Þjóðólfur - 10.02.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.02.1905, Blaðsíða 2
26 en þau sýndu honum vinahót í staðinn. Hver annar, sem þetta hefði gert, hefði eigi orðið tvfhentur upp frá því; hafði Uka nýlega orðið slys af því, að óviðkom- andi maður hafði komið of nærri. Nokkrir land- og ísbirnir voru í garð- inum. Isbirnir lágu uppi á tjarnarbakka sínum í »Ro og Mag«, en landbangsar stóðu úti við klefaiiinluna og gerðu marg- ar tilraunir til þess að komast í gegn, og voru þeir auðsjáanlega mjög úrillir yfir því, að þær tókust ekki. — I hundastíunni virti eg sérstaklega fyrir mér frægan græn- lenzkan hund, svartan, sem verið hafði í Ishafsferðalagi á »Fram« með Sverdrup í 4 ár. I apabúrinu eru margar apategundir. Þar vantar þó gorilla, nema að myndinni til, sem hangir þar við innganginn í eðli- legri stærð. Yfir höfuð eru þeir kátir og fjörugir, og gera þeim sem standa dálítið við hjá þeim, ýmislegt til skemmtunar, sérstaklega ef þeim er eitthvað gert gott, sem þeir taka með þökkum. Eru þeir t. d. mjög fimir að leita að sníkjudýrum hver á öðrum, sem þeir svo gera sér gott af, og að því er sýnist með beztu lyst. Átakanlegt er að sjá slöngunum gefið. Þær gleypa allt lifandi. Ef't. d. fugl er látinn inn til þeirra, þá leitar hann í dauðans ofboði þangað sem firrst er, því hann veit, hver hætta er á ferðum. En þegar slangan vill gera sér gott af hon- um, reisir hún hausinn í áttina til hans Og rífur sundur ginið; hann rennur þá með ómótstæðilegu afli ofan í slöngu- ginið, en hún leggst á meltuna. Slöng- urnar geta gleypt það, sem er mikltt gildara en þær sjálfar, og mótar þá ein- att fyrir innan í þeim, þar til það leysist í sundur við meltinguna. Hjá Zebrunum, en þó í sérgirðingu, er eitt. sýnishorn af minnsta hestakyni heims- ins (Shetlands pony). Hann var á hæð við meðalstórt tryppi veturgamalt, en þreknari töluvert, brúnn að lit. Hárið heldur slykjulegt, en fríður var hann og geðslegur. Sérlega ánægjulegt þótti mér að skoða hinar ýmsu fuglategundir. Er varla nokk- ur dýraflokkurinn eins jafnfallegur. Er þó auðvitað, að þeir lfta enn betur út í sínum réttu heimkynnum, þar sem þeir njóta síns eðlilega frelsis. Þótt eg hafi talað um dýragarðinn og gróðrarstofnunina með skemmtigörðum, væri máske réttara að telja slíkt með söfnunum, því eptir eðli sínu heyrir það undir þau. Pistíll frá Isafirði 2á 05. HeiII og sæll Þjóðólfur minn! Nú er all-langt liðið síðan eg sendi þér línu og eru ýmsar orsakir til þess, sem ekkert þýðir að tilgreina. En það, sem kemur mér nú til að senda þér kveðju héðan, er hin þýðingarmikla fagn- í aðarfregn, sem »Laura« flutti oss. — Sú fregn og fullvissa, að danski ráðaneytis- forsetinn hafi sýnt það í verkinu, að hann viðurkenndi sérstöðu ráðherra vors, hlýt- ur að vekja gleði í hjarta sérhvers ís- Iendings, sem nokkuð hugsar um fram- tíð og velferð þessa lands. — F.ða hvað gat betur eytt efa hinna fáfróðu og efa- blöndnu, sem orðið hefir það á að flækj- ast í neti hinna »sameinuðu«, en einmitt þetta ? Og þegar þeir nú hafa séð, að allur gauragangur Valtýva og Landvarn- arliða út af »vorum grundvallarlaga-ráð- herraU þegar þeir nú hafa séð, segi eg, að það hefur verið rugl eitt, ritað og rætt af vanþekkingu eða móti betri vit- und, þá hljóta þeir jafnframt að sjá, að framvegis ber engan trúnað að leggja á fleipur slíkra »pilta«, að þvf er stjórnmál snertir. Eg get lfka fullvissað þig um það, Þjóð- ólfur minn, að vinum »Skúla míns« brá illa í brún við fregn þessa. Hvar sem »kimi« fannst, var ávarpið ávallt sama: »Sagði ekki »Skúli minn« á þingmála- fundinum hér í haust, að ráðherrann okk- ar væri ekki fremur Islandsráðherra en shundtyrkinn 1« —hann væri bara dansk- ur grundvallarlagaráðherra 1« »Jú, jú, það man eg að hann sagði«, kváðu allir einum munni. »Ja, en hvað segir hann nú, hvað seg- ir hann nú? sögðu svo aðrir. »Ja, hann trúir því nú ekki enn þá, fremur en »ísaf.«, sagði þá einn;»enþað er líklega af eintómum fögnuði, af þvi að gleðifregnir láta menn gjarnan segja sér tvisvar eða þrisvar, áður en þeir trúa fyllilega, — svo er og um Isu-Björn«, varð einum að orði. — — — En það, sem alla skynsama menn furð- ar hér mest á er, að »ísaf.« & Co. skuli ekki hafa vit á að hylja betur heipt sína til núverandi ráðherra vors en svo, að jafnvel »stækustu« fylgjendur þeirra tala við hvern sem er, — »að þeim detti ekki lengur í hug að leggjatrún- að á eitt einasta orð þeirra í hans garð!» Von er að piltar þessir gorti af þjóð- hylli sinni! — — Annars er »ísafold« álitin hér nú eitt- hvert hið fyrirlitlegasta blað, vegna sinna fáránlegu hamskipta og hleypidóma í seinni tíð, og álítum við Isfirðingar því okkar fyrverandi kæra yfirvaldi en núver- andi ráðherra, hr. H. Hafstein, betra last en lof slfkrar »vellu«. Vér heimastjórnarmenn hér gleðjumst nú eingöngu yfir þvf fengna og viljum gjarnan gleyma tortryggni og hverju öðru, sem mótstöðumenn vorir hafa móðgað oss með, f þeirri von, að allir taki nú höndum saman til að vinna fyrir æ 11- jörðina, en láti ekki lengur leiðast af ofstæki og óhröðri öfundsjúkra, valdfík; inna sérgæðiuga. — Að því óskum vér, að blöð vor starfi hér eptir og allir leið- togar þjóðar vorrar, og vonum vér, að komandi alþingi leggi hornsteininn í þá byggingu! Isfirðingur. Fjárkláða hefur að nýju orðið vart á tveimur bæj- um í Aðalreykjadal, Ytrafjalli og Syðra- fjalli og á tveimur bæjum í Svarfaðar- dal (Völlum og Þverá). Rækilega hafði verið baðað að nýju á öllum þessum bæj- um, og enda á næstu bæjum, þar sem nokkur grunur var um, að fjársamgöngur hefðu orðið á milli, svo að vænta má, að ekki verði nein frekari vandræði úr þessu. Annan bæinn, þar sem kláðans varð vart í Þingeyjarsýslu, hafði Mykle- stad áður haft grunaðan, mætti þar ein- hverjum mótþróa hjá ábúanda (Jóh. Þork.) við baðanir þar. Það er auðvitað leitt, að þessi kláðavottur skuli koma upp ept- ir baðanirnar, en slíkt getur ávallt komið fyrir, hversu vandiega sem að verki er gengið og engin ástæða til að óttast, að þessi kostnaðarsama kláðaútrýmingartil- raun verði ti) lítils eða einskis gagns yf- irleitt fyrir þessa sök. En auðvitað ríður á, að rösklega sé í taumana tekið, þar sem kláðans kynni að verðavart aðnýju, svo að tekið verði til fulls fyrir kverkar þessarar landplágu með rækilegri endur- böðun á öllu grunuðu fé. Og það er vonandi, að það takist. Mannalát. Hinn 30.des.fi á. andaðist Frímann Guðmundsson barnakennari á Kjal- arlandi á Skagaströnd 76 ára gamall »einstakur vitsmuna- og lærdómsmaður í alþýðustétt og hinn merkasti maður í hvívetna«. Látinn er og fyrir nokkru J ó s í a s Rafnsson, er lengi bjó í Kaldbak á Tjörnesi, einkennilegur maður á ýmsan hátt og Andrés Illhugason real- stúdent á Halldórsstöðum í Laxárdal, ætt- aður úr Rangárvallasýslu. Hinn 5. jan. þ. á. andaðist að heimili sínú Höfn í Siglufirði húsfrú Guðbjörg Jónsdóttir (fyrv. bónda á Eyrar-Upp- koti í Kjós). Hún var gipt Kristjáni Tómassyni (prests á Barði) og eignaðist með honum 1 barn, sem lifir. Guðbjörg sál. var greind kona og vel að sér um marga hluti. Jarðarför sýslumannsfrúar Sigríðar Einarsson úr Hafnarfirði fór fram hér í bænum í gær með miklu fjölmenni. Dómkirkjuprestur- inn hélt ræðu heima hjá foreldrum hinn- ar látnu, — en þangað var líkið flutt úr Hafnarfirði, — en séra Jens Pálsson ræðu í kirkjunni. Guðm. Guðmundsson hafði ort snotur minningarljóð. Slysför. Maður varð úti um næstl. mánaðarmót suður á Miðnesi, milli Melabergs og Nesja, Sigurð-ur Gíslason að nafni frá Melabergi, fyrirvinna hjá fátækum foreldr- um þar, rúml. tvltugur að aldri. „Isfélaglð við Faxaflóa“ hélt aðalfund sinn 28. f. m. Fundar- stjóri var kosinn formaður félagsins Tryggvi Gunnarsson og skrifari Halldór Jónsson. Isgeymsluhúsið var prýkkað og stækk- að þ. á. og kostaði sú breyting 4,500 kr. Selt var á árinu frá húsinu 86,000 pd. af kjöti, 2,300 rjúpur, 23,000 pd. af ísu, 9,000 pd. heilagfiski, 3,150 pd. lax og 167 tn. af frosinni síld. Auk þessa fékk félagið 2,875 kn fyrir geymslu á sild og ýmsum matvælum frá bæjarbúum. Samþykkt var að borga félagsmönnum 12% í ágóða af hlutum þeirra og geyma í sjóði til næsta árs 6,320 kr. Konsúll C. Zimsen gekk úr félagsstjórn- inni samkvæmt lögunum, en var í einu hljóði endurkosinn. Endurskoðunarmenn voru sömuleiðis endurkosnir. „Reknetafél. vlð Faxaflóa“ • hélt aðalfund 20. f. m. Formaður fé- lagsins Tryggvi Gunnarsson stjórnaði fund- inum og konsúll D. Thomsen var kos- inn skrifari. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins voru framlagðir og samþykktir. Sam- kvæmt þeim voru árstekjurnar 6,400 kr. og gjöldin 3,870 kr. Varð ágóðinn þann- ig 2,530 kr. Geymt var af fyrri árságóða 1008 kr. Það er samtals 3,538 kr. Sam- þykkt var að greiða félagsmönnum 10% í ágóða af hlutum þeirra, sem er 810 kr.; af verði skipsins var skrifað fyrir fyrning 1183 kr., strykað út í skuld í þrotabúi 295 kr. og geymt til næsta árs 1250 kr. F'ormaður skýrði frá því, að veiðitím- inn hefði verið 4 mán., frá 14. maí til 14. ágúst, og skipverjar 7, svo ágóði fél- agsins mætti heita mikill, eptir svo stutt- an tíma, en þó væri gróði fiskiskipanna, sem fengu síldina til beitu, miklu meiri. Síldin gekk ekki inn á Faxaflóa, svo félagsskipið varð að sækja hana út í haf, 4—6 mflur vestur af Snæfellsnesi. Skipstjóri Runólfur Ólafsson var kos- inn í stjórn fél. í stað þess sem fór frá samkv. lögunum. í kjÖFl um Sauðanes eru Árni próf. Jónsson á Skútustöðum, Jón próf. Jónsson á Stafa- felli og séra Jón Halldórsson á Skeggja- stöðum. Jón Jónsson frá Múla, þingmaður Seyðfirðinga kom hingað landveg norðan af Akureyri fyrir næstl. helgi og siglir til útlanda með »Lauru« í dag. Reimleikarnir í Þverdal í Aðal- vfk, sem mörg blöð hér hafa flutt fregn- ir um með allmikilli »andakt«, kvað hafa verið fólgnir í því, að níu ára gömul stelpa þar á bænum hafði leikið sér að því, að berja í þilið undir brekáni, en þóttist sofa. Svona er frá þessum mögn- uðu(!) reimleikum skýrt í bréfum frá á- reiðanlegum mönnum þar vestra. Leiðrj. I bréfi sýningarnefndarinnar hér í bænum til aðalnefndarinnar í Höfn, er birt var í síðasta bl. Þjóðólfs, hefur misprent- azt á einum stað: mönnum f. munum („með þeim íslenzku munum, sem aðalnefndin á ráð á í Danmörku" o. s. frv.). Egskorahér með fastlega á allalandsins fjáreigendur, að skoða allt fé sitt upp frá þessu einu sinni á hálfsmánaðarfresti (sbr. 17. gr. í reglu- gerð um útrýmingu fjárkláðans) meðan féð er við hús, allt þar til er landið er orðið alveg kláðalaust, og, ef kláði finnst í því, að fara þá forsvaranlega með hann eptir reglugerðinni — baða ekki einungis hin- ar kláðugu eða grunuðu kindur, heldur allt fé á heimilinu, og þar að auki, ef auðið er, það fé annað, sem komið hef- ur saman við það nýlega. Tíu mínútur þarf að halda hverri kind niðri f baðinu. Hreppstjórum er upp á lagt að sjáum, að skoðanir þessar fari fram svikalaust, og að sllkar skoðanir séu ekki færðar til reiknings. Þessar skoðanir m. m. gerast auk hinna opinberu skoðana. Skýrsla um árangurinn sendist stjórnar- ráði Islands. Framkvæmdarstjórinn í kláðamálinu. Reykjavík 7. febrúar 1905. O. Myklestad. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn 11. þ. m. kl. 11 f. h. verður opinbert uppboð haldið hjá dráttarbrautinni í Hlíðarhúsasandi og þar selt: plankar, borð o. m. fl. til- heyrandi Þilskipaábyrgðarfélaginu við Faxaflóa. — Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Rvík, 4. febr. 1905. Halidór Danielsson. Yf irlit yfir hag íslandsbanka 31. des. 1904. Acti va: Kr. a. Málmforði . . . . ... 315,000,00 4% fasteignaveðskuldabréf . 44,900,00 Handveðslán...................209,350,00 Lán gegn veði og sjálfskuldar- ábyrgð.....................847,102,14 Víxlar........................260,860,99 Erlend mynt.................... 4,396,01 Inventarium....................49,103,52 Verðbréf......................195,000,00 Byggingarkonto.................13.863,96 Kostnaðarkonto.................29,779,28 Ýmsir debitorar 442,409,74 IJtbú bankans.................482,259,86 í sjóði........................46,235,06 Samtals 2,940,260,56 Passi va: Kr. a. Hlutabréf...................2,000,000,00 Útgefnir seðlar í veltu . . 600,000,00 Innstæðufé á dálk og með innlánskjörum .... 240,470,45 Vextir, disconto o. fl. . . 70,507,98 Erlendir bankar . . . . 29,282,13 Samtals 2,940,260,56

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.