Þjóðólfur - 20.01.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.01.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. janúar 1905. 4. ,,Nýlendusýningin“. Arásir á ráflherrann i dðtiskum blööum. Um »nýlendusýninguna« fyrirhuguðu og hluttöku Islands í henni hefur dönskum blöðum orðið mjög tiðrætt nú fyrir og um áramótin, sérstaklega eptir að það varð kunnugt ytra, hvernig undirtektirnar urðu hér í Reykjavík, og að ráðherra vor hefði meðal annars sagt sig úr sýn- ingarnefndinni. Blöðin taka nær öll í þann strenginn, að undirtektir vorar beri vott um hroka og gikkshátt, og það verð- ur raunar ekki varið, að stúdentar í Kaup- mannahöfn hefðu getað tekið nokkru liðleg- ar í málið, og þó haldiö þvf fram með fullri festu. En hitt sætir meiri furðu, að menn, sem hefðu átt að vita orðum sínum bet- ur stað, halda því fram f fullri alvöru, að andróður þessi gegn sýningunni sé sprott- inn af pólitiskum ástæðum, stafi frá hinu svonefnda »Landvarnarliði«, því að slíkt nær engri átt. Sérstaklega beinast þó dönsku blöðin mjög ósvífnislega að ráð- herra vorum, þar á meðal einna frekast hið stæka og ófyrirleitna hægrimannablað »Vort Land«. Þykjast menn nokkurnveg- inn sannfærðir ttm, að alkunnur pólitisk- ur Skuggasveinn íHöfn, íslenzkur að vfsu, og alræmdur fyrir ritsmfðar sínar og póli- tiska framkomu, skríði í skugganum í dálkum biaðsins, jafnvel undir ritstjórnar- innar nafni, því að opinberiega þorir hann auðvitað ekki að koma fram í dagsbirt- una með þessa óburði sína eða gangast við þeiin. I einni slíkri grein nafnlausri 1 »Vort Land« tekur þessi virðulegi höf. það fram, að það hafi verið mikil flónska af Alberti að veita Islendingum þessa nýju stjórnarbót, því að svo geti farið, að ekki verði unnt að skipa nokkurn, er tali íslenzku, í ráðherrasætið(l). Og í annari grein 1 sama blaði er verið að taka upp þykkjuna fyrir krónprinsessuna, er heitið hafði þessari fyrirhuguðu sýningu vernd sinni, og sagt að úrsögn ráðherrans sé móðgun við hana. Það er með öðrum orð- um verið að reyna að rægja ráðherra vorn við konungsættina, og er það furðu ó- svffið atferli og hrakmannlegt í vorn garð. En vitanlega ber þessi göfugmannlega til- raun ekki neinn árangur í þá átt, þvf að hvað hefur ráðherrann unnið til saka, hvað hefur hann gert, er heimili dönsk- um blöðum ósæmilegar slettur til hans? Hann hefur að eins sagt sig úr sýningar- nefndinni dönsku, er hann sá, hvernig sýningunni átti að haga, og að hún mundi 1 þeirri mynd naumast verða landi voru til sóma. Hann hafði ekki veitt ádrátt um að vera í nefndintii til þess, að nteð nafni hans yrði »flaggað« sem sönnun fyrir því, að sýningin væri »officiel« fyrir Island, og studd af íslenzku stjórninni. Til þess hafði hann aldrei ætlazt, að sýn- ingin yrði skoðuð þannig, heldur eins og hver önnur »privat«sýning, er íslenzku stjórninni, sem stjórn, væri óviðkomandi. En er áskorunin frá sýningarnefndinni birtist, var auðsætt, að nefndin vildi láta líta svo út, eins og sýning þessi væri víð- tækari, en hún gat verið sem »prívat«- sýning. Og það gat ráðherra vor ekki fellt sig við, vildi alls ekki að svo yrði skoðað almennt, eins og íslenzka stjórnin eða landíð í heild sinni væri við sýningu þessa riðið, eða bær'i nokkra ábyrgð á henni á nokkurn hátt. í’að var auðvitað dálítið óþægilegt fyrir sýningarnefndina í Höfn, að ráðherrann svipti sýninguna þessum opinbera stimpli fyrir Islands hönd, er hún hefði haft ( augum sumra, ef hann hefði ekki strykað nafn sitt úr nefndar- manna tölunni. En það var eðlilegt, að hann gerði það, og ekki er það annara en illgjarnra og heimskra manna, að velja honum móðgunaryrði, þótt hann vildi ekki á neinn hátt bindast fyrir mál, er hann sá, að öllum landsmönnum mundi verða ógeðfellt og lítt til sóma, eptir þvf, hvernig áformað var að haga sýningunni, og öðruvfsi en hann h^fði gengið út frá, er hann talaði við frú Emmu Gad, eins og nánar er skýrt frá f 54. tölubl. Þjóðólfs f. á. Framkomtt ráðherra vors í þessu máli er svo háttað, að hún verðskuldar sízt ámæli, ekki einu sinni frá Dana hálfu, ef þeir skildu rétt alla af- stöðu málsins, en það skilja þeir auðvit- að ekki og verður því að virða þeim til vorkunnar, þótt þeir eigni það þjóðernis- hroka og ósæmilegutn gikkshætti, að Is- lendingar vilji ekki vera settir á bekk með Skrælingjum og Stertingjum. Það er sök sér, þótt Danir skilji þetta ekki, þeir hafa aldrei rist djúpt f þekkingu á landi voru og þjóð. En hitt er óafsak- anlegra og svívirðing á hæsta stigi, ef slíkir í s 1 e n z k i r ódrengir eru til, sem nota þessa vanþekkingu Dana og æsing þann, sem mál þetta hefur vakið, til að rægja og svfvirða hina nýju stjórn vora, sérstaklega láðherrann, í dönskum blöð- um. Skyldu þeir vita, hvaða þokkaverk þeir eru að vinna með slíku hátterni? Jú, þeim mun það fullljóst. Þeir vinna að því á sfna vfsu, að spilla svo sem unnt er árangrinum af stjórnarbót þeirri, er vér höfum fengið, og þeir geta komizt langt í því, ekki að eins með því að espa og spana Dani, svo að þeir verði þverir og stirðir í öllu, er snertir fjárframlög frá þeirra hálfu til vorra nota, heldur í því, sem háskalegra er, að spilla góðri og happasælli samvinnu ráðherra vors við dönsku stjórnina, svo að honum veiti í öllu erfiðara að komast að heppilegum samningum fyrir landsins hönd, eða fá ýmsu framgengt, er hann ella mundi fá. Það er skammsýni ein og misskilningur, að telja það æskilegt, að danska stjórnin verði óvinveitt ráðherra vorum eða hann henni, eins og sumir virðast helzt óska, og róa öllum árum að. Það mundi að eins verða oss til ófarnaðar. Þetta sýningarmál ætti sízt af öllu að nota til nokkurra pólitiskra æsinga, því að eins og það hefur ekki verið og er ekki neitt flokksmál, eins ættu lfka allir góðir og sannir föðurlands- vinir að vera samtaka og sammála í því, að gfera það ekki að vandræðamáli með ískyggilegum afleiðingum, heldur ræða það með stillingu og ofsalaust. Þó að sóma þjóðarinnar hafi verið misboðið með þessari fyrirhuguðu sýningu, þá hefur það verið óviljandi af Dana hálfu, sprottið af ókunn- ugleika á þjóðháttum vorum og þjóðerni. Að halda áfram að skamma Dani fyrir það, væri því óviturlegt, og gæti orðið oss til mikils meins á ýmsan hátt. En sérstaklega ríður oss á að gæta hags vors og heilla f því, að leggja ekki steina í götu stjórnar vorrar eða nota þetta mál til æsinga og árása gegn henni, enda ætti hún það sízt skilið, fyrir afskipti sín af því. Um einstök atriði þessa máls er það að segja, að sýningarnefndin 1 Höfn hef- ur skrifað nefndinni hér, og talið sig fúsa á að sinna kröfum hennar, og það fari eptir undirtektum hennar, livort nokkuð verði af hluttöku Islands í sýningunni. Nefndin mun og hafa sknfað ráðherran- um og skorað á hann að halda áfram að vera í nefndinni, en að líkindum verður þeirri málaleitun ekki sinnt, hverju sem sýningarnefndin hér svarar, því að það mun óráðið enn. Útlendar fréttir. —o--- Kaiipmniiniihöfn 4. jan. Austræni ófriðnrinn. Port Artliur 1111 ni 11. I fyrradag (2 . j a n ú a r) gafst S t ö s s e l hershöfðingi upp með lið sitt og hafa Japanar þannig loks náð á sitt vald hinu öfluga vígi og hinni ágætu flotastöð, sem ef til vill hefur verið aðalorsökin til alls þessa ófriðar. Þetta er í annað sinn á tæpum tíu árum, sem Japanar hafa unnið vígi þetta. í Kínastrfðinu unnu þeir það frá Kínverjum, en Rússar komu því til leiðar, að Japanar fengu ekki að halda þvf eptir lok ófriðarins, heldur sölsuðu það undir slg (tóku það á leigu af Kín- verjum). I Þjóðólfi hefur þess áður verið getið, að Japanar 30. nóv. náðu hinni svokölluðu 203 metra hæð á sitt vald eptir afar- harða atlögu og mikið manntjón (gizkað hefur verið á, að Japanar hafi misst 5000 manns í það sinn). Mátti þá segja, að séð væri fyrir forlög Karþagóborgar, því að þaðan gátu Japanar beint skotum sín- um hvert sem var ttm bæinn og höfnina. Rússar gerðu því líka allt sem þeir gátu til þess að ná hæð þessari aptur og beindu þangað öllum skoturn sínum. Það var því heldur ekki fyr en 6. des., að segja mætti, að Japanar hefðu náð fullri fótfestu á hæðinni. Þá er þeir höfðu komið sér þar fyrir sem þeim henti, hófu þeir skot- hríð á flota Rússa á höfninni. Reyndar höfðu skipin orðið fyrir ýmsum áföllum áður, laskast í orustu og orðið fyrir ein- staka skoti frá Japönum, en þó varla svo, að ekki mætti við það gera. En nú gátu Japanar miðað á hvert einstakt skipanna og gert þau alveg óvígfær. 9.—12. des. tókst þeim algerlega að eyðileggja 4 víg- skip, 2 beitiskip og x fallbyssu- bát, sukku sum þeir»a, en önnur fóru á grunn. Einungis eitt af vígskipunum (Sevastopol) tókst Rússum að-vernda um hríð, með því að þeir fóru með það út af höfninni og héldu því rétt inn und- ir Ljaotesankastala, en þá komu Japanar með flota af tundurbátum og tókst þeim á en^anum að gera út af við Sevastopol, en þrjá tundurbáta kostaði það Japana. Við allt þetta óx Japönum nú ásmegin, gerðu áhlaup á bæinn alstaðar í senn og börðust sem óðir væru. Heilar sveitir voru höggnar niður sem hráviði. Stund- um náðu þeir snöggvast fótfestu í virkjum Rússa, en voru óðar reknir á brott aptur. Optast var barizt í návígi og byssusting- irnir notaðir óspart. Aðfaranótt 19. des. náðu Japanar K i k v a n s a n-kastala (norð- austan til við bæinn) og loksins náðu þeir 28. des. Erlungsj an-kastala eptir afar- harðan bardaga. 500 Rússar voru teknir til fanga, en Japanar segjast líka sjálfir hafa misst 1000 inanns í þeirri atrennu. Kastali þessi var eitthvert öflugasta virk- ið að norðanverðu við bæinn. 31. des. og 1. jan. náðu Japanar ennfremur þrern minni köstulum þar í nánd (Súngúsan- kastala, H-kastala, Polungsan-kastala). Þegar svo var komið sá Stössel, að frek- ari mótstaða mundi vera öldungis árang- urslaus. Hann sendi því N o g i hershöfð- ingja að kveldi hins 1. jan. skeyti urn, að hann væri fús til að gefast upp og bað hann að ákveða stað og stundu til að semja um uppgjöfina. Nogi gerði það og hætti nú ásóknin alstaðar í kringum Port Arthur næsta dag, og k 1. q3/4 að k veldi h i n s 2. j a n ú a r voru skilmálarnir und- irskrifaðir. Foringjar Rússa og embættis- menn fá að halda vopnum sínum og eign- um, þeir fá einnig heirnfararleyfi gegn drengskaparloforði um, að taka ekki fram- ar þátt í ófriðnum gegn Japönum. Óbreytt- ir liðsmenn verða aptur á móti herfangar, en fá að bera einkennisklæði sín og halda eignum sínum nema vopnum. Annars verður allur bærinn með öllu sem í hon- um er eign Japana. Þykja þessir kostir allgóðir og fullsamboðnir slíkum köppum, sem hér eiga hlut að rnáli. Rétt áður en bærinn gafst upp tókst nokkrum (6)hinna smærri skipa, er enn voru lftt skemmd 1 Port Arthur, að komast út úr höfninni og alla leið til C h i f u og T s i n g t a u, en þar verður þeim haldið til loka ófriðarins, en þá fá Rússar þau aptur. Önnur skip í Port Arthur, er óhaffær voru, munii Rúss- ar hafa eyðilagt algerlega, svo að þau mættu eigi Japönum að gagni koma og líkt munu þeir hafa gert við ýmsar stjórn- arbyggingar. En Japanar hafa þó það, sem mest er um vert, höfnina, bæinn og vígin, sem þeir nú munii fara að endur- bæta aptur. — Eptir því sern haft er eptir rússnesku herskipunum, sem komust til Chifu, höfðu 11 þús. manns fallið af þeim 35 þús., sem upphaflega vortt þar til varn- ar, en 16 þús. orðnir sárir eða sjúkir; annars höfðu margir orðið sárir hvað ept- ir annað, en farið svo jafnóðum aptur ut í bardagann, er þeir voru græddir. Eins og geta má nærri vöktu þessar fregnir gleði mikla og fögnuð í Tokio, en frá Pétursborg hefur ekki rnikið heyrzt en líklega verða þessar fréttir ekki til að draga úr óánægju þeirri, sem þegar er farið að bóla á þar í landi út úr stríðinu. 30. nóv. misstu Japanar fyrir utan Port Arthur bryndrekann „Tjen-Jen“, er rakst á neðansjávar sprengivél og sökk. Víg- sklp þetta var reyndar með gömlu lagi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.