Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavik, sunnudaginn l.janúar 1905. 1. Lífið í Höfn. Ur riti M. J. »Um Danmörku«. Fögur er hún Höfn gegnum hugmyndanna gler, en allra fegurst óséð — og eins mun reynast þér. — Seint flýgur krumminn á kvöldin. — Fögur er hún Höfn þegar sólin signir grund, Og skrautið nóg 1 skógunum við skínandi sund. Fegri þó á kveldin, þá glymur gleðin full og gluggarnir tindra sem logandi gull. Uoi strætin þú stikar með státsmeyja sveim og fagurprúðum sveinum, sem fylgja þeim heim. Og hljóðfærin dillandi dansana slá •, allt er tómur unaður — utan til að sjá. Og allt er í boði, sem augu girnast manns — nema auðnan sjálf, er leynist 1 hjartarótum hans. Laushent er lánið og lukkunnar vald: illgirnin leynist við liljunnar fald. Fögur er hún Höfn með sinn hlægjandi seim ; cn margur kom fáráður frá henni heim. Og gullin hennar Hafnar er gaman að sjá; en heim kom margur hryggur sem hugðist þeim að ná. Ýmsir kvöddu fagnandi feðra sinna reit, sem entu líf í álnum svo enginn sá né leit. Og margur fór til Hafnar svo mannvænn og stór, sem hrumari og heimskari heim kom en fór. Gættu þín smásveinn, því gatan er hál, og haltu þlnum hraustleik 1 heilbrigðri sál. Sárt er gömlum föður, er sendi þig um haf, ef soninn veit hann sitja við svínanna draf. Far ei til Hafnar, þótt hjartað sé frómt, ef að það er óstillt og alvörutómt. Far þú til Hafnar ef finnurðu þrótt, og elskar þú hið hreina en hatar allt ljótt. Gæt þín, ungi svanni, sá glaumur er flár, ekki heyrir Höfn þó að hrynji nokkur tár. Varastu vélar og villandi draum fyr en þú ert fallin og flýtur með straum. Freistarinn finnst þér svo frámuna hýr, en hryggðu ekki Hann, sem í hjartanu býr. Ein ertu aldrei, svo innir hyggjan mín, verur eru nærri, sem vilja gæta þín. — En seint flýgur krumminn á kvöldin. — Landsreikningurinn 1903. Tekjur landsjóðsins voru á árinu alls 1,011,900 kr, en fyrir nokkrum árum voru þær að jafnaði 800 þús. kr. árlega. Sú hækkun á landstekjunum, sem slðan er orðin, kemur af því, að lögleitt hefur verið áfengissölu- og veitingagjald, að vínfanga- tollurinn hefur verið hækkaður töluvert með lögum frá 1901, að jafnframt var leiddur í lög tollur á tegrasi, súkkulaði og brjóstsykri, og að ýmsar tekjugreinar aðrar en þessar hafa hækkað. Aptur á móti hefur engin tekjugrein lækkað, svo teljandi sé. Tekjur af umboðsjörðum eru lítið eitt minni, en þær voru áður, vegna þess, að töluvert af jörðum hefur verið selt fyrir nokkrum árurn, en þess gætir lítið í reyndinni. Tekjugreinar, sem mest hafa farið fram úr áætluninni 1 fjárlögunum 1902 og 1903, hafa verið þessar: Vínfangatollurinn varð 42,000 kr. hærri, en áætlað var, það stafar af tolllögunum 1901; annars var sú tekju- grein 1 rénun fyrir aldamótin slðustu. Út- flutningsgjald af fiski, lýsi o. fl. fór 28 þús. kr. yfir áætlun. Kaffi- og sykurtoll- ur varð 57 þús. kr. meiri en áætlað var, eða 252 þús. í stað 195 þús. krónur. Framan af var þessi tekjugrein áætluð 120 þús. krónur, en óx fljótt langt upp úr því. Kaffi er þjóðdrykkur í landinu, og var það áður en tollurinn var lagður á það. En það sem kafifi- og sykurtollur- urinn samanlagður hefur vaxið, kemur miklu meira af því, að landsmenn eyða alltaf meiru og meiru af sykri, en áður var. Lifnaðarhættir manna eru nú óðum að breytast á landinu. Eptir landshags- skýrslunum 1903 (bls. 407) fluttust hingað af kaffi og kaffibæti: 1891—95 83/4 ® á mann 1902 112/s ‘ffi - — en af allskonar sykri og strópi fluttust hingað á mann: 1891—95 23 ® á mann 1902 37 ® - — Margar tekjugreinar hafa farið lítið eitt yfir áætlun; flestar eru þær smáar. Húsask. var áætl. 6 þús. kr., varð 9.2 þús. kr. Tekjusk. - — 14.5 -- — — 17.4 - - Aukatekj. - — 30 -- - urðu4i - -- og aðflutningsgjald af tegrasi, súkkulaði og brjóstsykri varð nær 8 þúsund krónur, en hafði ekki verið tekið í tekjuáætlun síðustu fjárlaga. Að síðustu verður að geta þess, að pósttekjurnar 1903 urðu alls 105 þús. kr., en voru áætlaðar 35 þús., og fóru þannig með 70 þús. kr. fram úr áætlun. Þessi tekjuáætlun er samt ekki varanleg, því hún er þvínær öll komin inn fyrir gömul frímerki, sem voru seld á árinu. Gömlu frfmerkin eru nú öll seld, svo samskonar tekjuauki kemur ekki fyrst um sinn. Fyrir neðan áætlun hafa orðið: Erfða- fjárskattur fyrir hér um bil 1 þús. kr., leyfisbréf fyrir árgjöld af verzlun og veit- ingum áfengra drykkja með hér um bil 7 þús. kr., og leigur af viðlagasjóði með 4 þús. kr. Þetta síðasta kemur af því, að Ræktunarsjóðurinn var numinn burt úr viðlagasjóði 1. janúar 1901. Viðlagasjóðurinn var 1,105 þús. kr. f árslokin 1903. Þess er ekki að vænta, að tekjur land- sjóðsins fari svo langt fram úr áætlun ' 1904 og 1905, eins og þær gerðu 1902 og 1903. Pósttekjurnar næsta ár fara naumast yfir 40 þús. kr. árlega, og flestar, ef ekki allar tekjugreinar landsjóðs eru áætlaðar svo hátt í fjárlögunum, að svo að segja engar líkur eru til þess, að þær fari fram yfir áætlunina 1 reyndinni. Ein tekjugrein kemur þó 1905 ogeinkum 1906, sem ekki hefur verið, svo teljandi sé, áð- ur, en það eru vextir af peningum, sem landsjóður á í sjóði. Stjórnin notar bank- ana hér og erlendis til að ávaxta þá, að svo miklu leyti, sem þeirra ekki þarf til daglegra úrgjalda. Ú t g j ö 1 d i n 1903 voru alls 936 þ ú s . krónur. Af því gengu til hinnar æztu innlendu stjórnar og alþingis 53 þús. kr. Til umboðsstjórnar dómara og sýslumanna gengu 97 þús. kr. Til læknalauna gengu 73 þús. kr. Til andlegu stéttarinnar gengu liðugar 23 þús. kr., laun biskups, brauða- uppbætur og árstillag til brauða eptir prestakallalögunum frá 1880, og síðari breytingum á þeim. Mjög mikill hluti af útgjöldum land- sjóðsins var veittur til samgöngumála og gekk til þeirra. Til póststjórnar og póstgangna gengu......................70 þús. kr. Til vega, vegaviðhalds og Lag- arfljótsbrúarinnar gengu . .115 — — Til gufuskipaferða .... 63 — — Til vitanna ekki fullar . . 9 — — Alls 257 þús. kr. Þess utan voru veittar til ritsíinans milli Islands og útlanda 35 þús, kr., semspör- uðust. En hefði þurft að borga þær út líka 1903, hefðu gengið til samgangna 292 þús. kr., eða næstum þvf einn þriðji hluti af öllum útgjöldunum. Útgjaldaliður, sem töluvert fer fyrir nú orðið, eru útgjöldin til skóla og kennslu. Þessi útgjöld voru alls 125 þús kr., og sundurliðast þannig: Til æðri skólanna gengu . . 52 þús, kr. Til gagnfræðaskóla,barnaskóla og umgangskennslu . . . 63 — — og til búnaðarskóla . . . 10 — — Að Kkindum gæfi sú upphæð, sem veitt er til barnakennslu, betri árangur, ef hún væri veitt eptir öðrum grundvallarreglum, enda hefur alþingi veitt fé til þess að at- huga fyrirkomulagið á unglingakennsl- unni, til þess að geta bætt það. Ýmsar opinberar stofnanir, sem ekki hafa verið taldar að framan, kosta landið 48 þús. kr. Þær eru: Holdsveikraspítalinn ... 28 þús. kr. Hegningarhúsið..............5 — — Landsbókasafn og bókasöfn amtanna...................9 — — Landskjalasafn og forngripa- safnið....................6 — — Alls 48 þús. kr. Til eptirlauna gengu árið 1903 alls 40- þús. kr., eða '/23 hluti af öllum útgjöld- unum; mikill hluti af þeirri upphæð geng- ur til ekkna eptir embættismenn og presta, og af því gengur aptur nokkur hluti til styrktarfjár embættismannabarna, þangað^ til þau verða 18 ára. Til styrktar land- búnaðinum beinlínis og óbeinlfnis hafa verið greiddar á árinu 125 þús. kr., þar af hafa verið greiddar til útrýmingar fjár- kláða yfir 72 þús. kr. Hve há sú upp- hæð verður á endanum, er ekki hægt áð segja enn sem komið er; en verði til- kostnaður landsjóðsins, eins og menn vona, til þess, að fjárkláðanum verði útrýmt, þá verður fjárkláðinn, sem nú hefur gengið, miklu ódýrari landsmönnum en fjárkláð- inn, sem gekk yfir landið frá 1856—79, þótt 300 eða 400 þús. kr. færu til þess að útrýma honum. Jón Sigurðsson sagði, því þá voru flestir niðurskurðarmenn, að það kostaði minna að drepa maurinn, en að drepa kindina, og landsmenn fá von- andi sönnunina fyrir þvf, f reyndinni. Tekjuafgangurinn var bæði árin 1903 alls 230 þús. kr. Þar af komu 29 þús. kr. fyrir Möðruvallaskólann, þeg- ar hann var brunninn, þær eru ekki eigin- legar tekjur, Viðlagastjóðurinn var, eins og áður er sagt, 1,105 þús. kr. í sjóði átti landsjóður við árslokin 1903 yfir 600 þús. kr. Jarðeignir landsjóðsins munu hafa verið 750 þús. kr. virði, eða eitthvað nálægt því. Húseignir, sem hann átti á sama tíma, voru virtar til bruna- bóta á minnst 530 þús. krónur. Öll þau húsnæði hefði landstjórnin orðið að taka á leigu, ef þau hefðu ekki verið til sem almanna eign. Fyrir utan þessar eignir eru bókasöfn og söfn, sem ekki skulu hér metin til peninga. En það verður að taka það fram, að allt sem landsjóður á, er óveðsett, hver þúfa í jörðu og hver steinn eða spíta í húsi, er veðbandalaus að öllu leyti. Stjórnin og óYinir hennar. Árið 1904 hefurað því leyti verið merk- isár í sögu þjóðar vorrar, að það er fyrsta árið, sem vér getum talizt sjálfum oss ráð- andi síðan á þjóðveldistímanum. Á þessu ári höfum vér tengið æzta stjórnanda lands- ins — ráðherrann — búsettan f landinu sjálfu, ráðherra, sem ber ábyrgð fyrir full- trúaþingi þjóðarinnar, alþingi. Og eins og hann var skipaður samkvæmt þing-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.