Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 2
2 ræðisreglunni — úr meiri hluta flokknum á þingi — eins getum við gengið út frá því vlsu, að sama regla verði gildandi eptirleiðis, svo að hér verði fullkomið þingrseði ríkjandi, þannig að ráðherrann fari frá, hvenær sem hann fær meiri hluta þingsins gegn sér í einhverju þýðingar- miklu áhugamáli. Og þá er svo er kom- ið, þá er það 1 rauninni þjóðin sjálf, sem úr því sker, hver sé æzti stjórnandi henn- ar. Þingræðið verður þá sama sem þjóð- fæði, af þvl að það er þjóðin sjálf, sem velur fulltrúa sína á þing. En þjóðræði og þingræði er í hverju landi talið æzta og helzta skilyrði þess, að þjóðin fái að njóta sín, og að pólitiskt frelsi geti kom- ið henni að fullum notum. Hver sú þjóð, er í sannleika nýtur fullkomins þjóðræðis og þingræðis er í raun réttri svo frjáls, sem ákosið verður. Hitt er annað mál og kemur ekki þessu við, þótt einhver þjóð kunni ekki að fara með þetta frelsi sitt og vanhelgi það. Það er ekkert svo gott og fagurt undir sólunni, að ekki megi vanbrúka það og svívirða. Það eru einnig fáir smiðir 1 fyrsta sinn, og margt ferst óvönum illa og óhönduglega. Svo er einnig hætt við að fari í fyrstu í litlu þjóðfélagi, er ekki hefur haft tækifæri til að stjórna sjálfu sér, en verið ávallt öðr- um háð og ösjálfbjarga. En þótt fyrstu sporin á sjálfstjórnarbrautinni verði ef til vill vlxlspor, þá er enginn efi á, að það lagast með tímanum, við meiri þroska og meiri reynslu. % Að því er oss íslendinga snertir, þá -erum vér nú að byrja að eiga með oss sjálfir. Nú eigum vér að fara að standa á eigin fótum og ráða málum vorum. En margt bendir á, að oss sé alls ekki ljóst, hve mikil breyting hefurorðið á stjórnar- fari voru næstl. ár, og hve miklar skyld- ur vér höfum gagnvart ættjörð vorri til að stuðla að því, að þessi umskipti verði að sem mestum og beztum notum fyrir þjóð vora í nútíð og framtíð. Það lítur miklu fremur út, eins og sumir vilji róa að því öllum árum, berjast fyrir þvi með hnúum og hnefum, að sem allra minnst gagn verði að stjórnarbót þeirri, sem nú er fengin, og óski að hún reynist sem allra verst. Öðruvísi verður ekki skilið hið látlausa skammaþvogl og illgirnis- þvaður sumra blaða um allt, er hin nýja stjórn vor gerir, hverju nafni sem nefnist. Og sérstaklega er þá ráðherrann hafður að skotspæni persónulega og allskonar óráðvendni í rithætti beitt til að óvirða hafln og ófrægja í augum þjóðarinnar, allt f þeim göfuga tilgangi, að rýma honum úr sessi og koma í stað hans einhverjum jábróður þessarar ósvífnu kliku, sem kall- að hefur sig »Framsóknarflokk«(!), ogver- ið hefur óheillamara þjóðarinnar alla stund siðan 1897. Það er 7 ára stríðið, sem heimastjórnarflokkurinn hefur háð við þessá Hafnarstjórnarkliku, og þótt hún hafi borið lægri hluta í því sem mestu skipti, þá bendir allt á, að ekki veiti af að vera á verði eptirleiðis, til þess að árangur hinnar löngu og ströngu baráttu verði ekki að engu gerður. Stjórnin get- ur og verið þess fullörugg, að þjóðin virð- ir að vettugi öll hrópyrði stjórnaróvinanna, meðan þau eru ekki á neinu öðru byggð en óviturlegu flokksofstæki og hatri. En það þarf bæði þolinmæði og stillingu til að sitja viku eptir viku, mánuð eptir mán- uð undir sorpaustri »Framsóknar«- og Landvarnarmáltólanna, og verða þar fyrir ástæðulausum, ósvífnislegum árásum fyrir hvað eina, sem gert er, eins og ráðherr- ann hefur orðið. Auðvitað er leikurinn til þess gerður, að honum verði ekki við vært, en bardagaaðferðin er dálítið óhyggi- leg til þess að ná því takmarki að steypa honum af stóli sem fyrst, því að þjóðin er ekki svo grannvitur eða sljóskyggn, að hún sjái ekki, hverskonar hvatir það eru, sem stýra penna þessara skammsýnu og ofstækisfullu úlfúðarseggja. Það er svo sem ekki af rækt við þjóðina eða virðingu fyrir sannleika og réttlæti, að allur þessi hvinur stafar hjá öllum þorra þessara manna. Ónei, því fer fjarri. Hóflegar aðfinnslur á rökum byggðar eru sjálfsagð- ar og nauðsynlegar gagnvart hverri stjórn, en eintóm ósanngirni, afbakanir og ávít- ur á engu byggðar eru fyrirlitlegar og koma þeim sjálfum í koll, er slíkum vopn- um beita gagnvart hverjum sem er. Það sem af er verður ekki annað sagt, en að stjórn landsins hafi farið mjög vel úr hendi, bæði inn á við og út á við. Og margir munu þegar hafa fundið til þess, að »hollt er heima hvað«, enda mundu nú fæstir öska, að yfirstjórn lands- ins væri búsett í Höfn og að vér ættum þangað allt að sækja. Og svo mikið er vfst, að ekki áttum vér völ á öðrum manni, er betur væri til ráðherra hæfur, en Hann- es Hafstein fyrir flestra eða allra hluta sakír, enda hefur hann áunnið sér hylli allra góðra manna og réttsýnna þennan tíma, er hann hefur setið að völdum, svo að fáir mundu frekar gert hafa. Að þvl leyti getur hann látið hermdaryrði óvina sinna sig litlu skipta, þótt leitt sé að sitja undir þeim. Hann hefur það sem mest er í varið : eindregið fylgi og sanna hylli alls þorra þjóðarinnar, og hann mun hvorugt af sér brjóta, ef hann fær að njóta sín. Hann hefur nægilega sýntþað, að hann er bæði lipur, sanngjarn og ó- hlutdrægur í stjórn sinni. Og um þjóð- rækni hans og ættjarðarást efast enginn, sem unna vill honum sannmælis. Mót- stöðumenn hans hafa einmitt unnið sjálf- um sér mest ógagn með þvf, hverníg þeir hafa hegðað sér. Hefðu þeir farið stilli- lega og skynsamlega og við og við látið bóla á einhverri sanngirni í dómum sín- um gagnvart nýju stjórninni, þá hefði um- mælum þeirra verið veitt meiri eptirtekt. En nú er þetta látlausa ósanngirnis- og úlfúðarspark þeirra að vettugi virt hjá þjóðinni, og alstaðar fyrirlitið að mak- legleikum, af því að menn sjá svo vel af hverjum toga það er spunnið. Og ráð- herrann situr enn fastari í sessi fyrir vikið. Fyrir næsta þing hefur stjórnin mörg mikilsháttar mál til undirbúnings, og þá sést bezt, hvort hún hefur setið auðum höndum og lltið hugsað um velferðarmál landsins þennan tíma, sem hún hefurset- ið að völdum, eins og mótstöðumenn hennar hafa gefið í skyn. Það er enginn efi á, að þingið verður á öðru máli um það, enda munu allar tilraunir stjórnar- óvinanna til að spana þingið gegn ráð- herranum og stjórninni reynast öldungis . árangurslausar, meðan alls engar sakir eru fyrir hendi til að steypa stjórninni. Það er allmikil heimska að hugsa sér, að þingið gerist svona alveg út 1 blá- inn eggjunarfífl valdasjúkra, ófyrirleitinna skrumara, sem ekkert hafa annað á borð að bera en illgirni og rangsleitni. Þeir herrar verða að hafa dálítið vandaðri vöru í pokahorninu, ef þeir ætla sér þá dul, að snúa þingi og þjóð eptir vild sinni. Sjónleikar. John Storm. („The Christian"), eptir Hall Caine. „Leikfélag Reykjavíkur" lék í fyrsta sinni á annan í jólum „John Storm“ eftir Hall Caine, enskan rithöfund, sem talsvert er þekktur hér; á landi á seinni ánim. Aðal-innihald leiksins er, að John Storm elskar fátæka stúlku, af lágum ættum. Fað- ir hans er lávarður að nafnbót og ríkur maður. Af þessurn ástæðum hefur hann ákveðið lífstöðu fyrir son sinn, er honum finnst sæma ætt hans. John Storm er hæg- gerður maður, blíður og barnslegur í lund, og getur þar af leiðandi ekki fylgst með hugsunum föður síns, en kýs heldur að verða fátækur prestur, hulinn augum manna. Hann óskar þess eins, að hjálpa þeim, sem fá- tækir eru og giptast ástmey sinni. Glory Quale heitir stúlkan, sem Storm elskar ; hún er so^nardóttir gamals prests, og býr hjá honum. Hún er fjörug stúlka og gefin fyrir lystisemdir og skemmtanir. Hún kynnist tveimur hefðarmönnum frá Lundún- um, er telja hana á að fara þangað og verða söngmær. Þetta sé sú braut, sem henni sé ákveðin frá náttúrunnar hendi. Þessir menn heita Horatio Drake og Robert Ure lávarður. Þegar nú John Storm heyrir um fyrir- ætlun hennar, verður hann óður og upp- vægur, slítur öll bönd, sem binda hann og biður Glory um að hætta við þetta og gipt- ast sér, hún muni sogast í hringiðuna í Lundúnaborg; en hún vill ekki giptast hon- um fyr en hún sé búin að vinna sér „nafn“ með list sinni og getur hafið sig upp til hans. Þetta ríður baggamuninn hjá Storm; hann ákveður að ganga í klaustur, en ástin verður yfirsterkari, svo hann fer til Lundúna og gerist þar prestur í afkymum borgarinn- ar hjá fátæklingunum. Hann kynnist gam- alli konu, frú Challender, sem er fornvina móður hans sál. Hjálpar hún honum um peninga til að leigja sér hús fyrir samkom- ur sínar. Jens B. Waage leikur John Storm með sannri list; það er unun fyrir áhorfandann, að sjá hve vel hann fer með hlutverk sitt, þar er engin tilgerð og manni gleymist að þetta sé leikur, heldur bláber sannleikur, sem þarna er sýndur. Fröken Guðrún Indriðadóttir leikur Glory Quale, en ekki leikur hún hana eins vel og maður hefði óskað. í fyrsta þanti er hún góð, en veldur ekki „rollunni" úr því. Hún er of smávaxin til að bera upp svona stórt hlutverk, hefur of veikan málróm, sem gerir það að verkum, að röddin verður ekki iaus við garg, þegar á hana reynir, svo vantar hana að geta sýnt vel geðshræringar; hún grípur andann of mikið á lopti, og við það verður svo lítið úr því sem hún segir. Það „grípur" mann ekki. Aptur á móti kemur tilfinningin svo sönn og hrein fram hjá Jens B. Waage. Það er t. d. í þriðja þætti, þeg- ar Glory kemur í samkomuhúsið til John Storms og biður hann um að taka í hend- ina á sér, að þar vantar hana allan þunga; svo er hláturinn hjá henni svo ógeðfelldur. Leiðbeinari hefði átt að tempra hann. A- horfandanum getur ekki dulizt það, að henn- ar kraptur liggur í unglinga-„rollunni“, þar sem æskugleðin ein er starfsviðið, en þetta hlutverk er henni öldungis ofvaxið. Fröken Emilía Indriðadóttir leikur Polly Love, en henni tekst það ekki vel; þar vantar nær allt, sem áhorfandinn gerirkröf- ur til; annaðhvort hefur hún ekki skilið hlut- verkið, eða kastað um of hönd til þess. En þetta er mjög slæmt, því það hlutverk þurfti að sýna vel. Polly er ung stúlka — leik- systir Glory —. Kemst hún í kynni við Ró- bert Ure lávarð, sem „forfærir" hana, en kastar henni svo aptur fyrir sig og vill ekki hjálpa henni neitt með barn þeirra. Loks- ins finnur Storm hana, og hjálpar hann og frú Challender henni með að koma barninu fyrir og reisa Polly við aptur. Það er hörmu- legur leikur hjá Polly, þegar hún kemur inn til prestsins og hann segir henni frá, að Robert Ure vilji ekki liðsinna henni eða barninu neitt. Þegar hún ætlar að þjóta út, reigir hún höfuðið aptur á herðar og „riksar" eptir leiksviðinu. Hr. Guðm. Hallgrímsson leikur Ure, og leikur hann á sprettum vel. Róbert Ure er fínn „dóni". Guðm. T. H. bregður til fyrri hlutverka sinna. Það er stöðugt þessi sami uppblástur, nema á stöku stað; hann ber sig og illa á leiksviði, hann stendur svo álútur; bregður alltaf til að vera með hend- urnar í vösunum, hvort sem hann er kjól klæddur eða ekki. Helgi Helgason leikur Horatio Drake, og leikur vel. Drake er sá maður, sem hjálpar Glory að komast áfram í Lundúnum — eða kemur henni upp. Hann fellir ástarhug til hennar, og sýnir henni það í orði og verki; að eins einu sinni gleymir hann sér, þegar þau eru tvö ein og hann tjáir henni ást sína, en þá þýtur Glory upp, og segir að hann elski sig ekki, heldur eigi hún að verða dægrastytting í lífi hans — ekkert meira. Þar finnur maður sárt til, hve litla persónu hún hefur. Maður býr sér þá til í huganum ósjálfrátt tígulega stúlku, stand- andi með leiptrandi augu og uppréttan hand- legg, verjandi sig og æru sína, en í þess stað er þarna ofurlítil telpa, sem bara hefur hátt. Drake þar á móti er prúðmannlegur. Fröken Gunnþórun Halldórsdóttir leikur frú Callender. Um það hlutverk er ekki mikið að segja, það er svo lítið; þó leikur hún það vel að vanda. Herra Kristján Þorgrímsson leikur Wealthy erkidjákna, og hefur ágæta persónu í liann, en betur mætti hann vera leikinn; honum vill til að »nikka« ofmikið með höfðinu, þegar hann talar. Herra Friðf. Guðjónsson leikur Lamlugh munk, og leikur hann mjög vel. Hann skil- ur öll sín hlutverk svo dæmalaust vel. Það skal tekið fram, að „statistasenan" í 5. þætti, þar sem á að berja prestinn niður, er alveg ófær, þar sést ekki minnsta hreyf- ing — varla að maður heyri nokkurt hljóð. =7/22 1904. P. G. 4« * * Leikdómur þessi er ritaður þegar eptir fyista leikkveldið, og því fullsnemma upp- kveðinn. Öllum eða flestum leikendunum hefur farið stórum fram síðan. Þjóðólfur hefur í þetta sinn ekki viljað synja grein þessari rúms, því að flest er alveg rétt athugað í dómi höf., að því er leikend- urna snertir, nema heldur þykir oss hann halla á frk. Guðrúnu Indriðadóttur, þótt hann hafi þar reyndar töluvert til síns máls. Þjóðólfur mun að líkindum minnast á leik þennan síðar, frá sínu sjónarmiði. Ritstj. Rýr uppskera. Þjóðólfur telur sér skylt við þessi ára- mót, eins og raunar opt fyr, að þakka landsmönnum alla þá tryggð og hollustu, er þeir hafa sýnt honum. Og það er því fremur ástæða til að minnast þess nú, af því að síðastliðin tvö ár hafa sérstaklega verið gerðar allsvæsnar og lúalegar til- raunir til að spilla atvinnu útgefandans og blinda augu almennings með ofstækis- fullum hatursárásum og heimskulegum rógi gegn þeim blöðum í landinu, er hafa haft þrek og þor til að spyrna gegn því óheillafargani í íslenzkri ,pólitík, er hefur ætlað sér að kyrkja í fæðingunni hina nýju innlendu sjálfstjórn vora, með því að telja mönnum trú um, að hún væri ekki að eins hégóminn einber, heldur háska- samleg og fjandsamleg öllu sönnu sjálf- stæði og sjálfræði. En svo er fyrir þakk- andi, að þroski þjóðarinnar hefur þó ver- ið svo mikill, að þessi óvitalegi blástur gamalla gremjuþrunginna Hafnarstjórnar- manna og nokkurra flasfenginna unglinga, hefur ekki þyrlað þjóðinni út af réttri braut, heldur hefur hún látið hann eins og vind um eyrun þjóta, og skoðað þetta fargan ekki þess vert að taka það alvar- lega, en hlegið jafnvel að ósköpunum og gauraganginum í þessum sárgrömu Valtýs- liðum gömlu og hala þeirra, höfuðlausa hernum með stóra nafninu, er gengizt helur undir merki Valtýinga, sem sjálf- j boðalið, og eru þeir dátar hafðir í fylk- 1 ingarbroddi, því að þeim er bezt treyst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.