Þjóðólfur - 10.02.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.02.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. febrúar 19 05. M 7. Jónas Hallgrímsson. Hátt yfir Dranga stafar ástarstjarna og starir blítt á skáldsins æskudal; en kalt er enn í byggðum héraðsbarna og bert og snautt um háan fjallasal. Vér minnumst því á fegri tíma farna, er fossinn hló og brosti jurtaval, og gleðjum sál með gullinstrengjum ljóða -- og göfgum minni listaskáldsins góða. Vakna þú, hérað hans, sern er þinn sómi, og hlýð þú enn á skáldsins guðamál! Vaknaðu, Snæland; í hans hörpuhljómi sló hjarta þitt, og bjó þín innsta sál! Fífill og sóley, barr á hverju blómi, hver björk, hvert strá og kalin vetrarnál: vakið og fjöri fyllið strenginn ljóða um fagurmilda tistaskáldið góða. Þá skein á hausti skær og blíður dagur, er skáldið góða fæddist vorri sveit; á fjöll og dali færðist sumarbragur, um fjör og yndi dreymdi liljureit, þá söng í lopti svanahópur fagur um sól og allt sem fegurst hjartað veit, því fæddan vissi fræga svaninn Ijóða við fjörðinn F.yja: listaskáldið góða. Um haust hann fór úr fátæklegum garði, og föðurlands, en hitti dýran sjóð, er síðan óx og varð að yndisarði, sem öldum saman nærir heila þjóð. Því lands síns Bragi varð hann fyr en varði. Þá vöktu fólkið stór og máttug ljóð, er heilla alda söng oss sumargróða í siguróði listaskáldið góða. Hugljúfa skáld! hve töfrar oss þín tunga með tignarmildan, engilfagran hreim! Hve slær og dillar ljúflingsljóð þitt unga og landsins hulduspil 1 strengjum þeim I Þú varpar frá oss víli, neyð og þunga og vekur hjá oss nýjan sólarheim. Hugljúfa skáldl í munarmildum tárum vér minnumst þín að liðnum hundrað áruml Hvað er svo blítt sem blóm á þess manns leiði, sem blessar þ a n n i g sína fósturslóð, og dáinn skín sem heilög sól 1 heiði og hæstum sóma krýnir land og þjóðl Og hvað er fast á fleygu tímans skeiði, ef fölna, skáld, þín guði vígðu ljóð? — Hugljufi vin, að hundrað liðnum árum þig hyllir Island mildum þakkartárum! Á Sjálandsströnd þú sefur undir leiði. Ó, svanur íslands, hvíldu vært og rótt! Vor góði engill báða vængi breiði um beðinn þinn og helgi þína nótt! Og þegar síðast sólin rís í heiði, þá svíf þú fram með nýjan guðaþrótt! En sérhvert vor er sumar lýsir bárum vér sendum blómstur laugað vinartárum ! Matíh. Jochumsson. * * c Kvæði þetta flutti séra Matthías á sám- komu, er haldin var á Akureyri á nýárs- kveld til ágóða fyrir minnisvarða yfir Jónas Hallgrímsson. Hélt hann jafnframt alllang- an og snjallan fyrirlestur um Jónas og er hann prentaður í „Gjallarhorni" ásamt kvæð- inu. Getur blaðið þess til merkis um and- ans fjör og þrótt séra Matthíasar, hversu fljótur hann hafi verið að yrkja þetta ágætis- kvæði. Skipstrand á Breiðamerkursandi, Aðfaranóttina 16. f. m. strandaði enskt botnvörpuskip »Banffshire« frá Aberdeen á miðjum Breiðamerkursandi vestan Jök- ulsár, milli hennar og Breiðár. Hafði það lagt af stað að heiman hinn 12., og hélt beina leið þar upp á fjöruna. Var það laust fyrir dögun, er skipið hjó niðri, í stórsjó og mjög mikilli rigningu. Skips- bátinn misstu þeir í þeim svifum ogttrðu því að hafast við 28 stundir í skipinu. Komust þeir úr 'því rétt eptir hádegi dag- inn eptir (hinn 17.) 11 satnan og urðu þá að vaða sjóinn í mitti um háfjöru. Vestur yfir Breiðá komustþeir ekki nema á jökli, en þá varð fyrir þeim önnur á (Fjallsá), er þeir komust ekki yfir, og voru þeir þá ráðalausir, en héldu upp að jökli í þeirri von, að geta klöngrast þar vestur yfir fyrir ofan árupptökin. En að líkindum hefði þeim ekki tekizt að kom- ast hjálparlaust til mannabyggða, sízt öskemmdum. En það vildi þeim til bjargar, að bóndinn á Tvískerjum þar á sandinum, Björn Pálsson, fór að huga að rekum þennan sarna dag, og sá þá skip- ið strandað, og konist að raun um, að það var mannlaust, en sá mannaför í fjörunni og fór þá að leita. Fann hann loks strandmennina í svonefndum Krók upp undir jökli.-allilla til reika og ráða- lausa. Var þá og komið frost nokkurt. Komst hann með þá við illan leik heim til sfn að Tvískerjum og þar voru þeir, þangað til Öræfingar 'ögðu af stað með þá suður 24. f. m., og komu þeir hingað 6. þ. m., höfðu hreppt illt veður á leið- inni. Bæði þessir strandmenn og þeir af skipinu, er strandaði við Þjórsárós munu fara áleiðis heim til sín með »Lauru« í dag. Ferðapistlar. Bréf til Fljótsdæla, frá Hdkoni Finnssyni. I. Frá Iliifn. Kæru sveitungar! Vegna þess að svo margir ykkar báðu mig ttm tilskrif, þegar við skildum síðast, þá ætla eg nú hér með að verða við þeim tilmælum. Heldur en að skrifa hverjttm fyrir sig langt bréf, sendi eg ykkur öllum sem ein- um þessa pistla. Ferðasögu rita eg með þessu, enda hefur af ýmsurn áður verið sagt frá því, er merkilegast ber fyrir augu á þeirri leið, sem eg fór. En eg ætla dálítið að minn- • ast á skemmtigarða og söfn, sem eg með- al annars skoðaði, þegar eg var í Höfn. Eg- hef heldur eigi orðið var við, að margir hafi minnst á þesskonar heima; en mín skoðun er sú, að söfnin hafi meira fróðleiksgildi en flest annað fyrir þann, sem hefur opin augun, og vill eptir ein- hverju taka. Þetta hafa menn og fyrir löngu séð er- lendis í menntalöndum. Hafa þvf bæði einstakir menn og það opinbera komið upp fjölda stórhýsa fyrir ýmiskonar söfn, er menn geta haft mjög greiðan aðgang að, annanhvort alveg ókeypis eða þá gegn lágum inngangseyri. Ekki er nú samt svo að skilja, að eg ætli með þessu að lýsa öllu eða minnast á allt, sem eg að þessu leyti sá eða veitti athygli, heldttr surnu af því, er sérstaklega markaði sér stað f minni mínu. Samt dettur mér í hug, að fleiri vilji lesa þessar línur en þið, og er það orsök þess, að þið fáið þær í Þjóðólfi. Ef að þær gætu líka orðið til þess, að fleiri af löndum, sem til Hafnar koma skoðuðu betur söfnin, myndi það gleðja mig, því mér til undrunar komst eg eptir þvf, að suinir landar, sem verið hafa ár- um saman í Höfn, hafa eigi komið á nærri öl! merkustu söfnin þar. Skemmtigarðar (nokkrir). Einhver nafnkenndasti skemmtigarður f Höfn er Rósenborgargarður. Hann er næstum í miðjum bænum ; þar er allfagurt um að litast. Stór og falleg tré eru þar gróðursett með ýmsu skipulagi hingað og þangað. Þau elztu ent nú orðin með holum stofni og sýnast hálffeyskin neðan, þó að krónan beri þess eigi vott. í miðj- um garðinum er svolítil hvylft, og dálítil sporöskjtimynduð tjörn í. Drengur einn situr á stórum svani úti í miðri tjörninni og heldur upp hálsinum á honttm; stend- ur vatnsstrókurinn upp úr svaninum, og kvíslast svo f 3 boga, er falla niður í tjörn- ina. Er víst ætlast til þess, að gosið sýnist koma af þeirri orsök, að þungi drengins knýi vatnið upp úr svaninum. I garðinum eru lfkneski af drottning Caroline Amalie og skáldsagnahöfundin- um H. C. Andersen í líkamsstærð, á sem svarar mannhæðarháum stalli úr granit. Hann horfir þar mót sól og sumri, og bendir hægri hendi á skóginn og fagran blómreit fyrir framan sig, sem þar er gerður í kring, en í vinstri hendi heldur hann á bók, sem hann ritar víst f þær hugsanir, er sú skoðun vekur hjá honum ásamt ýmsu, er hann sér þar af mannlíf- inu, því í Rósenborgargarði er daglega ókeypis friðarstaður fyrir þá, er vilja draga sig út úr hávaða og solli borgarlífsins, annaðhvort til þess að njóta betur unað- semdanna eða þá til hins, að stytta með J því raunastundirnar. Á einum stað f garðinum standa mörg tré í hvirfing. Þegar fgengið er þar að, sést stórt hreiður með mörgum svo stór- um eggjum, að mann fttrðar. Við lítils- háttar athugun sést, að þau eru af manna- höndum gerð, úr steini eða cementsteypu, hvít að lit, og álfka að stærð og steinn- inn »Bessi«, sem þið munið eptir á Klaust- urhlaðinu. Þar voru mörg börn að leika sér í kring. I suðvestanverðum garðinum er Rósenborgarhöll, gömul bygging með 3 turnum. Allliár múr er þar umhverfis við innganginn, sem snýr að garðinum, halda 2 ljón vörð (reyndar úr málmi), annað með lokuðum, en hitt með opnum skolti. Þeim sem komið hafa í dýragarð- inn og séð ljónin þar, hnykkir varla vi9 að sjá þessi. (Iróðrarstofnnnin (Botanisk Have) er alveg hjá Rósenborgargarði (vestan við). Þar er dálftið mishæðótt. í miðju er tjörn, en umhverfis f brekkum og hæðum eru afmarkaðir reitir fyrir hverja grasætt fyrir sig. Stendur ættarnafnið á skildi, sem festur er efst við dálitla stöng, al- staðar svo nærri gangstígunum, að hægt er að lesa. Auk þess eru einnig einstök grasheiti tilgreind. Nú var farið að hausta og mörg blóm fallin, en iðgrænir voru grasfletirnir umhverfis. — Allt er hér með fyrirmyndarskipulagi, og dylst eigi, ad kunnátta, iðni og umhyggja hafa unnið saman að þessu verki í fjölda ára. Allskonar tré, grös og blómjurtir eru þar að sjá víðsvegar utan úr heimi. Eru þær tegundir úti, sem þrifizt geta í dönsku loptslagi, en yfir hinar eru byggð sérstök hús, með viðeigandi hitastigi. Meðal þessara tegunda eru pálmarnir, dregur aðalhúsið nafn af þeim, og er því kallað^ pálmahúsið. í miðdeild aðalhússins er heitast og hæst undir lopt; þar eru pálm- arnir, og er sá hæsti þó farinn að takast uppundir. Allt er húsið úr gleri, það er að segja. nema járngrind, sem heldur þvf uppi og sem rúðurnar falla í. „Öster Anla'g" er þaðan í norðvestur; er það einkar fallegur skemmtigarður, svo sem hálfu rneiri á lengd en breidd. Eptir honum endilöngum liðar sig í bugðum mjótt vatn, sem brýr liggja yfir á 2 stöð- um. Umhverfis vatnið skiptist svo á skóg- ur, grasbrekkkur og balar, því þar er nokkuð mishæðótt. I-iggja gangstigir hingað og þangað, ýmist upp á hæðunum og dældunum eða niðri við vatnið. Eins og alstaðar í skemmtigörðum eru þar bekkir meðfram stígunum og inn undir trjánum fyrir menn til að setjast á og hvílast. Svipað fyrirkomulag er á öðrum skemmtigörðum í Höfn. Dýragarðurinn (»ÖrstedsPark«)erutan við bæinn suðvestanverðan. Þegar þar er kom- ið inn, finnst brátt að komið er í fjölbreytt- ara dýraríki, en maður hefur átt að venj- ast. Ymistheyrist ámátlegt ýlfur, grimmd- arlegt öskur, garg, tíst og fuglakliður. Um garðinn liggja gangstígir meðfram görðum og klefum, sem dýrategundirn- ar eru ( hver um sig. Flest nafnkennd dýr eru í garðinum, þó er þar ekki flóð- hesturinn, og þótti mér leitt að sjá ekki það ferlfki. y I sérstökum rnjög ramgerðum klefum eru stærstu og grimmustu rándýrin. Ljón- in eru 2, stóð annað, en hitt lá; voru þau nú mjög kyrlát, og gat eg varla feng- ið þau til að líta svo við mér, að eg sæi í augu þeim, sem mig hafði svo mjög forvitnað. Aptur voru tígrisdýrin ótreg til þess. Þau eru, eins og kunnugt er, einna grimmust allra rándýra, og leggjast mjög á manninn, sem þau drepa þúsund- um saman á hverju ári. Glyrnur þeirra bera Uka vott um stjórnlausan blóðþorsta og grimmd. Þau æddu nú um í klefa sínum, alveg eirðarlaus að því er sýndist. Sá er gætti rándýranna, var þar við. Hann j fór með hendina inn á milli rimlanna; 1 komu þau til hans, klappaði hann þeim,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.