Þjóðólfur - 25.01.1905, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.01.1905, Blaðsíða 4
20 Til nýrra kaupenda, Með því að margir þeirra, er gerzt hafa kaupendur Þjóðólfs nú utn um áramótin, hafa óskað eptir að fá nú þegar sendan kaupbæti þann, sem þeim hefur verið heitinn, þó.tt þeir sendi ekki borgun fyrir blaðið, skal þess getið, að sú regla verður aðgilda jafnt fyrir alla, að kaupbœtirinn er ekki afhentur fyr en borgun fyrir ár- ganginn 1905 er komin útgefanda í hendur, eins og áður hefur auglýst verið. Undantekning í þessu efni verð- ur því ekki gerð, og í því liggur eng- in tortryggni um skilvísi einstakra kaup- enda, þótt þeir fái ekki kaupbætinn fyr en þeir borga. Stór ojj gúð íbúð fæst leigð frá 14. naí næstk. á góðum stað í bænum. Semja má við Gísla Þorbjarna? sen. Mikil verðlækkun í stórkaupum hefst frá 1. jan. 1905 á voru viðurkennda og verð- launaða kolkrabbaagni úr gúmmí. Biðjið um hina nýju vöruskrá vora, sem er er einmitt nýkomin út á norsku, ensku og þýzku. Ath. Silfurmedalía í Marstrand 1904. AJS Fiskiagn með einkaleyfisrétti. Telegr. adr. „Blcekspruten“ Kristiania. Waldemar Petersen's ekta Kína-lífs-elixír, sem ber merki það, er hér er sýnt og innsiglið Xþí-tgrænu lakki á flösku- stútnum, fæst hjá: Örum & YVulff á Fáskrúðsfirði, Sigfúsi Sveinssyní á Norðfirði, Gránufélaginu, Þórarni Guð- mundssyni, St. Th. Jónssyni, Stefáni Steinholt og „Framtíðinni" á Seyðis- Jirði, Örum & Wulff, Jörgen Hansen, Grími Laxdal á Vopnafirði, Gránufélag- inu, Sigvalda Þorsteinssyni, F. & M. Kristjánssyni, H. Schiöth, St. Sigurðs- & E. Gunnarssyni, Páli Þorkelssyni á Akureyri, Gránufélaginu og Krist- jáni Gíslasyni á Sauðárkrók, L. Tang á ísafirði, L. Tang í Stykkishólmi, H. Th. A. Thomsen, J. P. T. Bryde, C. Zimsen, Jóni Þórðarsyni, G. Olsen og Benedikt Stefánssyni í Reykjavík, R. Riis á Borðeyri, Þorsteini Mýrmann á Stöðvarfirði, Birni R Stefánssyni á Breiðdalsvík, Örum & Wulff á Djúpa- vogi, J. P. T. Bryde í Vík, J. P. T. Bryde í Vestmanneyjum, Ólafi Árna- -syni á Stokkseyri, K. Duus í Kefia- Tik. Bókavinir! >Kapitólu«, hina viðurkenndu ágætissögu, er eg undirritaður að gefa út upp á minn kostnað, í stóru upplagi. Sömuleiðis aðra mjög efnismikla sögu, sem heitir »Hinn óttalegi leyndardóm- ur« eða Brúðkaupskveldið, setn enginn skildm — óþekkta sögu hér. Ofannefndar bækur koma út með vorinu, og verða seldar mjög ódýrar, svo þær geti náð sem mestri útbreiðslu. Síðar á árinu gef eg máske út fleiri bækur, svo vel valdar sem unnt er, þýddar úr ýmsum tungumálum. Utsölumenn að bókunum hef eg hugsað mér að fá á væntanlegri hringferð minni kringum landið í vor. Há sölulaun bjóðast. Þetta til- kynnist til athugunar. Reykjavík, Laugaveg 66, 19. jan. 1905. Með virðíngu Jóh. Jóhannesson. Hér eru happakaup. 100 pör Buxur frá 2 kr. 50 aur. allar stærðir — 50 Drengja- klæðnaðir frá j kr. po aur. mjög falleg — 40 alklæðnaðir saumaðir á vinnustofu minni frá 18 kr. — Einstakir Jakkar frá 10 kr. — Vesti 2,50 o. fl. — Ullarskyrtur úr floneli 4. kr. 50 — Ullarnærfatnaður mikið úrval. Óheyrilega ódýr fataefni á boðstólum. Hálslín — Hattar — Húfur og allt, sem að klæðnaði lýtur. Það kostar ekkert að skoða og meta gæðin í Bankastræti 12. Með virðingu Guðm. Sigurðsson. NB. Ódýrasta saumastofan í Reykjavík, mun- ið það. Lægstu verkalaun. Fljót afgreiðsla. Steinollumótorinn ,D A N‘ er bezti mótorinn, sem ennþá hefur komið til landsins. Dan mötorinn fékk hærri verðlaun á síðustu sýningu en nokkur annar mótor. Dan mótorar, sem hingað hafa komið til landsins, hafa aliir und- antekningarlaust gefist ákaflega vel. Undirskrifaður einkaútsölumaður Dan mótora á Suðurlandi gefur all- ar nauðsynlegar upplýsingar viðv. verði o. s. frv., og útvegar einnig vandaða báta sináa og stóra með mótor ísettum. Reynslan hefur sýnt að bátur, sem eg hef útvegað, eikarbyggður með 6 hesta mótor, hefur hingað kominn verið að stórum mun ódýrari en hér smíðaður bátur úr lakara efni. Bátur þessi er eikarbyggður með litlu hálf- dekki að framan, ber ca. 80 til ioo tonna þunga og kostaði hingað upp kom- inn ca. kr. 3300 — með mótor og öliu tilheyrandi; það hafa verið á honum 3 menn, og hefur hann verið brúkaður við síldveiði, uppskipun, til flutninga og við fiskiveiðar, og hefur nú eptir ca. 4 mán. brúkun borgað liðlega helm- inginn af verði sínu. Allir, sem mótorafl þurfa að brúka, hvort heldur er í báta (smáa og stóra), hafskip eður til landvinnu ættu að snúa sér til mín, áður en þeir festa kaup annarsstaðar. Það mun áreiðanlega borga sig. Stokkseyri 31. des. 1904. Ólafur Árnason. Firma-tilkynningar, 2. Hlutafélagið „íshúsfélagið á Sauð- árkrók" rekur vanalegt starf ís- húsa. Félagið er stofnað 1899. I stjórn félagsins eru: Chr. Popp, Stephán Jónsson og V. Claessen. Rétt til að rita firmað hefur Chr. Popp. Stofnfé 3326 kr. 76 au., skipt jafnt í þrjá hluti, er hljóða á nafn og eru greiddir að fullu. 3. Hlutafélagið „Garðyrkjufélag Seilu- hrepps" rekur jarðyrkjurækt í Seilu- hreppi. Samþykktirnar eru gerð- ar 4. febr. 1904. I stjórn félags- ins eru Chr. Popp, Tobías Magn- ússon og Jóhann Sigurðsson. Rétt til að rita firmað hefur Chr. Popp. Stofnfé 4000 kr., skipt í 20 hluti að upphæð 200 kr. hver, og hljóða þeir upp á nafn. Af hverjum hlut eru greiddar 125 kr., en 75 kr. borgast innan ársloka 1905. Hlut- höfum sendast sérstakar tilkynn- ingar. 4. Nokkrir menti reka sparisjóð á á Sauðárkrók undir firmanafninu „Sparisjóður Sauðárkróks" og bera þeir ábyrgð á skuldum sjóðsins þannig: 1 með 300 kr., 1 með 250 kr., 1 með 200 kr. og hinir með 100 kr. hver. Meðlimatalan er breytileg. í stjórn sjóðsins eru Árni Björnsson prestur og Step- hán verzlunarstjóri Jónsson, og rita þeir báðir í sameiningu firmað. Samþykktir eru fra 10. júní 1886 og endurskoðaðar frá 19. febr. 1901. 5. Pétur Sighvatsson og Steindór Jóns- son reka verzlun á Sauðárkrók undir nafninu „VerzluninDrangey". Báðir bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldum félagsins, og hefur hvor fyrir sig rétt til að rita firmað. Félagið er stofnað 12. nóv. 1904. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 28. des. 1904. G. Björnsson, settur. Bezt kaup á Skófatnaði í Aðalstræti 10, Hér með eru erfingjar Ebenezers Einarssonar, er andaðist í Hnífsdál 6. sept. þ. á., boðaðir á skiptafund í þing- húsi ísafjarðarkaupstaðar laugardaginn 22. apríl 1905 kl. 11 f. hád., og skulu þeir þá sanna erfðarétt sinn. Skiptaráðandinn í ísafjarðarsýslu 27. desember 1904. Magnús Torfason. Hús til sölu í miðjum bænum. Húsið nr. 6 í Lækjar- götu, með tilheyrandi lóð og útihúsum, er til sölu. Menn snúi sér til Guðm. Sveinbjörnsson cand. juris. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. I’rentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.