Þjóðólfur - 12.08.1904, Page 2
13«
burg« á sama hátt þýzkt farmskip
»Scandia«. Fór um það á sömu leið,
og urðu Rússar að skila því þegar aptur.
Ennfremur höfðu Rússar tekið annað
enskt skip »Ardova«, er þeir hafa
einnig orðið að skila aptur á sama hátt.
Viðauki. Rvík 12. ágúst.
Með »Ceres« bárust ensk blöð til 2.
þ. m., og eru helztu fréttir eptir þeim
þessar:
Plehve innanríkisráðherra Rússakeisara
var myrtur 28. f. m. á götunum i St.
Pétursborg. Maður nokkur varpaði sprengi-
kúlu undir vagninn, sem ráðherrann ók
1, og sprakk hún þegar með svo mikl-
um hvell, að heyrðist langar leiðir,
og með svo miklu afli, að jörðin skalf
og nötraði, eins og i jarðskjálfta. Bæði
ráðherrann og ekill hans biðu bana, en
ýmsir menn, er nærstaddir voru særðust
hættulega. Vagninn tættist allur i sund-
ur og brotin úr honum flugu víðsvegar.
Lík Plehves var hroðalega limlest, neðri
kjálkinn t. d. allur burtu. Sá er sprengi-
kúlunni varpaði meiddist og mjög, er
hún sprakk, en læknarnir hugðu, að þeir
mundu geta haldið í honum lífinu, unz
prófi yfir honum væri lokið. Síðari fregnir
segja, að hann hafi látizt af örkumlum
í fangelsinu, án þess að segja til nafns
síns. Eptir hraðskeyti frá St. Péturs-
borg er fullyrt, að morðinginn hafi ver-
ið finnskur, og hafi að minnsta kosti
haft annan mann í ráðum með sér,
og hann hafi staðið með sprengikúlu á
öðrum stað, svo að Plehve skyldi • ekki
undan draga, ef fyrra tilræðið misheppn-
aðist, en þá er hann heyrði, að kúla fé-
laga hans sprakk, reyndi hann að forða
sér, en var handsamaður. Plehve hafði
5 dögum fyrir morðið fengið vitneskju
um, að setið væri um líf hans, og lét
lögregluna rannsaka borgina nákvæmlega.
Voru þá margir saklausir handteknir.
Hafði Plehve sterkan vörð á sér, en ÖIl
sú varkárni kom fyrir ekki. Keisarinn
harmar fráfall hans mjög, og óttast að
enn fleiri hryðjuverk fari hér á eptir,
enda eru nú umbrot allniikil í Rússlandi,
en auðvitað verður það ekkialltað regni,
sem rökkur í lopti. Um 1000 manns
var varpað í fangelsi í Pétursborg, dag-
ana eptir morð Plehve, og miðar það
ekki til að spekja hugi manna. Plehve
var pottur og panna í öllu harðræðinu
og lögleysunum gegn Finnum, og hatað-
ur mjög af þeim, sem von var. Er því
ekki ósennilegt, að líflát hans standi í
sambandi við líflát Bobrikoffs. Báðir
máttu heita böðlar Finna og nú hefur
refsinornin launað þeim lambið gráa
Ef atfarirnar við Finna á síðustu árum
hafa ekki getað skapað »nihilista« og
stjórnleysinga,_ þá er það ekki unnt.
Óvíst er enn, hver verða muni eptirmað-
ur Plehves.
Af ófriðnum er það nýtt að segja, að
ávallt þrengir meir og meir að Rússum.
Japanar sverfa mjög að Port Arthur, og
er því spáð, að þeim muni bráðlega tak-
ast að ná bænum á vald sitt. Lausa-
fregnir höfðu borizt um það, að Port
Arthur væri þegar tekin, en á því er
ekkert að byggja, en hitt er vfst, að
skorað hefur verið á setulið Rússa þar
að gefast upp, en þeirri áskorun hafnað.
Dagana 26.—28. f. m., gerðu Japanar
harðar árásir, en unnu ekki á í það sinn.
Misstu þeir 5 fyrirliða, en 40 urðu sárir.
Áreiðanlegar fregnir eru komnar um það,
að í orustunni við Ta-shi-chiao um 28. f.
nf. hafi Rússar misst 2000 manns, en
Japanar 1000. Það er og víst, að Kuro-
patkin sjálfur var í þeirri orustu, og segja
menn, að hann hafi verið særður eh
óhættulega. Fullyrt er, að Kuropatkin
muni halda til Vladivostok til að verja
bæinn fyrir Japönum, ef þeir fara að
sækja hann annaðhvort frá sjó eða land-
megin, þá er Port Arthur er fallin, því
að svo er að sjá, sem Rússar búist við,
að þess sé ekki langt að bíða. Fregnir
hafa borizt um allmikla landorustu um
31. f. m., og hafi Rússar beðið þar
ósigur, og Keller greifi, h,ershöf3ingi
þeirra fallið. En fullar sagnir um orustu
þessa enn ekki fengnar.
Rússar halda áfram að taka skip hlut-
lausra þjóða, er þeir ætla, að flytji for-
boðinn varnað til Japan. Nýlega sökktu
þeir kínversku kaupskipi og drukknuðu
þar nokkrir menn, og 22. f. m. tókuþeir
þýzkt gufuskip, »Arabia« fyrir norðan
Yokohama, og fluttu það til Vladivostok,
og þar gerður allur farmur upptækur.
Segja Rússar, að þar á meðal hafi verið
1200 tons af járnbrautarefni, er fara átti
til Japan. Eru miklar rekistefnur út af
skipatökum þessum öllum, er geta leitt
til almenns ófriðar. Floti Breta í Mið-
jarðarhafinu hefur fengið skipun um,
að vera til taks, hvað sem í kann að
skerast.
Flöskubréf frá Andrée norðurheimskauts-
fara hefur fundizt norðarlega á Spitz-
bergen. I hraðskeytinu, er getur um
fund þennan er sagt, að bréfið sé frá
1898, en það er eflaust skakkt, og mun
eiga að vera 1897, því að það ár lagði
Andrée af stað. Annars er ekkert enn
kunnugt um efni bréfsins.
Kj örstj óraspj al I.
Fáheyrð kosningaaðferð.
Samkvæmt ákvörðun alþingis 1903,
skrifaði landshöfðingi amtmanninum 1
Norður- og Austuramtinu bréf 18. sept.
f. á., og skoraði á hann að láta rannsaka
kjörskrárnar í Suður-Múlasýslu, sem gilti
fyrir tímabilið frá 1. júlí 1902 til 3o.júní
1903, og samning þeirra af hendi hrepps-
nefndanna. Amtmaður beindi þessu apt-
ur til sýslumanns og kjörstjóranna í Suður-
Múlasýslu, og hafa nú loks, eptir ítrekað-
ar áminningar komið álit og svar þeirra
um þetta tiltölulega óbrotna og einfalda
mál, og hafa bæði »Norðurland« og »ísa-
fold« flutt lesendum sínum árangurinn af
þessari rannsókn á sinn venjulega hátt,
þ. e. einungis tekið aðra hliðina, og virð-
ist þvf eigi vanþörf á, að skýra þetta dá-
lítið betur.
Þegar þingið kom saman 1903, lá eng-
in kæra fyrir út af kosningunni 1 Suður-
Múlasýslu, og þar sem eptir kjörbókaút-
skriptinni, er lá fyrir þinginu, ekki var
neitt að athuga við kosninguna, og því
lýst yfir í niðurlaginu, að Ól. Thorl. og
Gutt. Vigf. væru réttkjörnir þingmenn, þá
tók þingið kosninguna gilda orðalaust.
í kjörstjórninni voru tveir, sem buðu
sig fram til þings, nfl. sýslum. A. V. Tul-
inius og séra Jón Guðmundsson í Nesi;
mátti því telja það enn meiri trygg-
ingu fyrir því, að allt hefði gengið rétt
til, en um miðjan júlímánuð kom fram
kæra frá nokkrum kjósendum sýslumanns
um, að kosning Gutt. Vigf. væri ógild, af
því að hann hefðu kosið nokkrir menn, sem
ekki höfðu atkvæðisrétt; en eptir kjörbókar-
útskriptinni var að eins 1 atkv. munur á þeim
sýslumanni og Gutt. Vigf. Jafnframt kvis-
aðist það, að kjörskrárnar mundu eigi hafa
verið í góðu lagi, Þingið setti því nefnd
í málið, og komst sú nefnd að þeirri
niðurstöðu, að láta rannsaka kjörskrárnar
og undirbúning þeírrn, og var það samþ.
í einu hljóði.
Áður en skýrt verður nánar frá þessari
rannsókn og árangri hennar, skal það tek-
ið fram, að í kjörfundarútskriptinni stend-
ur svo:
»Fram voru lagðar kjörskrár úr öllum
hreppum sýslunnar gildandi frá 1. júlí
1902 til 30. júní 1903«, eins og líka var
rétt, og er ekki getið um, að neinar aðr-
ar kjörskrár hafi verið lagðar fram, eða
eptir þeim bafi verið farið, og verðurþví
samkvæmt kjörfundargerðinni að ætla, að
kosið hafi verið eptir þessum kjörskrám,
en það var þó eigi gert, nema að eins í
einum hreppi, Beruneshreppi. I ö 11 u m
hinum hreppunum var kosið ept-
ir kjörskrám, sem gilda frá i.júlí
1903 til30.júní 1904, og sem þvf
voru allsendis ólögmætar. Með
öðrum orðum, innihald kjörbókarinnar,
sem alþingi átti að hafa fyrir sér, og dæma
eptir, var algerlega rangt, að því leyti, að
allt hefði gengið löglega til, og það er
kjörstjórnin sjálf, sem þetta hefur vottað.
Ef það hefði staðið á kjörbókaeptirritinu,
að þessar kjörskrár hefðu verið lagðar
fram á kjörfundinum, hefði alþingi vafa-
laust orðið að ógilda alla kosninguna.
Ástæðan til þess, að lögleg kjörskrá var
notuð í einum hreppi, var sú, eptir sögn
kjörstjórnar, að kjörskráin fyrir 1903—'04
var enn ókomin úr þeim hreppi (!1) fyrir
kjörfund, en á öðrum stað (í sama bréfi)
segir kjörstjórnin: »Kjörstjórnin lætur
þess getið, að atkvæðagreiðslan 3. júní
1903 var rituð á kjörskrárnar I903^-’o4,
af þvl að atkvæðagreiðslan árið á undan
hafði verið rituð á kjörskrárnar 1902—
'03; m e ð öðrum orðutn, kosningin
til aukaþingsins 1902 fór líka
fram eptir ó 1 ögl egu m kjörskrám .
En auk þess, sem kosið var eptir ólög-
legum kjörskrám 3. júní 1903 var e i n n-
ig kosið eptir 6 aukak j örskrám,
sem sumar voru búnar til kjör-
fundardaginn(ll) og jafnvel skrif-
aðar með blýanti. Þetta sést Yeynd-
ar hvergi í kjörbókareptirritinu og er því
innihald bókarinnar að þessu leyti einnig
rangt, þ. e. þagað yfir lögleysu, sem höfð
er í frammi. Á nokkrar af þessum auka-
kjörskrám hefur sýslumaður skrifað með
eiginhendi þessi orð: »Kjörstjórnin lýsti
því yfir á kjörfundi, að skrá þessi mundi
ógild, sem ofseint framkomin, en gekk
irin á að skjóta því til úrskurðar alþingis«,
og kjörstjórnin svo undirskrifað. — Það
er nú tvennt athugavert við þessi orð, þótt
þau séu eigi mörg, það fyrst, að þessi
gáfaða kjörstjórn segir, að skráin sé ógild,
sem ofseint framkomin; hún segir nú ekki
hvað snemma skráin hefði átt að koma
fram til þess, að vera gild, en það liggur
í þessum orðum, sem líka staðfestist á
annan hátt, að hefði kjörskráin komið
fram nokkru fyrir kjörfund, hefði hún
verið gild, en sannleikurinn er sá, að
samkv. 9. gr. kosningarlaganna 14. sept.
1877 á aukaskrá að vera samin jafnframt
aðalskránni í þessu tilfelli, þ. e. í marz-
mánuði 1902, það annað, að kjörstjórnin
segir að hún hefði gengið inn á að skjóta
því til alþingis (hvort skrárnar skyldu
teknar gildar, og þau atkv. sem greiðast
samkvæmt þeim). Þetta, sem kjörstjórn-
in virðist eptir ummælum hennar nú hafa
gefið til kynna í heyranda hljóði, og sem
sjálfsagt var, úr því kjörstjórnin leyfði sér
þá lögleysu, að taka þessar skrár til greina,
hefur kjörstjórnin aldrei gerttil
þessa dags, og þingið í fyrrahafði
enga hugmynd um þetta. Annað-
hvort hefur því kjörstjórnin enn á ný
gert sig seka í ranghermi, þagað yfir því,
sem hún átti að gefa til kynna, eða fyrst
skrifað þessi orð á aukakjörskrárnar eptir
á, þegar rekistefna var hafin í þessu máli,
og það er líklegra. Annars nutu öll
þingmannaefnin góðs af þessuin auka-
kjörskrám, þannig fékk t. d. kjörstjórinn
sjálfur, Axel Tufinius, við síðari kosningu
4 atkvæði á aukaskrárnar.
Að því er árangurinn af þessari rann-
sókn snertir, þá er hann þessi: Það átti
að rannsaka tvennt: 1) kjörskrárnar sjálf-
ar og 2) undirbúning þeirra af hendi
hreppsnefndanna. Hið fyrra atriði befur
kjörstjórnin sjálf rannsakað dyggilega. Það
er auðvitað rangt hjá »ísafold«, að sýslu-
maðurinn í N.-Múlasýslu hafi haft á hendi
þessa rannsókn, til þess var engin ástæða,
eins og málið lá fyrir alþingi; en nú er
það sennilegt, að hann fái allt þetta mál
til rannsóknar, og hefði amtmaður átt að
fyrirskipa slíka rannsókn, undir eins og
hann fékk öll plöggin í hendurnar, í stað
þess að fara að skrifa greinina í »Norð-
urland«. Kjörstjórninrannsakarkjörskrárn-
ar og kemst að þeirji niðurstöðu,. að ef .
kosið hefði verið eptir réttum kjörskrám,
þá hefði Axel Tulinius að réttu átt sæti
á alþingi, en eigi Gutt. Vigf. Þetta er
nú víst rétt, en það er nokkuð seint, sem
kjörstjórnin kemst að þessari niðurstöðu.
Hvað hitt atriðið snertir, undirbúning kjör-
skránna, þá hefur kjörstjórnin a 11 s e k k -
ert rannsakað það, og ætlaði sér jafnvel
að komast hjá þvf, að það yrði rannsak-
að, því hún sendi fyrst til amtmanns
ófullkomið eptirrit af kjörskránum, þ. e.
að eins upptalningu kjósenda, en amtmað-
ur heimtaði sjálfur kjörskrárnar, svo að
þær liggja nú fyrir í allri sinni dýrð. Þær
bera þá það með sér, þær kjörskrár,
sem kosið var eptir 1903—'04, að ein-
ungis e i n af tíu sýnir það, að hún hafi
verið lögð fram og legið fram til sýnis
lögskipaðan tlma, það er kjörskráin úr
Fáskrúðsfjarðarhreppi, að margar þeirra
eru svo úr garði gerðar, að það er ómögu-
legt að skrifa inn í þær kosninguna, vantar
dálk fyrir hána, og a ð ein kjörskráin
úr Breiðdalshreppi hefur tekið upp 2 kon-
ur, sem þó ekki hafa kosið. Auk þessa
eru aðrir smávægilegir gallar, sem ekki
hefðu átt að vera. Allir hinir sömu gall-
ar eru á kjörskránum fyrir 1902—'03, svo
það virðist vera orðinn rótgróinn vani f
S.-M.sýslu, að hafa kjörskrárnar ólöglegar,
og sýslumaður ekkert hafa skeytt því,
þvert ofan f 14. og 15. gr. kosningarlag-
anna, sem þá giltu. Það var því engin
vanþörf á, að kjörskrárnar þar væru rann-
sakaðar, og væntanlega verða hrepps-
nefndirnar þar og sýslumaður dregnar til
ábyrgðar fyrir þessa vanrækslu sína og
eptirlitsleysi,
»Norðurland« og »ísafold« hafa, eins
og við var að búast af þeim, einuúgis
dregið það fram, að Axel Tul., af því
hann er þeirra flokksmaður, væri eptir
þessum rannsóknum, réttkjörinn alþm.
fyrir Suður-Múlasýslu, ef kosið hefði verið á
löglegan hátt, en þau tala ekki eitt orð um
það, að það er sýslumaðurinn sjálfur, Sem
hefur haft þessa stórkostlegu lögleysu í
frammi.
Nú er það hin fyrsta og almenna regla,
að sá sem drýgir lagabrot, getur eigi
sjálfur notið góðs af því. Þessvegna get-
ur alls ekki verið að tala um, að hann
geti orðið viðurkenndur af nokkru þingi
sem réttkjörinn þingm., eptir öll þatt af-
rek(ll) sem hann hefur unnið við þessa
kosningu. I sjálfu sér er enginn vafi á
því, að öll kosningagerðin er ólögleg, en
það er hart að gera þá þingmenn aptur-
reka, sem kosnir eru, vegna lögleysu, sem
kjörstjórnin sjálf gerir. Þeir hafa að sjálf-
sögðu enga hugmynd haft um, hvernig
kjörskrárnar væru úr garði gerðar, og að
líkindum enga hugmynd haft um, að ólög-
legar kjörskrár væru notaðar. Þetta má
að vissu leyti fullyrða um Gutt. Vigf., sem
er búandi í öðru kjördæmi. Það er líka
algild regla t. a. m. 1 Danmörku, að gera
eigi þingmenn apturreka fyrir afglöp, sem
kjörstjórnin hefur drýgt, og þeim sjálfum
er öldungis ósjálfrátt. En kjörstjórnin í
S.-M.sýslu, og sérstaklega kjörstjórinn, fær
væntanlega þá ráðningu, sem rétt er, og