Þjóðólfur - 03.02.1905, Síða 1

Þjóðólfur - 03.02.1905, Síða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar 1905. Jfo 6. • Bjargráð. Þegar skip rekur á land, eða einhverra orsaka vegna verður að sigla á land, þá er, eins og auðskilið er, opt erfitt að ná mönnum í land, enda þótt menn séu fyrir, þar sem skipið ber að landi; brim- rót getur tálmað, að báti verði skotið út, og margt annað verið því til fyrirstöðu, að skipshöfninni verði bjargað. Lengi frarnan af höfðu menn tunnur eða eitt- hvað sem gott flot var í, til þess að færa línu < land og fá samband milli skipsins og lands, en slíkt getur opt orðið ógern- ingur vegna vindstöðu og annara orsaka. Loks fannst ráð til að koma þessu sam- bandi á, og var og er það gert með flug- eldum (Raketter). Eins og sumum mun kunnugt, er skapt á hinum almennu flug- eldum; við þetta skapt er bundin lína, síðan er miðað yfir þvert skipið og dreg- ur flugeldurinn með sér lfnuna. Menn- irnir ná í hana og draga út til sín gild- ari línu, og þegar þeir eru búnir að fá Ifnu þá, er nota á við björgunartilraunina, er þeim gefið merki; línan er fest við mastrið svo hátt frá þilfarinu, sem auðið er og nauðsyn krefur, og björgunin fer þannig fram, að menn eru dregnir < björg- unarstól eða hring, eptir þessum kaðli, einn og einn f einu. Þetta er nú í stuttu máli skýringin á þessu björgunarfæri. Víðast um hinn menntaða heim eru slík björgunarfæri hér og hvar strandleng- is, og á hættulegum stöðumog hafa hvar- vetna gefizt vel, og mörgum þúsundum manna hefur þannig verið bjargað. Hér á íslandi eru margir staðir, sam brýnasta nauðsyn er til að fá slíkar stöðvar. Við höfum ekki mikil ráð að missa menn, þegar útlendingum er boðin atvinna hér og fólksleysi borið fyrir. Slfkar björg- unarstöðvar yrðu settar á sjókortið, og til þeirra yrði þá leitað, ef á þyrfti að halda. Hér eru skip almenntsvo fátæk afköðl- um, að til lítilla nota yrði, er um slíka björgun væri að ræða; en flugeldunum fylgir allt slíkt, og er sent til skipbrots- manna um borð. Mál þetta hefur verið rætt við mikilsháttar útlendinga, og ljúka allir upp einum munni ura, hve gagnlegt fyrirtæki það væri, að geta veitt öllum bágstöddum sjófarendum einhverja hjálp, og sú eina hugsanlega hjálp f ýmsum til- fellum er þessi. Kostnaðurinn er tiltölu- lega lítill. Einn af hinum hættulegustu stöðum á landinu er Meðallandið og Sand- arnir, en þar verður ekki komið slfku að, vegna þess hve útgrunnt er þar vfða, og enginn gæti óhultur hafst þar að, en stöðv- ar eins og Reykjavík, Keflavfk, Grinda- vík, Stokkseyri, Eyrarbakki og einhver staður nálægt Portlandi, Blönduós, Skaga- strönd, Akranes o. fl. væru sjálfsagðar, og ætti kostnaður helzt að vera goldinn af sýslufé. Menn ættu að láta álit sitt í ljósi um þetta efni og íhuga það vel. Vitar okkar eru fáir og óáreiðanlegir, og fyrir slæma útsjón í fyrstu kemur eflaust að því, að það verður að endurbæta þá og jafnvel byggja upp, og þvl fé hefði nú mátt verja til vita á Vestmanneyjum og Portlandi, því þar þarf vita, auk vfðar ef vel væri. Nú rétt í þessu heyrðist um slys mikið við Isafjarðardjúp f Bolungarvík. Mundi nú slíkt björgunarfæri hafa komið þar að notum ? Máske og máske ekki. Þetta ef til vi 11 ætti að mæla mikið með því, en trauðla mundi það koma að not- um við slík atvik, ef eigi væru gefnar út fastar reglur og þeim fylgt, hvernig ætti að haga til, þegar bátar, sem eigi eru á skeri eða landfastir, eiga að taka á móti línunni, sem fylgir með flugeldinum. Sé um lffið að tefla, þá er hleypt þangað sem björgunarstöð er, ef þess er nokkur kostur. Þegar komið væri svo nálægt lendingti, að menn hyggja að senda megi út línu, þá yrði að kasta stjóranum og reyna að haldast við, þangað til hjálp kæmi. Ljósker yrði þá að hafa, og sýna þau sitt í hvorum enda bátsins, til þess að miðað verði, sé þetta að nóttu til. A daginn væri nægilegt að hafa veifu á ár, og ættu þá slík merki að þýða það, að menn væntu hjálpar. Það leiðir af sjálfu sér, að jafnframt reglum þeim, sem björgunarstöðvum sjálf- um væru gefnar, kæmu einnig reglur, sem leiðbeina þeim, sem hjálp eiga að þiggja, þótt nienn almennt haldi, að slíkt væri eintóm peningaútlát, og að þetta annað hvort misheppnaðist eða yrði aldrei not- að, þá væri gott fyrir menn að hafa eitt í hyggju. Á hverju farþegaskipi eru til hlutir, sem nema þúsundum króna, sem aldrei máske eru notaðir, en ávallt er litið eptir að séu í ágætu standi. Það eru þeir hlutir, sem ekki er hægt að fá um liorð, þegar slys vill til, en nauðsyn- legir þykja til'að bjarga lífi manna. Æskilegt væri, að menn vildu athuga þetta mál og láta meiningu sína um það opinberlega í Ijósi. Reykjavík 26. jan. 1905. 7+7. * * * Sjómenn vorir ættu að taka bendinga þessar til greina og fhuga þær alvarlega, þvf að málefnið er sannarlega þess vert, að því sé gaumur gefinn. Það má ekki horfa í ofurlítinn kostnað, þá er uni það er að ræða, að bjarga lífi manna úr sjávarháska, þvf að hvert mannslíf er dýrt, ekki sízt þeirra manna, er að því vinna, að ausa auðnum úr gnægtabúri sjávarins á land upp, Það má óhætt gera ráð fyrir, að þing og stjórn styðji þessar til- raunir, svo framarlega sem sjómennirnir sjálfir sýna áhuga og samtök í þessu máli, eins og búast má við. Ritstj. JarOskjálftakippir margir og allharðir sumir hverjir voru hér 28. og 29. f. m., og er þeim nánara lýst í skýrslu frá landlækni dr. Jónassen hér sfðar í blaðinu. Ekki verður enn sagt með vissu um stefnu jarðskjálftaöld- unnar, en flestir ætla, að hún hafi gengið frá suðri til norðurs í stefnunni frá Eldey, enda bar einna mest á kipputn þessum á ReykjanesQallgarðinum sumstaðar t. d. á Vatnsleysuströnd og 1 Hraunum. í Hafnarfirði og þar í grennd kvað og meira að þeim en hér í Reykjavík, en syðst á Skaganum höfðu þeir þó ekki verið sérlega snarpir, og ekki kvað Reykja- nesvitann hafa sakað, eins og margir voru hræddir um, en gaflhlað hrundi þó úr fjár- húsi hjá vitaverðinum. Á Vatnsleysuströnd er sagt, að bæir hafi sumstaðar skemmst lftið eitt og skekkst og víða höfðu menn þar leitt nautgripi út úr fjósunum. — Á Akranesi varð jarðskjálftans vart til muna og eins upp um Borgarfjörð og Mýrar, þó minna. ólafur Finsen læknir ritar t. d. 30. f. m. »1 gær fundust hér (á Akranesi) 3 kippir, snarpastur kl. n'/s, þá var hér allt á reiðiskjálfi, eg hélt að meðalaskápurinn minn mundi fara um koll. Man ekki eptir að jafn snarpur kippur hafi fundizt hér, þegar mest gekk á um árið (1896)«. Sama hafa og sagt bændur í grennd við Hafnarfjörð, að þessi kippur, sunnud. 29. f. m., hafi ver- ið snarpari, heldur en nokkur kippurhafi verið jarðskjálftaárið. Einkennilegt er það, að austanfjalls t. d. í Ölfusi varð jarðskjálftanna ekki vart fyr en á mánu- daginn 30. f. m. Svo hefur Erlendur vélastjóri á Reykjafossi sagt, að hjá sér hafi ekki borið á þeim fyr, og urðu kipp- irnir þar allharðir. En á Eyrarbakka og í stinnanverðum Flóa varð þeirra þó vart á sunnudaginn að minnsta kosti. Úr uppsveitum Árnessýslti hefur enn ekki frétzt, hvort þeirra hafi orðið vart þar, en sjálfsagt hefur lítið að því kveðið. Og hvergi hafa jarðskjálftar þessir gert neitt verulegt tjón, að því er frétzt hefur. „Framfarafélag Reykjavfkur" héltaðalfund i5.jan. þ. á. Endurskoðaðir reikningar voru framlagðir og samþykktir. Eptir þeim á félagið f sjóði 1560 kr. Félagsmenn eru 220. Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri var endurkosinn formaður félagsins, en meðstjórnendur Sighvatur Bjarna- son bankastjóri og Gísli Jónsson útvegs- bóndi. Félagið heldur fundi 1 sinni í viku frá þvl seint í október til marzmán.loka. Lœknapróf. Fyrri hluta þess við læknaskólann tóku þeir Eiríkur Kjerúlf (58V3 stig) og Þórður Sveinsson (6ða/3) stig) 30. f. m. Nýtt hlutafólag, er nefnist »Steinar«, er nýstofnað hér í bænum fyrir forgöngu Jóns Þorlákssonar mannvirkiafræðings, sem er formaður fé- lagsins, én í stjórninni með honum eru Eggert Briem skrifstofustjóri og Magnús Blöndal snikkari. Ætlunarverk félags þessa er að steypa múrstein úr sement og sandi, og hefur félagið keypt fyrir 1500 kr. einkaleyfi til þessar múrsteins- gerðar hér á landi af dönskum manni, Jörgensen að nafni, búsettum í Holstein, en hann hefur áður fengið einkaleyfi < Þýzkalandi og Danmörku fyrir áhöldum við þessa múrsteinsgerð. Hr. Jón Þor- láksson segir, að múrsteinn þessi geti vel keppt við brenndan roúrstein í Danmörku> og þá ekki síður við innfluttan múrstein hér. Þykir þessi steypti múrsteinn mjög góður til húsabygginga. Hr. J. Þ. hafði í fyrstu gert hér tilraunir með múrsteins- brennslu úr íslenzkum leir, og reyndist leirinn úr F.yjafirði beztur, og allbrúk- legur til brennslu, en leirinn hér syðra miklu lakari, svo uð tæplega mundi geta borgað sig að nota hann. Einn kostur- inn við múrsteinssteypu úr sement og sandi er sá, að áhöldin við hana eru ó- dýr, og má því hafa hana í svo litlum stíl sem vill. Stofnfé þessa nýja hluta- félags er 8000 kr. Hefur það fengid eignarhald á lóð í Hlíðarhúsamýrinni. „Nýlendusýningin“. Aðstoðarnefndin hér í Reykjavfk hefur 24. f. m. ritað aðalnefndinni í Kaupmanna- höfn á þessa leið: »Um leið og vér hér með þökkum hinni heiðruðu aðalnefnd fyrir bréf hennar dags. 4. þ. m., er felur oss að skera úr, hvort sýningunni, að því er snertir íslenzku deildina, skuli fram haldið með sama fyrirkomulagi og til var ætlazt í fyrstu, eða með breyttu fyrirkomulagi, eður og skuli hún alveg falla niður, skulum vér leyfa oss að taka fram, að það er vor skoðun, að slíkur úrskurður eptir eðli málsins heyri ekki undir nefnd vora, sem að eins er aðstoðarnefnd, heldur eingöngu undir aðalnefndina. Vér getum einungis, eins og vér höfum lofað, haldið áfram að veita aðalnefndinni persónulega hjálp vora, og það munum vér gera, ef aðal- nefndin ræður af, að sýningunni fyrir Is- land skuli haldið áfram. Til leiðbeining- ar við úrskurðinn um þetta leyfum vér oss að athuga, að ástæður eru til a<> halda, að hluttaka héðan verði ekki svo teljandi sé (»forsvindende«). Til þess teljurn vér eigi að eins æsingar þær, sem vaktar hafa verið gegn sýningunni og enu er blásið að, bæði í blöðunum og manna á milli, heldur og naumleik tímans og ófullkomnar skilgreinir um, hverra fram- kvæmda aðalnefndin vænti af vorri hálfu. Aðalnefndin mun betur en vér geta dæmt um, hvort unnt er að koma á sýningu, er með réttu megi heita »Sýning fyrir Is- land«, með þeim íslenzkum mönnum, sem aðalnefndin á ráð á í Danmörku, ef hlut- takan héðan verður tæplega teljandi. Að lokum leyfum vér oss, að lýsa yfir því, að oss þykir leitt, að mál þetta skuli hafa orðið fyrir svo miklum misskilningi, bæði af hálfu íslendinga og Dana, og jafnframt látum vér í ljósi þá ósk, ad þetta mál verði eigi til að spilla því góða samkomulagi, sem á að eiga sér stað milli Dana og Islendinga«. Stórkostlegt manntjón varð við Isafjarðardjúp í ofsaveðri 7. f. m. Fórust þá 3 bátar 1 róðri og drukkn- uðu alls 15 m en n . Eitt var mótorbátur af Isafirði með 6 mönnum. Þeir voru: formaðurinn Þór- arinn Guðbjartsson, kvæntur maðnr bl. 31 árs, Bjarni H. Kristjánsson bæjarfull- trúi af ísafirði 55 ára, kvæntur, átti 3

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.