Þjóðólfur - 05.05.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.05.1905, Blaðsíða 2
82 Mislingar í bænum. Höfuðstaðurinn í sóttkvíun. 111 tíðindi mega það teljast, að misl- inga hefur orðið vart hér í bænum, og verður enn ekki sagt, hversu víðtæk sótt- in muni verða, en eptir því sem hún hag- ar sér venjulega má naumast vænta, að hún taki ekki fleiri en þá 2 unglings- pilta, sem enn hafa sýkzt. Hinn fyrri, er átti heima í Vesturgötu nr. 44, kenndi veikinnar 27. f. m., en tveim dögum síð- ar þóttist héraðslæknir viss um, að hér væri um mislinga að ræða, enda þótt enginn viti, hvaðan eða hvar pilturinn hefur fengið sýkina, er hefur verið á pálmasunnudag eða mánudaginn næstan eptir, þvl að undirbúningstími veikinnar er 10 dagar. Hinn 1. þ. m. gaf héraðs- læknir út bráðabirgðarviðvörun gegn sýk- inni og skýrði frá, hver hætta væri á ferðum. Degi síðar (2. þ. m.) veiktist annar unglingspiltur (í Holtsgötu nr. 8) með sömu sjúkdómseinkennum, sem hinn fyrri, og var hann þegar fluttur á sótt- varnarhús, eins og hinn og heimili hans sótthreinsað á sama hátt. Eptir tillögum landlæknis og héraðs- læknis hefur nú stjórnarráðið (í fyrra kveld) gefið út bráðabirgðarauglýsingu um ráð- stafanir til varnar gegn útbreiðslu misl- inganna og fyrirskipað þar, að fyrst um sinn skuli loka hinum almenna mennta- skóla (lærða skólanum gamla) og öllum lægri skólum bæði opinberum og þeim, er einstakir menn halda, að almenn guðs- þjónustugerð og allir opinberir mannfund- ir skuli bannaðir, að enginn, sem ekki hefur áður fengið mislinga megi fara nokkuð burtu úr Reykjavík eða Seltjarn- arnesi, hvorki á sjó né landi, og varðar það sektum eða fangelsi, ef á móti er brotið. Önnur ítarlegri auglýsing urn þetta efni, gefin út í gær, birtist í dag hér í blaðinu. Höfuðstaðurinn er því í algerðri sótt- kvíun nú sem stendur, en sennilegt er, að hún verði ekki nerna til bráðabirgðar næstu 10—1 * daga, eða þangað til séð verður, hversu margir sýkjast. En hvort sem sýkin verður almenn aða ekki bólar að mun meira á henni en orðið er, þá verður hér um bil frágangssök að hafa bæinn í sóttvarnarhaldi lengur en þessa 10—12 daga tilreynslu, og fullerfitt þann tímann t. d. nú um lokin. Hérgeturþví naumast verið nema um bráðabirgðarráð- stöfun að ræða, er sjálfsagt var að gera. Eru nú varðmenn skipaðir bæði við Elliðaár og í Fpssvogi og eins við lend- ingar allar hér til að hepta för allra burtu úr bænum, sem yngri eru en 23 ára. Mannalát. Hinn 22. f. m. andaðist hér í bænum húsfrú Sigríður Skúladóttir (lækn- is Thorarensen frá Móeiðarhvoli) kona Jóns Árnasonar fyrrum bónda 1 Garðs- auka á 49. aldursári (f. 19. nóv. 1856), vel gáfuð kona og vel að sér. Eru 3 börn þeirra hjóna á llfi. Látin er og 27. f. m. Þorgerður Gunnlaugsdóttir Clausen, tengda- móðir H. J. Bartels verzlunarmanns, nær 84. ára gömul (f. 22. júlí 1821), ættuð af Vatnsleysuströnd, ekkja Marteins A. Clausen kaupm. 1 Keflavík og Hafnarfirði <f 1882). Hinn 30. marz dó á Akureyri Ásgrlm- ur Johnsen verzlunarmaður, sonur Jóns heit. Ásmundssonar Johnsen sýslu- manns á Eskifirði. Hann dó úr lungna- tæringu. Var um hríð í lærða skólanum cg kominn upp í 4. bekk, er hann hætti við nám. Helðurssamsæti fjölmennt var J. F. Aasberg, r. af dbr. skipstjóra á »Laura« haldið hér f Iðnaðarmannahúsinu 29. f. m. í minn- ingu þess að hann hefur farið 100 ferðir hingað til lands, eins og áður hefur ver- ið getið um hér í blaðinu. Var hon- um afhent heiðursgjöf: vandað gullúr með gullfesti og ennfremur ágæt mynd af Þingvöllum eptir Þórarinn B. Þorláksson málara auk skrautritaðs ávarps frá ýms- um borgurum bæjarins, er heiðursgjöfina gáfu, 90—100 manns. Hr. Aasberg hefur kynnt sig hér að dugnaði, lipurð og samvizkusemi, framar flestum eða öllum dönskum skipstjórum, svo að hann átti sæmd þessa fyllilega skilið. Prestkosning er um garð gengin 1 Stokkseyrarpresta- kalli. Hlaut þar kosningu kand. Gísli Skúlason með 153 atkv. Séra Páll Stephensen á Melgraseyri, er verið hafði um tfma þar eystra og staddur var á kjörfundi, fékk 95 atkv., en 3. umsækj- andinn, séra Helgi Árnason f Ólafsvík fékk ekkert atkvæði. Aflabrögð á opnum bátum hér við Faxaflóa hafa verið í bezta lagi þessa vertíð, mest 1 net, og fiskurinn því vænn. Hæstur hlut- ur f Garði á 6. hundrað eða um 600, f Leiru um 400, en minna eptir því sem innar dregur, í Njarðvíkum, Vogum og á Vatnsleysuströnd. Á Miðnesi hefur og verið bezti afli, en í Höfnunum frábær- lega góður, hæstu hlutir þar u m 1200, mestallt þorskur. Botnverpill sektaður. Enn hefur »Hekla« náð einu ensku botnvörpuskipi við ólöglegar veiðar l Miðnessjó 2. þ. m., og flutti það hingað. Sektin 1400 kr. og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipið heitir Chrydolite og er frá Hull. Skipstjóri þýzkur, H. Dittmann að nafni. Þetta er 7. botnverpillinn, er »Hekla« hefur höndlað sfðan hún kom, og er það allvasklega gert. „Vesta“ kom hingað frá útlöndum norðan og vestan um land I gær, og með henni allmargir farþegar, þar á meðal: Guðm. Guðmundsson héraðslæknir frá Stykkis- hólmi. Tveir föru-agentar fyrir Kanada- stjórn, íslenzkir að nafni, Páll og Sveinn, kvað og hafa verið með skipinu. „Kong Inge“ kom einnig 1 gær frá útlöndum, norð- an og austan um land. Skipstrand. Frakkneska fiskiskútu sleit upp hér á höfninni f fyrri nótt og rak á land í Efifersey. Frakkneskt herskip »Lavoisier« kom hingað í fyrra dag. Hafði farið frá Englandi 28. f. m., en færði engar markverðar útlendar fréttir. 1 snJóflóOi fórust tveir menn á Þórdalsheiði eystra 5. f. m. Þeir hétu Gunnar Sigurðsson og Guðjón Sigurðsson. Hár aldur. Nýdáinn er bændaöldungurinn Jón P á 1 s s o n 1 Víðivallagerði í Fljótsdal á 100. aldursári, fæddur 1. desember 1805. Æfiágrip þessa merkismanns er prentað í Þjóðólfi 55. árg. nr. 38 (18. sept. 1903) og vísast til þess hér. Látinn er nafnfrægur maður 1 katólsku kirkj- unni Strossmayer biskup í Diakovar í Slavóníu, níræður að aldri, höfuðpreláti allra Suður-Slafa og mannvinur mikil, stofn- aði meðal annars háskólann í Agram og vann mikið að menntun og uppfræðingu meðal landa sinna. Á Vatikansþinginu 1871 barðist hann harðlega gegn trúar- setningunni um óskeikulleik páfans. Sýslunefndarfundur Kjósarsýslu (fyrsti eptir skipti sýslnanna) var haldinn 14. f. m. Helztu mál þar: 1.—3. Reikningsmál. — 4. Endurskoðari kosinn (Björn í Gröf). — Mælt með umsókn Árna í Móum til Rækt- unarsjóðs. — 8. Amtsráðsm. kosinn Þórður á Hálsi (vara: B. Gröf). — 9. Til umsagnar frv. (frá bæjarstj. Rvíkur) um að leggja Bú- staði og Skildinganes undir lögsögn bæjar- ins, var mótmælt, og auk þess sérstaklega ákvæði 2. greinar þess um það, hvernig reikna ætti endurgjald bæjarfélagsins til hrepps og sýslusjóðs, ef til kæmi. — 10. Er- indi frá Mosfellshreppi um að sýslusjóður héti nokkru fé til akvegar norður undir Esju. Hreppsbúar buðu fram 1000 kr. (hafa áður byggt brú á Úlfarsá á leiðinni), en þetta er að- alþjóðvegur og póstleið til Norður- og Vestur- lands. — Sýslunefndin samþ. í e. hl. 3000 kr. till. úr sýslusjóði gegn 1000 kr. frá Mosf.hr., ef landsjóður gerir veginn að öðru Ieyti. — 12. Veitt fé til að endurreisa brú á Varrná. — 13. Kjósarhreppi leyft að styrkja fénaðarsýn- ing í vor. — 14. Seltj.hreppi leyfð lántaka til stækkunar skólahúss. — 15. Ól. Árnasyni á Stokkseyri veitt leyfi til sveitarerzlunar í Skildinganesi. — 22. Samþ. reglugerð um veiði (stangaveiði) í Laxá og Bugðu í Kjós, til 5 ára. Eptfrmæli. Hinn 17. jan. síðastl. andaðist að heimili sínu Bæ á Höfðaströnd hreppstjóri Kon- ráð Jónsson. Hann var fæddur 4. okt. 1835 í Miðhúsum í Óslandshlíð og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Jóni Jónssyni hrepp- stjóra og konu hans Ingibjörgu Pétursdóttur. Var Jón sál, hinn mesti fjör- og fram- kvæmdamaður á sinni tíð. Frá foreldrum sinum fór Konráð sál., er hann var 27 ára gamall, en árið 1864 3. okt. kvæntist hann eptirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Gunnlaugs- dóttur. Höfðu þau um vorið áður reist bú á Naustum, hjáleigubýli frá Hofi á Höfða- strönd, þar bjuggu þau 4 ár. Að þeim liðn- um fluttu þau að Miðhúsum og bjuggu þar til 1889. Hafði Konráð sál. erft */3 þfeirrar jarðar, og mun það hafa verið allt þaö erfða- fé, sem honum hlotnaðist á æfi sinni. Ár- ið 1889 keypti hann Bæ á Höfðaströnd og flutti sig þangað og bjó þar, unz hann fyrir 2 árum fékk Jóni einkasyni þeirra hjóna búið og jörðina í hendur. Hann var hrepp- stjóri í Hofshreppi 36 ár og sýslunefndar- maður nær 20 ár. Þegar á unga aldri vandist Konráð sál, við sjómennsku og varð brátt formaður, og þótti þegar ötull og fengsamur, enda skorti hann hvorki áhuga né karlmennsku til þess starfa. Á þeim tíma var sjómennska og bátaútgerð í Skagafirði í lélegu lagi, en Konráð sál. keypti stóran sexæring sunnan úr Engey, en þar þóttu þá bátar bezt gerð- ir að smíði og lagi, það var árið 1875. Um sama leyti byijaði Konráð sál. einnig salt- fisksverkun hér og var hann hinn fyrsti, er hana tók upp við Skagafjörð, og sama er að segja um síldarveiði. Hann var einhver hinn fyrsti, er hér veiddi síld til beitu og var sú framför til ómetanlegra hagsmuna þeim, er sjó stunda. — Öll þau ár, sem Konráð sál. var hreppstjóri má óhætt full- yrða, að hann réði mestu um hagi sveitar- félagsins, og hvenær sem ráða þurfti fram úr einhverju vandamáli hreppsbúa, þá var hann við það riðinn á einhvern hátt, því ráðdeildin og fyrirhyggjan var frábær, og að sama skapi var snarræðið og dugnaður- inn að koma í framkvæmd því, sem afráð- ið var. — í foreldrahúsum lærði Konráð sál. að skrifa og reikna og var prýðilega vel að sér í því, og svo vandvirkur við ritstörf sín, að Jóhannes sál. Ólafsson sýslumaður Skagf. sagði, „að ekki þyrfti að ugga þær skýrslur, sem Konráð léti frá sér fara, þar væri hver stafur réttur". Konráð sál. unni öllum fróð- leik og mat hann mikils, og ólíkur var hann mörgum gömlum manninum í því, að hann hafði sterka trú á því, að framfarir hínna nýjustu tíma yrðu landi og lýð til blessun- ar. Hann var einn af þeim, sem studdu að því, að Skagfirðingar tóku að brúa hinar stærri ár í héraðinu, og lögðu á sig sérstak- an skatt í því skyni; hefur það orðið hér- aðinu til hins mesta hagræðis. Frá því „Kaupfélag Skagfirðinga" var stofnað og til dauðadags var hann ötull liðsmaður og starfs- maður þess. — Þegar K. sál. byrjaði bú- skap var hann efnálitill maður, en þegar hann dó má eflaust telja hann með allra efnamestu og sjálfstæðustu bændum sýsl- unnar. Um leið og hann fékk Jóni synt sínum búið og jörðina reisti hann þar vand- að og stórt timburhús og sama ár keypti hann hálflenduna af Bæ, sem ekki hafði verið látin föl fyrri. — Konráð sál. var hár maður vexti og þrekinn, vel farinn í and- liti og hinn drengilegasti, ainarður í rnáli og örlyndur, hreinlyndur og tállaus við æðri sem lægri. Óskandi að ísland ætti fjölda af slíkum nytsemdarmönnum. — Albróðir K. sál., en 14 árum eldri, var Kristinn Jóns- son bóndi á Tjörnum í Sléttuhlíð, sem and- aðist 28. maí 1904, vel látinn nytsemdar- maður. P. Hinn 11. febr. andaðist á Vatni á Höfða- strönd bóndinn þar, Andrés Karl Jóns- s o n, 26 ára, mesta mannsefni og bezti drengur og mjög vel látinn af öllum, sem kynni höfðu af honum. Hann var ókvæntur og bjó með móður sinni og var aðalstoð aldraðra foreldra. Veðnráttnfar í Rvík í íiprilmán. 1905. Mídalhiti á hádegi . + 3.4 C. —„— - nóttu . -r i.x „ Mestur hiti - hádegi . + 8 „ Minnstur— - — . -j- 6 „ Mestur — - nóttu . + 5 „ Minnstur— - — . -S- 10 „ Fyrst framan af mánuðinum var hér all- snarpur kuldi en linaði, og var úr því vægur, en þó hélzt næturfrost til loka mánaðarins; optast hægur, há-átt. Vs—''°5- J. Jónassen. Innlend vefnaðaryara. Louise Zimsen Hafnarstræti 22 hefur útsöln á tauum frá klæðaverksm. IÐUNNI. Likkranzar og kort á Laufásvegi 4. Appelsínur góðar og ódýrar í verzl. Edinborg. Fundur í Sögufélaginu sá er haldast átti í dag verður e k k i haldinn fyrst um sinn vegna þess, að öll fundarhöld eru nú bönnuð. Kopallakk hvitt lakk og málning margar teg. í verzl. Edinborg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.