Þjóðólfur - 22.02.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.02.1905, Blaðsíða 2
34 allmiklar ákærur á hendur Kuropatkin fyrir það, að senda sér ekki hjálparlið, sem hann hefði búizt við. Annars hefur þaö líka heyrzt, að Kuropatkin mundi ætla að láta af herstjórn, síðustu fréttir segja, að hann sé sjúkur og agaleysi mik- ið í liði hans. Eptir því sem símritað hefur verið til „Politiken" í nótt frá Lundúnum, hefur S í- b erí u br a u t i n verið ro fi n á tveim- ur stöðum, 20 enskar mílur fyrir austan Irkutsk og á nokkru svæði milli Charþin og Mukden. Hjá Irkutsk hefur hún verið skemmd afverka- mönnum, en fyrir sunnan Charbin ætla menn, að hún hafi verið skemmd að til- hlutun Japana. Þetta hlýtur að hindra mjög aðflutninga til herstöðvanna af vist- tim og nýju liði. Stössel er nú kominn á heimleið. Fréttaritari „Times" hefur verið í Port Arthur. Segir hann, að frásagnirnar um það hafi verið mjög orðum auknar og það sé algerlega rangt, að gera Stössel að þjóðhetju, þó að hann hafi ekki gefizt upp fyr, enda hafi það ekki verið honum að þakka; hann hafi viljað gefast upp langt- um fyr, en Kontratenko herforingi hafi varnað því, en hann féll viku áður en bærinn gafst upp; segir hann, að sjald- an hafi nokkur borg gefizt upp á jafn ó- heiðarlegan hátt, vistir hafi verið og nóg af ósárum liðstnönnum og mörg sterk vígi alveg óskemmd. Togo og Kamimura, sem um htíð hafa verið heima 1 Japan, hafa nú aptur tekið við flotastjórninni. Beitiskipin rúss- nesku í Vladivostok, (Bogatyr, Gromoboi og Russia) kváðu nú aptur vera orðin vígfær. Floti Rostdestwensky held ur enn kyrru fyrir í nánd við Madagask- ar. í ráði er, að senda innan skamms 3. Kyrrahafsflotann af stað frá Rúss- landi; heyrzt hefur, að hann ætti að leggja af stað 14. þ- m. frá Libau. Ennfremur hefur heyrzt, að senda ætti þar á eptir 4. flotann í aprílmánuði. Það hefur flogið fyrir nú upp á slðkast- ið, að nokkurt útlit kunni að vera fyrir, að friður verði saminn innan skamms. Stjórn Bandaríkjanna kvað hafa gert tölu- vert til þess, að fá því komið til leiðar, og Rússastjórn kvað jafnvel ekki vera al- veg fjarri því. En allt hvílir þetta þó í lausu lopti enn þá og er lítt áreiðanlegt. Finnland. 6. þ. m. var einn af helztu mönnunum f finnsku stjórninni „senats- prókúrator" Eliel Johnsson skotinn til bana heima hjá sér um hábjartan dag. Hann var um fimmtugt. Hann komst inn í stjórnina eptir stjórnlagarofið og fylgdi svo dyggilega fram inálstað Rússa, að Bobrikoff gerði hann að aðalsmanni. Hann var líka hataður mest allra Finn- lendinga. Sá sem skaut hann, hét K a r 1 Lennart Hohenthal, 27 ára gamall stúdent. Hann varð að hætta háskólanámi í Helsingfors í haust af pólitiskum ásfæð- um. Svíþjóð og Noregur. I langa hríð hafa verið á döfinni samningar milli Svía- og Norðmanna-stjórna, er miðuðu að því, að skipaðir yrðu sérstakir verzlunarerindrek- ar fyrir Noreg. Gerðu Norðmenn sér hinar beztu vonir um heillavænleg mála- lok, með því að utanríkisráðherra beggja landanna, Lagerheim, var þeim vel- viljaður og studdi þeirra mál. En það var ætlun manna, að ráðaneytisforseti Svía, B o s t r ö m, væri þetta miður geð- felt og þegar Lagerheim varð að fara frá um miðjan desember, var öllum ljóst, að konsúlamálið var alveg strandað. Boström kom með nýjar kröfur af Svía hálfu, sem Norðmenn gátu ekki gengið að. Norð- menn eru ákaflega gramir yfir þessu, sem von er. Allur flokkarígur er horfinn og allir eru sammála um, að láta hart mæta hörðu og hafa sitt mál fram, hvað sem Svíar segi. Krafan um algerða uppleys- ingu sambandsins milli landanna verður æ háværari og ræða Hagerups ráða- neytisforseta, sem hann hélt í stórþinginu í gær, getur ekki skilizt á annan veg, en að hann sé henni alveg samþykkur, ef Norðmenn ekki fá breytt sambandinu svo, að þeir megi við una. Óskar konungur fékk í gær Gústafi krónprinz í hendur stjórnarforstöðuna. Konungur er þó ekki sjúkur, en finnur hjá sér vanmátt til að hafa stjórnina á hendi á þessum erfiðu tímum, og ætlar því að dvelja nokkra hríð við Saltsjö- baden. Nefnd sú, er standa átti fyrir hluttöku Norðmanna í norrænu íþróttaleikun- um í Stokkhólmi, sem haldnir eru um þessar mundir, hefur nú með dr. Frið- þjóf Nansen í broddi fylkingar lýst því yfir, að Norðmenn taki alls ekki þátt í þeim. Að kvöldi hins 15. jan. kom voðamikil s k r i ð a úr Hrafnafjalli skammt fyrir norðan Bergen. Skriðan féll niður í vatn, sem heitir Loenvandet, en við það hófst upp geysimikil vatnsbylgja, sem skolaðist með feiknaafli yfir allann dal- inn og hreif með sér allt sem fyrir var. Tveir bæir voru við fjallsræturnar og þeir skoluðust gersamlega burtu með öllu, sem í þeim var, bæði hús, menn og fénaður. Alls biðu 68 manns bana. Banmörk. Christensen ráðaneytis- forseti hefur nú birt stefnuskrá slna í þing- inu og þykir sumum hún fara í bága við stefnu vinstrimanna áður viðvíkjandi her- málunum. Hann býst ekki við neinni niðurfærslu á herkostnaðinum. Nokkrir af vinstrimönnum (radikale) greiddu því ekki atkvæði með traustsyfirlýsingu til hans. Þeir hafa nú verið útilokaðir úr vinstrimannaflokk-num (Venstre Reform- partiet) og hafa nú myndað nýjan flokk, sem þeir kalla „Folk etingets Venstre". I flokknum eru 14 manns og C. Th. Zahle yfirréttarmálaflutningsmaður er formaður hans. Meðal þessara 14 voru bæði formaður fólksþingsins, Herm. Tri er og 1. varaformaður þess, K r i s t- ofer Krabbe og sögðu þeirnúþessum veg af sér. I stað þeirra voru kosnir for- maður Anders Thomsen skólakennari og varaform. Anders Nielsen endur- skoðandi og formaður vinstriflokksins, Þýzkaland. í Þjóðólfi hefur áður verið getið um verkfajlið í kolanámun- um t Westfalen. 16. jan. var hafið allsherjarverkfall og síðan hafa um 200 þús. verkamenn verið vinnulausir. Þeir krefjast 8 stunda vinnutíma, hækkuð laun og betri aðbúnað og getur víst ekki kall- azt ósanngjarnt, því að vinnan er afarill. En vinnuveitendur segjast ekkert geta sinnt þeim, en skora á þá, að taka upp vinnuna aptur, því að annars verði að flytja inn ensk kol(I) Verkamönnum er nú auðvitað nokkurn veginn sama um það, en stjórninni er það aptur á móti ekki og fyrir því hefur hún reynt að miðla mál- um, svo aó vinnan verði upptekin aptur sem fyrst, en það hefur ekki tekizt enn- þá. Kolin eru þegar farin að hækka tölu- vert í verði og hækka enn meir, ef fram- hald verður lengi á verkfallinu. Belgía. Allmikið verkfall hefur ver- ið hafið í kolanámum í Belgíu. Um 40 þús. manns hafa lagt niður vinnuna. Á- greiningsatriðin eru þau, að verkamenn viljá fá launahækkun. Frakkland. Loks tók C o m b e s það ráð í miðjum janúar, að fá lausn fyrir ráðaneyti sitt. Hann hafði að vísu aldrei beðið ósigur við atkvæðagreiðslu, en meiri hlutinn var orðinn svo óviss, að hanngat ekki fullkomlega treyst á hann lengur. Combes hafði verið lengur við völdin en flestir ráðaneytisforsetar á undan honum og sýnt af sér hina mestu rögg, einkum gagnvart klerkum í skólamálum. Eptir nokkra vafninga myndaði Rouvier hið nýja ráðaneyti. Hann var fjármálaráð- herra í ráðaneyti Combes, og var einn hinna gætnari meðlima þess. Auk hans gengu 3 aðrir meðlimir þess inn 1 þetta nýja ráðaneyti: C h a u m i é kennslumála- ráðherra, er nú verður dómsmálaráðherra, Delcassé utanrfkisráðherra og Berte- a u x hermálaráðherra. Rouvier er 63 ára gamall; hann hefur verið fjármálaráðherra í mörgum ráðaneytum og þótt með beztu fjármálamönnum Frakka; 1887 var hann einnig ráðaneytisforseti í 7 mánuði. Jafn- aðarmenn munu ekki ætla að styðja þetta ráðaneyti svo sem hið fyrra. Ungverjaland. Þingkosningarnar eru nú um garð gengnar. Stjórnin hefur beðið algerðan ósigur. Mestan styrk með- al stjórnarandstæðinganna hefur sjálfstæð- isflokkurinn undir forustu Franz Kossuth’s. T i s z a hefur sótt um lausn fyrir ráðaneyti sitt, en nýtt ráðaneyti er ennþá ekki myndað. Á Spáni befur V i 11 a v e r d e myndað nýtt ráðaneyti. í Arg’entínu hófu nokkrir herfonngjar uppreisn í byrjun þ. m., en hún var kæfð niður á einum degi. Viðauki. Iivík 22. febr. Við hinar ítarlegu fréttir hér á undan er fáu nýju að bæta. Þó rná geta þess, að ó- eirðir voru að nýju byrjaðar í Rússlandi og á Póllandi (í Varsjá og Lodz). I Péturs- borg lögðu 23,000 manna niður vinnu 9. þ. m. í Moskva einnig viðsjár. — Sagt er að Gorki hafi verið sendur til Riga til að dæmast þar. — En það sem mesta eptirtekt vakti þessa síðustu daga, var það, að Bologin, nýi rússneski innanríkisráð- herrann, lét það verða fyrsta verk sitt að senda lögregluþjóna í hús Witte fyrv. fjár- málaráðherra, og rannsaka það allt hátt og lágt. Var þar gert upptækt mikið af skjölum og prívatbréfum Witte’s, og höfðu lögregluþjónarnir það burt með sér. Or- sökin til þessa óvenjulega tiltækis kvað vera sú, að Witte er grunaður um að vera hlynntur umbótastefnu í stjórnarfar- inu m fl., og það er mælt, að þá er Plehve var myrtur hafi hann haft í vas- anum skjal handa keisara til undirskriptar til að gera húsrannsókn hjá Witte. Það er enn óséð, hvað af þessu getur leitt. Witte er talinn einhver allra merkasti stjórnmálamaður Rússa, sem nú er uppi, en hann er ekki í náðinni hjá keisaran- um, er mun þykja hann frjálslyndur um of. — Ritað er frá Pétursborg, að Kuro- patkin rauni verða kallaður heim, en Grodekoff hershöfðingi skipaður í stað hans. Látinn er hinn frægi þýzki málari Adolf Menzel á 90. aldursári, nafn- kunnur fyrir sagnamálverk sín, einkum frá tfmum Friðriks mikla. Á 80. afmælis- degi hans veitti Vilhjálmur keisari hon- um aðalstign og mörg fleiri virðingarmerki. Menzel var talinn jafnfrægur þeim Böcklin og Lenbach. Sérstaða íslandsráðherrans viðurkennd til fullnustu. Nú er komin ótvíræð staðfesting áþví, sem fyr hefur verið skýrt frá í Þjóðólfi, að ráðaneytisskiptin í Danmörku hafa alls engin áhrif haft á stöðu ráðherra vors. Hann sat einn kyr, þótt allir dönsku ráð- gjafarnir færu frá. í »Statstidende«, hinu opinbera auglýsingamálgagni stjórnarinn- ar, er 16. f. m. skýrt frá þvf, hverjirhafa fengið lausn frá ráðherrastöðunni og hverj- ir séu skipaðir í hið nýja ráðaneyti. Ráð- herra vor er ekki meðal hinna fráfarandi, og þar af leiðandi fær hann heldur ekki nýja útnefningu. Hann er sá eini ráð- herra, sem ekkert er hróflað við. Það er t. d. tekið mjög skýrt fram í blaðinu, að Deuntzer hafi beiðst lausnar fyrir sig og þá félaga sína í ráðaneytinu, er eigi heima í Kaupm.höfn (»herværende Kolleger«). Hvað skyldu valtýsku málgögnin nú taka til bragðs til að lýsa þetta ósatt og klórayfir vonbrigði sín? Skárra að taka ekki munninn eins fullan í upphafi, og láta ekki bera eins mikið á hinni sáru þrá sinni eptir að fá það staðfest, sem aðrir en pólitiskir óþokkar einir geta ekki ósk- að eptir, nfl. því, að frelsi og réttur ís- lands væri fyrir borð borinn og þingræði vort myrt í fæðingunni. Atferli hinna valtýsku málgagna virðist sýna það ber- lega, að þau hafi ekki haft nokkra heitari ósk en þessa, og lýsir það hraparlega af- vegaleiddum skilningi á stöðu sinni gagn- vart þjóðinni í sambandi við öidungis ósæmilegt flokksofstæki. Brottrekstur dr. Valtýs. Þau tíðindi gerðust í íslenzka stúdenta- félaginu í Höfn 10. þ. m., að dr. Valtýr Guð- mundsson var rekinn úr félaginu með atkvæðagreiðslu (með 22 atkv. gegn 17). Er skrifað frá Höfn, að það hafi verið bæði»fyrirframkomuhansgagnvaitféIaginu og fyrir framkomu hansgagnvait ísl. þjóð- inni í sýningarmálinu«. Hann kom sjálf- ur á fundinn til að verja sig, hélt að hann væri liðsterkari þar en hann var, því að annars hefði hann hklega sagt sig úr fé- laginu, heldur en að láta reka sig. Það hafði fyrir löngu kvisazt hitt og þetta um miður heppileg afskipti hansaf þessu sýn- ingarrnáli og tvöfeldni gagnvart stúdent- um, er og grunaður um að hafa allmikil mök við blaðið »Vort Land«, sem frek- ast allra danskra blaða hefur flutt hinar heimskulegustu og illgjörnustu æsinga- greinar ( r orn garð, út af sýningarmálinu, með hatursfullum árásum á ráðherra vorn og hið nýja stjórnarfyrirkomulag. Hinn 7. þ. m. flutti blaðið eina slíku grein f ritstjórnarnafni(I) og eiga það að vera andmæli gegn greininni í »ÞjóðóIfi« 20. f. m. um »nýlendusýninguna« og úrsögn ráðherrans úr sýningarnefndinni. Greinin er mjög naglalega rituð og full af rang- færslum, en sýnilega með mjög mikilli viðleitni til að berja það inn í dönsku þjöðina, að flokksbræður ráðherrans eða »ÞjóðóIfs-flokkurinn« sem blaðið svo kall- ar, séu eindregnir Danaféndur(I), og ráð- herrann þá Kka að sjálfsögðu. Jafnframt er varpað hnútum að Alberti fyrir eptir- látssemi hans við Danaféndurna(I), er hann lét þá fá sérstakan ráðherra búsettan hér á landi. Það er svo sem auðséð til hvers refarnir eru skornir, með öllum þessum rógi, sem danskur maður mundi naumast hafa getað sett saman. »*Nýlendusýningin“. Með »Kong Trygve« komu þær fréttir um sýninguna í Kaupmannahöfn, að aðal- nefndin þar, þrátt fyrir það þó að svar nefndarinnar hér væri rniklu fremur letj- endi en hvetjandi, hefði afráðið, að sýn- ing skyldi fram fara að þvf er ísland snerti, þó f nokkuð smærri stil, en upp- haflega var ákveðið. Er nú til ætlazt, að sýningin sé mest fólgin i myndum (»Panoramaer, Lysbilleder«) og svo á að sýna fallega íslenzka stofu með gömlum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.