Þjóðólfur - 31.03.1905, Side 1

Þjóðólfur - 31.03.1905, Side 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 31. marz 19 05. Jú 14. Vínsölumálið. Eptir Árna Arnason í Höfðahólum. Vínsölumálið er eitt þeirra málefna, sem orðið hafa fyrir því óláni, að við það hefur ávallt verið beitt miklu meiru af tilfinningum og æsingum, heldur en skyn- semi og rólegri íhugun, og eg heldraun- ar, að það sé ekki ofsagt, að ekkert mál hafi verið eins illa leikið að þessu leyti. Á þessu eiga bindindismennirnir alla sök, því hinir hafa ekki aðhafst annað en láta berast með æsingastraumi bind- indisliðsins. Eitt er það, að bindindismennirnir hafa sett bindindisstarfsemi sína í samband við trúarbrögðin,. en þetta tvennt kemur alls ekki hvað öðru við, og hefur því þessi aðferð eðlilega leitt margt illt afsér. Ann- ars var það ekki ætlun mln, að rekja þetta allt út í æsar, en eg vildi fara fá- einum orðum um það, að nú er vínsölu- málið hér á landi komið 1 miklu verra horf, en það hefur nokkru sinni áður verið, og er auðvelt að gera grein fyrir þessu. Það er þá fyrst, að vfnsalan er komin 1 hendur miklu færri manna en áður, og er á sumum stöðum f höndum eins manns eða tveggja í stað margra, og hefur af þessu leitt það sem ávallt leið- ir af skorti eðlilegrar samkeppni, að var- an*) er orðin óeðlilega dýr, þó fullt tillit sé tekið til árgjaldsgreiðslu og tollhækk- unar, og er það fe eingöngu tekið af þeim, sem kaupa ölföngin, og sést af þessu, að löggjöfin hjálpar að þessu leyti fáum mönnum til þess að féfletta rnarga, og svo það, að tillaga sú, sem kom fram á síðasta þingi um að tvöfalda árgjaldið til vínsölu hefði gert vfnsölulögin helm- ingi ranglátari að þessu leyti, en þau voru áður, því gizka rná á, að vínsölum hefði enn fækkað um heltning við slíkt lagaboð eða meir, og hinir fáu vínsalar því átt stórum betra aðstöðu en áðurum það, að selja vöru sína ofháu verði. Annað er það, að þeim, sem það vilja er gert mjög hægt fyrir með að selja ó- vönduð ölföng, og er það önnur eðlileg afleiðing þess, að samkeppni er engin. — Mttnu vera dæmi til þess nú, að hér á landi séu seld svo óvönduð og óheilnæm ölföng, er enginn kostur væri að koma Út, ef um skárri varning væri að ræða. Munu fæstir hyggja að því, hvert tjón á heilsu getur hlotizt af að neyta sllks óþverra, og sæmra væri löggjöfinni, að koma 1 veg fyrir, að mönnum væri boð- in slfk vara, heldur en að stuðla til þess, að hægt sé að neyða henni upp á menn. Þesstt munu menn svara þannig, að enginn sé neyddur til þess að kaupa öl- föng og sízt af slíkutn mönnurn. En þeir, sem vfns neyta, raunu þykjast hafa rétt til þess, að gera þeirri þörf jafnhátt undir höfði og öðrum þörfum þeim, sem ekki geta álitizt beinar lífsnauðsynjar, en sem leiðir þó af ýmsu því, sem menn hafa sér til nautnar og gera sér ánægju að, og gildir þetta ekki síður um limonade og bindindismannadrykki yfir höfuð, heldur en ölfong, kaffi, tóbak o. s. frv. *) Vínið. Annars er óhætt að fullyrða, að vín- nautn yfir höfuð leiði hálfu verra af sér að öllu leyti, ef neytt er óvandaðra öl- fanga, heldur en ef neytt er góðra, en þetta minnast bindindistnenn aldrei á; þeim þykir hægra að leggja allt niður við sama trogið og skeyta ekki slíkum smá- munum. Sumstaðar er vínsala með öllu lögð niður, annaðhvort fyrir tilverknað bind- indismanna eða þá að keppinautar hafa kornið sér saman um, að hætta vínsölti fyrir þær sakir, að lftil auðsvon hafi þótt að henni fyrir marga, en enginn getað unnt öðrttm þess, að sitja einum aðhenni. Af þessu hefur svo leitt óleyfilega vfn- sölu og stórkostleg tollsvik víða, eins og bent er á í »Reykjavík« í vetur, og mttn þar sízt vera gert ofmikið úr þessu. Þetta er rattnar ekki með öllu óeðlilegt. Mönn- um virðist sér með þessu móti vera gert mjög svo óhægt fyrir með að afla sér vínfanga, og hafa því leiðst til þess að fara í kringum lögin, enda munu útlend- ingar þeir, sem þessa atvinnu reka lítt hirða um, þó landsjóður Islands tapi nokkrum hundruðum eða þúsundum króna. Þessi er þá í stuttu máli árangur sfð- ustu laga um veitingu og sölu áfengra drykkja og er ekki álitlegur : 1. Dýrari og verri ölföng drukkin en áður og engu minna. 2. Landsjóður sviptur miklum tekjum. 3. Mönnutn kennd tollsvik og vörusmygli, Fyrir þessu er ekki til nokkurs að loka augunum og hér dugar ekki í móti að mæla. Á hitt er heldur að líta, að reyna að bæta úr þessu, og mun reynast full- erfitt. Lfklega dylst mönnum ekki, að tæp- lega muni þetta lagast með algerðu vín- sölubanni; það er þegar reynt orðið sum- staðar á landinu og hefur gefið þann árangur, sem hér er sagt að framan. Hitt munu allir sjá, að ekki færi betur með algerðu aðflutningsbanni, enda munu bind- indismenn sjálfir ekki vera því hlynntir, nema hinir allra æstustu og þeir, sem skemmst sjá frá nefi sínu. Er hvorttveggja, að slíkt væri svo mikill sviptir almenns persónuleg* frelsis, að ótrúlegt er, að ís- lendingar láti hafa sig til þess, að hefjast handa í þessa átt, svo mjög, sem hér er gasprað um frelsi og framfarir, og auk þess auðsartt, að kringum þau lög yrði farið eins og hver vildi, því varla yrði svo þéttskipaður vörðurinn á 800 mílna strandlengju landsins, að það yrði ekki allauðvelt. Með aðflutningsbanni missti og landsjóður alls þess fjár, sem nú er víni veitt 1 hann, og er óvíst, að auðvelt yrði að ná því með góðu móti á annan hátt. En það vita allir, að landsjóður má einskis rnissa. Annars er vonandi, að þeim mönnum fjölgi heldur en fækki, sem játa það, að mönnum verður ekki kennt að lita með lögum, og að öll þau lög, sem ganga í ófrelsisáttina fram- ar því, sem er öldungis bráðnauðsynlegt til verndar þjóðinni eða einstaklingn- um eru skaðleg og verka óumflýjanlega og undantekningarlaust þveröftigt við það, sem tit er ætlast, og hvenær sem tilfinn- ingar eru látnar taka ráðin af skynsem- inni, hvort sem ræða er um löggjöf eða annað, þar er bölvunin vís. En þessu hefur einmitt bindindismálið sérstaklega orðið fyrir, eins og vikið er á áður í þessari grein. Af þessum sökum munu menn sjá, að þetta mál verður nú að ræðast á öðrum grundvelli en hingað til, og skoðast frá fleirum hliðum. Bindindismenn verða að játa það, að hver maður hefur rétt til þess að neyta þess, er hann vill, öðrum að meinalausu, þó einhver annar neyti hins sama sér og öðrum til tjóns, og að mönnum verður ekki kennt bindindi eða sjálfstæði með því að fara með þá eins og fanga. Þeir mega vita það, að eina ráðið til þess að fá menn til bindindis er það, að sannfæra þá um skaðsemi á- fengisins og má gera það í skólum og á ýmsan hátt. Virðist sjálfsagt, að það sé gert í öllum þeim skólum, sem styrktir eru af landsjóði. Það er og einn þáttur góðs uppeldis, að kenna börnum og ungl- ingum hófsemi jafnt í vfnnautn og öðru, en uppeldismál eru hér í bernsku, eins og fleira. En þá er að hverfa að vfn- sölumálinu, sem mér virðist nú vera f þvf horfi, að ekki megi við hlíta. Þykist eg ekki svo snjall, að eg geti lagt þar ráð er dugi, enda er óhægra að laga það, sem úr lagi er fært, heldur en byggja af grundvelli. En eg álít, að að því ætti að stefna, að landsjóður njóti, að svo miklu leyti, sem unnt er, alls þess arðs, sem vínsala hér á landi getur gefið af sér. Virðist mér rétt, að þjóðin f heild sinni njóti þessa fjár, þar eð þess er ekki kostur, að þeir einir njóti þess, er verst hafa af vínnautninni. Er þann veg lögð nokkur bót við böli. Ekkert er argara, en að útlendir prangarar og smyglar hirði arð þann, sem vínsalan gefur af sér. Er sannast að segja, að eg sé ekkert á móti því, að landsjóður taki sjálfur að sér alla vínsölu í landinu og reki hana svo víða, sem þörf er á. Þá þarf og um leið að herða tolleptirlitið og reyna að laga ept- ir megni það, sem þar er nú úr lagi fært. Þá mundi það og geta komið til álita, hvort ekki mætti með góðum arði brugga áfengi hér á landi og ætti þá landsjóður að reka þá iðn. Auðvitað verður þá að breyta lögunum um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja í landinu, enda munu þau vera vitlausust allra laga í heimi. Er vonandi, aðþauverði eins dæmi í íslenzkri löggjöf þess, að bannað sé að framleiða f landinu þá vöru, sem þar er neytt, enda munu þessi lög vera eins dæmi í öllum heimi að þessu leyti, og mættu menningarþióðirnar margt hugsa um löggjöf vora, ef þeim væri kunnugt um þessi ódæmi. Eg enda nú þessar línur í þeirri von, að margir verði til þess að hugsa þetta mál og ræða til næsta þings, er hlýtur að reyna að koma málinu í betra horf en það er nú í. Vínsölulögin fra þing- inu 1899 eru búin að gera nógu illt, þó þar bætist ekki við. Að minnsta kosti mætti ætlast til þess, að þingið sæi um það, að mönnum verði ekki boðinn ban- vænn óþverri f ölfangalíki eptirleiðis með hóflausu verði. Sjónleikar. Leikfélagið hér hefur nú tvisvar sinn um leikið nýjan leik »Hjálpina« eptir P. A. Rosenberg, son Karls Rosenbergs Islandsvinarins, er hingað kom á Þjóð- hátíðinni, og var einn hinna fáu Dana, er lagði rækt við bókmenntir vorar og og mat þær mikils. Ekki.verður með sönnu sagt, að leikrit þetta sé tilþrifamik- ið, eða hafi mikið skáldlegt gildi, en það fer ekki ólaglega á leiksviði, og sumar persónurnar eru frá höfundarins hendi vel gerðar með skýrum ljósum dráttum úr nútlðarlífinu, enda er leikurinn nútíðar- leikitr, og í því eru aðalkostir hans fólgn- ir. Þungamiðja hans er sú kenning, að sambúð karls og konu, sem unna hvort' öðru, sé eins virðingarverð og siðferðisleg eins og löghelgað hjónaband. Að öðru leyti þykir ekki ástæða til að rekja efni leiks þessa, enda er það í sjálfu sér ekki svo harla markvert, og ber einna mest á því, að Jóhann Bagge, sonarsonur auð- ugs stórkaupmanns, tekur traustataki á stórfé frá vtni sínum til að hjálpa föður unnustu sinnar úr ískyggilegum kröggum, en vill ekki sjálfur segja frá því, til hvers hann hafi notað þessa peninga, en virðist þó ekki vera óljúft, að venzlamenn hans ýmsir komist á snoðir um það, og sár- bænir að síðustu frænda sinn, allramestu landeyðu og ráðleysing, til að segja frá því, og fer hetjugljáinn því yfirleitt dá- litið af þessum veglynda unga manni, sem hóf. hefur gert að höfuðpersónu < leikn- um, en tekst miður vel að gera hann hugðnæman áhorfendunum, og þessvegna er heldur ekkki von, að leikandinn (Jens Waage) geti með leik sínum vakið sterk áhrif eða mikla huttekningu fyrir þessum unga manni, sem á að vera svo frábitinn verzlunarsökum, en lifa og hrærast í ást og listum. Gamli karlinn, Holger Bagge, afi hans, er hr. Árni Eirlksson leikur, er burgeis allmikill, sgeheimeatazráð* að nafnbót, gamaldags 1 skoðunum ög ein- strengingslegur. Hr. Á. E. leikur hann mjög laglega og hefur auðsjáanlega gert sér rnikið far um að skilja hlutverk sitt. Frk. Guðrún Indriðadóttir, er leikur unn- ustu Jóhanns Bagge, er jafnvel um of yflrlætislaus og daufgerð. Vitanlega á hún að vera stillt og hæglát stúlka, en úr þvf að hún er svo viss um hina órjúfanlegu ástjóhanns, eins og hún virðist mega vera, þá gæti hún verið dálftið fjörlegri og ör- uggari, án þess það skaðaði leik hennar. Og allra sízt má bera á neinum hetm- óttar- eða aumingjablæ, þótt hún sé áhyggju- full út af því, hvernig fara muni fyrir henni og unnusta hennar, sem hún hefur verið »hálfgipt« heilt ár. — Frk. Lára Indriðadóttir hefur f þetta skipti fengið allstórt hlutverk og allvandasamt, og njá segja, að hún fari vonum fremur vel með það. Það bregður þó fyrir hingað og þangað töluverðum leiklistartilþrifum hjá henni, sem áður hefur ekki orðið vart, og má því vænta, að hún geti, er fram lfða stundir náð sér niðri á leiksviðinu, ef hún gerir sér far um það, og leggur nið- ur þann kæruleysis-kulda gagnvart hlutverk- um sínum, sem hingað til hefur mjög Svo

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.