Þjóðólfur - 11.11.1904, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.11.1904, Blaðsíða 4
192 Lærisveinn. Plantari. I fjárlögunum um árin 1904—05 var veittur styrkur ( 3 ár til þess að kenna ungum mönnum gróðursetningu plantna, 300 kr. handa hverjum lærisveini. Handa einum er styrkurinn óveittur enn. Umsóknir urn þennan styrk ber að stíla til ráðherra Islands, en senda okkur, er hér ritum nöfn vor undir. I sóknarskjalinu verður að skýra greinilega frá aldri og skólalærdómi umsækjanda, Og hverja iðn hann að undanförnu hefur rekið og því um líkt; sókninni verður að fylgja heiibrigðisvottorð og önnur vottorð málsmetandi manna um hæfiieika um- sækjenda Og annað, sem hann snertir. Sá, er hiýtur styrkinn, er þar með skyld- ur til að nema nátn sitt þar sem tiltekið verður, og fær hann síðar gróðursetjara- stöðu við skóggræðsluna á íslandi, ef hann að afloknu námi er talinn fær um það. Umsóknir eiga að vera komnar til okk- ar til Kaupmannahafnar innan 31. desem- ber þ. á. Kaupmannahöfn, í október 1904. I stjórn skóggræðslumála Islands. C. W. Prytz. C. Ryder. Laugardaginn 12. nóv. sýndar lif— andi myndir. Nýtt úr Japanska stríðinu. Sjá götuauglýsingar. Ól. Johnson & Co. Alþýðufræðsla stúdentafélagsins. Fyrirlestur í Iðnó sunnud. 13. þ. m. kl. 5 e. h. Bjarni Jónsson frá Vogi: Leikur. Handelsakademiet „Kjöbenhavn“ Östergade 54. Bestyrer \ P. Bokkenheuser. Inspektör '. C. A. Harvig. (Efterslægtens Skole). Nye 12, 6 og 4 Mdrs. Kursus i alle Handelsfag saasom: Sprog, Bogholderi, Stenograji, Maskinskr. etc. begynder i JVovbr., Ðecbr. og Januar. 12 og 6 Mdrs. Kursus 15 Kr. pr. Md. 4 Mdrs. Kursus jj Kr. for et helt Kursus. Akademiet er Repræsentant. for Pitman’s Metropolitan School, London. Herr Bankdirektör E. Schou, Reykjavik udleverer Program samt meddeler nær- mere Oplysninger. Vel skotna Fálka og Himbrima kaupir Júlfus Jörgensen. Proclama. Hér með er skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánar- og félagsbúi mínu og manns mfns heitins, héraðs- læknis Tómasar Helgasonar á Fossi í Skaptafellssýslu, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir mér innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birt- ingu þessarar auglýsingar. Reykjavík 22. október 1904. Sigríður Helgason. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, er til skulda telja í dánarbúi Halldórs snikkara Halldórssonar frá Vatneyri við Patreks- fjörð, er lést á sjúkrahúsinu á Geirs- eyri hinn 19. september þ.á. að gefa sig fram og sanna skuldakröfur sínar fyrir undirrituðum innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þess- arar Skrifstofu Barðastrandarsýslu 31. okt. 1904. Halldór Bjarnason. \ Heimsins fullkomnustu fjaðraorgel ; • og ódýrustu eptir gæöum, $ fást hjá undirrituðum frá: Mason & Hamlin O., Yocalion Organ O., W. W. J Kimbail O., Cable C°., Beethoven Organ C°. og Cornisii & C°. o. fl. { Til dæmis má taka: 1. Orgel úr hnottré, sterkt og vel gert, 45V2” á lengd, • 22” á þýkkt, með 5 áttundum, tvöföldu hljóði (122 fjöðrum) áttundatengslum • („kúplum"), 10 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér komið til Kaupmannahafnar k 150 kr. 2. Stofuorgel úr hnottré, mjög laglegt, með háu baki og stórum, j slípuðum spegli (, 3 al. á hæð, 45V=” á breidd og 22” á þykkt, með 5 áttundum, ♦ 159 fjöðrum, áttundatengslum, Vox humana, 13 hljóðfjölgunum, kostar hjá Ý mér á sama stað 200 kr. 3. Kapelluorgel úr hnottré, mjög sterkt og fall- ♦ egt, 48V2” á lengd, 24” á þykkt, með 5 áttundum, 318 fjöðrum, áttundatengslum, Y Subbas (13 fjaðrir) Vox humana, 17 hljóðfjölgunum, kostar hjá mér á sama stað • 350 k r. I ofangreindu verði orgelanna er innifalinn flutningskostnaður til • Kaupm.hafnar og umbúðir. J (Til samanburðar leyfi eg mér að setja hér verð á hinum ódýrustu orgelum af Á sömu tegund frá K. A. Andersson í Stokkhólmi, samkvæmt þessa árs verðlista verksmiðj- ♦ unnar og leiðbeining umboðsmanns hennar hér á iandi: 1. Orgel úr „ekimitation", * fremur viðagrannt, 38” á Iengd. 19” á þykkt, með 5 áttundum, 122 fjöðrum, áttunda- • tengslum, 8 hljóðfjölgunum, kostar dti umbúða í Stokkhólmi 205 kr. 2. Stofu- • orgel úr „imiterad valnöt", snoturt, 65” á hæð, 42” á beidd, 19” á þykkt, með 5 , áttundum, 159 fjöðrum, áttundatengslum, 12 hljóðfjölgunum, kostar dn umbúda ( J Stokkhóimi joo kr. 3. Salonorgel úr „imtterad valnöt", fallegt, 46” á lengd, 22” • á þykkt, með 5 áttundum, 305 fjöðrum, áttundatengslum, Vox humana, 17 hljóðfjölg- j unum kostar dn umbúda í Stokkhólmi J2J kr. — Mjög svipað þessu mun verðlista- verð á orgelum J. P. Nyström’s í Karlstad vera, og enn hærra hjá Petersen & Stenstrup). Þessi þrjú ofangreindu orgel, sem eg sel, eru frá hinni frægustu hljóð- færaverksmiðju í Bandaríkjunum, sem, auk fjölda fyrsta flokks verðlauna, fékk allrahcestu verðlaun á heimssýningunni í Chicago 1893, og sel eg öll önnur hljóð færi hennar tiltölulega jafnódýrt. — Kirkjuhljóðfæri, bæði fjaðraorgel, með „túb- um“ og án þeirra, og pípnaorgel af allri stærð og gerð; sömuleiðis fortepiano og Flygel sel eg einnig miklu ódýrara eptir gæðum, en nokkur annar hér á landi. Verðlista með myndum og allar upplýsingar fær hver sem óskar. Andvirði hljóðfæranna þarf að fylgja hverri pöntun til mín. Flutning frá Kaupmannahöfn borgar kaupandi við móttöku. ♦ Einkaumboðsmaður félagsins hér á landi: 4 Þorsteinn Arnljótsson, J Sauðanesi. • -♦-♦•♦•♦•♦-♦-♦•♦•♦•♦-♦-♦•♦•♦^•♦-^♦•♦•♦^-♦•♦•♦•♦-♦-♦•♦•♦•♦-^a Aflæt 00 ódýr ORGEL frá <J. J*. Nyström í Karlstad í Svíþjóð, elztu og helztu hljóð- færaverksmiðju á Norðurlöndum, pantar aðat- umboðsmaður hennar Markús Þorsteinsson i Reykjavík, sem hefur hljóðfæri til sýnis. — Verðlistar tneð myndum fást ókeypis og kostnaðarlaust sendir. Orgel frá þessari verksmiðju eru seld svo hundruðum skiptir á hverju ári. Skiptafundir verða haldnir á skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu í Hafnarfirði í eptir- greindum dánarbúum: x. Guðrúnar Stefánsdóltur frá Möðru- völlum í Kjós, mánudaginn 12. des. þ. á., kl. 11 f. h. 2. Halldórs Helgasonar frá Engey mánudaginn 12. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 3. Gunnlaugs Gunnlaugssonar frá Eyvindarstöðum mánudaginn 12. des. þ. á., kl. 4 e. h. 4. Valdemars H. Jónassonar frá Keflavík sama dag kl. 5 e. h. 5. Jóns G. Breiðfj'órðs, hreppstjóra frá Brunnastöðum þriðjudaginn 13. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 6. Guðrúnar Guðmundsdóttur í Kefla- vík þriðjudaginn 13. des. kl. 4 e. h. 7- Tómasar Nikulássonar úr Njarðvík- um þriðjudaginn 13. des. kl. 5 e. h. 8. Þórarins Eiríkssonar frá Löndum í Miðneshreppi miðvikudaginn 14. des., kl. 11 f. h. 9. Ólafs Magnússonar frá Narfakoti og ekkju hans, er fyrst sat í óskiptu búi, miðvikudaginn 14. des. kl. 12 á hádegi. Það væntist að skiptum í öllum þess- um búum verði lokið. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 5. nóv. 1904. Páll Einarsson. Firma-tilkynningar. Samkvæmt lögum 13. nóvember 1903 um verzlanaskrár, firmu og prókúru-umboð, hafa eptirnefndar firm- ur verið tilkynntar til innfærslu í verzl- anaskrána fyrir Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaupstað. 1. Þórarinn kaupmaður Guðmundsson á Seyðisfirði rekur verzlun í Seyð- isfjarðarkaupstað með ótakmarkaðri ábyrgð undir firmanafninu: „V. T. Thostrups Efterfölger". Hann rit- ar sjálfur firmað með sínu eigin nafni, en hefur firmanafnið prentað eða skrifað á reikninga, umslög o. s. frv. 2. Sigurður kaupmaður Jónsson á Seyð- isfirði rekur verzlun með ótakmark- aðri ábyrgð í Seyðisfjarðarkaupstað undir firmanafninu: „Framtíðin". Hann ritar einn firmað með sínu eigin nafni, en hefur firmanafnið prentað á reikninga, umslög o. s. frv. 3. Firmað „O. Wathnes Arvinger", hlutafélag, rekur skipaútgerð, verzl* un og fiskiveiðar. Lög félagsins eru dagsett 16. desbr. 1898. í stjórn félagsins eru : Peter Dines Petersen í Kaupmannahöfn, Tönnes Chr. Wathne og Carl Martin Wathne f Stavangri og Fredrik Ferd. Wathne á Seyðisfirði. Rétt til þess að rita firmað hefur P. D. Petersen einn og tveir af hinum stjórnendunum saman. Hlutaféð er 420,000 krón- ur, skipt niður á 420 ioóo króna hlutabréf, sem hljóða á handhafa, en mega þó hljóða upp á nafn. Hlutaféð er innborgað að fullu. Birtingar til félagsmanna skulu vera í ábyrgðarbréfi eða í Berlingatíð- indum. Heimili félagsins er í Kaupmannahöfn, en það rekur verzl- un á Seyðisfirði. 4. Firmað „Örum & Wulff“, hlutafé- lag, rekur verzlun á íslandi og með íslenzkar vörur. Lög félagsins eru dagsett 22. febr. 1895. í stjórn félagsins eru: Johannes Henrik Emil Zöylner, Carl Winther og Sören Christjan Knudtzon og hafa þeir rétt til að rita firmað í félagi. Prókúru hafa þeir Gustav Iver’sen og Vilhelm Martin Bache hver fyr- ir sig. Hlutaféð er 462,000 krón- ur, skipt niður á hlutabréf, sem hljóða upp á nafn og eru 5000 kr. og IOOO kr. að upphæð. Hlutaféð er innborgað að fullu. Birtingar til félagsmanna skulu settar í blað það, er flytur opinberar auglýsing- ar. Heimili félagsins er í Kaup- mannahöfn, en það rekur verzlun á Vopnafirði og víðar hér á landi. 5. Hlutafélagið „Gránufélag" rekur verzlun á íslandi. Núgildandi lög þess eru dagsett 8. sept. 1876 og breytingar og viðauki 12. sept. 1898. í stjórn félagsins eru sem stendur: Davíð Guðmundsson, Friðbjörn Steinsson og Björn Jónsson. Fram- kvæmdarstjóri og kaupstjóri félags- ins er Christen Havsteen og eru samningar þeir, er hann gerir fyrir félagið skuldbindandi fyrir það. Hlutaféð er 100,000 krónur, skipt niður á 2000 hlutabréf á 50 kr. hvert, er hljóða upp á nafn og eru að fullu innborguð. Féiagið á heima á Akureyri, en rekur verzlun á Vestdalseyri í Seyðisfjarðarkaupstað og víðar. 6. Firmað „Pöntunarfélag Fljótsdals- héraðs" pantar útlendar vörur fyr- ir félagsmenn og annast um sölu á innlendum vörum þeirra og hefur auk þess söludeild á Seyðisfirði. Lög þess eru dagsett 22. nóvem- ber 1899. í stjórn félagsins eru sem stendur : Einar prófastur Jóns- son á Kirkjubæ formaður og með- stjórnendur Jón sjálfseignarbóndi Bergsson á Egilsstöðum og Gunnar hreppstjóri Pálsson á Ketilsstöðum og þarf undirskript þeirra allra til að skuldbinda félagið. Pöntunar- og söludeildarstjóri er Jón Stefáns- son. Meðlimir hinna einstöku deilda félagsins ábyrgjast einn fyrir alia og allir fyrir einn skuldir deildar- innar. Stjórnin kveður til funda í félaginu á þann hátt, er henni sýnist. Skrifstofu Norður-Múlasýslu og bæjarfógeta á Seyðisfirði 2i.okt. 1904. Jöh. Jóhannesson. Eigandi og ábyrgðarmaður: H innes Þorsteinsson, cand. theol. l'i entsmiðja Þjóðólis.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.