Þjóðólfur - 11.11.1904, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.11.1904, Blaðsíða 1
56. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. nóvember 1904. Xs 48. Nýja skólareglugerðin. í 42. tbl. »Þjóðviljans« hefur ritstjór- anum þóknast að gagnrýna hina nýju skóla- reglugerð. Hefur hann hér sem optar, þar sem stjórnin á hlut að máli, brugðið fyrir sig hinni alkunnu Bessastaðagóðvild. En sá er hængur á, að ritstjórinn talar hér um mál, er hann ber bersýnilega ekk- ert skynbragð á. Hann setur það ekki fyrir sig karlfuglinn, en tvinnar saman rakalausar staðhæfingar um reglugerðina, skjall um íslenzka, sjálfstæðis- og réttlæt- istilfinningu og illkvittni um stjórnina, og ætlast svo til, að þetta raus gangi í les- endur blaðsins sem óyggjandi sannindi. Ritstj. drepur auðvitað ekki með einu orði á það, hversu fljótt og rösklega stjórn- in hefur orðið við tilmælum síðasta al- þingis, að breyta fyrirkomulagi lærða skól- ans í þá átt, sem nú hefur verið gert með reglugerð þessari. Hann minnist heldur ekki á það, að stjórnin hefur sem mest mátti verða sniðið reglugerðina ept- ir samhuga óskum þings og þjóðar. Hann segir þó ekki eins og maðurinn: einhver kynni að virða stjórninni það til lofs, og því þegjum við um það, karl minn?? En aptur á móti þykir honum ástæða til að hnýta í stjórnina, af því að hún af ein- berri varfærni og að dæmi nágrannalanda vorra hefur gefið reglugerð þessa út til bráðabirgða. Ritstj. rámar auðsjáanlega ekki i það, að það er ekkert áhlaupaverk að semja slíka reglugerð svo vel fari, og að þjóðir, sem standa oss langtum fram- ar i menning og menntun hafa varið eins mörgum árum og vér mánuðum til þess að koma sér niðttr á nýja skipun á mennta- skólum sinttm, og þó ekki látið sér neina lægingu þykja, að telja það bráðabirgða- skipun. Þeir sem hafa eitthvert vit á skólamálum ætla sem er, að reynslan ein geti skorið úr, hvort sum ákvæði sétt heppi- leg eða miður heppileg og vilja þvi ekki hrapa að því að slá þeim föstum. En Bessastaðagoðinn gefur ekki einn eyri fyrir slíka reynsltt, hvort sem það stafar af því, að hann hefur alls ekkert vit á málinu eða af einhverjttm miður góðgjörn- um hvötum í garð stjórnarinnar. Ritstj. stórhneykslast á því, að í 2. gr. reglug. er komizt svo að orði, að gagn- fræðadeildín veiti snemendum sinum hæfi- lega afmarkaða almenna menntun«. En vill nú ekki ritstj., fyrst orðatiltæki þetta er svo stórhneykslanlegt í hans augum, fræða oss á, hvernig skuli ákveða mark- mið gagnfræðadeildarinnar! Hann skýtur auðvitað ,skolla‘eyrunum við því, þó hon- um sé sýnt og sannað, að ákvæðið er 1 fyllsta samræmi við anda gagnfræðalög- gjafar flestra siðaðra þjóða. Tilun það vera hin »hæfilega afmarkaða« menntun eða »almenna« menntunin, sem hafa gert ritstj. gramt í geði. Eða mun ritstj. vera svo skilningssljór, að hann sér ekki, að varnaglinn »hæfilega afmörkuð« almenn menntun er einmitt settur hér, af því að það væri óðs manns æði að ætlast til, að skólinn veiti lítt undirbúnum ungling- tim almenna menntun á þremur árum. Það má vel vera, að á Bessastöðum séu ekki gerðar harðari kröfur til almennrar menntunar en 3 ára skólanám, en vér ef- umst um, að nokkrir siðaðir og menntað- ir menn séu svo lltilþæ'gir í kröfum sín- um, að því er almenna menntun snertir. Af þvætting ritstj. um þetta atriði hefur oss dottið í hug, að ritstj. mundi ekki vita gerla, hvað almenn menntun er, og að hann dæmi því hér sem blindur um lit. Þó að ritstj. »Þjóðviljans sé orðlagður kvennfrelsisskrumari minnist hann ekki með einu orði á hið stórmerkilega ákvæði 3. gr., að skólinn skuli vera ssarnskóli, jafnt fyrir stúlkur og pilta«. Líklegast hefur honum fundizt ákvæði þetta helzt til frjálslynt og koma illa heim viðkenn- ingar hans um ófrjálslyndi og apturhalds- setni stjórnarinnar. Þá finnst ritstj. ákvæði 8. gr. alveg ó- hafnndi, þar serr. segir, að hver kennari skuli »þrisvar á ári gefa nemendum eink- unn fyrir ástundun og kunnáttu í þeim greinum, sem hann kennir, og að meðal- tal þessara einkunna skuli leggjast við árs- prófin 1 tveimur neðri bekkjum gagnfræða- og lærdómsdeildanna«. Ritstj. reynir jafnvel ekki að gera sér grein fyrir ákvæði þessu. Hann tvíhend- ir að eins sleggju hleypidóma sinna á það og segir: »alveg óhafandi«. Vér skulum því fræða ritstjórann lítið eitt um það, hvernig stendur á ákvæðinu. Það er sett til þess að örfa nemendur til iðni og skylduræktar, f annan stað til þess að efla samvinnuna milli heimilanna og skólans, svo að þau í tíma geti ef með þarf lagzt á eitt með skólanum að áminna og örfa nemandann. Loks mælir sanngirni og réttlæti með þvf, að nemandi, sem hefur stáðið sig vel í einhverri grein allan vet- urinn, en er óheppinn við ársprófið, njóti að einhverju leyti iðni sinnar og kunn- áttu. Það hefur vart mikið upp á sig að sýna ritstj., að ákvæði þetta er tekið upp úr útlendum skólalögum, og hefur að dómi kennslufróðra tilsjónarmanna gef- izt prýðisvel. Hann mun eins og fyrri daginn ekki vilja vita af reynslunní, ef stjórnin áhlut að máli. Það kemur miklu betur heim við stefnu blaðsins, innræti ritstjórans og góðvild(!) hans til stjórnar- innar að segja, að á þennan hátt sé »kenn- urum gefið takmarkalaust vald yfir pilt- um«, og hætt sé við, að því verði mis- beitt, »ef kennaranum er miður hlýtt til piltsins eða vandamanna hans«, og ákvæð- ið geti gert »námsmennina þrællynda og hræsnisfulla«. Hver heilvita maður sér, að þvílíkar aðdróttanir og staðhæfingar eru sprottnar af einberri illkvittni og ill- girni. Ritstj. fjargviðrast mjög yfir svolátandi ákvæði 2g. gr. um skemmdir á munum skólans: »Sé það fullvíst, að slíkar skemmdir hafi orðið af völdum nemenda í einhverj- um ákveðnum bekk, og gangist enginn við, skulu nemendur þess bekkjar bæta skaðann f félagi«. Ritstj. gætir þess auðsjáanlega ekki eða skilur ekki, að ákvæðið á við skemmdir, er fullvíst er, að nemendur einhvers bekkj- ar hafa drýgt í sameiningu og ætla síðan að hilma yfirþærhvermeð öðrum. Mundi ekki hver réttsýnn maður telja það full- komlega lögmætt og nauðsynlegt ákvæði til að 'afstýra viljandi og vísvitandi skemmdum á munum skólans af völdum ókærinna eða óvandaðra nemenda? í þess stað telur ritstj. það srangláta fjar- stæðu« og »dágott sýnishorn réttlætistil- finningar« stjórnarinnar. En það er frá- munalegur barnaskapur af ritstjóranum, að heimfæra ákvæði þetta, sem er sett inn í reglug. til þess að afstýra samblæstri nemenda og viljandi skemmdum á mun- um skólans undir þá meginreglu í borg- aralegu félagi, að engum er hegnt, ef ekki verður uppvíst, hver valdur er að brotinu. Ritstj. hefur láðst að geta þess, að stjórnin hefur af fúsum vilja og ótilkvödd með 30. gr. "reglug. aukið mikið vald skólameistara og kennara, að því er snert- ir aga og hirting fyrir brot á góðri reglu og velsæmi. Ákvæði þetta sýnir vel, að hin nýja stjórn vor hefur fundið, hvar skórinn kreppir að skóla vorum, og að hún telur það hollast, að skólameistarinn leggi fullnaðarúrslit á þesskonar mál 1 stað hinna mörgu málskota, er verið hafa hingað til. Það mun sannast, að þessi ráðstöfun verður á sínum tíma skólanum til heilla og stjórninni til sóma, og þess- vegna hefur ritstj. »Þjóðviljans« að sjálf- sögðu ekki minnztá hana. Loks klykkir ritstj. út með nokkrum aðfinningum við orðfæri á 7. og 8. staflið 6. gr., er eiga að vfsu við nokkur rök að styðjast. En þess ber að gæta, að stjórnarráðið á ekki beinlínis sök á því, þar sem greinarnar eru hér um bil orði til orðs þannig orð- aðar af ráðunaut stjórnarinnar í mennta- málum, mag. art. Guðmundi Finnboga- syni. En þó að stöku blettir finnist á máli reglugerðarinnar má með sanni segja, að vel sé frá henni gengið, bæði að efni og orðfæri, og að stjórnin og kennarar þeir, sem starfað hafa að reglugerðinni eigi miklu fremur þökk en óþökk skilið fyrir starfa sinn. En vér viljum að lok- um skjóta þvf til ritstjóra »Þjóðviljans«, að nota skammdegið til þess að ganga til séra Jens og lesa upp tíu laga boð- orðin. Að minnsta kosti virðist dómur hans um reglugerðina bera vott um, að hann er algerlega búinn að gleyma 8. boðorðinu. S. Bókmenntir. Draupnir. T f m a r i t. Útgefandi T o r f- hildur Þorstein s d óttir Holm. VI.—VIII. ár. Reykjavík 1902—1904. Frú Torfhildur Holm, sem fyrir löngu er alkunn orðin af skáldsögum og öðrum ritum, hefur um mörg ár haldið út tfmariti því, er Draupnir heitir. í hinum þrem síðustu árum þessa rits hefur hún látið birtast fyrra hlutann af skáldsögu eptir sig um Jón biskup Arason, og er svo ætlazt til, að framhald sögu þessarar komi í næstu árum af Draupni. Torfhildur sýndi það strax, fyrir 20— 30 árum, með skáldsögu sinni um Brynj- ólf biskup, að hún hafði miklu meiri þekk- ing á sögu þessa lands, meiri rækt og elsku til minningu liðinna alda, og meiri skilning á mönuum og málefnum fyrri tfða, en almennt gerist. Sumir þessir kostir komu þó' enn betur fram í sögunni um Jón biskup Vídalín, sem rituð er með meiri þroska, og er á margan hátt ein merkasta bók. Það er að vísu kannske fullsr.emint, að leggja nokkurn verulegan dóm á skáldsögu þá um Jón Arason, er hér liggur enn ekki fyrir, nema að nokkra leyti, en hinsvegar er skáldsagnastarf frú Torfhildar það, er nú hefur nefnt verið, svo virðingarvert, að það er ekki meira en maklegt að benda almenningi nú þeg- ar á rit þetta, sem Torfhildur kpstar sjálf útgáfuna á, og þarf því eðlilega, til þess að geta það, stuðnings almennings, með því að ritið sé keypt. Það er vitaskuld enginn vandi að finna ýmislegt með rökum að þessari skáldsögu um Jón Arason; meðal annars eru frem- ur til óprýði en bóta vísur þær, sem frú Torfhildur yrkir sjálf, og leggur Jóni Ara- syni í munn á víð og dreif í bókinni, og ætti hún að leggja það niður, því að vís- urnar hafa allt annan blæ, en vera þyrfti á þeim. Einkunnarorð þau, sem alltaf eru fyrir framan hvern kapftula sögunnar, finnast manni heldur ekki viðkunnanleg. Sumt getur og verið að manni finnist dauft og langdregið, og mál og stýll ekki nógu öflugt hér og hvar, en um það get- ur og sýnst sitt hverjum. Um heild sög- unnar eða aðalþræði, er ekki hægt að dæma neitt um enn sem komið er, meðan sagan er ekki nema hálfnuð, og ekki er til fuíls hægt að sjá, hvert þeir liggja. Kostir sögunnar eru verulegir. Er það fyrst, að hún er byggð á alveg furðan- legri söguþekkingu um þá tíma, sem um er að ræða, síðari hluta 15. og fyrri hluta 16. aldar hér á landi. Er því mjög lítið af sannsögulegum skekkjum í bókinni, og má hún heita býsna áreiðanleg um það efni. Þó mun það vera hæpið, að láta Odd Gottskálksson vera jafnaldra Jóns Arasonar, þvf að Oddur er varla fæddur mikið fyrir 1500. Ögmundur Þórólfsson, sá, er töluvert kemur við bókina og ætíð nefndur þar svo, hét ekki því nafni, held- ur Þórólfur Ögmundsson, og var móður- bróðir Ögmundar biskups, nafnkenndur maður. Einmitt af því, að söguþekking frú Torfhildar er býsna góð, hefur henni ekki óvfða tekizt ágætlega að setja sig inn í hugsunarhátt hinna liðnu tfma, og lýsingar hennar á mörgu finnast manni góðar og náttúrlegar, og tilsvör og sam- töl mjög heppileg. Maður getur heldur ekki sagt annað, en að hún hafi skilið rétt flesta menn, sem hún lætur koma fram — eptir því sem hægt er að skyggn- ast inn 1 hugsunarhátt þeirra, af þeim föngum, sem til eru. Þó finnst manni hún láta Ögmund Pálsson (slðar biskup) heldur mikið beita orðunum: »merarsont, »skækjuson« og »pútuson«. Þó að það sé tekið fram um hann í sagnaritum, að hann hafi haft það til, að vera stórorður, er þess jafnframt getið, að hann hafi ver- ið einn hinn glæsilegasti rnaður, og hef- ur sjálfsagt getað verið hinn kurteisasti. Af þvl hvernig hann er látinn koma hér fram, sést ekki annað, en að hann hafi að eins verið ruddi og svoli. En þetta

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.