Þjóðólfur - 22.02.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.02.1905, Blaðsíða 3
35 einkennilegum húsgögnum. Samt geta þeir, sem vilja, sent til sýningarinnar ís- lenzka gripi og iðnaðarmuni (Produkter«). Jafnframt hefur nafni sýningarinnar verið breytt þannig, að hún nú heitir: »Dönsk nýlendusýning og sömuleiðis (»samt«)sýn- ing frá (áður stóð: fyrir) Islandi og Færeyjum«. Vill aðalnefndin með þess- ari breytingu gefa betur í skyn, en áður var gert, að fyrirtæki þetta sé einstaklegs eðlis. Talað er um, að sýningin eigi að opnast 31. maí, en vitanlega verður hún lítilsháttar, að því er til íslands kemur. Þó segir svo í dönskum blöðum, að nefnd- in geri sér von um einhverja hluttöku frá Eyjafirði. Þilskipaábyrgðarfél. við Faxaflóa hélt aðalfund 11. þ. m. Formaður félags- ins, bankastj. Tryggvi Gunnarsson, var fundarstjóri, og skrifari kaupm. Agúst Flygenring. Formaður skýrði frá því, að hagur fé- lagsins Stæði nú í blóma. Ekkertafþeim skipum, sem var í ábyrgð næstl. ár, hefði strandað, að eins fáar smáviðgerðir bætt- ar, en tekjur miklar, þar sem 66 þilskip væru í ábyrgð félagsins. Nýir félagsmenn hefðu greitt inngöngueyri til félagsins fyrir 13 skip. Af skipum þeim, sem vátryggð voru, voru 33 í fyrsta flokki, virt 471,400 kr. en tekin í ábyrgð fyrir 328,500 kr.; ann- ars flokks skip voru 33, virt á 292,900 kr., vátryggð fyrir 210,770 kr. Voru þessi 66 skip þá virt samtals 764,300 kr., og í ábyrgð fyrir 539,270 kr. Af því félagið þurfti að borga árið 1903 32,000 kr. fyrir 4 skip, sem strönduðu og viðgerð á 8 skipum, sem löskuðust, þá átti félagið ekki eptir í fastasjóði við árs- byrjun (1904) nema 10,200 kr., en (lok árs- ins var hann orðinn 25,000 kr. Séreigna- eða varasjóður var við byrjun ársins 28,670 kr., en við árslok 32,000 kr. Sjóð- ur félagsins var þannig við árslok samtals 57,000 kr., sem er 6000 kr. meira en nokkru sinni áður, þrátt fyrir hið mikla tap, sem varð árið áður. Reikningar félagsins voru framlagðir, endurskoðaðir og samþykktir í einu hljóði. Rætt var um, hvort félagið ætti að taka á sig þá hættu, að vátryggja gufubátinn »Reykjavík« til ferða um Faxaflóa næsta sumar og vetur, komu fram nokkur mót- mæli, en var þó samþykkt með meiri hluta atkvæða, að hætta ekki eptir eitt ár, þar sem reynsla væri fengin fyrir þvl, að skipið væri mikil samgöngubót yfir veturinn, en yrði annars að hætta vetrar- ferðum, þar sem ekkert útlent ábyrgðar- félag vildi vátryggja skipið á þeim árs- tfma. Þá kom fram sú tillaga, að breyta lög- um félagsins við komandi fllokkaskipting skipanna, og var samþykkt að fela stjórn fél. undirbúning þess máls til næsta aðal- fundar. Á aðalfundi í fyrra voru réttindi tekin af 3 skipstjórum, til að stjórna 2 og 3 ár skipum þeim, sem félagið ábyrgist. 2 af skipstjórum þessum sóttu til fundarins um eptirgjöf á ákvæðum þessum, og var þeim eptir langar umræður veitt eins árs uppgjöf, svo annar þeirra á 1 ár eptir ennþá. Tryggvi Gunnarsson bankastj. átti eptir lögunum að ganga úr stjórninni, en var endurkosinn í einu hljóði. Endurskoðunarmenn voru einnig endur kosnir, Ágúst Flygenring kaupm. og Þor- steinn Þorsteinsson skipstj. En aðalvirð- ingamenn voru kosnir 3 skipstjórar: Þor- steinn Þorsteinsson, Runólfur Ólafsson og Edilon Grímsson. Þilskipaábyrgðarfél. er nú 10 ára gam- alt, og hefur reynzt mjög þarft fyrirtæki. Það mun óhætt að fullyrða, að hefði fé- lagið ekki verið stofnað, þá væri ekki helmingur hér af þeim skipastól, sem þot- ið hefur upp á fám árum. Fyrir félagið hefur margur efnilegur en efnalítill sjó- maður getað eignazt skip, þegar hann gat vátryggt skip sitt og þannig sett trygging fyrir láninu,- þá varð margur til að hjálpa um lán og ábyrgð, sem annars hefði ver- ið ótáanlegt, þegar ekki var hægt að gefa nokkra trygging, og svo væru nú nokkrir sem hafa mist skip sín 'öreigar hefði félag- ið ekki greitt þeim af skaðanum. Enn- fremur hefur allur útbúnaður skipanna við Faxaflóa mikið batnað, síðan félagið var stofnað, því félagið lætur árlega skoða hvert skip, sem það tekur 1 ábyrgð, af þar til kosnum mönnum, og neitar að taka skipið í ábyrgð, nema fyllilega sé uppfyllt sú viðgerð á skipinu og útbún- ingi þess, sem virðinga- eða skoðunar- menn félagsins mæla fyrir. Þess virðist skylt að geta, að félag þetta er eitt þeirra mörgu nytsemdarfyrirtækja, er Tryggvi bankastj. hefur verið aðal- hvatamaður að og stofnandi. Mannalát. Hinn 17. þ. m. andaðist á Landakots- spítalanum frú Stefanía Siggeirs- dóttir, ekkja Sæmundar prófasts Jóns- sonar 1 Hraungerði (•)• 8. nóv. 1896). Hún var fædd 2. des. 1842 á Kolfreyju- stað og voru foreldrar hennar: Siggeir stúdent Pálsson, síðar prestur á Skeggja- stöðum (J* 6. júlf i866)og f. k. hans Anna Ólafsdóttir prests á Kolfreyjustað Indriða- sonar. Frú Stefanía giptist 2i.sept. 1864 séra Sæmundi í Hraungerði og áttu þau saman 3 sonu: séra Ólaf, eptirmann föð- ur síns í Hraungerði, séra Geir á Akur- eyri og Pál cand. phil. f Kaupmannahöfn. — Frú Stefanfa var vel gáfuð og vel menntuð sæmdarkona, höfðinglynd og trygglynd, ástríkasta og umhyggjusamasta eiginkona og tnóðir, og fyrirmyndar hús- móðir. Var heimili þeirra hjóna alkunn- ugt fyrirmyndarheimili í snyrtimannlegri umgengni utan húss og innan. — Kptir lát manns síns dvaldi hún hjá séra Ólafi syni sfnum. Banamein hennar varð krabba- meinsemd innvortis. Lfk hennar verður flutt héðan austur að Hraungerði. Hinn 19. þ. m. andaðist á Landakots- spítalanum eptir miklar þjáningar af krabbameini í innýflum Filippus F i 1- ippusson óðalsbóndi frá Gufunesi, á 53. aldursári, fæddur á Bjólu f Holtum 27. september 1852. Voru foreldrarhans Filippus bóndi Þorsteinsson á Bjólu og s. k. hans Sigríður Jónsdóttir frá Baugs- stöðum Einarssonar og Sesselju Ámunda- dóttur snikkara Jónssonar, systur Halldórs prófasts á Melstað. Filippus heit. var kvæntur Guðrúnu dóttur merkismannsins Guðmundar óðalsbónda Brynjólfssonar á Keldum á Rangárvöllum, og lifir hún mann sinn, ásamt 4 börnum þeirra; er hið elzta þeirra, Þuríður, gipt séra Jóni N. Johannessen aðstoðarpresti á Kolfreyju- stað, nýskipuðum presti að Sandfelli í Öræfum. — Filippus heitinn var mesti dugnaðar- og atorkumaður og hinn harð- gervasti, græddist honum og vel fé. Hann var mjög hjálpsamur við alla, er bágt áttu og raungóður. Embættispróf 1 lögfræði við háskólann hafa tekið Einar Jónasson og Halldór Júlíusson, báðir með 2.einkunn. Fyrri hluta lagaprófs hefur Bjarni Jónsson (frá Unnarholti) tekið með 2. einkunn. „Kong Trygvo“ kom hingað í fyrrakveld seint. Far- þegar með honum alls 28, þar á meðal kaupmennirnir Gísli Helgason og Filipp- us Ámundason, Valdimar Ottesen fyrv. kaupm., Jóhannes Reykdal snikkari úr Hafnarfirði, Jón Auðunn Jónsson fiski- matsmaður frá Isafirði og Einar Bjarna- son þaðan, Páll Halldórsson skósmiður (frá Skotlandi), D. Davfðsson ljósmyndari Sveinn Brynjólfsson Kanadastjórnaragent o. m. fl. — Frá Vestm.eyjum kom Hall- gr. Hallgrímsson fjárkláðaumboðsmaður frá Rifkelsstöðum. Suðnr-Þingeyjarsýslu (Höfðahverfi) 27. des. 1904: Héðan fátt að frétta um þessar mundir. Tíðin fremur stirð það sem af er vetrinum og nú má heita jarðbann. En sumarið var hið bezta, er menn muna eptir. Grasspretta hin bezta á túnum og dágóð á útengjum; heyskapur víðast hinn bezti; jarðepla-upp- skera einnig góð í haust. Aflaleysi hið mesta nú f haust og vetur, enda sjaldan gefið á sjó fyrir drífum. Um tíma í sumar góður fiskafli utan við land, en það er langt að sækja það á smábátum frá Grenivík og út f Fjörðu, svo nokkrir ætla að halda til úti í Fjörðum næsta sumar við fiskiróðra, bví þar er aflasæld mikil, en sveit þessi (Firðirnir) hafa ekki byggst nerna illa nú upp á síðkastið, en nú eru menn óðum að flytja þangað aptur, enda mun mörg sveitin óálitlegri, þó snjóþungt sé þar, þvf kunnug- ir segja þar fullt af sfld og fiski á sumrin. f sumar sem leið ferðaðist hér um betlari, sem sagðist vera frá Litlu-Asíu, kom nær því á hvern bæ og mun hafa fengið víðast hvar gefins ögn af skildingum (Armeníu- rnann kölluðu surnir hann). Með sér hafði hann bók og var í henni beðið mjög vel fyrir honum og beðið að hjálpa honum hvar sem hann kæmi. Sagt var, að hann segði Tyrki hafa brennt hús sitt og drepið 2 bræður sína, og að hann stæði uppi hjálp- arlaus með konu og mörg börn. Sagðir voru þeir 4 þessir félagar, en eigi kom hing- að nema þessi eini. Margar getgátur voru um, hvort gustuk mundi að gefa mönnum þessum og sumir héldu, að þetta mundu vera letingjar, sem ekki nenntu að vinna sér brauð, en um það mun ekki gott að segja, þar lítið skildist það sem þeir töluðu. En stjórnin ætti að reyna að sjá um, að ekki flæktust hingað óþarfa betlarar, sem alþýða veit ekki, hvort gustuk er að gera gott eða ekki1). Sigurður læknir Hjörleifsson flutti alfarinn héðan 14. sept. s.l. og hefur enginn læknir verið hér síðan; ekki frétzt um, hver hreppa muni læknishéraðið. Samsæti var honum haldið á Höfða nokkru áður en hann fór alfarinn. Nautgriparæktunarfélag stofnuðu Höfðhverfingar, Látrarstrendingar og Ut- 1) Bréfritarinn hefur alveg rétt fyrir sér í þessu. Það verður að bægja þessum snfkjugestum frá landinu sem allra fyrst, því að annars má búast við heilum hóp af slíkum flökkulýð. Það er heldur enginn vafi á, að menn þessir eru alls ekki ar- menskir, og hafa aldrei sætt illum búsifjum af Tyrkjum, en hafa fundið upp á því snjall- ræði, að flakka út um heim og biðja hjálp- ar í blóra við Armeníumenn. Það er að minnsta kosti víst, að tveir, sem nú eru hér í bænum og þykjast vera Armenar, geta ekki lesið armensku, og kannast alls ekki við málið. Þeini hefur verið sýnt það á bók, án þess þeir væru látnir vita, að það væri armenska, og á því vöruðu þeir sig ekki, en sýrlenzku kölluðu þeir armensku, og þóttust geta lesið hana. Lögreglustjór- inn ætti að yfirheyra þessa pilta nákvæm- lega og vísa þeim svo á bug. Það hefur verið gert f Danmörku og víða annarsstað- ar. En danskir prestar og enda íslenzk kennivöld hafa glæpzt á þeim og gefið þeim meðmæli(l). Ritstj. Fnjóskdælir í sumar fyrir forgöngu lektors Þórh. Bjarnarsonar. Tilgangur þess er að auka og bæta kúakynið, sem og þörf var á, en kynbótafélag fyrir sauðfé hefði átt að fylgja með. Séra Þórh. taldi víst, að eigi mundi Iíða á löngu, áður en við fengjum eða kæmum upp rjómabúi, og víst mætti það ekki dragast lengi, en góðan undirbún- ing þarf það og væri nauðsyn að brúa Fnjóská áður í svonefndum Gerðum. Margir eru hér hættir við fráfærur og þurfa þessvegna gott kúabú til að fylla upp það skarð. Gott verð var á sauðfé hér í haust: kjöt- pundið lægst 17 aura (hæst 23), gærur 30 a. @, mör 22 a. ffi. Rjúpur hafa veiðst dá- lítið í vetur, því margir hafa sinnt veiðinni fyrir aflaleysið (úr sjónum), en kaupmenn á Akureyri hafa víst tekið sig saman um, að gefa eigi hærra verð en 20 a. fyrir rjúpuna (stykkið) eða frétzt hefur það, en hvað um það, þá er það vfst, að kaupmenn hafa dyfígilega gastt sín að gefa eigi hærra verð en þessa 20 aura og er það lofsvert hvað þeir hafa staðið sig vel með þá efndina. Það er sorglegt að sjá „ísafold" blað ept- ir blað flytja skammir um nýju stjórnina að ástæðulausu, eins Og allir viti ekki, að það er persónuleg óvild og hefndargirni fyr- ir að verða undir í stjórnarbaráttunni, enda dettur vfst engum f hug, að taka það öðru- vfsi en hefndarárás og er undarlegt, að mað- urinn (Björn gamli) skuli ek'ki fá óbeit á slíku. Eg er satt að segja hissa, ef „ísa- fold" missir ekki kaupendur nú um nýárið, því ólfklegt er, að alþýða vilji til lengdar kaupa skammir fyrir peninga, eitthvað væri þarflegra hægt með þá að gera. Misprentað í síðasta bl. í grein Matth. Þórðarsonar um Bergen: Tyrkegaden, Tyrkebryggen, Tyrkekirken fyrir: Tyske- gader., Tyskebryggen o. s. frv. Þetta blað kemur í stað föstudagsblaðsins. Eg kaupi mikið af brúknðnm (stimpluðum) frímerkjum frá íslaudi og Danmiirkn gegn eptirkröfu. Tilboð sendist 0. E. Simoii, Anssig Oesterreicli. Á síðastliðnu hausti var mér dregin rauðskjótt hryssa 3 v. með mínu marki: blaðstýft aptan hægra, sýlt vinstra og biti aptan. Þar eg á ekki hryssu þessa, getur réttur eigandi vitjað hennar og borgað á- fallinn kostnað. Deildartungu 2. jan. 1905. Vigdís Jónsdóttir. Ötuli umboðsmaður eða einka- sali fyrir Island óskast til að selja vörur vorar. Umsækjendur snúi sér tíl Nordstróm & Due. sápu, ilmefnaog kemisk-teknisk verksmiðja. Christiania. Norge. Sjóstlgvél og landstígvél vel vönduð, selur M. W. Biering Laugaveg 6. • Frá 14. maí 1905 fást leigðar 2 stórar fbúðir, hver 7 herb. auk 2 geymslu kl. Mikið gólfrými. Lofthæð 4*/» al. Ódýr leiga. Gtsli Þorbjarnarson. J. C. Poestion: Eislandbliiten. Ein Sammelbuch. neu islándischer Lyrik fæst hjá Guðm. Gamalíelssyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.