Þjóðólfur - 07.04.1905, Page 1

Þjóðólfur - 07.04.1905, Page 1
57. árg Reykjavík, föstudaginn 7. apríl 1905. JTs 15. Margarine það, er verzlunin EDINBORG hefur jafnan nægar birgðir af, bæði ( kvartél- um og kössum, í i og 2 pd. töflum, er sérstök tegund, sem tekur öllum öðrum smjör* líkistegundum fram að gæðum. — Síðastliðið ár seldi verzlunin um 28 þúsund pund af þessu smjörlíki, enda er víst, að þeir, sem einu sinni hafa reynt það, kaupa ekki smjörlíki annarsstaðar. Þessi tegund fæst HVERpl Á ÍSLANDI NEMA Í VERZLUNINNI Edinborg. Útlendar fréttir. —o--- Kanpmannahöfn 22. marz. Austræni ófriðurinn. Ornstan við Mnkden. Rnssar bíða al- grerðan ósignr og flýja norðnr til Charbin með lcifnr hersins. Svo sem getið var í síðasta fréttabréfi hófu Japanar í lok febrúarmánaðar al- menna árás á lið Rússa, er stóð umhverf- is Mukden. Voru þeir þá komnir með töluvert lið bæði austur og vestur fyrir þá, svo að þeir mynduðu hálfhring um- hverfis Rússa og réðust á þá úr þrem átt- um í senn. Hófst nú hin mesta orusta og mannskæðasta, er háð hefur verið um langan aldur. I seytján daga \'ar or- ustan háð því nær hvíldarlaust dag og nótt af framundir einni miljón her- manna, er náðu yfir margra mílna svæði. Orustan hófst með því, að Kuroki gerði árás á og sigraði Rennenkampf, er var með Kósakka slna lengst í austur frá aðalher Rússa, og náði þá bænum Tsinghocheng, er liggur f suðaustur frá Mukden. Hélt hann nú lengra norð- ur og hugðist að vinna fjallaskörð þau, sem erti f Talinfjallgarðinum suðaustan- vert við Mukden og rammlega víggirt. Var þar til varnar r. herdeild Rússa und- ir forustu Lenevitsj. Varð hér hin harðasta viðureign og börðust hvorutveggju af hinni mestu hreysti. l’ó lauk svo, að Kuroki náði hverju skarðinu eptir annað og 8. þ. m. varð Lenevitsj að láta undan síga norður að Húnfljótinu, er rennur rétt fram hjá Mukden að suðaustanverðu. Kuroki hélt á eptir Rússum, þegar næsta dag var hann kominn með nokkurn hluta *f liði sínu norður fyrir Húnfljótið. Var nú viðbúið, að hann mundi komast að baki Rússum og króa þá inni, svo að Kuropatkin lét þegar þá skipun út ganga (h. 9.), að allur herinn skyldi halda undan norður til Tieling. Þegar Kuroki hóf árásina að austan- verðu sendu Rússar allt það lið, er þeir máttu til móts við hann. En þegar minnst varði réðst Oku 3. marz að suðvestan- verðu á 3. herdeild Rússa undir forustu Kaulbars. VeittuRússar þar svo harða mótspyrnu, að Japanar fengu í marga daga lítið áunnið, þó að þeim veitti held- ur betur, enda höfðu Rússar ekki búizt við árás úr þessari átt. Um sama leyti (3. marz) varð einnig vart við N o g i í vestur og norðvestur af Mukden. Höfðu Rússar ekki fyr fengið vitneskju um ferðalag hans, enda er jafn- vel haldið, að hann muni hafa farið yfir lönd Kfnverja til þess að komast fram hjá Rússum, án þess að þá grunaði nokk- uð. En þar sem nú svo var komið sendi Kaulbars einn af hershöfðingjum sínum, Terpitzki, á móti honum. Gerði hann afarharða árás á Nogi og tókst að stöðva hann um hríð. Varð mannfallið svo mik- ið, að Rússar hlóðu garða af búkum hinna föllnu fjandmanna, er þeir þöktu með mold og notuðu síðan sem skotgarða. En brátt kom það í ljós, að Japanar voru Rússum yfirsterkari og hopuðu Rússar því austur eptir til Mukden. Hinn 9. var bar- izt hjá keisaralegstöðunum kínversku skammt frá Mukden og þar sem Kuroki að austanverðu einnig átti allskammt þang- að, afréðu Rússar, svo sem áður er sagt, að halda norður eptir til Tieling til þess að verða ekki afkróaðir. En menn halda, að skipun þessi hafi borizt of seint í hend- ur þeim hluta Rússahers, er lengst var stiður og vestur af Mukden. Að minnsta kosti barðist Kaulbars enn fyrir sunnan Mukden daginn eptir að Japanar höfðu sest í bæinn, og er því hætt við, að mikl- um hluta liðs hans muni ekki hafa getað orðið bjargað úr klóm Japana. I miðfylkingunni (beint suður af Muk- den) var einnig sífellt barizt. Var Nodzu þar fyrir liði Japana. Gerði hann fyrst einungis smá áhlaup á Rússa, en þá er fylkingararmarnir voru farnir að nálgast að baki þeirra', hóf hann svo öfluga árás á þá, að þeir gátu ekki viðnám veitt. Yfirforingi Rússa þar, Bilderling, féll, en H e r s c h e 1 m a n n, er þá tók við for- ustunni hélt norður eptir til Tieling með þær leifar herdeildarinnar, er honum tókst að bjarga út úr liðshring Japana. Japanar veittu Rússum þegar eptirför, og hafa stundum orðið allbörð vopnavið- skipti milli þeirra sfðan, einkum nokkru fyrir sunnan Tieling. Rússar létu þar ekki staðar numið, heldur héldu norður eptir áleiðis til Charbin og sfðustu fregn- ir segja, að þeir séu í nánd við Kajuten, er liggur ekki allskammt norður frá Tie- > ling. Hinn 16. þ. m. settust Japanar í T i e 1 i n g. Svo sem nærri má geta hefur manntjón- ið af beggja hálfu verið feiknamikið, en hversu mikið það hefnr verið er ómögu- legt að segja enn með neinni vissu. Ept- ir síðustu fregnum frá Tokio gizka menn þar á, að Rússar hafi alls misst 175 þús. manns að þeim meðtöldum, er teknir hafa verið til fanga, en manntjón sitt teljajap- anar 50 þús. Afarmikið herfang hefur fallið í hendur Japana (fallbyssur, skotfæri, vistir, hestar o. s. frv.). Hafa menn mjög lofað herkænsku Oyama's marskálks og jafnvel lfkt honum við Napóleon, en hins- vegar þykir Kuropatkin hafa brugðizt þeim vonum, er menn gerðu sér um hann. Yfirforustan hefur nú líka verið tekin af honum og fengin í hendur Lenevitsj. Síðustu fregnir segja, að Kuropatkin muni verða kyr þar eystra sem undirmaður Lenevitsj’s og fá lið það til forráða, er hann stýrði (1. herdeildina). Ekki vilja Rússar heyra talað um frið, þó að í svo óvænt efni sé komið fyrir þeim, en hyggjast að senda ennþá nýja herskara austur til Asfu. Floti Rosdestvensky’s, er í meir en 2 mánuði hefur legið í nánd við Madagaskar, hélt í burtu þaðan fyrir nokkr- um dögum og stefndi í austurátt. — Nýi flotinn, er sendur var af stað í fyrra roán- uði undir forustu Nebogatows admír- áls, er nú kominn suður fyrir Suezskurðinn. Finnland. í fyrra dag varMjasojedoff landshöfðingja í Wiborgarléni veitt bana tilræði. Ungur maður (22 ára að aldri) Matti Reinikka skaut á hann _ þrem skotum og særði hann allmikið, en þó eigi til bana. Hann var þegar handtek- inn og tveir menn aðrir, er átt höfðu að vera í vitorði með honum. Hann hafði verið handtekinn í fyrra fyrir grun um banaráð við Eliel Johnson „statsprokura- tor", er drepinn var fyrir skömmu. Hann slapp þá undan til Svfþjóðar og dvaldi þar þangað til nú. Mjasojedoff hafði ver- ið mikill vinur Bobrikoffs. Danmörk. I gær var hýðingarfrum- varpið til 2. umræðu f fólksþinginu og var samþykkt þar með 10 atkv. mun (56 gegn 46), svo að það verður nú innan skamms afgreitt sem lög frá þinginu. Með- al þeirra, er atkv. greiddu gegn frv. í þetta sinn var Deuntzer fyrv. ráðaneytis- forseti. Skáldkonan norska, Amalie Skram, dó í Kauptnannahöfn 15 þ. m. H . V. S t h y r fyrv. biskup á Fjóni dó 5. þ. m. Hann var kennslumálaráðherra 1897—1900. Eiiglanð. W y n d h a m ráðherra fyrir írland hefur fengið lausn vegna þess, að hann þótti hallast meir að heimastjórnar- stefnunni, en flokksbræðrum hans þótti geðfellt. Ennfremur hefur Selborne sjó- málaráðherra farið frá völdum. Verður hann landstjóri f Suður-Afríku í stað Milners. En annars situr ráðaneytið í heild sinni ennþá að völdum, en er þó farið að verða valt í sessi, svo að varla mun langt að bíða þess, að það verði að víkja fyrir „viggunum". Geðveikrahæli. Fátækramálanefndin hefur í samráði við Guðmund héraðslækni Björnsson samið frumvarp til faga um stofnun geðveikra- hælis hér á landi, og er frumvarp þetta með ástæðum og athugasemdum nú prent- að. Er ætlazt ti), að geðveikrahælið sé sett á bújörð f nánd við Reykjavík, ann- aðhvort á Kleppi, Setbergi eða Ási við Hafnarfjörð. Er gert ráð fyrir, að það rúrni 22 geðveika menn, og að kostnaður við stofnun þess verði 68,000 kr., en árleg útgjöld til hælisins úr landsjóði áætluð 6,290 kr., sem beínt tillag. Er gert ráð fyrir, að allur kostnaður við rekstur stolnunarinnar verði rúmar 12,000 kr. árlega, eða hér um bil helmingi meira en landsjóðstillaginu nem- ur, en sá helmingur, eða aðrar 6000 kr., á að nást með ágóða af búskap á spft- alajörðinni og f meðgjöf með sjúkling- untim, er aðstandendur þeirra eiga að greiða f landsjóð, og er hún ákveðin 45 a. með hverjum geðveikum manni á dag, ef hann er þurfamaður, en ella 90 aurar á dag. — Vitanlega er kostnaðaráætlunin við rékstur þessarar stofnunar nokkuð laus- leg, eins og sllkar áætlanir eru og hljóta jafnan að vera, en allnærri ætti hún að fara, einkum þá er hægt er að miða við annan spítala hér — holdsveikraspítalann. — Til að spara útgjöld er ekki ætlazt til, að sérstakur læknir verði við stofnunina fyrst um sinn, heldur fái læknir sá, er næst býr hælinu (t. d. læknirinn í Hafn- arfirði, el hælið verður þar) 600 kr. árlega þóknun fyrir eptirlit með hælinu. Sam- kvæmt skýrslu um vitskerta sveitarómaga 1902, voru þá 154 vitskertir og geðveikir menn í landinu(72 brjálaðir, 52 geðveikir, 30 fábjánar). — Nefndin gerir ekki ráð fyrir, að hælið geti komið til notkunar fyr en á árinu 1908, svo að ekki þurfi að gera ráð fyrir neinum útgjöldum þess vegna á fjárlögunum 1906—7, nema ei til vill tll utanfararstyrks handa lækni þeim, er tæki að sér eptirlitið. Þvf verður ekki neitað, að fullkomin þörf sé hér á sérstöku geðveikrahæli fyrir þá sjúklinga, sem erfiðastir eru og mest vandræði er að annast á heimilunum. Meðferð á slíkum sjúklingum hefur og opt verið hin hörmulegasta og mjög harð- ýðgisleg. En úr því verður naumast bætt nema með sérstakri geðveikrastofnun, og það er miklu betra en ekki, þótt hún væri fyrst um sinn ekki stærri, en nefnd- in hefur stungið upp á. Er sennilegtC að mál þetta fái góðan byr á þinginu í sumar. Gull í Eskihlíðarmýrinni(?). Það þótti ekki litlum tfðindum sæta, er sú frétt barst hér út um bæinn árla á laugardagsmorguninn var, að gull væri fundið í mýrarkrikanum vestan undir Eski- hlíðarhæðinni, rétt fyrir sunnan Hafnar- fjarðarveginn gamla. Þar hefur síðan í haust verið borað með jarðnafri til að leita að vatni fyiir bæinn, eins og kunn- ugt er. Þá er komið var 118 feta djúpt niðtir í síðari holunni, kom upp á nafr-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.