Þjóðólfur - 14.04.1905, Side 1

Þjóðólfur - 14.04.1905, Side 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. apríl 19 05. Jti 16A. Að hafa nægilegt og hreint lopt að anda að sér, er nú á tímum álitið eitt hið helzta lífsskilyrði fyrir mannlegan llkama, og er það trú allra lækna, að fæðan því að eins komi að fullum notum, að þessa sé gætt. Þetta hefur nú verzlunin EDINBORG í Reykjavílc einmitt haft fyrir augum, er hún lét reisa hina veglegu vefnaðarvörubúð sina, sém nú verður opnuð innan fárra daga. Býður hún því alla, konur og karla, unga og gamla velkomna. svo þeir geti gengið úr skugga um, að þar sé æt(ð nægð af Hfslofti, — og — smekklegum, fjölbreyttum og ódýrum vörum. Útlendar fréttir. —o--- Kanpmannahöfn 31. marz. Frá úfriðnnm. Friður í vænðnm. Af ófriðnum hafa litlar fregnir farið síð- astliðna viku aðrar en þær, að Japanar elta Rússa lengra og lengra norður eptir, en Rússar veita dálítið viðnám eptir megni á stöku stað til þess að tefja fyrir eptir- förinni. Sú fregn hefur borizt, að Japanar ætli í annað sinn að reyna að umkringja Rússa, en engar sönnur eru fengnar fyrir því. Japanar kveðast ekki muni nema staðar fyr en í Charbin, en þangað búast þeir við að komast kringum 10. apríl. Annars virðast nú Rússar loks farnir að sjá, að vonlaust sé að halda lengur áfram ófriðnum, því að ofan á ófarirnar fyrir Japönum bætist nú, að lánstraustið er á förum, en til þess að heyja stríð þarf um- fram allt peninga. Það er nú líka sann- frétt, að farið er að gera gangskör að því, að fá friði komið á, og má búast við, að það takist innan skamms. Fyrst um sinn semja þó ekki fjandmennirnir beinlínis hvorir við annan, heldur verður notuð milliganga einhvers annars ríkis. I dag fréttist, að Roosevelt forseti Bandaríkj- anna hafi verið valinn sem milligöngu- maður til þess að reyna að koma á sam- komulagi um, á hvaða grundvelli samn- ingar skuli hafnir. Það hefur heyrzt, að Rússastjórn hafi gefið í skyn, að hún vilji einungis frið semja með þeim kjörum, að hún þhrfi engan herkostnað að greiða Jap- önum og ekkert land að láta af hendi við þá. I Pétursborg hefur því verið neitað, að Rússland væri neitt að sækjast eptir friði, en þau mótmæli munu víst einung- is vera til málamynda. Á Rússlandi lifir ávallt í kolunum. Ó- eirðirnar hafa heldur aukizt síðastliðna viku. Einkanlega hefur kveðið að þeim i bænum Jalta á Krímskaganum. Þar hefur allt verið í báli og brandi, hús brot- in og brennd. Hefur orðið að draga að lið úr nágrenninu. I Eystrasaltslöndunum, einkanlega í Líflandi, hefur einnig ver ið mjög ókyrt, og í Pétursborg hafa verið gerð ný verkföll. — Banatilræði hefur ver- ið framið við N o 1 k e n lögreglustjóra 1 Yarsjá fyrir skömmu. Var sprengikúlu kastað undir vagn hans. Hann komst þó Hfs af, en varð mjög sár. Aptur á móti beið lögregluþjónn einn, er var nærstadd ur bana og 5 menn aðrir særðust. — I gær var skotið á Trepoff borgarstjóra í Pétursborg, en hann sakaði ekki. — I gær gerði lögreglan í Pétursborg góða veiði. Hún hafði komizt á snoðir um samsæri til þess að ráða af dögum Vladimir stór- fursta, Trepoff borgarstjóra og Bolygin innanríkisráðgjafa, og í fyrrinótt tók hún höndum 12 manns, er verið höfðu í þeim ráðum, ’þar á meðal nokkrir, er lögreglan lengi hefur verið að leita að. Menn ætla, að samsærismennirnir hafi verið sviknir 1 tryggðum. Finnland. Mótmæli finnska þingsins gegn nauðungarlögunum hefur haft þau áhrif, að hermannaútboðið í ár á ekki að fara fram eptir útboðslögunum frá 1901 og dómararnir eiga hér eptir að vera óaf- setjanlegir. Aptur á móti er alræðisvald landstjórans enn ekki afnumið. Danmörk. 28. þ. ra. fóru fram hinar ár- legu kosningar á */« af bæjarstjórn Kaup- mannahafnar. Tvö síðustn árin hafa hin- ir svokölluðu Anti-socialistar (hægri og hinir íhaldssamari vinstrimenn, er ráða- neytinu fylgja) unnið sigur við þær kosn- ingar, en nú lutu þeir í lægra haldi fyrir sósíalistum og hinum frjálslyndari vinstri- mönnum. 29. þ. m. dó dr. phil. Gert Winther 92 ára að aldri. Hann var fyr einn af foringjum vinstrinianna og sat á grund- vallarlagaþinginu 1848. Elzti þingmaður Dana, de 'l'hygeson, dó í dag. Hann skorti einungis nokkra daga í 99 ár. 2. aprít verða iooársfðan æfintýraskáld- ið H. C. Andersen fæddist. Eru ýms hátíðahöld í minningu þess um þessar mundir. Frakkland. Skáldsagnahöfundurinn Jules Verne lést fyrir skömmu á bústað sínum f Amiens, 77 ára að aldri. í gær varð járnbrautarslys f nánd við París. Lest ein hljóp af sporunum, eimreiðin og 3 vagnar ultu um koll og kviknaði í þeim, og f þeim svifum kom lfka önnur lest þjótandi á þá. Manntjón varð nokkuð. Á Krít eru sífellt töluverðar óeirðir. Sá flokkur, er óeirðunum veldur, vill koma eyjunni inn undir Grikkland. Villijálmnr Þýzkalandskeisari er nú á ferðalagi suður í Marokkó. Mun sú ferð að nokkru leyti gerð 1 þeim tilgangi, að treysta verzlunarrfki Þjóðverja þar í landi. Hafa landsmenn tekið honum með miklum fögnuði og vænta þeir trausts hjá honum gegn ágangi Frakka. Viðnuki. Rvik 14. aþril. Með „Skálholt" bárust dönsk blöð frá 1., 2. og 3. þ. m., en engar verulegar nýj- ungar flytja þau. Á ófriðarstöðvunum eystra nú að mestu kyrt. —Japanarkomn- ir 105 enskar mílur norður fyrir Tieling. — Heima fyrir á Rússlandi eru viðsjár allmiklar og upphlaup, einkum í Kákasus- löndunum, en þaðan mjög óljósar fregnir. Mikill hluti þjóðarinnar óskar, að friður verði saminn og í sama strenginn tekur keisaraekkjan (Dagmar) og keisaradrottn- ingin, en keisarinn vill láta halda ófriðn- um áfram og fylgir honum allur stórfursta- flokkurinn, en réttara er þó líklega, að keisarinn láti stjórnast af honum. Friðar- umleitunum miðar því enn ekkert áfram, og sumir segja, að Roosevelt muni hættur við að skipta sér af þessu, og séu það Frakkar einir, er nú láti sig þetta mál nokkru skipta. Flestir frakkneskir fregn- ritar í Pétursborg sendu hraðskeyti til Lundúna 2. þ. m. þess efnis, að ölljj/von væri úti til að finna nokkurn samninga- grundvöll, er báðir málsaðilar vildu sætta sig við, en blöðin, sem flytja fregn þessa geta þess jafnframt, að þetta muni vera heldur mikið svartsýni. Mikil hátíðahöld í Danmörku 2. þ. m. á 100 ára afmæli H. C. Andersens og eru dönsku blöðin þá dagana sneisafull af frá- sögnum um alla þá viðhöfn. Meðal ann- ars hefur Holger Drachmann ort Ijómandi fagurt kvæði um Anderscn, og þykirkarli þar hafa tekizt upp að fornum vanda. — Rfkisþinginu var slitið 3. þ. m. — Meðal samþykktra laga eru t. d. hýðingarlögin nafnkunnu. j- Skapti Jósepsson ritstjóri Austra lézt 16. f. m. Nánar síðar. Skírnir. Tímarit hins ísl. Bókmenntaýélags /905. 1 hepti /—96 bls. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Mörgum mun finnast fátt eitt um mynd- ina af Skírni, sem er framan á kápunni. Skírnir, hinn röski sendisveinn Freys, er þar gráskeggjaður og eltilegur, armurinn líkastur trjástofni með dýrshramm í hand- arstað, og feldurinn, sem hann hefur varp- að um axlir sér er engu lfkari, en hann sé rekinn saman úr borðvið. Reiðskjót- inn ber öll merki þess, að hann sé út- tauguð húðarbykkja, sem ekki er á vetur setjandi. Heptið er fjölbreytt að efni, en ekki veigamikið að sama skapi. Virðist það einkum hafa vakað fyrir ritstjóranum, að fá sem flesta samverkamenn, er hann færi af stað. Einkarvel samdar eru greinar þeirra Jóns ritstj. Ólafssonar um Willard Fiske og Guðmundar læknis Magnússon- ar uin Niels R. Finsen. Grein Jóns ólafs- sonar bregður skýru ljósi yfir helztu æfi- atriði hins látna öðlings og Islandsvinar, og frásögnin um ást Fiske til hefðarmeyj- ar þeirrar, er síðar varð kona hans er hugnæm mjög og vel sögð og lýsir mæta vel hinni viðkvæmu lund hans og trúfesti. Guðm. læknir Magnússon er ekki maður fjölorður f ræðu eða riti, en þó tekst honum á örfáum sfðum að lýsa svo vel vísindamennsku og mannmæti Finsens sál., að bæði þeir, sem alls ekki þekktu hann og þeir, sem voru honum lítt kunn- ugir sannfærast um, að þar eigum vér í orðsins fyllsta og fegursta skilningi að sjá á bak mætum manni. Aptur á móti eru myndir þær, er fylgja æfiágripunum hvorki góðar né vel prentaðar og til lít- ils sóma fyrir heptið og prentsmiðjuna. Grein Steingríms Matthíassonar um lík- brennslu er góð og þörf, og væntanlega verður henni gaumur gefinn sem skyldi Sama er að segja um efnisyfirlit Páls V. Bjarnasonar yfir norsku hegningarlögin nýju. Mun ekki vera vanþörf á, eins og höf. tekur réttilega fram, að fara nú senn hvað Hður að hreyfa dálítið við hegning- arlögum vorum, sem eru í mörgum grein- um úrelt*orðin. Ritstjórinn ritar um heimavistarskóla fyrir börn. Þetta er nýung mikil í lýð- menntun vorri, en á hinn bóginn er það enn lítt reynt bæði hjá oss og öðrum þjóðum, hversu holl hún er. En að sjálf- sögðu ber að taka mál þetta til rækilegr- ar fhugunar. Að ætlun vorri verður það aðalmótbáran mót heimavistarskólum að svo komnu, að kennaramenntun vor á enn svo langt í land, að vér eigum að eins sárfáum kennurum á að skipa, sem eru því vaxnir, að veita slíkum skól- um forstöðu. En ef við förum nú þegar að stofna slfka skóla og tilraunin mis- heppnast, gæti vel farið svo, að menn verði nýungunni alveg fráhverfir, ekki af þvf að hún eigi það skilið, heldur af þvf, að oss hefur brostið kunnáttu og lag til að koma henni á. Sumar af áætlunum höf. leika nokkuð í lausu lopti, eins og eðlilegt er. Guðm. læknir Björnsson hef- ur eptir beiðni ritstjórans skrifað nokkrar leiðbeiningar um það, hvernig hýsa skuli slfka heimavistarskóla í sveit. Hann get- ur þess sjálfur, að vegna rúmleysis verði tilsögn sfn »að þessu sinni stutt og ónóg«; engu síður geta þeir, sem ætla að koma upp skólum í sveit, hvort sem það eru heimavistarskólar eða heimangönguskólar, lært ýmislegt af henni. Auk ýmislegs smælkis í hepti þessu, svo sem ritdóma um nokkrar Islenzkar bækur og annara smágreina, sem virðist ekki ástæða til að vekja máls á, flytur það skáldsögu eina eptir E. ritstjóra Hjör- leifsson og tvö kvæði eptir þá Einar Bene- diktsson og Guðmund Ijóðasmið Magnús- son. Skáldsaga E. H. nefnist »Þurkur« og stendur trauðla jafnfætis skáldsögum þeim, er hafa áður birzt eptir höfundinn. Kvæði E. B., kveðja Skírnis, er engan veginn eins frumlegt og vel kveðið og mörg önnur kvæði hans, enda hafa skáld vor svo margsinnis lagt út af Hkum »texta«, að það er næstum að bera 1 bakkafullan lækinn. Færeyjakvæði Guðm. Magnús- sonar eru fjölorðar og vel rímaðar hug- leiðingar. En það er vonandi, að þegar

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.