Þjóðólfur - 11.11.1904, Side 2

Þjóðólfur - 11.11.1904, Side 2
190 lagfærist kannske í seinni hluta sögunnar. Hvernig á því stendur, að Magnúsi bisk- upi Eyjólfssyni (afabróður Ögmundar bisk- ups) er í sögunni lýst sem satkvæðasmá- um« og »með takmörkuðum hæfíleikum«, er heldur ekki auðvelt að sjá. Biskups- dómur hans finnst manni einmitt vera fegurri miklu en annara biskupa á þeirri tíð. Hann minnir mann eitthvað á þá gömlu aðalsbiskupa hér á landi til forna, fer hóflega, en getur þó tekið stinnt á stórbokkum, og ekki slapp Einar Björns- son alveg ókeypis hjá honum fyrir aftöku Bjarna »góðamanns« 1481. Skilningur frú Torfhildar á Jóni biskupi Arasyni, aðalyrkisefninu, sýnist náttúr- legur, og við það, hvernig hún lætur Elínu -bláhosu móður hans vera, finnst mér ekkert að athuga. Hún má vel vera og hafa verið svona. Um hana vita menn annars mjög lítið. Hitt gæti verið um- talsmál, hvort Ari faðir Jóns biskups er ekki látinn vera nógu mikill meinhægðar- maður. Þeir frændur sýnast hafa verið miklir fyrir sér, maður eptir mann. Ofsóknirnar við Jón Sigmundsson af hendi Gottskálks biskups, lætur Torf- hildur meðal annars stafaaf því, að Gott- skálk hafi litizt vel á Björgu ÞorvaldSdóttur og viljað ná henni til fylgjulags, en Jón varð hlutskarpari og fékk hana að eigin- konu. Er Gottskálk látið sárna það svo, að hann gerir allt til að ónýta hjónaband þeirra. Kemur þetta allheppilega við, því að manni er í sjálfu sér half óskiljanlegt allt það kapp, sem Gottskálk lagði á að fifina einhverja meinbtigt á hjónabandi þeirra, ef honttm átti fégirnd ein til að ganga, því að hægt var að finna nógar tyllisakir á Jóni aðrar til fjarútláta. Saga þessi á það fyllilega skilið, að »fólkið« kaupi hana; hún spillir engum, og er hollari til lestra fyrir almenning, en margt af þessu útlenda sögurubbi, sem haft er á boðstólum hér á landi í seinni tíð. Hún er rituð með sönm rækt og ásttil endurtninningar þe-sarar þjóðar, sem hinar fyrnefndu sögur Torfhildar, og á skilið sötnu viðtökur og vinsældir hér á landi sem þær. X. Fornleifafélagið 1879-1904. Hinn 8. þ. m. voru liðin 25 ár, síðan Fornleifafélagið var stofnað, og minntist forseti félagsins, séra Eiríkur Briem, þessa afmælis á fundi félagsins hér 1 bænum afmælisdaginn, og skýrði frá stofnun þess og framkvæmdum. Gat hann þess, að 15. okt. 1879 hefðu nokkrir nafngreindir bæjarbúar, flestir úr embættismannaflokkn- um, komið saman hjá þaverandi ritstj. Þjóðólfs, séra Matthíasi Jochutnssyni, til að ræða um stofnun þessa félags. En helmingur þessara manna væri nú látinn, þar á meðal Willard Fiske prófessor, er ekki muni hafa att hvað minnstan þatt í félagsstofnun þessari. Meðal þeirra manna, er nú Jifa, og telja má stofnendur þess, eru t. d. Árni Thorsteinsson fyrv. landfó- geti, Björn M. Ólsen prófessor, séra Ei- ríkur Briem, Indriði Einarsson, Jón A. Hjaltalín skólastjóri, Magnús Stephensen fyrv. landshöfðingi Og séra Matthías. Hefði Sigurður heit. Vigfússon tekið fyrstur til mals á þessari samkomu, og talað um nauð- syn á stofnun slfks félags, bæði til að safna forngripum og rannsaka fornar rústir og sögustaði. Var þá nefnd kosin til að semja lög, og félagið því næst stofnað á fundi í prestaskólahúsinu 8. nóv. 1879. Forseti skýrði því næst stuttlega frá störf- um félagsins þessi 25 ár, einkum rann- sóknarferðum Sigurðar heit. Vigfússonar (•j* 1892) og Brynjólfs Jónssonar síðan 1893. Hefðu rannsóknir þessar borið góðan árangur og leitt margt í Ijós, er menn hefðu ekki áður þekkt eða athug- að, t. d. hofarústir og hörga, og aðrar fornaldarrústir og fornleifar, er fundizt hefðu o. s. frv. Loks gat forseti hinna síðustu rannsókna Brynjólfs í Árnessýslu síðastl. sumar. Hefði hann sérstaklega at- hugað, hverjar breytingar hefðu orðið í neðri hluta sýslunnar (f Flóa neðan- verðum) síðan á landnámstíð, einkum að því er farvegi vatna snertir og umturnun strandlengjunnar þar »milli ánna« (Ölfus- ár og Þjórsár) bæði af sjávargangi o. fl. Þá gat og forseti þess, að í ráði væri að semja registur yfir alla Árbók félagsins næstl. 25 ár, og væri Brynjólfur ráðinn til þess starfa. Samkvæmt uppástungu félagsstjórnar- innar var Árni Thorsteinsson fyrv. land- fógeti, einn af aðalstofnendum félagsins og forseti þess fyrstu 8 árin (1879—1887) kosinn beiðursfélagi í einu hljóði, og er hann fyrsti Islendingur, er þá sæmd hefur öðlazt í því félagi. Úr erfðaskrá Fiske’s prófessors. Grimsey ingum ánafnað stórfé. Hinn réttnefndi „íslandsvinur1' Willard Fiske prófessor, er lézt 17. sept. síðastl. hefur ekki gleymt Islandi í erfðaskrá sinni, er send hefur verið stjórninni hér. En þessi eru helztu atriði hennar, er Island varða: 1. F. ánafnar Cornell háskóla í Iþöku, New York allt hið íslenzka bókasafn sitt og þær bækur, sem snerta ítalska skáldið Petrarca — en adrar bcekur landsbókasafninu í Rvík, og á að senda þær til safnsins því að kostnaðarlausu. 2. a) 30,000 dollars ánafnar hann (meðal annars) Cornell háskóla sem sér- stakan sjóð. Af vöxtunum skal launa íslenzkum bókaverði, er hafi umsjón með hinu ísl. bókasafni háskólans. b) 8000 d. sama háskóla sem sérstak- an sjóð. Vöxtunum skal verja til aukningar hinu isl. bókasafni há- skólans. c) 5000 d. sama háskóla sem sérstak- an sjóð. Skal verja vöxtunum til að gefa út árlega rit um ísland og hið ísl. bókasafn hdskólans. 3. 12,000 d. (c. 44,400 kr.) dnafnar hann íslandi sem sérstakan sjóð, er standi undir umsjón stjórnarinnar, og skal verja vóxtunum til að bœta kjór Grínis- eyinga. 4. 12 beztu mdlverk sin og auk þess 'alla forna djrgriþi, er safni hœfi — þar d meðal forna dþrindissteina, hdlsbönd, brjóstnálar etc. — dnafnar hann mdl- verkasafninu í Rvík. Mest af eigunum gengur til Cornell háskóla. Þeir bókav. Sigfús Blöndal og stud. jur. Halldór Hermannsson skulu ásamt 2 nafn- greindum vísindamönnum úr Bandafylkj- unum ráðnir til að lúka við og gefa út ófullgerð rit, er arfleiöandi kynni að láta eptir sig. ______________ Sennilegt er, að brúnin á Grímseyingum hækki við þessa höfðinglegu gjöf. Og landsbókasafnið og málverkasafnið, sem reyndar er ekki enn komið í neinar fast- ar skorður, fær mikilsverða aukningu við þessa erfðagjöf. Islendingar geta því ver- ið hinum látna gefanda þakklátir fyrir hugulsemi hans þeim til handa, og jafn- vel ekki sízt fyrir þau ákvæði erfðaskrár- innar, er miða að því, að útbreiða þekk- ingu á Islandi og íslenzkum bókmennt- um meðal annara þjóða. Af þvf getur tandinu mikið gagn stafað f framtíðinni, bæði beinlínis og óbeinlfnis. Fundarskýrsla. Þriðjudaginn 11. okt. 1904, var hald- inn aukafundur í deild hins íslenzka Bók- menntafélags í Kaupmannahöfn. Minnt- ist forseti þar fyrst látinna heiðursfélaga, prófessóranna Nlels R. Finsens og W. Fiske, og gat því næst um bverjar bæk- ur félagið hefði gefið út þetta ár: Bók- menntasögu Islendinga (1. h.) eptir pró- fessor Finn Jónsson, og Landfræðissögu Islands (IV., 2.) eptir prófessor Þ. Thor- oddsen, sem þar með væri lokið. Hann lét þess og getið, að stjórn deildarinnar hefði gert ráðstafanir til að framfylgja bet- ur framvegis ákvæðum laganna (10. gr.), um að birta nýútkomnar bækur félags- ins í blöðum og tfmaritum, og krefja þá menn bréflega, er skulda félaginu, og víkja þeim úr því, ef þeir þrjózkast við að greiða tiliög sín (33. gr.). Nú væri tala félagsmanna samkvæmt skýrslunum rúmlega 400, en þar væru margir taldir, sem ýmist hefðu fyrirgert félagsrétti sín- um með skuldum eða væru á annan hatt komnir úr félaginu. Þetta væri nauðsyn- legt að leiðrétta. Hann gat þess og, að nauðsynlegt væri að reyna að koma á samræmi og festu í stafsetning á bókum félagsins, og jafnvel endurskoða lög þess, sem í sumum greinum væru orðin úrelt og lítt framkvæmanleg, eptir því sem nú væri komið hag félagsins. Þá var tekið fyrir málið um breyting á útgáfu Tímarits félagsins og Skírnis og lesið upp álit nefndar, er skipuð hafði verið í því. Ályktaði fundurinn eptir til- lögu stjórnarinnar að vísa því máli alger- lega frá sér og mótmæla harðlega aðferð Reykjavíkurdeildarinnar við að ráða því máli til lykta. Samkvæmt tillögum nefndar, var sam- þykkt að gefa út’Islandslýsing (30 —40 arkir) eptir próf. Þ. Thoroddsen, er hann hafði boðið deildinni til útgáfu. Til að segja álit sitt um annað rittil- boð frá sama höfundi, einskonar fram- hald á ritinu um »Jarðskjálfta á Suður- landi«, er skýrði frá jarðskjálftum í öðrum landshlutum, var skipuð 3 manna nefnd. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar álykt- aði fundurinn, að deildin skyldi stofna^ og gefa út ritsafn, er nefnist »A 1 þ ý ð u- rit Bókmenntafélagsins«, sem komi út í stærri eða minni heptum eða bæklingum, eptir því sem efni og ástæð- ur leyfa. I safn þetta skal taka hvers- konar ritgerðir, ér miðað geta til almennra þjóðþrifa, verið menntandi og uppörfandi og vakið menn til íhugtmar á nauðsynleg- um umbótum, bæði í andlegum og verk- legum efnum. Sem dæmi þessa nefnir ályktunin: 1. Um uppgötvanir og hagnýting nátt- úrukraptanna. 2. Um náttúrufræði, landfræði, þjóð- fræði og mannfræði. 3. Um heilsufræði og varnir gegn stór- sóttum. 4. Um þjóðfélagsfræði og mannréttindi. 5. Um atvinnumenntun og verklegar umbætur. 6. Um fjármál og skattamál. 7. Um skólamál og uppeldisfræði. 8. Um bókmenntir og listir. 9. Um samgöngumál og póstmál. 10. Um bjargráð og tþróttir. 11. Æfisögur þjóðskörunga, sem orðið geta til uppörvunar og fyrirmyndar fyrir æskulýðinn, Þá samþykkti fundurinn og samkvæmt tillögum stjórnarinnar, að deildin skyld heita þrennskonar verðlaunum fyrir þrjár hinar beztu skáldsögur eða leik- rit með efni úr íslenzku nútíðarlífi eða sögu þjóðarinnar, er bærust stjórn deild- arinnar fyrir 1. jan. 1906 og dæmd væru verð verðlaunanna af 3 manna dómnefnd. Handritin séu éign höfundanna, en deild- in áskilur sér útgáfurétt til þeirra gegn venjulegum ritlaunum. Verðlaunin eru þessi: 1. Verðlaun: 300 kr. (200 kr. f peningum og 100 í bókum og uppdrátt- um félagsins eptir eigin vali þess, er verð- launin hlýtur). 2. Verðlaun: 200 kr. (100 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og upp- dráttum). 3. V e r ð 1 a u n : 150 kr. (50 kr. í pen- ingum og 100 kr. í bókum og upp- dráttum). Samkvæmt tillögu stjórnarinnar vofitt kosnir heiðursfélagar: skáldin séra Matt- hías Jochumsson og magister Ben. Gröndal og rithöfundarnir sérs Alex- ander Baumgartnerog The Right Hon. James Bryce, M. P. A fundinum voru 16 nýir félagsmenn teknir í félagið. Ómerkingardómur var kveðinn upp í landsyfirréttinum 7. þ. m. í máli millum Helga prests Árna- sonar í Ólafsvík og Lárusar sýslumanns Bjarnason, er Halldór sýslumaður Bjarna- son hafði dæmt sem setudómari. Hafði prestur fengið gjufsókn til málshöfðunar gegn sýslumanni út af ummælltm í sýslu- fundargerð, er klerki ltkuðu ekki. Og setudómarinn smellti á Lárus sýslumann 80 kr. sekt. En nú varð allt ómerkt í yfirrétti og málinu vísað heim, en séra Helgi dæmdur í 20 kr. málskostn- a ð . Hafði setudómarinn meðal annars ekki gætt þess, að taka það fram í rett- arstefnunni hvar f Stykkishólmi Lárus sýslumaður ætti að mæta, svo að hann vissi ekki, hvar réttarhaldið átti tram að fara, fór fyrst í þinghús hreppsins þar í kauptúninu, en þar var það ekki og leit- aði svo ekki frekar. Af þessum ástæð- um aðallega vísaði yfirrétturinn málinu frá. í dómnum er og tekið fram, að setudómarinn verði ekki látinn sæta ábyrgð vegna þess, að honum hafi ekki verið stefnt til ábyrgðar. Ólíklegt er, að land- stjórnin fari enn á ný að veita presti gjafsókn í þessu braski, þótt hann vildi fara aptur á kreik, sem skoðað yrði sem nýtt mál, er þetta er ónýtt. Þetta gjafsókn- arfargan er annars ósiður, sem ætti að afnem- ast, og er líklegt að sá herra, er mest hef- urlátið sig þetta mál skipta, Þjóðviljaritstj., salti það ekki á næsta þingi, eins og hann gerði síðast, af ánægju yfir því, að einn vinur hans, ritstj. Þjóðólfs, haíði þá nýlega orðið fyrir barðinu á gjafsókna- hneykslinu hjá einum pólitiskum ofstækis- manni (J. Jenss. yfird.). Það nægði ti! að friða samvizku Skúla í það sinn. Land- stjórnin þarf þv( ekki annað eri fyrirskipa gjafsóknir gegn póiitiskum mótstöðumönn- um hans, til þess að h a n n nefni þetta mál aldrei framar á nafn, því að þá seg- ir hann, að gjafsóknirnar séu alvegnauð- synlegar og sjálfsagðar(H). Það sagði hann t. d. í »Þjóðv.« í fyrra. „Vesta“ kom hingað umhverfis land frá útlönd- Um í fyrra dag. Með henni kom séra Jón Árnason í Otrardal, P. J. Thorstein- son frá Bíldudal o. fl. Frá útlöndum engar nýjar fréttir af ófriðnum, sem ekki er heldur að búast við, því að yngstu fréttir með »Vestu« ná að eins til 19. f. m.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.