Þjóðólfur - 11.11.1904, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.11.1904, Blaðsíða 3
I9I BRAUNS VERZLUN „HAMBURG". Nýkomið með „Vesta" meðal annars: Handa körlum: Danska ríkisþingið var sett 3. f. m. Fyrsta málið, sem það afgreiddi var frv. um heiðurslaun handa ekkju próf. Níels- ar Finsen. Meðal þeirra lagafrumvarpa, er ráðherrarnir hafa lagt fyrir það, eru frv. um réttarfarsbreytinguna og hýðinga- frumvarpið, sem rnestri baráttu og sundr- ungu olli í þinginu í fyrra. J. L. Nyrop tónleikari dó 5. f. m. 73 ára að aldri. Hann var frægastur tónleikari í Kaupmannahöfn á sinni tíð, en hafði síðustu 20 árin ekki látið á sér bera. Látinn er og Wilhelm Hansen, eigandi hins nafnkennda söngritaforlags í Kaupm.höfn með því nafni. Fylgdu líki hans til grafar fjöldi leikenda og flestallir söngvarar og söngfélög bæjarins. Heiðursmerki. Thor E. Tulinius stórkaupmaður hefur verið sæmdur ridd- arakrossi St. Ólafsorðunnar x. flokki. — Kjelland Thorkildsen bankastjóri 1 Krist- janíu, einn af höfuðpaurutn Hlutabankans, er orðinn riddari af dannebrog. Landbúnaðarnefndin ætlar að taka að nýju til starfa hér í bænum snemma í næsta mánuði. Kom Hermann Jónasson alþm. á Þingeyrum hingað nú með »Vestu«, en Pétur á Gaut- löndum er væntanlegur innan skamms, líklega landveg, og er það erfið ferð og kostnaðarsöm um þetta leyti árs þaðan að norðan, og norður aptur um hávetur. Virðist heppilegra, að nefndin hefði kom- ið saman t. d. í apríl og setið fram að þingi, því að við það hefði sparast óþarf- ur kostnaður. Heiðursgjöf hafa 70—80 menn hér í bænum og víðsvegar um land særnt hr. Oest-Jac- obsen fyrrum skipstjóra á strandferða- bátnum »Hólum«. Hafði Jacobsen áunn- ið sér hylli margra fyrir dugnað og sam- vizkuserni, þótt hann yrði að hætta skip- stjórn á »Hólum« sakir kæru eins rnanns eða örfárra manna. Er heiðursgjöf þessi mjög vandað gullúr með keðju, og kostar alls rúmar 500 kr. Letrað á úrið: »Frá vinum á Islandi 1904«. Avarp, skraut- ritað af Ben. Gröndal, fylgir gjöfinni í vönduðu hylki, og eru þar meðal annars dregnar upp rnyndir af Reykjavlk, Akur- eyri og Seyðisfirði. „Skálholt“ kom loks vestan um land í gærkveldi. Auglýsing. Eptir kröfu uppgjafaprests Lárusar Benediktssonar að undangengnu fjár- námi 9. þ. m., verður húseignin nr. 27 við Laugaveg, eign Jóns kaupmanns Helgasonar, seld við 3 opinber upp- boð, sem haldin verða föstudagana 25. þ. m., 9. og 23. n. m. Tvö hin fyrstu uppboðin fara fram á skrifstofu bæjarfógeta, en hið 3. í húseigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis á skrif- stofu bæjarfógeta einum degi fyrir fyrsta uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 10. nóvbr. 1904. Halldór Danielsson, Sunnudaginn 13. nóv. kl. 5V2 verða sýndar í leikhúsi Breiðfjörðs Lifandi myndir fyrir börn. Sjá götuauglýsingar. Ól. Johnson & Co. Prociama. Með því að Jón Jónasson kaupmað- ur hér 1' bænum hefur framselt skipta- réttinum fjármuni sína til þrotabúsmeð- ferðar, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan- úar 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum kaupmanni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík innan 6 mánaða frá síðustu Þjrtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 10. nóv. 1904. Halldór Daníelsson. Úrgangshross: Rauð hryssa 2 v. ?, vottar fyrir ben(fjöð- ur) apt. hægra (áður talin marklaus), er seld með mánaðar innlausnarfresti. Mosfellshreppi 8. nóv. 1904. Hreppstjórinn. Tvær stúlkur geta fengið fæði og húsnæði á góðum stað í bænum. Ritstj. vísar á. Hátt kaup getur dugleg og reglusöm stúlka fengið, sem vill gefa sig í vetrarvist. Ritstj. vísar á. Stúlka, þrifin og dugleg, getur fengið vist nú þegar. Gott kaup. Ritstj. vísar á. Normalnœrföt af ýmsum stærðum og með ýmsu verði. Vetrarhanzkar 1,50. Boxcalfstígvél 12,00. Morgunskór 4,75. Unglingastígvél 6,25. Sjóstígz’él. Hattar 2,75—6,50. Húfur 0,60—2,50. Handa konum: Kjólatau (skozk), mjög mikið úr að velja. Silki 5,63 í svuntuna. Stígvél, hneppt og reimuð. Skór, hnepptir og reimaðir. Sokkar 0,75. Svuntur frá 0,75. Skyrtulérept frá 0,24. Flonel frá 0,26. Borðdúkar (hvítir) 2,40. Klæðið góða, fyrir 3,50, komið aptur. Beztu vindlar í bænum. Verzlunarmaður helzt einhleypur, sem er vanur bæði innan- og utanbúðarstörfum, fljótur og áreiðanleg- ur við skriptir og sem hefur góð meðmæli, getur fengið atvinnu við verzlun á Vestur- landi frá x. maí n.k. Umsókn um stöðu þessa ásamt meðmælum verður að vera komin til herra Hann- esar B. Stephensen á Bíldudal eða undirritaðs fyrir 1. febrúar n.k. p. t. Bíldudal 25. oktbr. 1904. P. J. Thorsteinsson. Tordenskjoldsgade 34. Kjöbenliavn K. Segl- 0g Mötorbáta smíðar og selur undirskrifaður, og fást þeir af ýmsum stærðum, frá 2—20 tons. Bátarnir verða byggðir úr því efni, sem óskað er eptir, svo sem: príma sænskri furu eða eikarbyrðing með sjálfbognum eikarböndum. Ennfrem- ur fínir bátar úr aski og smíðið svo vandað, að það þolir innlendan og útlendan samanburð. Bátalagið hefur sjálft mælt með sér. Mótora í báta læt eg koma beint utanlands frá á hverja höfn, sem strandferðaskipin koma á, ef óskað er eptir, og sjálfur set eg mótorana upp í bátana og ferðast um til þess, og þá um leið veiti eg hlutaðeigendum til.sögn í að nota mótora og hirða þá. Eg mun gera mér allt far um að hafa eingöngu á boðstólum þá steinolíumótora, setn eg álít bezta og hentugasta í fiskibáta. Bátar og mó- torar fást með 3—6 mánaða fyrirvara. Fyrirliggjandi hjá mér verða ýms stykki til mótora, ef þau kunna að bila, og geta rnenn fengið þau samstund is og mér er gert viðvart um það. Reykjavík 23. ágúst 1904. Skóverzlun L. G. Lúðvígssonar Ingólfsstræti 3. hefur meiri, smekklegrri, haldbetri og ódýrari Skófatnað en nokkur önnur í bænum. Munið þvi staðinn'. 3 Ingólfsstræti 3. Gleymið ekki, að enginn á landinu pantar fljótar og betur en eg allskonar hluti; svo sem úr, klukkur, allskonar borðbúnað, kíkira, barometra, úrfestar og fjölda margt fleira úr ýmsurn málmurn, t. d. úr gulli og silfri. Áreiðanlega allt að^roo% gróði fyrir þá er panta. Að eins borgaður V3 af verðinu við pöntun. Allt nánar auglýst með sérstökum verðlista síðar í vetur. Jöh. Jóhannesson. Laugaveg 66. Sjómannaskólastíg nr. i. Bjarni Þorkelsson bátasmiður. Fyrir karlmennina. Nýkomið nýtt úrval af nýtizkuvórum, mjög elegant. Vetrar— fraltkaefni og aifataefni (Londoner- og Pariser-)tízka. Kamgarn — Cheviot — Buxnaefni etc. Hálslin, allar stærðir og litir. — Háls- bindi og Siaufur — Manchetskyrtur hv. og misl. — Hattar harð- ir og linir. — Vetrarhúfur o. fl., og allt sem að klæðnaði lýtur. Hvergi lægra verð, en þó jafngóðar vörur. Sparið því peningana og kaupið hjá mér í Bankastræti 12. Guðm. Sigurðsson kiæðskeri. Verðlistar til sýnis hjá kaupm. Gísla Jónssyni Laugaveg 24. Mikið af drengjafötum nýlega komið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.