Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 3
3 til að fleyga og kljúfa fylkingu óvinanna, pjóðfjandanna, sem þeir kalla og valdir kvað vera að þvl, að þessi háskasamlega og heimskulega heimastjórn hafðist fram i stað Hafnarstjórnarinnar sælu og sár- þráðu, sem Valtý og hans líðum heppn- aðist ekki að srnella á þjóðina. Og með þvi að Þjóðólfur hefur verið s\ o ósvífinn, að meta jafnan heimastjórn þ;t, sem nú er fengin afarþýðingarmikla stjórnarbót, þá hafa atlögurnar leynt og ljóst beinzt mest að honum, alveg eins og hann væri pottur og panna i, að þessi heimastjórn- aróstjórn(!) er nú komin á laggirnar. Öðru- vísi verður það ekki skilið, hversvegna þessif virðulegu herrar láta sér svo afar- annt um Þjóðólf. Það er eins og þeir ímyndi sér, að baráttu þeirra sé lokið og að þeir hafi unnið algerðan sigur, ef þeir geta komið Þjóðólfi fyrir kattarnef. En það verkefnið þvælist liklega fyrir þeim fyrst um sinn, þótt þeir jafnvel leggi svo mikið í sölurnar og leggist svo lágt, að senda launaða hlaupadrengi út um land til að prédika herferð gegn honum. Al- þýða manna vill heldur dæma sjálf um hlutina, hefur sína eigin skoðun á þeim, sem ekki verður Haggað, hversu margir æsingaseggir, sem hrópa í eyru hénnar að hún skuli gera þetta og þetta. Al- meríningi er það einnig nokkurnveginn ljóst, að lúalegur atvinnurógur og persónu- legt níð um pólitiska mótstöðumenn sé ekki heiðarleg, pólitisk vopn, og að sá málstaður, sem ekki kynoki sér við að beita þeim muni vera eitthvað seyrður. Þessvegna eru slík vopn jafnan alveg bit- laus, og þeir sem með þeim vega komast jafnan skammt áleiðis. Sú hefur og raun- in á orðið gagnvart Þjóðólfi með öllum þeim undirróðri og æsingarógi, sem beitt hefur verið gegn honum næstl. tvö ár sérstaklega. Svarið hefur verið þannig, að næstl. haust hefur Þjóðólfur svo að segja engar uppsagnir fengið utan afland- inu, en mjög marga nýja kaupendur síð- asta hluta ársins. Og hér í Reykjavík hefur uppskeran orðið svo sáralítil, að af nokkrum hundruðum kaupenda hafa að eins i x áskrifendur — segi og skrifa ellefu — sagt blaðinu upp, flest allt gamlirVal- týsliðar og Landvarnarmenn. Og var þó ekki tilsparað eptir kosningarnar hér í haust að prédika krossferðina gegn Þjóð- ólfi, en smeygja inn Landvarnarmáltólinu. En svona rýr varð árangurinn og sýnir það Ijósast, að bæjarbúar eru upp úr því vaxnir, að láta framhleypna og ofstækis- fulla æsingapilta umhverfa sannfæringu sinni og hafa hausavíxl á réttu og röngu. Þess skal samt getið, að ekki eru það nema nokkrir menn í Landvarnarliðinu, sem gengið hafa ötullega fram í svona löguðum leiðangri. Vér höfum minnst á þetta nú til þess, að menn geti betur varað sig á þessum piltum eptirleiðis, er þeir koma í húsvitjunarferðir, hvort held- ur hér í bænum eða upp til sveita. En annars stendur Þjóðólfi alveg á sama um þennan róður, því að hann verður ekki róinn í kaf af þessum herrum. Svo mik- ið er víst. Hann heldur þeirri stefnu, sem hann hefur haldið hingað til, hversu há- værir og illorðir, sem mótstöðumenn hans gerast. Hann mun láta það flest eins og vind um eyrun þjóta, telja það eins og annað markleysu- og illkvitnishjal, eins og hann hefur ávallt gert í seinni tíð, gagnvart Landvarnarærslunum. Og svo þökkum vér löndum vorum fyr- ir hina stöðugu tryggð og velvild, er þeir hafa sýnt blaðinu öll þau 13 ár, er vér höfum nú haft það í höndum, og vænt- um að oss megi auðnast ‘að láta það vera eptirleiðis, eins og hingað til: merkisbera þess, sem satt er og rétt og þjóð vorri miðar til rnestra heilla. Fyrir því einu mun Þjóðólfur berjast, hvað sem á dynur. Og hann er ekki lífhræddur, þótt kominn sé hatin hátt á sjötta tuginn. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi frá Gyldendalsbókaverzlun í Höfn: Folkets Lærere. Eptir Edv. Egeberg. 316 bls. 8^2; Nútíðarsaga um danskan skólakennara, er á í höggi við „innra trú- boðið", trúir ekki á eilífa útskúfun, eilífar kvalir, og er fyrir þær sakir sviptur em- bætti, en vinir hans stofna þá handa honum skóla, er ekkert á saman við rík- ið að sælda, og þar eru engin höpt lögð á trúarsannfæring kennarans. Bókin er vel og skynsamlega rituð. Vredens Börn. Saga vinnumanns eptir Jeþþe Aakjær. 275 bls. Saga þessi er um hina hörðu baráttu margra manna fyrir tilverunni og um það, hvernig gæð- um Hfsins er misskipt hér f heimi, hvern- ig hver treður annan niður 1 sorpið og hversu kjör verkalýðsins eru optast bág- borin. Allar sögur Aakjær’s gerast á Jót- lándi og lýsa jpzku bænda- og vinnumanna- lífi, sérstaklega þó frá dökku hliðinni. Það eru olnbogabörn tilverunnar, sem Aakjær optast nær ritar um. Voksen 1 Skáldsaga eptir Anna Grane. x6i bls. 8^2: Veigalítil bók og smásmyglis- leg, í raun réttri alls enginn skáldskapur, og miklu lakari en „Irmelin Borg" eptir sömu skáldkonu, því að í þeirri bók voru þó töluverð tilþrif, en hér engin. Födt Dreyer. Skáldsaga eptir Johanne Madsen. 199 bls. 822 Ekki ólaglega rit- uð bók, en fremur efnislítil. Absalons Saga. Söguleg skáldsaga eptir Laurids Brtiun. 2. hluti, 455 bls. 8^2; Höf. hefur fengið allmikið hrós fyrir hinar sögu- legu skáldsögur sínar og hafa sumar kom- ið út í 2 útgáfum sama árið t. d. „Alle Synderes Konge", er kom út í fyrra (1903). Absalonssaga er vel rituð bók og efnis- mikil. JarOskjálfta varð hér vart kl. 5 að morgni 27. f. m. Ekki var það þó nema einn snöggur kippur. Ný prentsmiöja tekur til starfa hér í bænum nú eptir nýárið. Fyrir prentsmiðjustofnun þessari gengst prentarafélagið hér, en í þvl eru nær allir prentarar bæjarins, og vinna þeir 1 prentsmiðju þessari, er verður stærsta prentsmiðja landsins. Verður því mikill hörgull á vinnukrapti í gömlu prentsmiðj- unum, að minnsta kosti fyrst um sinn. Prentsmiðja Þorv. Þorvarðarsonar (a: prent- smiðja »Reykjavíkur«) gengur inn í þetta nýja fyrirtæki, og mun hann verða aðal- forstöðumaður þessar nýju prentsmiðju, er verður algerlega prentaranna eign. En þeir liafa myndað hlutafélag innbyrðis til að koma þessu fyrirtæki á fót. Á þenn- an hátt verða fyrv. vinnuþiggjendur, vinnu- veitendur og atvinnurekendur í stórum stíl, og er það fyrsta skipti, sem slík samtök eru gerð hér á landi: að verka- menn í einni iðnaðargrein taki sig saman um að reka iðnina í félagi með eigin áhættu og á eigin ábyrgð. Jarðapför Páls Briems fór fram 30. des., og var allfjölmenn, enda veður hið bezta. Séra Ólafur Ólafsson hélt húskveðjuna, en dóm- kirkjupresturinn ræðu ( kirkjunni. Af 19 börnum Eggerts Briems sýslu- manns og frú Ingibjargar Eiríksdóttur eru nú 9 á Jífi, og er eitt þeirra Halldór Briem kennari á Akureyri, en nafn hans féll óvart burtu úr upptalningunni í síðasta blaði. Óveitt prestaköll. Sauðanes í Norður-Þingeyjarþró/astsdæmi (Sauðaness- sókn): — Mat: kr. 1506. 74. Landsjóðslán hvílir á prestakallinu. til að byggja íbúðarhús úr steini, samkv. Ihbr. 16. sept. 1881 (Stj.tíð. B., bls. 79), að upphæð 4000 kr., sem afborgast og ávaxtast með 6% á 28 árum frá 17. mars 1883. Veitist frá næstu fardögum. — Auglýst 16. desbr. 1904. Umsóknarfrestur til 31. janúar 1905. Hruni i Arnessþrófastsdeemi (Hruna og Tungufellssóknir). — Mat: kr. 1294. 27. Prestsekkja er í brauðinu, sem næsta ár nýtur náðarárs af því og þar eptir ( eptir- laun kr. 94. 27. Lán úr landsjóði til íbúðarhússbyggingar hvílir á brauðinu, að upphafi 2800 kr., sam- kv. lhbr. 21. okt. 1897, sem afborgast með 100 kr. árlega á 28 árum. (Stj.tíð 1897 B., bls. 247). Veitist frá næstu fardögum. — Auglýst 16. desbr. 1904. Umsóknarfrestur til 31. janúar 1905. 28 henni upp — ofurlitla stund hélt eg hún ætlaði að súpa á henni, en eptir eina sekúndu þeytti hún henni í gegnum gluggann út á malargötuna í garðinum og við heyrðum, þegar hún molaðist í sundur. „Svona Jim, sagði hún, „ert þú nú ánægður?" Það er langt síðan að nokk- ur hefur beðið mig um að hætta að drekka. Það kærir enginn sig um mig“. „Þér eruð alltof góðar og ástúðlegar til þess, að þetta geti verið rétt", and- æpti Jim. „Góð og ástúðleg", endurtók hún. „Það gleður mig, að eg fell þér í geð. Þætti þér virkilega vænt um það, að eg drykki eigi framar konjak ? Er það satt? Já, eg skal þá lofa þér því, ef þú aptur á móti vilt lofa mér öðru“. „Hvað ætti það að vera ungfrú? „Eg lofa þér því Jim, að eg aldrei skal bragða dropa af áfengi, ef þú vilt heimsækja mig tvisvar í viku, hvernig svo sem veðrið er, svo eg geti séð þig og talað við þig. Stundum finnst mér sem eg sé svo hræðilega einmana og yfir- gefin af öllum". Jim lofaði því og hann hélt það dyggilega, því opt var það síðar, þegar eg bað hann að koma með mér á fiskiveiðar eða kanínuveiðar, að hann mundi, að liann þann dag átti að heimsækja ungfrú Hinton, og þá labbaði hann á stað til Anstey, hvort sem það var rigning eða bálviðri. í fyrstu hélt eg, að þessari góðu konu veitti erfitt að halda loforð sitt. Og opt hef eg séð Jim koma heim allþungbúinn á svipinn, eins og hann væri óá- nægður, annaðhvort með sjálían sig eða aðra. En tíminn leið og ungfrú Hinton vann sigur, eins og ætíð er, þegar menn eru staðfastir og þrautseigir í orustunni, og áður en árið var liðið var hún öll önnur manneskja. Það var ekki eingöngu í framkomu og háttsemi, heldur og í útliti, því 1 fyrsta skipti, er við heimsóttum hana árið eptir, hefði enginn þekkt, að þessi fagra og tfgulega kona væri hin sama og fyrirgengilega konan, er við sáum þá í hinu fagra skrauthýsi. Jim var hreyknari af þessari breyting en nokkru öðru, er hann hafði gert fyr, en um þetta efni talaði hann einungis við mig, því hjá honum ríkti sönn vinátta til þeirrar konu, er hann hafði hjálpað og stutt. Á sinn hátt hjálpaði hún honum einnig, því með samræðum sínum við hann víkkaði hún sjóndeildarhring hans, svo hann sá meir en þorpið og smiðjuna, hafði þroskaðri skoðanir á lífinu og heiminum. Þannig var ástatt, þegar friðurinn var saminn og pabbi kom heim frá stríðinu. 25 njóta fullkomins réttlætis, en auk þess var húsmóðirin alltaf að fylla bolla og diska vora. Tvisvar sinnum stóð hún upp frá borðinu og gekk að skáp, er stóð 1 einu stofuhorninu, og í hvert skipti sá eg, að Jim varð þungbúinn á svipinn. — Því við gátum vel heyrt hringl í glösum og flöskum. „Nú, nú börn“, sagði hún, þegar búið var að taka af borðinu, „hvernig líst ykkur á hér inni? Hversvegna horfið þið svo mikið í kringum ykkur?" „Vegna þess að það eru svo margir fallegir hlutir á veggjunum". „Á hvað líst ykkur bezt ?“ „Á þetta þama!" svaraði eg og benti á málverk, er hékk á móti okkur. Það sýndi unga, háa og granna stúlku með yndislegum hörundslit og þeini fallegustu augum, er eg hef nokkru sinni séð. Auk þess var hún 1 skrautlegum og fallegum búningi og hélt blómsveig í hendinni, en annar blómsveigur lá fyr- ir framan fætur hennar. „Svo, líst þér bezt á það, drengur minn", sagði hún og allt andlitið varð eitt bros, „farðu þá fast að því og lestu hvað stendur skrifað neðan undir því". Eg gerði sem hún sagði og las upphátt: „Ungfrú Polly Hinton sem „Peggy" í „Sveitastúlkan", leikið á leikkveldi hennar á Haymarket-leikhúsinu hinn 14. september 1782". „Það er þá af leikmærl" varð mér að orði. „O — litli álfurinn þinn — þú segir þetta í einkennilegum tón, eins og leikmær sé ekki eins heiðarleg og aðrir kvennmenn. Það eru ekki margir mán- uðir síðan, að hertoginn af Clarence, sem einhverntíma getur orðið kongur yfir Englandi, kvæntist frú Jordan, sem ekki er annað en leikmæi! En hver held- urðu að þetta sé?“ Hún stóð uödir myndinni, krosslagði hendurnar framan á hinum gríðarstóru brjóstum sínum og horfði á mig með hinurn stóru, myrku augum sínum. „Nú — hvar hefurðu hin heimsku augu þín?“ kallaði hún óþolinmóðlega. „Geturðu ekki séð það, að ungfrú Polly Hinton frá Haymarket er engin önnur en vinkona ykkar? En hafið þið aldrei heyrt talað um mig?“ Við urðum að játa, að þetta væri virkilega svo, en það, að vinkona vor var leikmær það gerði okkur dauðskelkaða — við vorum bara óupplýst sveitabörn. Fyrir hugskotssjónum vorum voru leikarar menn, er maður tæplega vogaði að tala um — menn, er lifðu undir reiði himinsins eins og undir þrumu. Og þegar vér stóðum þarna og sáum hversu þessi kvennmaður hafði breyzt, þá sýndist okkur, að við gætum glöggt séð, hversu þungt hönd hins almáttuga hafði hitt hana. „Já, já", sagði hún ( ergilegum tón. „Þið þurfið ekki að segja neitt. Eg

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.