Þjóðólfur - 25.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.01.1905, Blaðsíða 2
i8 lengra áleiðis að sinni. Miklu sennilegra er aö hann snúi við, eða bíði að minnsta kosti um kyrt, þar til hann fær liðsauka heirnan frá Rússlandi. Þar er nú i óða- önn verið að búa út nýjan flota, sem senda á af stað innan fárra daga. En það er auðvitað efamál, h\ort Japanar gefa um, að láta flota Roshdestvenskys fá næði til að bíða hans. Menn þykjast að minnsta kosti hafa orðið varir við japönsk herskip í Indlandshafi. Heima í Rússlandi er fridafhreyfingin orðin allsterk, svo sem áður er getið, og er hún samfara stjórnbreytingahreyfing- unni. Það er nú talið áreiðanlegt, að Sviatoþolk-Mirski muni víkja úr ráðherra- sessi og Witte verða eptirmaður hans, og er þá talið sennilegt, að hann muni reyna að semja frið sem allra fyrst, ef til vill með vorinu, enda hefur hann alla tíð ver- ið stríðinu andstæður. Hann á einnig að koma í verk umbótunum, sem lofað var < boðskap keisara. Frakkland. Þingið var sett io. þ. m. og hófst það með því, að stjórnarliðið varð undir við forsetakosninguna. Brisson, er áður var formaður, fékk ekki nema 241 atkv., en forseti var kosinn Doumer með 265 atkv. Doumer þessi var áður talinn einn með helztu mönnum framsóknar- manna, en flaut nú á styrk apturhalds- manna og annara stjórnarandstæðinga. Hyggja margir, að nú séu dagar Combes- ráðaneytisins taldir. Enn þá er málið út af dauða Syvetons hæst á dagskrá meðal Parísarbúa. Nú þykjast þeir fullvissir um, að hann hafi verið myrtur, og er kona hans grunuð um að hafa ráðið honum bana. Sumir segja jafnvel, að sögurnar um samfarir hans við stjúpdóttur sína sé tómur tilbúningur, sem kona hans hafi fundið upp. Rvík 2j. jan. Nýjustu ensk blöð frá 17. þ. m. full- yrða, að Rússakeisari hafi ákveðið að kalla ekki Eystrasaltsflotann heim apt- ur, lieldur skuli hann bíða í Indlands- hafi eptir fleiri herskipum heirnan að. Telja margir það óráð og ætla að Japan- ar muni ekki bíða þessa flotaauka, heldur leita rússneska flotann nú þegar uppi og ráðast á hann. Því er nú fleygt, að Frakkar og Þjóðverjar muni ætla að ganga 1 samband við Rússa til að koma í veg tyrir, að Japanar hafi nokkuð upp úr sig- urvinningum sínum, þá er væntanlegur friður verður gerður. Það væri þá sams- konar hnykkur Og Japönum var gerður eptir ófriðinn við Kína. En sennilegt er, að England láti hér eittbvað til sín taka, og láti það ekki viðgangast, að Japanar gangi svo að segja slyppir frá, við friðar- skilmálana, ef þeim tekst að hlaðá Rúss- um til fulls á vígvellinum, því að það væri hin mesta svívirðing. — Nú eru sum blöð farin að halda því fram, að ástand- ið í Port Arthur hafi ekki verið svo bág- borið eins og sagt var, og að uppgjöfin sé undarleg, Rússar hefðu getað varizt þar miklu lengur. En líkiega er ekki mikið á þeim sögum að byggja. Haldið er, að Stössel verði stefnt fyrir herrétt í Pétursborg að minnsta kosti til mála- mynda, og eru rússnesk blöð gröm yfir því, segja að það eigi líklega að verða þakk- irnar fyrir hina drengiiegu vörn hans, að hann verði dæmdur til dauða, en þeir sem hengjast ættu sleppi, en með því er átt við þá, er áttu að sjá um varnarvirkin í Port Arthur, að þau væru örugg og allt í góðu lagi til varnar, áður en ófriðurinn hófst. — Skrydloff admíráll í Vladivostok hefur verið kvaddur heim til Rússlands, þykir lítii afrek hafa unnið þar eystra. — Japanar hafa nú haldið hátíðlega innreið sína í Port Arthur, og var „prósessían" 5 mílur enskar á iengd. í Serbíu eru óeirðir allmiklar, og vilja menn gera konungsmorðingjana landræka eða láta hegna þeim, svo að Pétur kon- ungur er í óþægilegri klípu. Norður um Noreg. eptir Mattii. Þórdarson. I. Þann 1. nóv. kl. 2 um nóttina lagði »Kong Tryggve« af stað frá Reykjavík til Kristjansand í Noregi. 2 Isl. fyrir ut- an mig, voru sem farþegar með skipinu þangað, þar fyrir utan voru 8 Norðmenn, sem höfðu liðið skipbrót, og urðu því líka á þennan hátt að komast til heim- kynna sinna. »Kong Tryggve« er lftil og lagleg skúta, og hefur honum verið lýst og hrós- að 1 blöðunum, svo að eg vil hvorki við það bæta né af því draga, því viðleitnin að keppa við »hið sameinaða« er lofsverð, í hvað litlum mæli sem það er gert. Ferðin gekk vel, vindurinn hagstæður alla leið — af NV — og gerði því vél- in, vindurinn og Atlantshafsaldan allt til að hraða ferðinni. Að morgni þess 4. nóv. sáum við bláa fjallatoppa við sjóndeildarhringinn í austri, þeir voru í fyrstu að sjá sundurlausir, en eptir því sem við nálguðumst, urðtt þeir skýrari og runnu að neðanverðu saman í eina heild. Þetta var Noregur. I fyrstu þegar eg leit Noreg, datt mér í hug kvæði séra Matthfasar: »Nú hefeg litið landið feðra minna«, o. s. frv. Noregur er hálendi, fjallaland með ó- tal tindum, hæðum og hálsum, ogereins og öll vesturströndin hafi fyrir afarlöngu sigið og sjórinn þá þrengt sér inn á milli í lægðirnar, og við það myndað hinn feiknastóra eyja- og skerjaklasa, sem ligg- ur meðfram allri ströndinni frá sttðri til norðurs, og veitir svo mikið skjól og hlífð fyrir ágangi Atlantshafsins, og er því Noregur með þessum sínum varnar- garði hið merkilegasta !and í heimi. F.n að ferðast innan urn þetta þarf kitnnugleik til, og er enginn þeim vanda vaxinn svo vel sé, nema hinn nafnkunni »norske Lods«. Eptir að hafa tekið »lóðsinn« um borð, sem lá og beytti á sinni léttsigldu snekkju í leiðinni fyrir okkur, komum við til Kristjanssand; það er mjög fagur bær með 15.000 íbúum. Hann var fyrst reist- ur af Kristjáni IV., en varð fyrir því happi fyrir nokkrum árum, að brenna því nær allur til ösku, en reis svo jafn- harðan úr rústum aptur nýr og fagur. Þegar vlð komitm inn á höfnina, var hið stóra Ameríkuflutningaskip »HekIa« að létta akkerttm og leggja af stað til Amer- íku, þar voru fleiri hundruð um borð af útflytjendum, sem nú voru að yfirgefa föðurlandið, en nú ætluðu að vitja gæf- unnar í ókunna landinu, Ameríku. Kristj- anssand er aðalútflutningsstöð fólks sem fer til Ameríku, og hefur því margur röskur Norðmaður stigið þaðan síðast fæti af norskri jörð, áður hann fór til Amer- íku. í sfðustu 2 ár hafa 50,000 Norð- menn flutt vestur um haf, og nú er á við og dreif í Ameríku i'/» miljón Norðm. Að kveldi sama dags yfirgaf eg »kon- unginn«, og fór ásamt hinum 2 félögum, prentara Jóni Helgasyni og stýrimanni Pétri Jónssyni um borð í annan konung, »Kong Hakon«, sem þá um nóttina ætl- aði til Stavanger. Þegar upp á þilfarið kom, mátti sjá, að mikill var munur á öllum glæsibrag og r/kidæmi, og fannst mér þá, að Tryggve mætti kotungur heita hjá slíkurn öðlingi, enda var hann á æsku- skeiði, ekki nema 6 mánaða gamall, og höfðu Norðmennirnir ekkert til sparað, að gera hann sem bezt úr garði. Við komum um morguninn til Egesund, það er dálítill verzlunarstaður, og liggur járnbraut þaðan yfir Jaðarinn til Sta- vanger, og kusum við að fara með henni. Jaðarinn er hrjóstrug flatneskja, eins og dálítill olnbogi út úr landinu og ólíkur Noregi. Bændabýlin liggja á víðogdreif í smáhverfum með mýrarræmum, holtum og túnum á milli, en þetta eru Jaðar- byggjarnir smátt og smátt að rækta upp, því þeir eru þrautseigir og fylgnir sér, bæði við að rífa upp grjótið og rækta skóga, því hér er sá eini staður í Noregi, sem ekki er skógur, en eptir nokkur ár verður hér skógur eins og annarsstaðar. Jaðarbyggjar hafa hænsnarækt mjög mikla, svo þeir selja í þúsundum egg til ýmsra bæja 1 Noregi og til annara landa, og af því Jaðarinn liggur fyrir opnu hafi, þá rekur hér mjög mikið af þara, sem brennt er til ösku, og fá þeir árl. fyrir hann um 90,000 kr.1, • Járnbrautina, sem liggur hér yfir, hefur orðið að leggja gegnum holt og hæðir, eða réttara sagt að sprengja sundur nær því samanhangandi granítklappir, og sum- staðar grafa göng í gegnum þær, og hef- ur þetta fyrirtæki kostað ógrynni fjár, þótt ekki sé lengri vegur en um 6 mflur. A miðjum Jaðri skildi Jón við okkur, því hann ætlaði á lýðháskóla, þar sem hann hafði verið á einn vetur áður, svo við urðum þá 2 eptir til Stavanger. Stavanger er eiginlega mest þekktur allra norskra bæja af íslendingum sfðan Otto sál. Wathne tengdi ísland og Noreg saman með Seyðisfirði og Stavanger sem endastöðvum. Stavanger hefur 30,000 íbúa, það er gamall bær, og vitna göturnar um það, því þær eru fiestar þröngar og bognar. Bærinn liggur á hæðadrögum, og gerir það umferðina með vagna sumstaðar tor- velda. I miðjum bænum er dómkirkja frá 12. öld, mjög merkileg. í byrjun 19. aldar var vorsíldarafli, hinn helzti at- vinnuvegur hér, en nú er hér mikil skipa- ferð, útflutningur á síld og lifar.di sauðfé, og má það ýkjulaust segja, að síldin frá íslandi hefur ekki hvað minnst stutt að verzlun og siglingum bæjarins. Hér eru miklar verksmiðjur, ullarverksmiðjur, nið- ursuða á fiski o. fl., svo ekki eru færri en roo, og veita þær atvinnu um 5,000 manns. Hér skammt fyrir sunnan liggur Hafursfjörður, þar sem Haraldur hárfagri barðist og vann undir sig Noreg, og skammt þaðan Sóli, þar sem Erl. Skjálgs- son bjó. Einn hinna nafnkunnustu og merkustu manna í Stavanger er konsúll Þjóðverja T. Falk, hann er forstöðumaður stórra segl- og guíuskipafélaga, sem bæði drífa fiskiveiðar og vöruflutninga. Á seinni ár- um hefur hann beygt sig upp undir ís- land og hefur það gefið honum góðan árangur. Eg átti lengi tal við hann og var það auðheyrt, að þar var maður reyndur og gætinn; hann hefur sterka trú á framtíð Islands — fiski- og síldarveiðunum — og að þar sæi hann verkefni, sem gæfi arð og vert væri að stunda með árvekni og ástundun. Hann sagðist fjölga skipunum næsta ár við ísland, og senda bæði kvenn- fólk og karlmenn upp til að vinna að hirðingu og verkun á síld og fiski. Hann sagði, að aflinn í sumar hefði skemmzt svo mikið vegna þess, að fólk vantaði til að hirða um hann þegar á Iand var kom- inn; en þó höfðu Norðmennirnir fiskað síld á Siglufirði frá 25. júií til síðasta ágúst fyrir 1,125,000 kr. Hann var í óðaönn að útbúa 3 af gufuskipurn sínum til síldarveiða í Norðursjónum. 1) Hvers virði er þarinn, sem liggur við bryggjurnar í Rvík á haustin og veturna? Eptir að hafa verið 2 daga í Stavanger hélt eg einn míns liðs norður með landi, þ. e. a. s. orðinn viðskila við þá, sem eg hafði verið saman við og þekkt, en sá nú bara ókunn andlit í kringum mig. Það er í fyrstu mjög leiðinlegt, að vera á ferð í ókunnu landi, hvort heldur er á sjó eða landi og þekkja engan af samferðamönnunum, og ef ferðin er stutt frá einum áfangá til annárs, þá verður það optast tilfellið, að flestir eru þag- mælskir og gefa sig ekki neitt við öðr- um, og þannig var það fyrir mér. Skip það, sem eg fór með frá Stavang- er var stórt og vandað og tilheyrandi gufuskipafélagi þar samnefndu, sem hefur póstferðir þar á milli og til Bergen. Skip þessi eru mjög vel vönduð og vel útbúin og ekki sparað skraut og þægindi á 1. farrými, sem er mjög stórt, nær að minnsta kosti yfir 2/3 af öllu farþegarúmi í skip- unum, og aðallega útbúin svona með til- liti til Englendinga og annara ferða- manna á sumrin. Að ferðast meðfram Noregi finnst mér dýrt, og allt það sem neyta skal um borð sömuleiðis. Þetta mikla verð á öllu hlýt- ur mikið að stafa af því, að kostnaður við siglingar hér er mikill. AUirþeirvit- ar og smáleiðarljós, dufl og ýmiskonar siglingarmerki, sem Norðmenn hafa svo vel og rækilega fyrirkomið í sínum mjög svo ógreinilegu sundum oggrynningum hlýt- ur óbeinlínis meðfram að vera borgað úr vasa ferðamannsins. Af því leiðir, að 2 Ieiðsögumenn (Lodser) þurfa að vera með skipunum fram og aptur fram yfir hina venjulegu skipshöfn, sem líka verður kostnaðarauki, sem hér um bil hvergi annarsstaðar á sér stað. — Með flestum þessum skipum gengur kvennfólk um beina og eru allt að 5 og 6 með hverju skipi. Það var um nótt, sem við sigldum fram með ströndinni frá Stavanger til Bergen, svo mér gafst ekki tækifæri til að koma við í Haugasundi, sem er þar mitt á rnilli og er uppvaxandi fiskibær og hefur sér- staklega á seinni árum eflzt og aukizt af fiski- og síldarveiðum við Island, eins og fleiri fiskibæir Norðurálfunnar bæði fyr og síðar. — Eg hef þessvegna ekkert merkilegt að segja fyr en komið er til Bergen. Látlnn er á Akureyri 2. þ. m. Bernhard Agúst Laxdal cand. phil., einkason Eggerts kaupmanns Laxdals. Hann var rúmlega 28 ára gamall (f. 6. sept. 1876), útskrifaður úr skóla 1897 og sigidi þá til háskólans, tók þar heimspekispróf, en kom svo heim aptur og var við verzlun- arstörf á Patreksfirði og síðan á Akur- eyri. Stofnaði 1902 blaðið »GjaIlarhorn« ásamt Jóni Stefánssyni, og var ritstjóri þess með honum nokkra hríð. Hann lézt úr lungnatæringu, hafði legið 15 mánuði samfleytt. Þeir sem þekktu hann báru honum bezta orð. Embættisvelting. Sigurður Thoroddsen landsverkfræðing- ur hefur nú fengið konungsveitingu fyrir kennaraembætti því við lærða skólann, er hann var settur til að gegna næstl. sumar. Rannsóknardómari. Snemma í þ. m. fór cand. jur. Guð- mundur Eggerz vestur í Stykkishólm sam- kvæmt skipun stjórnarráðsins, ekki að eins til að dæma í máli þeirra Lárusar Bjarnason’s sýslumanns og séra Helga Árnasonar, eins og valtýsku blöðin hafa skýrt svo gleiðgosalega frá, heldur jafn- fraint til að rannsaka tíundarsvikamál gegn séra Helgn og illyrðamál, er sýslumaður neyddist til að höfða gegn einhverjum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.