirtaks meðferð hjá Japönum. Rússland. Fyrir nokkrum dögum barst sú fregn, að Rússakeisari hafi kallað til sín ráðgjafa einn, er hann ber gott traust til, og boðið honum að semja frumvarp til stjórnarskrár fyrir Rússland. Fregn þessi hefur auðvitað vakið nokkra athygli, en flestir eru þó á þeirri skoðun, að hér sé ekki um nein stórtíðindi að ræða. Þó svo kynni að vera, að fregnin reyndist sönn, sem er mjög efasamt, þá mun að minnsta kosti ekki vera tilætlunin, að gera neina stórbyltingu á stjórnarfarinu. Það er náttúrlega ekki óhugsandi, að stjórnin vilji reyna að friða óróaseggina með þvf, að hampa einhverjum réttarbót- um framan í þá, en að það verði^ nokk- uð í líkingú við stjórnarskrá í öðrum lönd- um dettur víst engum 1 hug að ætla. í Kiev hafa nýlega 200 óróaseggir ver- ið teknir höndum og lögreglan rannsak- að híbýli þeirra og gert upptæka leyni- lega prentsmiðju, er þeir fúndu. I nánd við bæinn Rostov vildi nýlega það slys til, að ferjubátur, er á voru 250 konur og börn, sökk úti á miðju Don- fljótinu. Báturinn hafði verið gamall og lélegur. Einungis 62 manns varð bjarg- að. Allir hinir drukknuðu og nokkrir bárust niður að vatnsmyllu, sem þar'var nokkru neðar og tættust allir í sundur. í Moskva og þar í grennd kom voða- mikið ofviðri 30. f. m. ogolli miklutjóni og mannskaða. Turnarnir Og þökin á mörgum kirkjum og stórhýsum hrundu. Yfir 300 manns biðu banaeða stórmeiddust. Finnland. 24. júní var haldin J ó n s - messuhátíð eins og venja er til á fjall- inu Aavasaksa. Var þarsaman kom- inn fjöldi fólks, en öll ræðuhöld, söngur og hljóðfærasláttur var bannaður vegna hins mikla harms, er lostið hefði Finn- land (0: morð Bobrikoffs). Vinnukona Jú 31. ein var tekin höndum af því að hún lét í Ijósi, að hún gleddist yfir dauða Bobrikoffs. Rannsókn hefur nú verið hafin út af morðinu á Bobrikoff, en ekki fá finnsku yfirvöldin að koma þar nærri, heldur hef- ur rússneskur rannsóknardómari verið sendur frá Pétursborg til að stýra rann- sókninni. Faðir Eugens Schaumanns hef- ur verið handtekinn og er varla að búast við, að hann sleppi aptur fyrst um sinn. Við jarðarför Schaumanns fengu einungis 14 manns að vera viðstaddir og voru þeir allir nákvæmlega yfirheyrðir. I járnbraut- arlestinni, sem þessir menn fóru í til greptr- unarstaðarins voru Mtnir vera 35 lögreglu- menn til þess að gæta þeirra. Eptir morð Bobrikoffs sendi bæði Rússa- keisari og drottning ekkjunni þegar sam- hryggðarskeyti og hið sama gerðu ráð- gjafarnir og öll stórmenni við hirðina, nema Dagmar keisaraekkja. Fyrst viku síðar sendi hún samskonar skeyti eptir að bæði keisari og von Plehwe höfðu lagst á eitt að sýna henni fram á, að það væri skylda hennar. Er þetta talið merki þess, að keisaraekkján muni vera Finnlending- um hlynnt og mótfallin aðförum Rússa gagnvart þeim. Landstjóri í Finnlandi er nú skip- aður Obolenski fursti, rússneskur maður. Hann var áður landshöfðingi í Charkow og var þar mjög illa ræmdur fyrir þá grimmd, er hann sýndi, þá er hann bældi niður bændaóeirðirnar þar vorið 1902. Var honum því sýnt banatilræði þá um sumarið; var hann þá leystur frá lands- höfðingjastörfunum og honum veitt em- bætti í Pétursborg. Flnnlendingar þurfa að líkindum einskis góðs að vænta af honum. Stórkostlegt skiptjón og manntjón í Atlantshafi. Eitt af skipum »Sameinaða gufuskipafélagsins« danska, »Norge«, strandaði 28. f. m. við Rockhall, sem er klettur mikili, er gnæfir upp úr hafinu 184 vikur sjávar vestur af St. Kilda, vestustu eyjunni af Suðureyjum, og 290 vikur sjávar 1 vestur frá Skot- landsströnd. Skipið var á leið til Ame- ríku og voru á því að meðtaldri skips- höfninni um 800 manns. Farþegarnir voru frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Skipið barst ut af leið sinni, og um morguninn 28. kl. 7'A rakst það á rif, er gengur út frá Rockhall. Skipið var þegar knúð aptur- ábak og komst út 1 rúmsjó, en gat var komið á það og fylltist það þegar með sjó. Þegar menn sáu að skipið fór að sökkva kom fát og ofboð á alla. Menn börðust um björgunarbeltin, sumir köst- uðu sér fyrir borð. Björgunarbátarnir voru settir út, en fólkið þyrptist svo nið- ur í þann fyrsta, að hann sökk og á sömu leið fór um tvo þá næstu. Loks komust þó nokkrir bátar frá borði með svo mikið af fólki, sem þeir gátu borið; urðu þeir, sem í bátunum voru, að stjaka með árunum 1 burtu þeim, sem svömluðu f kring og sóttu að bátunum. Eptir hálfa klukkustund var skipið algerlega sokkið. Þrlr bátar hafa komizt af, að því er frétzt hefur, með 129 mönnum. Enskur botn- verpill »Silvia« bjargaði daginn eptir ein-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.