Þjóðólfur - 25.01.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.01.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 25. janúar 1905. .m 5 . Þýðingarmikil viðurkenning. Sérstaða íslandsráðherrans i danska ráðaneytinu ákveðin tíl fulls. Landvarnarkenningrn fallin um koll. Nú er áreiðanleg vissa fyrir þvl fengin, að ráðaneytisskiptin í Danmörku hafa engin áhrif haft á Islandsráðherrann. Eins og ganga inátti að vísu, hefur Deuntzer ekki sótt um lausn fyrir hann um leið og allt ráðaneytið leystist upp. En það þýð- ir hvorki meira né minna en það, að fengin er full viðurkenning fyrir þvl afhálfit dönskustjórn- arinnar, að ráSherra Islands sé ekki á neinn hátt háður bylt- ingum eða breyti ngum í danskri pólitík eða í hinu danska ráða- neyti, heldur hafi hann öld- nngis afmarkaða og óháða sér- stöðu í ráðaneytinu, sérstöðu sem sérstakur Islandsráðherra, að eins bundinn viðfylgial- þingis og standi ogfallimeð því fylgi. Það er að vísu í sjálfu sér Ktt þakkar- vert, þótt Danastjórn viðurkenndi þessa sérstöðu ráðherra vors, og þar með ræðis- vald alþingis (þingræði, parlamentarismus), því að öðruvlsi gat það ekki verið sam- kv. hinni nýju stjórnarskrá vorri, nema Danir brytu lög á oss. En það var sarnt ágætt að fá »hreint borð« í þessu efni svona fijótt, einkanlega tjl að kæfa niður villukenningar þær, sem barðar hafa ver- ið fram af svo miklu kappi nú í seinni tíð hér á landi, sérstaklega þá höfuðkór- villu, að íslandsráðherrann væri ekkert annað en danskur grundvallarlagaráðgjafi(l) og sem meðlimur ríkisráðsins háður póli- tiskum veðrabrigðum í Dantnörku, yrði að segja af sér með dönsku ráðgjöfunum, bæri ábyrgð fyrir rfkisþinginu o. s. frv. Þessi villukenning, sem margir voru jafn- vel farnir að trúa á, hefur nú væntanlega fengið það rothögg, að hún reisir naum- ast höfuðið frá koddanum úr þessu. Og með því er Landvarnarstórpólitíkin úr sögunni, því að á undirskriptamálinu einu getur hún ekki lifað, því síður sem und- irstöðunni undan því er að mestu leyti kippt alveg burtu í reyndinni, þá er sýnt er, að þetta »form« hefur alls engin áhrif á sérstöðu ráðherra vors í ráðaneytinu, með því að forsætisráðherrann, sem und- irskrifað hefitr skipunarbréf ráðherra vors, fer frá, án þess að sækja um lattsn fyrir þennan ráðherra, er hann hefur skipað. Og af hverju gerir hann það ekki? Af þvf að hann, sem er skarpvitur lögfræð- ingur, hefur þá skoðun, eins og hann var búinn að skýra ráðherra vorum frá, að hann ætti alls ekki að fara frá með hin- um ráðgjöfunum. »Politiken« skýrir frá þessari skoðun Deuntzer’s 14. þ. m., og keinst meðal annars svo að orði: »Hr. Hafstein hlýtur sem þingræðis- ráðiierra fyrir Island einungis að vera háður alþingi íslendinga, og meðan hann er í samræmi við það, er engin ástæða fyrir hann til að segja af sér. S v o n a er og hlýtur að vera afleiðing- in af hinu nýja stjórnarfyrir- k o m u 1 a g i«. Hér er ekki um neina náðarpólitík að tala frá Dana hálfu, heldur viðurkenn- ingu á skýlausum rétti vorum. Og þessi viðurkenning snertir ekki Hafstein sjálfan persónulega sem ráðherra, heldur alla væntanlega eptirmenn hans í ráðherra- stöðunni. Hér er mynduð afhálfuDana- stjórnar ákveðin stjórnarfarsregla, sem ekki verður síðar út af brugðið, sú regla, að Islandsráð- herra sé eingöngu háður fylgi j a 1 þ i n g i s, en hvorki danska ríkisþing- inu né afstöðu danska ráðaneytisins gagn- vart því og dönsku þjóðinni; með öðrum orðum : Ráðherra Islands, hvað svo sem hann heitir, erþing- ræðisráðherra fyrir íslandmeð ákveðinni, fullkominni sér- stöðu í danska ráðaneytinu. Væri hann danskur grundvallarlagaráð- gjafi og bæri ábyrgð fyrir ríkisþinginu, eins og spekingar vorir sumir hafa full- yrt, mundi hann þá ekki hafa farið frá með hinum ráðgjöfunum ? Deuntzer hlaut þá að sækja um luusn fyrir hann, eins og hina. Það er því gleðilegt, að þetta grundvallarráðgjafabull, og allt sem stend- ur í sambandi við það, er failið úr sög- unni, því að þótt búast megi við, að farið verði enn að þvæla um það, þá dettur engum manni með heilbrigðri skynsemi í hng, að hlusta á slíkt rugl framar. Vér fáum ekki betur séð, en að allir íslendingar ættu að gleðjast yfir þessari viðurkenningu, sem vér höfum fengið fyrir rétti vorum, yfir þessari stjórnarfarsreglu, sem nú er mynduð, yflr því, að þingræði vort, vald þingsins gagnvart ráðherranum er viðurkennl svo ótvíræðilega. Ætti það ekki að vera gleðiefni fyrir alla? Sann- arlega er það svo fyrir alla þá, er barizt hafa fyrir heimastjórn í þessu landi. Mál- staður þeirra hefur sigrað svo algerlega í öllum atriðum, að ekki verður frekar á kosið. Og það er ekki hvað sízt mikið gleðiefni og mikill sigur fyrir skoðanir þessa blaðs, er jafnan hefur haldið því fast fram, að ráðherra vor hefði fullkomna sérstöðu í hinu danska ráðaneyti, þótt hann væri að nafninu meðlimur þess. Að þessu hefur verið gert óp mikið, og blaðið smánað og hrakyrt fyrir þessa heimskulegu(l) fjarstæðu(l). Ofsinn hefur gengið svo langt, að blaðinu hefur enda verið brugðið um landráð(l). að það væri að svíkja sjálf- stæði íslands og koma öllu undir yfirráð Dana með hinu háskalega heimastjórnar- fargani sínu. Þjóðólfur tekur sér þetta ekki nærri, og sér ekki eptir því, þótt hann léti ekki hræða sig með hermdar- yrðum út af réttum vegi og af réttri skoðun, enda er slík bardagaaðferð árang- urslaus gagnvart honum og hefur jafnan verið. Og með því að honum er fyrir mestu, að rétt mál vinni sigur, getur hann vel gleymt því, þá er höfuðorustunni er heppilega lokið, hverju að honum hefur verið vikið miður drengilega opt og ein- att, í orustuhitanum, því að það skiptir ekki svo miklu. Og það vonum vér, að enginn sé svo mikill pólitiskur ódrengur, hvern stjórnmálaflokk sem hann fyllir, að honum gremjist það, þótt spáflugur hans hafi sprungið, og það hafi ekki rætzt, sem hann hefur ef til vill trúað, að rætast myndi, og orðið hefði þá landinu til ó- farnaðar og upphaf vonlftillar og ískyggi- legrar baráttu. Nei, sem betur fer, slíkir pólitiskir óþokkar munu fáir vera á landi voru, enda ættu þeir skilið að standa í gapastokk á almannafæri alla sína daga. Og svo mikið er víst, að allir meðal hinna skynsamari manna í »Landvarnar- liðinu« taka því með mestu stillingu og láta vel yfir, að skoðanir þeirra hafi ekki reynzt á rökum byggðar, því að þeir eins og allur þorri manna úr öðrum flokk- um viðurkenna, að hefðu þær staðhæfing- ar reynzt réttar, þá hefði það verið all- ískyggilegt fyrir sjálfstæði íslands í fram- tíðinni. Þótt stórpólitik Landvarnarliðs- ins út á við hafi verið sprottin af mis- skilningi og missýningum, þá hefur hún haft rétt á sér, allt til þessa, eins og hver önnur skoðun, hver önnur sannfæring, En nú hlýtur sú barátta að breyta alveg stefnu, skipta um viðfangsefni, og snúast eingöngu að innlendri pólitfk, stjórn lands- ins inn á við, en sleppa alveg hinu, hinni eiginlegu stórpólitik og ríkisráðsþrefi, þvf að það er hégóminn einber úr þessu. Og »Landvarnarmenn« ættu nú að ganga úr öllu bandalagi, öllu samneyti við Val- týinga, er verið hefur þeim til álitshnekk- is, Og lofa þeim einum að velkja Valtý sinn, en vinna að því, að þingræðisráð- herra vor geti komið sem mestu góðu til leiðar og unnið landinu sem mest gagn með stjórn sinni inn á við og út á við. Með þvf að hann er að eins háður al- þingi og íslenzku þjóðinni en ekki danska ráðaneytinu og danska ríkisþinginu, virð- ist oss að »Landvarnarmenn« megi vel við una og geti farið að raula annað lag í pólitíkinni, ella vill enginn hlusta á þá framar, því að gamla lagið þeirra dugar ekki lengur og hefur misst allan hreim. I því að vinna landi sínu gagn ættu sem flestir að geta orðið samtaka ofurrólega og hávaðalaust, þá er höfuð- hnúturinn: um afstöðu ráðherra vors í rík- isráðinu er leystur á þann hátt, sem all- ir sannir íslendingar hljóta að gleðjast yfir, leystur á þann hátt, sem heimastjórn- armenn voru jafnan sannfærðir um, að ekki yrði öðruvlsi. Útlendar fréttir. —o--- Knnpmaimahöfn 14. jan. Nýja ráðaneytið í Danmörkn var full- myndað í gær og hleypt í dag af stokk- unum. Það er þannig skipað: J. C. Christensen (áður kennslumála- ráðherra) rddaneytisforseti og sjó- og land- vatnat rddherra. P. A. Alberti, domsmálarddherra. Ole Ilansen, landbúnaðarrdðherra. Enevold Sörenseu (áður innanríkisráð- herra) kennslumdlaráðherra. Allir þessir áttu sæti í hinu fyrra ráðaneyti, en nýir eru: Svend Högsbro hæstaréttarmálaflutnings- maður, samg'óngumálardðhet ra Villielm Lassen ritstjóri, innantikisrdd- hert a. Kaben-Levetzau greifi, utanrikisrdðherra. Allir ráðherrarnir nýju eru þingmenn, að undanskildum hinum síðasta, sem ekki hefur fengizt annað við pólitík, en að hann fyrir 12 árum síðan barðist af alefli gegn þvf, að vinstrimaður yrði kosinn á þing i hans kjördæmi, enda var hann þá sannur hægrimaður, en auðvitað hefur hann tek- ið sinnaskiptum síðan, úr því hann er orðinn ráðherra f vinstrimannaráðaneyti. Upp í ráðaneytið hefur enginn verið tek- inn af hinum frjálslyndustu vinstrimönn- um (Radikale). Hage fjármála- og sam- göngumálaráðherra í ráðaneyti Deuntzers, er taldist meðal þeirra, var að vísu boðið að halda öðruhvoru af ráðaneytum þeim, er hann hafði gegnt, en er hann ekkí fékk að halda þeim báðum, hafnuði hann boðinu. Hvort vinstrimannaflokkurinn muni klofna, er ekki fullkomlega kunnugt enn, en líklegast fer þó svo. Þegar J. C. Christensen í fyrra dag skýrði á flokks- fundi vinstrimanna frá stefnu hins nýja ráðaneytis, greiddu 8 flokksmenn ekki atkv. með stefnuskrá hans, með þvf að þeim fannst hún fara í bága við stefnu vinstrimanna áður, t. d. um niðurfærslu herkostnaðar og mótstöðu gegn víggirð- ingunni kringum Kaupmannahöfn. I dag var rætt um það á fundi, hvort þessir menn skuli útilokaðir úr flokknum, og ef svo fer, er búizt við, að 8 aðrir að minnsta kosti fylgi þeirn. Mynda þeir þá sérstak- an flokk, er verður andstæður ráðaneyt- inu. Um þetta er þó ekki frétt enn. En sjálfsagt getur ráðaneytið ekki stuðzt við - þennan hluta flokksins. Aðalþorri vinstri- manna, sem það þá styðzt við, er mest- allt bændur, og er rúmlega helmingur fólksþingsins, en svo getur það sjálfsagt lfka búizt við stoð frá miðlunarmönnum, sem reyndar eru ekki svo sérlega margir. Á Þýzkalandi í Westfalen ogvfðarhafa verkamenn í kolanámum gert mikið verk- fall, til þess að reyna að bæta kjör sfn (með meiri launum og styttri vinnutíma). Um 70 þús. manns hafa þegar lagt niður vinnuna og búizt við að fleiri bætist við. Vilhjdlmur Þýzkalandskeisari er mjög hrifinn af framgöngu þeirra Stóssels og Nogis við Port Arthur, og hefur hann þvl sæmt þá báða heiðursmerki. Af ófriðinnm hefur frétzt, að dálftilli riddarasveit af Rússum hafi tekizt að komast á bak við Japana, og rifið upp járnbrautarteinana á nokkru svæði fyrir sunnan Ljaojang, svo að járnbrautarlest ein hljóp af sporunum. Rússar hafa sent stórveldunum skeyti, þar sem þeir segja, að Kfnverjar geti ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem krafizt sé af hlutlausum þjóðum, og muni þeir því ekki hirða um hlutleysi þeirra af ófriðn- um, ef þeim bjóði svo við að horfa. Báðar deildirnar af jiota Rússa, bæði sú sem sigldi suður fyrir Afríku og sú, sem sigldi í gegnum Suezskurðinn, kváðu nú hafa sameinast í nánd við Madagask- ar. Er lfklegast, að hann muni ekki halda

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.