Þjóðólfur - 22.02.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.02.1905, Blaðsíða 1
57. árg, Reykjavík, miðvikudaginn 22. febrúar 1905. M 9. Utlendar fréttir. Kaupmannahöfn g. febr. Voðalegt blóðbað í Hússlandi. Vopnlansir yerkamenn í Pétnrsborg' höggnir niðnr nnnvörpnm af herliði. Sunnudaginn 22. f. m . gerðust þeir atburðir í höfuðborg „friðarkeisarans", er vart munu eiga sinn líka að grimmd og rangsleitni og fullkominni fótumtroðslu mannréttindanna. 3 þúsund verka- manna urðu að láta líf sitt fyrir morðvélum „friðarkeisarans", vegna þess, að þeir gerðust svo djartir, að halda ( hóp til hallar keisarans, sein þeir trúðu j á sem guð sinn, *til að bera frarn fyrir hann bænir sínar. Fregnirnar um þetta hafa vakið gremju og fyrirlilningu alls hins menntaða heims á böðulstjórninni rússnesku, svo að margir spyrja: Er nú ekki mælir syndanna fullur? Hlýtur ekki hin tryllta og óstöðvandi stjórnarbylting loksins að geisa yfir allt landið og sópa burtu harðstjórunum og leysa fólkið úr álögunum ? En hvað sem slðar kann að verða, þá hefur stjórninni nú sem stendur tekizt með hörku og harðfengi að bæla niður allar þesskonar hreyfingar um allt land. Orsökin til þessara atburða var verk- fall, sem gertvará hinum miklu Putil- ows vopnasmiðjum 1 Péiursborg. Verka menn kröfðust 8 stunda vinnutíma, lægstu daglaun yrðu 1 rúbla, verkamenn íengju sjálfir að velja nefnd manna, er hlutaðist til um, að aðbúnaðurinn væri viðunandi o. s. frv. Vinnuveitendur vitdu ekki gefa neitt ákvcðið svar. 18. jan. lögðu því 14 þús. vtrkamenn niður vinnu sína og brátt fylgdu aðrir eptir um alla Pétursborg og 21. var talan komin upp í 100 þús. að minnsta kosti. Verkamenn héldu nú fundi með sér til að ráðgast um, hvað gera skyldi. Nutu þeir þess, að Sviatopolsk-Mirski var enn við völdin og F u 11 o n borg meistari var einnig frjálslyndur maður, svo að þeir fengu f friði að halda fundi sína. Þeir afréðu nú, að safnast saman sunnu- daginn 22. jan. fyrir fran an „vetrarhöll- ina“, aðseturshöll keisara, fá hann sjálfan til viðtals og færa honum bænaskrá. Þeir héldu, að ef þeir einungis gætu fengið að bera bænir sínar fram fyrir sjálfan keisar- ann, hinn heilaga föður Rússa, þá mundi hann hljóta að sinna þeim og veita þeim hjálp sína. En keisara og stjórninni þótti þetta afarískyggilegt. Var því herlið úr grenndinni dregið saman til þess að hafa til taks, og þegar í birtingu á sunnudag- inn var fimmfaldur hermannavörður kring- um vetrarhöllina og auk þess mikið lið dreift hingað og þangað um borgina. Verkamennirnir streymdu eigi að síðurað úr öllum áttum og héldu í áttina til vetr- arhallarinnar. Foringi þeirra var ungur prestur, er Gapon hét og hafði áunnið sér afarmikið traust meðal þeirra. Var það mest fyrir hans tilstHli, að ráð þessi voru tekin. Hann gekk sjálfur í prests- skrúða í broddi fylkingar með bænaskrána til keisara í annari hendi og krossmarkið í hinni. Menn sungu bænarsálma fyrir keisara og föðurlandinu og allir voru mjög vongóðir um, að nú fengju þeir brátt upp- fylling óskíi sinna, er þeir kæmu fram fyr- ir auglit hins „helga tsars". En það fór allt öðruvísi. Hermennirnir vörnuðu verkamönnunum framgöngu, áður en þeir höfðu sameinazt í einn hóp, og þá er þeir ekki skeyttu því skutu þeir á þá og kó- sakkarnir riðu með brugðnum bröndum inn í mannþyrpinguna. Flestallir verka- mennirnir voru vopnlausir, en einstaka höfðu þó skammbyssur og reyndu að veita nokkurt viðnám, en gátu það auðvitað ekki. Þetta gat því enginn bardagi heit- ið, heldur hrein og bein slátrun og hún framin f nafni sjálfs friðarkeisarans. Að- farir herliðsins voru hinar sömu um alla Pétursborg. Sumstaðar höfðu konur og börn slegizt með í förir.a, en urðu auðvit- að að sæta sömu kostum, þvi að engin grið voru gefin. Skömmu eptir hádegi komst allmikill fjöldi verkamanna alla leið til vetrarhallarinnar, þrátt fyrir alla mótspyrnu. En þar urðu lfka viðtökurnar innilegastar. Skotin dundu á lýðnumjafnt og þétt og kösakkarnir riðu þvert í gegn- um múginn og hjuggu á báðar hendur, þar til allt fólkið var tvístrað, og Newski- Prospekt, aðalgata Pétursborgar var lauguð blóði. Annars hefði verið unnið fyrir g(g, þó að múgnum hefði tekizt að komast til vetrarhallarinnar, því að keis- ari var þar alls ekki, heldur á Zarskoje Zelo, höll fyrir utan borgina. Hvað margir hafi verið drepnir eða særðir þenn- an dag vita menn ekki neitt með vissu. Stjórnin segir 2—300, en flestir telja þó hitt lfklegra, sem fréttaritarar segja, að 3 þús. að minnsta kosti hafi fallið eða orð- ið sárir. Samt er sagt, að sumir af her- mönnunum hafi hikað við að skjóta á lýðinn og að sumir foringjarnir hafi fallið fyrir skotum undirmanna sinna, en mikil brögð hafa varla verið að því. Wladimir föðurbróðir keisara hafði forustuna fyrir herliðinu þann dag Hvað orðið hefur um Gapon vita menn ekki. Sumir segja, að hann hafi fallið, aðrir, að hann hafi orðið sár og fluttur á spítala, en aðrir, að hann hafi verið tekinn höndum og loks enn aðrir, að honum hafi tekizt að flýja og því er nú almennt trúað; sumir segja, að hann sé jafnvel kominn burt úr Rúss- landi. Næsta dag hófust enn á ný bardagar milli verkamanna og hersins ( útkjálkum bæjarins, einkum í Wassili Ostrow, sem liggur á eyju í Newa. Verkamenn höfðu aflað sér vopna með því að brjóta upp vopnabúr og vopnasmiðjur, og hrúg- að upp vögnum og öðru skrani á göturn- ar, er nota mætti sem skotgarða. (Jpp- reisnin var hafin. Fréttist jafnvel, að bráðabirgðastjórn væri sett, sem strax væri til taks, þegar sú gamla væri fallin um koll. En hún reyndist samt öflugri. Þeg- ar sama dag var mestöll mótstaða 1 Pét- ursborg brotin á bak aptur. Fullon borgarstjóri, er þótti vera alltof linur, var sendur í burtu, en í stað hans settur Trepoff, er áður var lögreglustjóri í Moskva og þótti svo harðfengur, að hann hvað eptir annað hefur orðið fyrir bana- tilræði. Honum var nú fengið ótakmark- að vald f hendur til þess að friða borg- ina og hann hefur enga mildi sýnt. Hann hefur látið setja í fangelsi fjölda manna, þar á meðal skáldið Maxim Gorki, er jafnvel var talinn einn meðal þeirra, er mynda áttu hina nýju stjórn. Verkamenn komu til Pétursborgar annarsstaðar frá til þess að reyna að hjálpa félögum sín- um. Gerðu þeir allan þann óskunda, er þeir gátu, slitu málþræði, rifu upp járn- brautarteina, skemmdu rafmagnsstöðvarn- ar, svo að bærinn var Ijóslaus um tíma. En allt kom það fyrir ekki. Trepoff var ósveigjanlegur og ekkert varð ágengt. Nú má heita, að allt sé kyrrt orðið í Péturs- borg og flestir verkamennirnir hafa tekið vinnuna upp aptur. Frá Pétursborg breiddist hreyfingin út um allt Rússland. I Sevastopol gerðu liðsmenn á Svartahafsflotanum samblástur og kveiktu í sjóliðsforðabúrunum og hí- býlum herforingjanna. IMoskva og mörgum fleiri bæjum lögðu verkamenn niður alla vinnu, og bæði þar og víðar voru hervörzlur settar. Borgarstjórinn f Moskva lét festa upp áskoranir til lýðsins um, að taka upp aptur vinnuna og láta ekki afvegaleiðast af fjandmönnum Rúss- lands, sem studdir væru með japönsku og ensku fé. Þetta var svo endurtekið víðar um Rússland og jafnvel sjálf helga sýnód an hefur komið rneð Kkar aðdróttanir. Meiningin er auðvitað, að leiða athygli manna frá óstandinu innanlands með því að reyna að sameina alla í hatrinu gegn útlendum fjandmönnum, Japönum og Eng- lendingum. Mest hefur kveðið að uppreisninni í Póllandi. í Varsjá hefurborgarstjór- inn Tjestkoff fengið ótakmarkað vald ( hendur, eins og Trepoff í Pétursborg og grimmdin, sem beitt hefur verið þar hef- ur verið sú sama. Mörg hundruð verka- manna hafa verið höggnir niður af her- mönnunum. Varakonsúll Englendinga særðist tneðal annara, þó að það hafi auð- vitað orðið óvart. En ekki verður það til að auka vináttuna milli Rússa og Eng- lendinga, sem þó ekki var mikil áður. Annars hafa óeirðir verið víða annarsstað- ar í Póllandi og þeim er ekki lokið enn. Járnbrautarbrýr hafa verið sprengdar í lopt upp og ýmislegt annað til hindrunar sam- göngum og viðskiptum. Þó að engin grið hafi verið gefin hing- að til af hálfti stjórnarinnar mun hún samt vera farin að sjá, að betra sé að hafa verkalýðinn með sér en móti. Hafa því verið gerðar ráðstafanir til að taka verka- mannalöggjöfina til meðferðar og endur- bæta hana samkvæmt boðskap keisara 25. des. I tillögu fjármálaráðgjafans er það talið sanngjarnt, að vinnutí’ninn sé lækk- aður þegar niður í 10 stundir og innan skamms megi svo.lækka hann meira allt niður í 8 stundir. Ef það yrði úr, gengi Rússland feti framar en önnur ríki hafa treyst sér til í því efni. En stjórninni þykir auðvitað mikið tindir því komið að friða verkamenn, að þv( er snertir Kfskjör þeirra, því að þá muni þeir ekki fylgja fast fram kröfunum um pólitiskt sjálfstæði. — 1. þ. m. tók keisari móti nefnd manna af verkamönnum; reyndar var hún ekki valin af verkamönnum sjáifum, heldur af Trepoff. Keisari tók þeim með mestu vinsemd og veitti þeim hinn bezta beina, kvað sér mjög annt um hag þeirra og bað þá að tala um fyrir félögum sínum, svo að þeir létu ekki afvegaleiðast af glæp* samlegum fortölum fjandmanna Rússlands og keisaradæmisins. (Ein fregn segir, að menn þessir muni alls ekki hafa verið verkamenn, heldur dularklæddir lögreglu- þjónar!). Hreyfing hefur verið meðal rithöfunda víðasthvar um Norðurálfuna ( þá stefnu, að senda Rússastjórn ávarp og biðja hana í nafni alls hins menntaða heims um grid fyrir Gorki. Fyrir nokkrum dögum fréttist, að stjórnin hefði látið sér þetta að kenningu verða og látið hann lausan, en það var borið til baka aptur. Sumir segja, að hann eigi að hengjast, en bágt er að vita hverju trúa skal. Nú er Sviatopolsk-Mirski alveg farinn frá. Sá heitir Bolygin, sem orð- inn er innanrlkisráðgjafi í hans stað og er hann einn af apturhaldsseggjunum, en aptur á móti hefur Murawiew dóms- málaráðgjafi líka farið frá, og virðist það benda á, að stjórnin ballist þó ekki alger- lega til þeirrar hliðar, enda mun nú veg- ur Witte’s fara vaxandi. A ð a 11 i n n bæði í Moskva og Péturs- borg hefur sent keisara ávörp, sem auð- vitað eru mjög lotningarfull, en mælast þó til, að hann rýmki stjórnfrelsið og kalli saman þing. Austrænl úfriðurinn. Ófriðarfréttanna hefur upp á síðkastið Ktið gætt vegna at- burðanna í Rússlandi sjálfu og hefur þó ekki verið með öllti tíðindalaust. Ridd- arasveit M i s t s j en k o f fs kósakkaforingja um 3000 manns, er komst að baki Japön- um, svo sem áður er getið, náði 11. f. m. N j ú t s v a n g og rak Japana þaðan í burtu, enda voru þeir fáliðaðir, en 12. kom til orustu við I n k o u og urðu Rússar þá að víkja undan og ínisstu 300 manns. Tókst þeim síðan að komast heilu og höldnu aptur til stöðva Rússa og þykir það vel gert. Þó þykir liklegt, að þeir hafi orðið að fara fyrir vestan Ljaofljótið, en þar hafa Kínverjar yfirráðin ennþá. Sfðan var allt með friði og spekt á her- stöðvunum þangað til 25. f. m., að Grip- enberg hershöfðingi gerði árás ájapana og tók nokkra smábæi frá þeim fyrir norð- an Húnfljótið. 26. héldu Rússar suður yfir Húnfljótið og réðust á Shenanpu (eða Sandepu), sem var vel víggirt borg f höndum Japana nokkru fyrir norðan Ljaojang. Tókst Rússum að ná fótfestu í nokkrum hluta bæjarins, en næsta dag (27.) urðu þeir þó að hörfa til baka og nú hófu Japanar sókn og stökktu Rússum aptur norður fyrir Húnfljótið. 30. var or- ustunni lokio og stóð þá hér um bil allt við sama sem áður. Mannfallið hefur ver- ið allmikið. Manntjón Rússa hefur verið um 13 þús. manns, en Japana um 7,000. Gripenberg hefur þegar fengið lausn frá herstjórninni vegna heilsubrests, en Kk- lega mun orsökin þó öllu heldur liggja í óförunum fyrir Japönum. Hann heldur nú heim til Pétursborgar og kvað hafa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.