Þjóðólfur - 15.07.1904, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.07.1904, Blaðsíða 2
122 um þeirra með 27 mönnum og flutti þá inn til Grimsby. Af skránni yfir þá má sjá, að einn þessara 27 hefur verið ís- lendingur, Jóhann Bjarnason veggpappírsprentari (31 árs gamall). Ann- að enskt skip »Cerdona« bjargaði bát með 32 manns og fór með þá til Storno- way. Þangað kom Kka skipið »Energic« með 70 af skipbrotsmónnum, þar á með- al skipstjórann, Gundel. [Viðauki. Rvik »*/? Með »Laura« fréttist, að norskt kaup- skip, er var á leið frá Dysart tíl Seyðis- fjarðar hefði 6. þ. m. bjargað 4. bátnum frá »Norge« með 19 mönnum og flutt skipshófnina til Þórshafhar. Eptir því sem næst verður komizt hafa því bjarg- azt 147 manns, en 618 farizt. — St. Kilda er langt út í hafi, lang vestast af öllum Suðureyjum, og byggð þar lítil (um 70 manns). Frá Vestmanneyjum er ekki nema tæpl. i'/j sólarhrings sigling í góðu veðri, þangaðtil landsýn fæst af St. Kilda]. Frakkland. Það er kunnugt, að aptur- haldsmenn reyna allt hvað þeir geta til J>ess, að steypa Combes af stóli, en þo að svo virðist sem hann fari opt óvar- lega og skirrist ekki við að knýja sitt mál fram hverju sem tautar, þá virðist hann þó furðu fastur í sessi enn sem komið er. Hann hefur nú þegar setið lengur að völdum en flestir fyrirrennarar hans og er þvi ekki að kynja þó að apturhaldsmönnum þyki hann hafa setið helzti lengi. Síðasta tilraunin, sem þeir hafa gert til að steypa honum, er sú, að bendla hann og Edgar son hans við mútumál. Mál þetta er raunarekki nýtt. í fyrra var í blaði einu borið upp á Edgar Combes, að hann hefði þegið 2 milj. franka af Kartheusermunkum til til þess að þeim yrði vægt og þeir ekki látnir sæta sömu kjórum og aðrar munka- reglur í Frakklandi. En þetta vakti ein- nngis dálítið umtal í bili, og datt svo niður aptur, og engum datt i hug að trúa því, enda hafði þessari munkareglu alls ekkert verið þyrmt eða henni sýnd meiri tilhliðrunarsemí en öðrum. En fyrir skömmu varð senna í þinginu milli Combes og sósíalistans Millerand og bar þá þetta á góma. Notaði þá þingið tæki- færið til þess að skipa nefnd til að rann- saka mál þetta. Kosningar i nefhdina fóru svo, að mótstóðumenn ráðaneytis- ins urðu í meiri hluta. Hefur nú nefhd- in starfað í nokkra hrið og yfirheyrt mörg vitni. Flestir eru þó á því, að hún muni ekki geta grafið upp neitt saknæmt um Combes, er geti orðið honum til falls. Eng-land. 20. þ. m. unnu Viggar eitt þingsmannssæti enn frá Toryum (i Deven- port). Kosningarbaráttan snerist öll um tollmálið. 1. þ. m. dó í Lundúnum Georg Friðrik Watts, frægur enskur málari og myndasmiður, 87 gamall. Marokkó. Ræninginn R a i s u 1 i hefur nú látið lausa menn þá, er hann hafði i haldi hjá sér eptir að soldán hefur lát- ið undan kröfum hans. En nú krefjast bæði Bandaríkin og England bóta fyrir þann ójófnuð, er þegnar þeirra hafa orðið að sæta. Bandaríkin hafa þannig til að mynda krafizt að fá kolastöð i Marokkó. Amerísk herskip eru á næstu grösum til þess að styðja kröfurnar. Nú hafa Frakk- ar sent lið frá .Algier til Marokkó, og er mælt, að soldán ætli að tálma því með herliði, að þeir gangi þar á land. I Iiandaríkjnnnm eru menn nú farnir að búast undir forsetakosninguna, sem fer fram næsta haust. Samveldismenn (repúblikanar) hafa komið sér saman um Roosevelt forseta, sem forsetaefni sitt. En sérveldismónnum (demókrötum) gengur allt órðugra að koma sér saman um forsetaefni. Tveir menn hafa eink- um verið tilnefhdir úr þeirra fiokki, Parker, sem hinir íhaldssamari halda fram ogHearst, sem hinir framgjarnari vilja hafa. Veldur þetta mikilli sundr- ungu innan flokksins og menn eru jafn- vel farnir að halda, að niðurstaðan verði sú, að hvorugur þessara manna verði i kjöri, heldur muni menn á endanum koma sér saman um eitthvert nýtt for- setaefhi, sem allur flokkurinn geti gert sig ánægðan með. Hafa menn þá helzt haft augastað á Cleveland, því að hann er talinn þeirra langmerkasti stjórn- málamaður. En hann hefur tvisvar áður verið forseti og það er óheyrt í sögu Bandaríkjanna, að nokkur maður hafi lengur verið forseti en tvö kjörtímabil. Ef hann næði kosningu yrði það þá í fyrsta sinn. í Umgruay hefur nokkra hríð geisað uppreisn. Nú hefur stjórnarherinn eptir tveggja daga orustu beðið algerðan ósig- ur fyrir uppreistarmönnum og er nú allur tvístraður. Hvern á að kjósa fyrir alþingismann í Reykjavík í haust? Eptir Maíth. Þórðarson. III. (Sfðasti kafli). Það hefur verið haft í lágmæli, að yfir- dómari Jón Jensson mundi jafhvel gefa kost á sér til þingsetu í ár, — en frá mínu sjónarmiði ætti hann að réttu lagi að sitja heima, hann hefur ekki ennþá sýnt það, að hann berðist fyrir áhuga- málum sjómannanna. Hann hefur og vitanlega enga þekkingu á slikum málum og er sagður stirður og ósamvinnuþíður. Vér Reykvíkingar þörfnumst manns á þing- bekkina, sem bæði er kunnugur hag al- þýðunnar og hefur lag á að koma ein- hverju til Ieiðar bænum til framfara. Én til þess er Jón Jensson manna sizt fallinn, og mundi því ekkert annað erindi eiga á þing, en að kveikja úlfúð og óeirðir, og róa þar einn á bát með nóga barlest af Landvarnarsandi til að kasta í augu hinna allrafáfróðustu og framhleypnustu, því að aðra getur slíkt moldryk ekki blindað. Fyrir Reykjavíkurbæ i heild sinni og sjó- mennina sérstaklega fæ eg ekki betur séð, en J6n Jensson sé alveg ómögulegur fulltrúi. Nokkrir hafa tilnefnt héraðslækni Guðm. Björnsson sem þingmennskukandídat. Það er óneitanlegt, að hann er duglegurmað- ur, og sem fulltrúi læknastéttarinnar væri hann máske sjálfkjörinn á þingi, en mál- efhum sjómannastéttarinnar trúi eg hon- um ekki fyrir. Það er jafnfjarstætt, að fá sjómann til að bera fram áhugamál læknastéttarinnar, og að fá lækni til að vera fulltrúa sjómannanna, en samt sem áður kysi eg hann fremur en Jón Jeusson, því að eg treysti honum þó skár til þess að kynna sér málefni sjómanna, °g fylgja þeim fram með áhuga á þingi, svo að ef ekki væri nema um þá tvo að velja, blandast mér ekki hugur um, að sjómenn ættu að styðja Guðm. lækni til kosningar fremur en Jón, enda hef eg orðið sömu skoðunar var hjá ýmsum mik- ilsvirtum mönnum í sjómannastéttinni. En við skulum helzt kjósa sjómann, ef við getum fengið nokkurn líklegan til þess að ná kosningu. Eg vil til frekari upplýsingar benda á nokkra menn, án þess þó eg hafi nokkra vissu fyrir, að þeir mundu gefa kost á sér til þingsetu, en með fullri vissu um það, að þeir eru menn til að fylgja málefhum þeim með áhuga og kappi, sem sjómennina varða, og þar að auki hafa fulla þekkingu á þeim. Þessir menn, sem eg í fljótu bili vil benda á, eru t. d.: Jón Jónsson útgerðarm. frá Melshúsum. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarm. Rvík. Ágúst Flygenring kaupm. Hafharf. Hannes Hafliðason skipstj. Rvik.1) Eg hirði ekki um að tilnefha aðra úr flokki sjómanna, og eg veit, að hver þess- ara hér nafngreindu manna mundi gera sinni stétt allt það gagn og þann greiða, sem unnt væri að fá, og sem engir úr óðrum atvinnuflokki mundu færir um að gera. Þið sjómenn og verkamenn Reykja- víkur. Oðum nálgast sú stund, sem þið eigið kost á að velja ykkur fulltrúa á þingið, sameinið ykkur nú um einhvern þann mann úr ykkar flokki, sem þið berið traust til, annaðhvort einhvern af þeim ofannefhdu, eða einhvern annan, sem þið hafið augastað á. Þið hafið allt valdið i ykkar hendi, ef þið sameinið ykkur. Eins og þið sjómennirnir sýnið dugnað og kjark í stormum og stórsjó á hafinu, eins og þið árlega færið Reykjavík fisk fyrir allt að */2 milj. króna, eins væri þetta auðvelt, já mikið auðveldara, ef þið verðið samtaka. Og þið kaupmenn, iðnaðarmenn og verkamenn I Vellíðan sjómannastéttarinnar er ykkar velgengni; sameinið ykkur með sjómönn- unum, og kjósið mann úr þeirra flokki, þann mann, sem vill efla sjávarútveginn, sem vill létta gjaldabyrðina og auka tram- leiðsluna, — í einu orði sagt, vill leysa þá fjótra, sem sjómannastéttin er bundin með, og sem þá verður meðal til þess, að sjómannastéttin okkar verði húsbóndi á sínu eigin heimili, samhliða með sveita- bóndanum, og verður fær um að keppa um gullgróftinn við stórveldi Norðurálf- unnar á okkar eigin fiskimiðum. Kjósið annaðhvort útgerðarmann eða sjómann, vinnuveitanda eða verkamann úr þessum flokki, þann mann, sem vill leggja allt i sölurnar fyrir þennan atvinnu- veg, sem er heill og blessun Reykjavíkur, og þar með alls landsins, og sá sem vill það, hann eigið þið að kjósa, og hann er réttkjörinn þingmaður fyrir Reykja- víkurbæ við næstu kosningar. Skólamál einkum um latinuskólann og búnaðarskólana. Það vantar eigi, að nú á tímum sé stung- ið upp á mörgum nýungum, og ekki er því að neita, að ýmsar af þeim uppástung- um séu viturlegar og svo vel hugsaðar að það er eflaust, að þær væru þjóðinni til mikilla hagsbóta, ef þær kæmust í fram- kvæmd, en aptur eru sumar afuppástung- um þessum hreinasta fjarstæða og líkastar einhverju óráðsfálmi hálfvaknaðra manna. Hvað kennslumál vor bæði hin vísinda- legu og verklegu snertir, þá sést það hvar- vetna, að almennur áhugi er vaknaður með að auka menntunina, enda er það víst, að sönn og rækileg þjóðmenntun er höf- uðskilyrði fyrir velgengni fólksins í land- 1) Jafnvel þótt menn þessir séu eflaust allir vel hæfir til þingsetu, efumst vér um, að nokkur þeirra vilji gefa kost á sér, og enn vafasamara, að þeir hafi verulega al- mennt fylgi. En allur atkvæðatvístringur getur verið hættulegur, og hinn óhæfasti maður orðið á þann hátt fyrir kjöri. Þess ættu sjómenn vel að gæta. Ritstj. inu. Allt til þessa hefur menntun vor ís- lendinga verið af of skornum skammti, og það Ktið hún erverið að sumu leyti ófug, og því eigi vakið það traust alraennings, sem æskilegt væri. Til þess að menntun- in verði þjóðinni holl og sannarlega gagn- leg í öllum greinum, þarf hún umfram allt að vekja elsku nemendanna til kristindóms- ins og virðingu fyrir líkamsvinnunni. Vanti hana þetta tvennt, þá er hún öfug og get- ur aldrei orðið fólkinu að sönnu gagni, og það er beint þetta, sem menntunarstofh- anir vorar hefur ofmjög skort hingað tiL Hversu djúpfær, sem fræðslan að öðru leyti kann að vera, þá er það víst, að sé eigi mest hugsað um þessi tvö höfuðat- riði bæði í hinum æðri og lægri skólum, þá nær hún eigi þeim tilgangi sínum, að gera menn að betri og nýtari mönnum, heldur getur stutt að því, að gera þá frá- hverfari gófugleikanum og fjarlægari dag- lega atvinnulífinu. Væri aptur heit elska til kristindómsins og sönn virðing fyrir líkamsvinnunni vel vakin í hjörtum allra nemenda i landi voru, þá myndi eigi leng- ur verða talað um öfuga menntun, og al- þýðan eigi framar amast við skólunuro, svo sem hún gerir nú svo víða. Þá myndi heldur eigi verða skortur á einlægri ætt- jarðarást og löngun til að verða öðrum að> sönnu gagni hjá þeim mönnum, er einhverja menntun fá. I þessu efni er sjáanlega mest komið undir kennurunum, og því er staða þeirra svo afarábyrgðarmikil og öll þörf á, að vanda sem allra bezt allan und- irbúning þeirra fyrir hið háleita Kfsstarf. Við veitingu kennaraembætta þarf stjórn- in að vanda val sitt sem bezt. Meðal þeirra uppástungna, er ganga í réttu áttina, má eflaust fyrst af öllu telja málið um stofnun góðs kennaraskóla fyrir allt landið, sem var rætt á alþinginu sfð- asta, en því miður náði eigi fram að ganga. En vel þarf kennara að vanda til slíks skóla; hitt er minna um vert, hvar hann stendur, og þó getur það haft nokkra þýð- ingu fyrir áhrif þau, er nemendur fá utan skólans. Þá er það eflaust í rétta stefnu, að koma sem víðast upp góðum barna- skólum, en hætta eptir því sem hægt er við umferðarkennsluna. Þar að auki þurf- um vér að fá unglingaskóla, er taka við af barnaskólunum; einkum er brýn þörf á þeim i öllum sjóþorpum, þvf að þar hafa unglingarnir mikið af vetrinum ekkert að gera, heldur venjast á iðjuleysi og með því á ósiði ýmsa, og týna niður því litla, er þeir lærðu í barnaskólunum. Sem dæmi þess, hversu menntunin er bágborin sum- staðar við sjóinn má geta þess, að eg ný- lega hef haft kaupakonu fermda stúlku á 18. ári ættaða úr Breiðuvíkurhrepp, sem aldrei hafði séð Passíusálmana né heyrt getið um Hallgrím Pétursson. Á heimili foreldra hennar var engin bók til, nema einhver gömul skræða (líklega Vidalins- postilla) með svo gömlu letri að enginn gat lesið. Stúlkan er greind að náttúru- fari, en alveg óupplýst, og því miður á. hún víst ofmarga sína líka á sumum stöð- um í landinu. Það er þvi á góðum rök- um byggt, að æskja eptir betri lýðtnennt- un í landinu, og komist hún í gott lag, verður engin hætta á þvt, að hún dragi menn frá likamlegu vinnunni, svo sem ná kveður svo víða við. Sannmenntaður mað- ur þykist eigi offínn til að vinna erfiðis- vinnu, heldur þykir honum heiður að henni. Það er að eins hálfmenntunin öf- uga, sem leitt getur af réttri leið. — Nú er í ráði að breyta eitthvað fyrir- komulagi latínuskólans og eflaust er þörf á því að sumu leyti; en eigi verður því neitað, að sá skóli hefur um langan aldur verið gagn og sómi vor íslendinga, því frá honum hafa komið hinir ágætustu vís- indamenn í flestum greinum, sem hafa haldið uppi heiðri þessarar þjóðar í aug- um hins menntaða heims. Þar á meðal

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.