Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.01.1905, Blaðsíða 4
4 Brauns verzlun ,Hamburg\ Til athugunar, Allir þeir, sem gerast nýir kaupendur að Þjóðólfi nú við áramótin fá það, sem út er komið af neðanmálssögu blaðsins, hinni frægustu sögu enska höfundarins Conan Doyle’s. Er þetta gert til þess, að allir kaupendur blaðsins geti fengið þessa ágætu sögu frá upphafi. Hún er nokkuð löng, og verður því að líkindum ekki lokið á þessu ári, en hún munn koma svo opt, sem ástæður leyfa. Væntanlegir nýir kaupendur eru beðnir að athuga vel vildarkjör þau, sem boðin eru í síðasta tölubl. f. á. (23. des.). Þ a ð tilboð stendur fyrst um sinn ekki lengur en til 20. marz þ. á., svo að menn ættu að hraða sér að panta blaðið. Auglýsing. Á siðast liðnu sumri fannst hér á Sauðárkrókshöfn stórt skipsakkeri með hér um bil 10 faðma langri keðju við. Lengd akkersins frá auga og fram á bug er 3 ál. 16”; lengd undir spaða 2 ál. 16”, þykkt við spaðahaus 5,/2”X7iÁ> þykkt við auga 4V2X6”; ásinn vantar. Réttur eigandi getur vitjað akkerisins eða andvirðis þess hingað, ef hann gefur sig fram, áður ár og sex vikur eru liðnar frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, en sanna verður hann eignarréttinn og borga áfallinn kostnað. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrók 1. desbr. 1904. G. Björnsson settur. Jörð til sölu. Eign undirskrifaðs í jörðinni Syðri-Flanka- stöðum er nú til sölu. Jörðin gefur af sér rúma 100 hesta af heyi, æðarvarp í góðu lagi, er að aukast. Jörðin á 150 faðma af löggiltri verzlunarlóð. Agæt höfn fram und- an vörinni. Breiða má í einu 20,000 af salt- fiski á möl, sem jörðin á. Vilji einhver kaupa eign þessa eða fá eitthvað af henni leigt óskast skrifleg tilboð til mín fyrir 1. apríl. Sá fær sem bezt býður. Flankastöðum 16. des. 1904. Magnús Jónsson. Karlmannaföt 15,00. Drengjaföt 7,00. Fataefni 2,25. Milliskyrtur 1,40. Buxur 3,60. Verkmannaföt. Alþjóðabænavika »Evangelisks bandalags« er 1.—8. janúar, og verða í tilefni af henni haldnar samkom- ur í sal K. F. U. M. (Lækjartorgi 1) á hverjum degi þessa viku þannig: Nýársdag kl. 4 e. m. Mánudag kl. 6. e. m. Þriðjudag kl. 8 e. m. (sérstakl. fyrir Hvíta- bandið og gesti þess). Miðvikudag kl. 8 e. m. Fimmtudag kl. 8 e. m. Föstudag kl. 6 e. m. Laugardag kl. 8 e. m. Tveir ræðumenn í hvert skipti. Öll guðs- börn, hvað sem þau kalla sig, eru sér- staklega beðin að taka þátt í sambæn- inni. Annars allir velkomnir. Nánari upplýsingar á prentuðum boðsbréf- um ókeypis. S. A. Gíslason. Fíolín ágætt, er til sölu með góðu verði, ásamt fíolinskóla. Upplýsingar gefnar í prent- smiðju Þjóðólfs. 4 til 5 herbergi óskast til leigu frá 14. maí næstk. Menn snúi sér til V. Claessen Amtm.st. 2. Sjöl 5,00. Alklæði 3,00. Svuntur (hvítar og triisl.) 1,00. Svuntu- og kjólaefni allsk. Handklæði 0,35. Borðdúkar (hvítir) 1,60. Laus sýslan. Sýslanin sem ráðsmaður við holds- veikraspítalann á Laugarnesi er laus frá 14. maí næstkomandi. Árslaun eru 1500 kr., ókeypis húsnæði, kol og ljósmeti. Umsóknir um sýslan þessa eiga að vera stílaðar til „Yfirstjórnar holds- veikraspítalans á Laugarnesi", en send- ast meðundirskrifuðum amtmanni J. Havsteen, Ingólfsstræti nr. 9 í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1905. Reykjavík 29. desbr. 1904. J. Havsteen. J. Jónassen. Guðm. Björnsson. Firma-tilkynning. Firmað „Hlutafélagið Reykjavík" gefur út vikublaðið „Reykjavík". Heim- ili félagsins er Reykjavík. Félagslög- in samþykkt 2. janúar 1903. Stjórn félagsins eru kaupmennirnir D. Thom- sen, Ben. S. Þórarinsson og Thor Jensen og varamaður Jes Zimsen. Stjórnin ein hefur heimild til að skuld- binda félagið og rita firmað. Höfuð- stóll hlutafjárins er 2950 kr. og skipt- ist í 118 hluti, hvern 25 kr., er hljóða upp á nafn og eru allir greiddir. Birt- ingar til félagsmanna þarf ekki að setja í opinbert blað. Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík Gerir kunnugt: Mér hefur tjáð Einar Einarsson í Háholti hér 1 bæn- um, að hann sé til neyddur, sam- kvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann til þess hefur fengið 3. þ. m., að fá ónýtingardóm á skuldabréfi, sem hann 4. júní þ. á., gaf út til verzlunarinnar „Godthaab", hér í bænum, fyrir skuld, að upphæð allt að 300 krónum með fyrsta veðrétti í húsi því, er hann hefur látið byggja á Bráðræðisholti hér í bænum, en glatazt hefur áður en það yrði afhent kvittað til aflýs- ingar. Því stefnist hér með, með árs og dags fresti, þeim, sem kynni að hafa ofangreint skuldabréf í höndum, til þess að mæta á bæjarþingi Reykja- víkurkaupstaðar fyrsta réttardag í marzmánuði 1906 á þeim stað og tíma, sem bæjarþingið þá verður haldið, til þess þar og þá að koma fram með téð skuldabréf og sanna heimild sína til þess, með því stefn- andi mun, ef enginn innan þess tíma kemur fram með það, krefjast þess, að nefnt veðskuldabréf með dómi verði ónýtt eða dæmt dautt og mark- laust. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Reykjavík 7. desember 1904. Halldór Daníelsson. Nú viðurkenna allir, að Hverf- isgata sé fyrsta gata bæjarins; notið því tækifærið. Þar fæst nú stór og góð lóð fyrir sanngjarnt verð. Kvssði Kristjáns Jónssonar óskast keypt. Hátt verð. Ritstj. vfsar á kaupanda. Eigandi og ábyrgöarmaður Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs. Sængurdúkur 1,00. Allskonar sköfatnaður. Helzt vilja allir Brauns vindla. 26 les hugsanir ykkar í augunum á ykkur. Svo — þú ert alinn upp á þennan hátt Jim. — Þau hafa kennt þér að fyrirlíta það, sem þú skilur ekki. Eg vildi bara óska, að þú hefðir verið í leikhúsinu með prins Florizel og hinum fjórum hertog- um, ásamt öðru mikilsmetnu og skynsömu fólki í Lundúnum! Það voru ekki þær hendur til í leikhúsinu, sem ekki með hinni innilegustu sannfæring klöppuðu mér lof í lófa. Ef að Avon lávarður hefði ekki boðið mér að lána mér vagninn sinn, hefði eg aldrei getað komið öllum blómunum, sem eg fékk, heim til mín í Yorksgötu. Og nú sitja hér tveir sveitastrákar og dóm- fella mig!“ Þetta, að vera kallaður sveitastrákur, og halda að hann stæði langt að baki manna 1 Lundúnum, það var meira en metnaður Jims þoldi, hann sótroðnaði. „Eg hef aldrei komið inn fyrir leikhúsdyr", sagði hann, „svo eg get ekki vitað neitt um það efni“. „Ekki eg heldur“. „Svo, hafið þið það ekki, aumingja börnin! — Því miður hef eg enga rödd nú, en maður getur ekki heldúr leikið sjónleik 1 lítilli stofu fyrir fáu fólki, en þið getið þó hugsað ykkur að eg sé drottningin í Peru, sem er að tendra upp áhuga hjá landsmönnum sínum til þess að hrista af sér spanska kúgara". Og allt í einu var þessi feiti kvennmaður orðinn að drottningu, svo fyrir- mannleg og göfug drottning, sem hægt var að dreyma um — hún horfir á okkur með töfrandi orðum, það brann eldur úr augum hennar, og það var svo mikil bjóðandi skipun 1 handarhreyfingum hennar, að við stóðum eins og við værum fastgrónir á sama stað. í fyrstu var málrómur hennar blíður og hjartnæmur, en hann hljómaði stöð- ugt sterkara eptir því er hún talaði um þjáningar landsmanna sinna, um frelsið og um það, að deyja fyrir gott málefni - að lyktum hafði það vakið svo titrandi endurhljóm í hverri taug vorri, að mig langaði mest til að rjúka út úr húsinu og deyja þegar fyrir fósturjörð mlna. Svo breytti hún sér á ný. Hún var veslings fátæk kona, er hafði misst einkabarn sitt, og með sútfullum orðum harmaði dauða þess. Rödd hennar skalf af niðurkæfðum grát, og orð hennar voru svo sönn og svo blátt áfram, að oss sýndist eins og vér sjá lík barnsins á gólfábreiðunni fyr- ir framan okkur. Við vorum nærri farnir að skæla og vola, en áður en við vor- um búnir að þurka tárin úr augunum var hún eins og hún átti að sér. „Nú, hvemig líkar-ykkur þetta?“ spurði hún, „svona var eg á þeim dögum, þegar Sally Siddons varð öskugrá af öfund, bara ef Polly Hinton var nefnd. Það var fallegt leikrit „Pizario". „Hver hefur ritað það?“ 27 „Hver hefur ritað það! Það veit eg sannarlega ekki, eg hef aldrei heyrt það. Hver kærir sig líka um það. Það eru falleg orð — það er að segja, ef menn kunna aö leggja rétta áherzlu á þau“. „Og nú leikið þér ekki lengur ungfrú?" „Nei, Jim, eg yfirgaf leikhúsið þegar eg var orðin þreytt á leiksviðinu. Stundum getur komið fyrir, að mig langi þangað, langar í þvaörið. — Mér sýn- ist þú vera hnugginn Jim ?“ „O — eg var einungis að hugsa um veslings konuna, er hafði misst barn- ið sitt“. „Þú skalt svei mér ekki kæra þig um hana. Eg skal fljótlega afmá hana úr huga þínum. Nú skaltu heyra: Ungfrú Ragna Tombay — þú verður að hugsa þér, að móðir hennar sé að tala við hana og hin unga hortuga persóna svari henni". Svo byrjaði hún á orðasennu milli móður og dóttur, svo snilldarlega eptir- líktri, að við héldum að þær, hin gamla harða móðir með hendina upp við eyr- að eins og heyrnarpípu og hin rápsama og málóða dóttir hennar, stæðu ljós- lifandi fyrir framan okkur. Hinn gildvaxni líkami vinkonu okkar þaut í kringum okkur með óskiljan- legum flýti. Hún tinaði og skældi sig, þegar hún var að svara ávítunum gömlu konunnar, er var reið. Jim og eg höfðum alveg gergleymt allri sorg vorri, við hlógum svo við urðum að halda í síðurnar á okkur. „Þetta get eg betur liðið“, sagði hún og brosti, þegar hún sá, hvað við skelli- hlógum. „Eg vildi ógjarnan að þið hefðuð farið aptur til Munkaeikur súrir á svipinn. — Þið hefðuð þá ef til vill misst alla löngun til þess að koma hingað aptur". Svo fór hún að skápnum og kom þaðan með flösku og glas, er hún lét á borðið fyrir framan okkur. „Þetta er of sterkt fyrir unga menn", sagði hún, „en eg verð svo óskaplega þur í kverkunum, þegar eg tala mikið eða leik og — —" Nú gerði Jim það, sem eg aldrei mun gleyma. Hann stóð á fætur, lagði hendina á flöskuna og sagði í biðjandi róm: „Ó, kæra ungfrú, gerið ekki þetta!" Hún leit beint framan í hann, og eg man enn þann dag í dag, hversublíð- leg hin stóru, dökku augu hennar urðu, þegar hún virti hinn fagra og velvaxna dreng fyrir sér. „Á eg ekki að fá mér svolítið?" „Æ-nei, gerið það ekki“, endurtók Jim. Með snarlegri hreyfingti reif hún flöskuna útúr höndunum á honum og lypti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.