Þjóðólfur - 16.09.1904, Síða 2

Þjóðólfur - 16.09.1904, Síða 2
iS8 hnipra sig saman í kút, hengja niðurstél- ið og lygna augunum, rétt eins og þeir hefðu gengið í vatnið. Svona fór um sjóferð þá. * * * Útlendar fréttir. —o--- Til 5. þ. m. ná síðustu útl. fréttir (eptir enskum blöðum). Port Arthur ófallin, en sumir segja, að hún muni ekki geta var- izt lengi úr þessu, matvæli séu þar orðin afardýr og Rússar hafi beðið mikið mann- tjón við hin stöðugu áhlaup Japana, en aðrir segja, að borgin geti varizt 3 mán- uði enn, og þar sé enn enginn skortur á hergögnum né vistaforða. Einnig kvað Stössel yfirforingi í Port Arthur hafa sent Kuropatkin hraðskeyti um, að hann þurfi ekki að vera sérlega hræddur um Port Arthur, því að hún geti varizt lengi enn. Rússar gera mikið úr manntjóni Japana við áhlaupin á bæinn, en Japanar sjálfir hafa látið uppi, að þeir hafi misst 15,000 særðra og fallinna við umsátina, frá því hún hófst. Frá 27. til 31. f. m. gerðu Japanar ýmsar atlögur til að taka bæinn, en þau áhlaup hafa orðið árangurslaus eða árangurslítil. Vígið nr. 5 kvað 4 sinnum hafa verið á valdi Japana og Rússar náð því jafnopt aptur, enda sé ómögulegtfyrir neinn að halda því til lengdar vegna stór- skotahríðarinnar frá báðum hliðum. Heima í Japan eru menn orðnir óþolinmóðir yfir því, hve umsátið dregst lengi, og þykir manntjónið mikið orðið. Munu Japanar hafa ætlað Port Arthur miklu auðunnari en raun hefur á orðið, en þeir segjast skuli taka borgina, hvað sem það kosti. Þá víkur sögunni norður á bóginn, þar sem Kuropatkin og Kuroki eru að tefla. Var barizt svo að segja hvíldarlaust á hverjum degi alla síðustu vikuna af ágúst- mánuði á ýmsum stöðum nálægt Ljá-yang og hörfuðu Rússar smátt og smátt undan norður eptir, en þó í góðri reglu framan af. En 1. þ. m. lenti Rússaher undir for- ustu Kuropatkins saman við her Japana í höfuðorustu, ogbiðuRússar þar al- gerðanósigur. Stóð sú orusta skammt frá Ljá-yang; treystist Kuropatkin ekki lengur til að haldast við á þeim stöðvum, og flýði með allmikilli skyndingu úr Ljá- yang áleiðis norður til Mukden, en virðist þó ekki hafa verið kominn þangað 5. þ. m., heldur einhversstaðar miðja vega þar á milli og ekki við aðalbrautina heldur austar nokkru. Að líkindum heldur hann alla leið norður til Harbin, því að Mukden kvað ekki vera víggirt. Áður en Rússar fóru úr Ljá-yang, reyndu þeir að kveikja í bænurn en Japanar gátu slökkt eldinn, er þeir héldu inn í borgina að morgni 4. þ. m. Tóku Japanar þar mikið herfang, þar á meðal um 200 fallbyssur, er Rússar höfðu ekki komizt með. Er það mjög mik- ilsvert fyrir Japana, að hafa Ljá-yang á valdi sínu og alveg útséð um, að Kuropat- kin geti úr þessu sent lið Port Arthur til hjálpar. Og er því hættara við, að vörn- inni þar verði ekki haldið eins öflugt uppi, þegar engin von er um hjálp frá Rússa hálfu. Um mannfallið í orustunni við Ljá- yang eru ekki komnar neinar áreiðanleg- ar fréttir, en víst er, að það hefur mikið verið af beggja hálfu og þó méira af Rússum. í einni orustunni 28. f. m. féll rússneski hershöfðinginn Routkoffsky. Allmargir Japanar, er Rússar ætluðu að taka höndum í annari orustuhríðinni 25. f. m., réðu sér sjálfir bana, heldur en að komast á vald Rússa, og það er sagt um einn japanskan hershöfð- ingja, er Rússar tóku, að eptir að bundin -voru sár hans og varðmenn litu af hon- um, þá réð hann sérbanameð þeim hættí, að berja höfðinu við stein, svo að heilinn lá úti. Rússar segja mikið af því, hversu Japanar sjáist lítt fyrir og hirði ekkert um líf né dauða, áhlaup þeirra séu svo snörp og ofsafengin, að naumast verði hrokkið við þeim, og þykjast Rússar sjaldan hafa komizt í slfka raun. En jafnframt gera þeir mikið úr því, hversu japanskir fang- ar séu þreyttir og úttaugaðir. Allar frá- sagnir Rússa um ófriðinn eru annars frem- ur óáreiðanlegar, og því ekki á þeim byggjandi. Alexis situr í Vladivostok og hefst lítið að, og þar verða menn lítt varir ófriðarins enn. Skrydlows admíráls erað engu getið, og þykir undarlegt. Segja sumir, að hann sé fallinn í ónáð hjá keis- aranum, og jafnvel kvaddur heim aptur, en það mun ekki rétt. Mjög auðug gullnáma er nýfundin í Japan í landeign stjórnarinnar, og kemur það sér vel á þessum tímum. Frétzt hefur, að morðingi Plehves hafi með vélum sloppið úr varðhaldi í Péturs- borg. En það var missögn ein, að hann hefði ráðið sér bana eða dáið í varðhald- inu. Var honum náð burtu með þeim hætti, að tveir menn 1 lögregluþjónabún- ingi heimtuðu fangann til yfirheyrslu, og sýndu falsað skipunarbréf frá ráðherra til þess, svo að fangavörður sleppti honum. En þessir dularklæddu menn voru reyndar félagar morðingjans og hefur hann ekki sézt síðan. Danski leikritahöfundurinn Gustav Esmann (f. 1860) fannst myrtur í her- bergi sínu 4. þ. m., og í öðru herbergi fylgikona hans skotin til bana, og ætla menn, að hún hafi fyrst skotið Esmann og síðan sjálfa sig. Esmann var í allmiklu áliti sem leikskáld og hefur samið nokkra leiki, er þykja mjög vel ritaðir og hafa víða leiknir verið hvað eptir anriað. Einna nafnkunnast Ieikrita hans er „Den kære Familie". Tíbet. „Dalai Lama" hefur skotið Bret- um ref fyrir rass, og er strokinn frá Lhassa með ráðunaut sínum, Rússanum Dorijeff, og búast Bretar ekki við að geta hand- samað þá. En gerðar munu ráðstafanir til þess, að gæta betur þessa háheilaga manns, ef hann gerir tilraun til að vitja aptur rlkis síns, sem talið er hæpið. Ibú- arnir í Lhassa taka þessu brotthlaupi á- trúnargoðs síns með jafnaðargeði, og sætta sig við að vera án hins „lifandi Búdda", enda kvað því hafa verið spáð, að þessi „Dalai Lama“ sé hin síðasta holdgan Búdda. Bretar eru nú að semja við Tíbet- inga, og gera sér góðar vonir um að sam- komulag náist, sjálfsagt í þá átt, að land- ið verði undir brezkum yfirráðum, en Rússar verði sviptir öllum afskiptum af stjórn landsins. Bruni mikill varð í bænum Antverpen seint 1 f. m. og gerði mikinn usla. Skað- inn metinn margar miljónir franka. Önnur valdsmannsfyrirmynd. Leiðrétting við Isafold. »ísafold« hefur fyrir skemmstu sýnt mér þann ekki óvanalega sóma, að minnast mín, og það enda í 3 ritstjómargreinum á 1. blaðsíðu. Aðalgreinin stendur í blaði því, er út kom 11. júní, og heitir: »Önnur valds- mannsfyrirmynd«. Mér er þar fundið það til foráttu, að eg hafi ákveðið sakamálsrannsókn gegn séra Helga Árnasyni í Ólafsvík, og þó vitað, að hann var saklaus; að eg hafi gert þetta í hefndarskyni fyr- ir »allháa meiðyrðasekt«, er eghafiorðið fyrir af hans hendi; að glæpurinn, sem rannsóknin eigi að snúast um, sé ekki annar en sá, að séra H. hafi »sótt um gjafsókn fram hjá sýslu- manni«, að eg hafi, af »mikilmennsku«, vikið við ummælum í bréfi amtmanns. Og svo er hringt út með þvf, að eg eigi að missa embættið fyrir þessa óhæfu, og þar að auki fá fangavist að minnsta kosti í 3 mánuði. »ísafold« hefur sjálf þvegið þennan óþverra af mér 2. júlí, með því, að birta þar kæru séra H. Á. til amtmanns. Kær- an sýnir það ljóslega, að eg hef ekki að- hafst annað í þessu máli, en að bera það undir sýslunefndina, og svo tilkynnt séra H. ályktun nefndarinnar. »ísafold« finnur þetta auðsjáanlega sjálf, því hún blæs ótvírætt til undanhalds 6. júlí, 1 grein, sem hún nefnir »Eðlileg af- leiðing«. Því er í rauninni hreinasti óþarfi, að eyða fleiri orðum að þessari nýjustu upp- fundningu. Eg ætla samt að bæta þar við nokkr- um orðum, ekki mfn vegna eða sýslu- nefndarinnar, heldur vegna »ísafoldar«. Séra H. Á. hefur ekki hálfsagt söguna af sýslunefndinni í kæru sinni til amt- manns. Því birtist hér allur sá kafli úr sýslunefndargerðinni, er snertir séra H. Kaflinni er á þessa leið: »XI. Framlagt amtsbréf dags. 11. ág. 1903, um, að amtsráðið hefði vfsað frá 2 kærum séra Helga Árnasonar út af þvf, að sýslunefndin veitti honum lausn úr hreppsnefnd Neshrepps innan Ennis 1903, og því, að oddviti sýslunefndarinnar hafði vítt hann fyrir frammistöðuna, með þeirri athugasemd, að presti væri innan handar, að höfða meiðyrðamál á móti oddvita sýslunefndarinnar, og að bókunin á ávít- unum hefði ekki »átt mjög illa við«. Sýslunefndin getur þess, út af þessari ályktun amtsráðsins, að hún þykist mega ráða því íhlutunarlaust, hvernig hún hag- ar bókuninni á ályktunum sínum um fundarmál. Nefndin bjóst heldur ekki við því, að amtsráðið færi að gefa oddvitanum í Nes- hreppi innan Ennis, nefndum séra Helga Árnasyni, undir fótinn um, að fara 1 mál við yfirmann sinn, sýslunefndaroddvitann, út af því, að hann hefði fundið að fram- komu hreppsnefndaroddvitans, og það því síður, sem forseti amtsráðsins hafði fund- ið að því í embættisbréfum til oddvita sýslunefndarinnar, að maðurinn hefði sýnt af sér óhlýðni, og sagt ósatt. I sambandi við þetta gat oddviti sýslu- nefndarinnar þess, að séra Helgi Árnason oddviti hreppsnefndarinnar í Neshreppi innan Ennis, hefði samkvæmt bréfi amt- mannsins, dags. 11. f. m., nýlega enn einu sinni þrjóskazt við að hlýða, eða »lítils- virt«, eins og sagt er í amtsbréfinu, skip- un amtmanns (og sýslumanns), þar sem hann þráfaldlega beri málaleitanir, sem hann ætti að bera undir sýslumann, beint undir amtmann, og ylli þannig óþörfum drætti. Amtmaður hafði fyrst varað hrepps- nefndina við þessari aðferð í bréfi til nefndarinnar, dags. 27. nóv, 1902, síðan aptur fundið að því, að nýgefnu tilefni í bréfi til sýslumanns dags. 23. apríl 1903, birtu hreppsnefndinni með bréfi sýslu- manns, dags. 17. maí samæris, að við- bættri hótun um sektir, ef út af brygði. Nefndin, eða réttara sagt oddviti hennar, séra Helgi, hafði samt leitað amtsins eptir þettaf máli, sem bar undir sýslumann einan, og hafði þá sýslumaður með bréfi, dags, 14. okt. f. á., enn varað oddvitann við þessu háttalagi með skírskotun til 38. gr. sveita- stjórnartilskipunarinnar og 145., sbr. 143. gr. hegningarlaganna^ en það væri svo langt frá því, að oddvitinn hefði látið sér segjast við þetta, að hann hefði samkvæmt nefndu amtsbréfi, dags. 11. f. m., borið 2 málefni undir amtmann 23. febr, þ. á., er hann átti að bera undir sýslumann, og þannig margóhlýðnast skipun yfirboðara sinna. Þá gat sýslumaður þess og, að hrepps- nefndaroddviti þessi eða hreppsnefndin hefði, þrátt fyrir árlegar, strangar áminn- ingar um, að eptirstöðvar á hreppsreikn- ingnum væru óhæfilega miklar, og ofmikið af tekjunum óinnheimt 1 lok reiknings- ársins, ennþá ekki bætt ráð sitt í þessu efni. Jafnframt bar sýslumaður það und- ir sýslunefndina, hvort hún fyndi eigi ástæðu til þess, samkvæmt 38. gr. sveitar- stjórnartilskipunarinnar, að láta rannsaka þetta háttalag hreppsnefndaroddvitans eða hreppsnefndarinnar með réttarrannsókn, og mætti síðan á næsta sýslunefndarfundi taka ákvæði um málshöfðun. Sýslunefndin ályktaði með öllum at- kvæðum gegn atkv. sýslunefndarmannsins úr Neshreppi innan Ennis, sem á sæti f hreppsnefndinni, að rannsókn þessi skyldi fara fram«. — Á þessum útdrætti sést, að allur þessi málatilbúnaður blaðsins er »reykur, bóla, vindaský«. Það er ranghermi, að eg hafi ákveðið rannsókn gegn séra H. Á. Sýslunefndin gerði það. Og þá jafnframt ranghermi, að eg hafi gert það í hefridarskyni, enda engin á- stæða fyrir mig til að hefna mín á séra H. fyrir sektina, sem Halldór sýslumaður Bjarnason dæmdi mig í. Eg hef miklu fremur ástæðu til að gleðjast yfir þeim dómi, því að það mun sannast innan skamms, að sá dómur mun verða séra H., dómaranum og öllum hlutaðeigendum fremur til ógleði en hitt. Málið er nú komið fyrir landsyfirréttinn. Það er ranghermi, að rannsóknin eigi að fara fram út af gjafsóknarumleitan séra H. einni. Maðurinn hefur, eins og sjá má af útdrættinum, ekki einu sinni, held- ur 5 sinnum, þverskallazt við að hlýða skipun amtmanns um það, hvernig hann ætti að bera fram málaleitanir sínar, og þó verið áminntur milli hvers þrjózku- kastsins. Þar að auki hefur hann ár eptir ár virt fyrirskipanir sýslunefndarinnar um hitt og þetta að vettugi, þótt ekki sé í sýslufundargerðunum getið um aðra óhlýðni hans gegn nefndinni en þá, sem var og er alvarlegust, þá sem sé, að stofna tekj- um hreppsins í hættu með trassasamri innheimtu. Það er svo fráleitt, sem mest má verða, að sýslunefndin hafi beitt hér lögleysu eða rasað fyrir ráð fram. Hún hafði ekki nema um tvennt að velja, annaðhvort að horfa þegjandi fram á, að þessi maður fótumtræði skipanir hennar, eða þáreyna að 'beygja svíra hans til hlýðni. Hún mat virðingu sína rétt, og tók seinni kostinn í fullri heimild til laganna. í 38. gr. sveitarstjórnartilskipunarinnar segir svo: »Og hefur hún (sýslunefndin) almenna umsjón með því, að hreppsnefnd- irnar í stjórnarstörfum sínum hegði sér eptir þeim boðum, sem fyrirskipuð eru«. Og síðar í greininni segir svo: »Virðist sýslunefndinni, að hreppsnefndin hafi látið greiða ólögmæt útgjöld, eða neitað að borga það, sem hún á að greiða, eða leitt hjá sér að framkvæma nokkra aðra ráðstöfun, sem hún er skyld til*), eða hún á annan hátt heftir farið fram yfir það, sem hún hefur vald til, skal hún gera þær ráðstafanir, sem með þarf í þessu efni, og getur hún, ef nauðsyn ber til þess, beitt þvingunar- sektum til þess að boðum hennar verði framfylgt, og þar að auki komið fram á b y r g ð á hendur hinum einstöku hrepps- nefndarmönnum við dó m s t ó 1 an a«*). Og 143. og upphaf 145. gr. hegningar- laganna sýna, að hátterni séra H. er ekki vltalaust. 143. gr. hljóðar svo: »Sá embættis- rnaður, sem synjar, eða af ásettu ráði læt- ur farast fyrir að gera það, sem honum er boðið á l«glegan hátt, sæti sektum, einföldu fangelsi eða embættismissi«. Og upphaf 145. gr. er á þessa leið: »Það, sem fyrirmælt er hér að framan um embættismenn og um embætti, á einnig við um sýslunarmenn og sýslanir þær, sem þeim er trúað fyrir«. Viðvfkjandi rangfærslunni á amtsbréfinu læt eg mér nægja að vísa til bréfsins sjálfs, sem hljóðar á þessa leið: *) Auðk. af höf.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.