Þjóðólfur - 05.05.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.05.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. maí 19 05, 19. Ritsímamálið. ii. (Síðari kafli). Það verður ekki annað séð, en að val- týsku málgögnin byggi hamfarir sínar gegn ritsímasamningnum meðal annars á þeirri fjarstæðu, að ráðherranum hefði verið í lófa lagið að láta íslendinga fá öll yfir- ráð yfir þessu fyrirtæki, þar á meðal yfir sæsímanum og verði hraðskeytanna með honum. En þetta getur enginn maður með heilbrigðri skynsemi heimtað af þeirri einföldu ástæðu, að þá þyrfti það að vera algerlega innlent félag, sem tæki allt þetta stórvirki að sér, þar á" meðal lagningu sæsímans. Hve mikið vit er ( slíku geta víst flestir séð. Það liggur eflaust flest- um heilvita mönnum nokkurn veginn ( augum uppi, að vér mundum harla seint fá ritsíma, ef útlent félag yrði ekki til þess að framkvæma verkið. Og þá er spurningin. Atti ekki einmitt að leita til hins »Stóra norræna« með þetta og var aðra leið unnt að fara, eða var nokkur von um betri kjör hjá öðru félagi? Það er víst alveg óhætt að svara þessu öllu neitandi, því eins og áður var vikið á, voru tilboðin um loptskeytasamband öld- ungis óaðgengiieg, auk þess sem sá stór- kostlegi galli fylgir ennþá þeirri uppfundn- ingu, að alls ekki verður fyrirbyggt, að skeytin verði ekki hremmd af öðrum en þau eru ætluð, svo framarlega sem menn leggja sig fram um það og hafa tæki til þess að ná þeim, og það gæti komið sér harla ilia fyrir oss. Nei, Mareoni- uppfundningunni er svo háttað, að það væri hreinasta fásinna af oss að leggja lít ( stórkostlegan kostnað til að fá það samband. En ritsíminn verður oss ávallt dýr, það þarf enginn að ganga gruflandi að því. Og það er enn ekki unnt að segja, hvað kostnaðurinn við lagning landsímans fer mikið fram úr þeim 300,000 kr., er vér fáum hjá »St. n.« til þessa. En sama má segja um svo mörg stórfyrirtæki. Það er opt að meiru eða minna leyti rennt biint ( sjóinn um, hvað þau muni kosta. Það er opt alls ekki unnt að vita það fyrirfram, hversu nákvæmar áætlanir sem gerðar eru. Það er lagt út ( slík fyrir- tæki engu að síður, ef þau aðeins eru talin sjálfsögð og nauðsynleg. Það þarf ekki annað en benda til dæmis á útrým- ingu fjárkláðans. Það veit enginn enn hvað hún muni kosta fyrir landið, hvað þá heldur þegar byrjað var á henni. Og samt var það mál ekki drepið, þótt menn vissu ekki upp á hár fyrir fram, hve mikill kostnaðurinn mundi verða. En málið var talið nauðsynja- og vel- ferðarmál, er ekki mátti undir höfuð leggja. En er því þá ekki líkt varið með rit- símann? Er það ekki fullkomið nauð- synjamál fyrir land vort? Eiða á aðhafna þeim tilboðum, sem nú eru fengin og ðrepa með því málið að fullu og öllu? Þetta virðast stjórnfjandamálgögnin vilja, Þau virðast svo fjarri því, að telja það nokkurt nauðsynjamál eða þarfamá), að það er n ú orðið hreint og beint skað- ræðismál í þeirra augum af þeim ástæð- um, að það er ekki stjórnin þeirra, sem komið hefur því á góðan rekspöl að það verður dýrt, og af því, a ð vér ráðum því ekki að öllu leyti. Sú var þó tíðin, þá er annað hljóð var í strokknum þeim meginn, og fáu var framar skipað en þessu máli. Þá var ekki talað um kostnaðinn eða neina annmarka á fyrirtækinu. Má þó undarlegt virðast, ef það er orðið ó- alandi og óferjandi á næstl. 6—7 árum. Sannleikurinn er sá, að málið er nú ekki síður nauðsynjamál en það var áður, nema fremur sé, og einu má ekki gleyma, aðþað verður alls ekki hjáþví komizt fyrir oss að komast í r i t- símasamband við umheiminn sem fyrst, tíminn krefst þess, og þjóðin unir því ekki lengur, að búa við það samband við um- heiminn, sem hún hingað til hefur orðið að láta sér lynda. Og* þjóðinni verður því ekki úr þessu snúið við eins og sokkbol til að snúast nú gegn þessu máli og drepa það, því að hún veit, að það rekur að því hvort sem er, að hún hlýtur að taka á sig þann kostnað, er af sambandi þessu leið- ir, og að hún kemst alls ekki hjá því. Og hví skyldi hún þá ekki nú þegar grípa hið hentuga tækifæri, sem áreiðanlegt er áð ekki býðst betra síðar, hvernig sem valtýsku málgögnin reyna að þvæla hana og villa með Marconitilboðum og annari fásinnu. Vitanlega eru refirnir til þess skornir hjá málgögnum þessum að gera þetta að æsingamáli, til þess að geta sparkað ráðherranum. Þau ætla sér að spana þjóðina á þingmálafundum nú 1 vor til þess að gera ályktanir um niður- skurð málsins á þíngi og þarafleiðandi fráför ráðherrans, sem vitanlega yrði að segja af sér, ef meiri hluti þingsins sner- ist á móti honum og ónýtti framkvæmdir hans í málinu, með því að veita ekkert fé til fyrirtækisins. Þá mundi Valtýing- um dillað, ef þeir gætu leikið þann skolla- leik við þing og þjóð. En sem betur fer mun það ekki takast. Þjóðin er of skynsöm til að láta hafa sig þannig að ginningarfifli, því að þótt öllum sé það ekki ljóst, hvílíkan gróða þjóðin yfirleitt getur haft af ritsímasambandinu, þá munu fæstir vera svo skyni skroppnir, að þeir vilji láta drepa málið, þótt ekki verði sýnt né sannað, að vér fáum fyrst um sinn kostnaðinn við ritsímahaldið borgað- an beinlínis með hinum beinu tekjum | af ritsímanum árlega. Þess megum vér naumast og að sjálfsögðu ekki vænta, sízt fyrst í stað. En við það eitt má ekki miða, þá er um jafnþýðingarmikið mál er að ræða. Þá væru rnörg nauð- synjafyrirtæki dauðadæmd, ef þann mæ.li- kvarða ætti á þau að leggja, að ekki væri lítandi við þeim, ef rekstur þeirra borgaði sig ekki til fulls beinlínis með árs- tekjunum. Þá ætti t. d. að leggja niður póstgöngur um landið, af því að land- sjóður fær ekki jafnmikið 1 aðra hönd eins og hann kostar til þeirra. Og þá ætti einnig að sleppa öllum strandferðum kringum landið. Það er stór kostnaður fyrir landsjóð að fá þeim haldið uppi og full- yrt, að þær borgi sig ekki fyrir félag það, ' er hefur þær á hendi, tæplega með land- 3. maí var opnuð i verzl, ^EDINBORG* Ný skófatnaðardeiId og eru þar á boðstólum allar tegundir skófatnaðar, ristarskór, öklaskór, stíg- vél, morgunskór, dansskór, flókaskór o. fl. o. fl., bæði á börn og fullorðna; er óhætt að mæla með þessum vörum, þar eð sérstaklega hefur verið vönduð innkaup á þeim, og mundu því standast allan samanburð verðs og gæða annarsstaðar; má t. d. nefna að barnaskór eru frá 0,65, ung- lingaskór og stígrvél eru frá 2,25 til 5,75, kvennm.skór og stíg- vél frá 1,95, karlm.skór og stigvél frá 2,95 til 15,75, morgun- Skór frá 0,60 o. s. frv. Virðingarfyllst Ásgeir Sigurðsson. sjóðsstyrknum, hvað þá heldur styrklaust. Það yrði harla smátt um framfarir í heiminum, ef jafn grútarlegum smásálaraug- um væri litið á allt, eins og valtýsku blöðin prédika nú fyrir þjóðinni að hún eigi að gera í ritsímamálinu. Og þetta þykist vera »Framsóknarflokkur«, sem er að troðaframkvæmdarleysis- og vesalmennsku- hugsunarhætti inn í þjóðina af því að leiðtogar þessir halda, að það falli í bezta jörð, sé langsnjallasta ráðið til að villa alþýðunni sjónir og fá hana til að dansa eptir sinni pípu. En það er hætt við að þessum herrum bregðist sú boga- listin. Þjóðin sér hvar fiskur liggur und- ir steini, með þessari hamramlegu og hlægilegu kúvendingu ( málinu, hvernig mennirnir hafa haft alveg endaskipti á sjálfum sér, unnið það til að smjúga í gegnum sjálfa sig —, bara til þess að ná sér niðri á einum manni — ráðherr- anum — og koma einhverjum af sfnum nótum í sess hans. Þ á mundi hljóðið í pípunni ekki verða lengi að breytast, ef þessi sára þrá og héitasta ósk þeirra yrði uppfyllt. Því hefur stundum verið haldið fram, að ritsímalagning innanlands gæti enn beð- ið nokkra hríð, ef höfuðstaðurinn fengi ritsímasamband við útlönd. Þetta vakti meðal annars fyrir þeim, er vildu hafa sfmann til Suðurlandsins sem næst Reykja- vík. En það er ekkert útlit fyrir, að menn láti sér það fyrirkomulag lengi lynda. Atkvæðamagn Norðlendinga og Austfirðinga á þingi mundi þá fljótt hafa sýnt sig í því, að veita undir eins fé til ritsírnalagningar yfir landið, enda er það hverju orði sannara, að ritsímasamband við útlönd kemur oss ekki að fullum not- um, nema gott ritsímasamband sé jafn- framt innanlands. Hefðuiu vér því ekki þáð þessar 300,000 kr. frá St. norræna og heimtað ritslmann til Suðurlundsins, þá hefðum vér orðið að bera a 11 a n kostnaðinn af landsímanum, eins og áður hefur verið tekið fram í grein þessari. Þess vegna var annar vegur en þessi ekki fær. En ekki er ósennilegt enda mjög sanngjarnt, að t. d. Arness- og Rang- árvallasýsla, er svö mikil viðskipti hafa við Reykjavlk, fengju landsímaálmu austur að Þjórsá eða málþráð að minnsta kosti, og þess yrði að öllum líkindum ekki svo langt að bíða, þá er landsíma- lagningu til Reykjavíkur væri lokið. Að því leyti þyrftu sýslur þessar ekki að lfða neinn hnekki við það, að sæsíminn er ekki lagður til Suðurlandsins. Það er í rauninni lakast fyrir Reykjavík, að hún kemst ekki í öldungis beint samband við útlönd. En vonandi verður enginn veru- legur bagi að þvf. Að lokum viljum vér beina þeirri á- skorun til kjósenda í landinu, að þeir geri ekki mál þetta að æsingamáli, held- ur athugi það með stillingu og skynsemi og hlutdrægnislaust. Það væri óheilla- verk mikið, að skara nú eld að ófriðar- kolunum og styðja þá ófriðarseggi í ís- lenzkri pólitík, sem ekki hugsa um annað en skara eld að sinni köku og hrinda frá völdum hinni nýju stjórn vorri, er bæði hefur reynzt framkvæmdarsöm og áhugamikil til að efla gagn landsins, enda þótt hún hafi setið skamma stund að völdum. Og samróma álit mun það vera flestra hinna betri manna, að ekki sé 1 valtýska flokknum neinn sá maður, er ráðherrastöðunni sé vaxinn eða standa mundi betur í henni, en Hannes Hafstein hefur gert og mun gera, hversu mjög sem hatursmenn hans ausa hann auri fyrir allar gerðir hans stórar og smáar. Eða hver skyldi sá ágætismaður(l) vera í þeirra liði, sem þeir vilja láta taka við stjórn- taumunum? Að líkindum dr. Valtýr. En ef um þá tvo væri að velja, hyggjum vér, að þorra almennings blandaðist ekkí hugur um valið. Meira er óþarft að segja. Það er hrein og bein skylda hvers góðs Islendings að hlynna sem bezt að sjálf- stjórn þeirri, er- vér höfum nú fengið, og styðja hana til þess að geta leyst starf sitt sem bezt af hendi, en vera ekki á- vallt að reyna að bregða fæti fyrir hana með illgirnislegum. rógi og hermdarorðum. Sú lúalega aðferð er ekki aðeins þeim til skammar, sem henni beita, heldur til skaða Og bölvunar fyrir þjóðfélagið í heild sinni, og getur haft hinar (skyggi- legustu afleiðingar. Þessvegna hlýtur þjóðin að vera á verði gagnvart æsingaprédikunum og ill- inda-þvogli þessara kumpána.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.