Þjóðólfur - 12.05.1905, Qupperneq 2
86
og er því spáð, að hver valtýskur þing-
niaður niuni hafa slík tilboð í vasanura,
höfuðpaurinn eitt frá frönsku félagi, sem
enginn þekkir, nr. 2 frá Englandi, nr, 3
frá Þýzkalandi, nr, 4 frá Ítalíu, nr. 5
frá Japan, nr. 6 frá Kína, nr. 7 frá Rúss-
landi, nr. 8 frá svertingjalýðveldinu á
Haiti, nr. g frá Hottentottum, o. s. frv.
allt niður að mannætum frá Ástralíueyj-
um. Mun þá sjást munurinn á því, hversu
miklu betra'verður að skipta við þetta
»fólk« heldur en við hið »stóra norræna«,
sem ætlar sér að féfletta(!) landi? með
aðstoð(!) ráðherrans. Það verður nógu
gaman að sjá öll þessi eptirboð, allt þetta
alþjóðlega kapphlaup eptir á til að fá
ísland sem tilraunaþurku fyrir ómögulegt
og óáreiðanlegt loptskeytahumbug, trygg-
ingarlaust að öllu auðvitað, og allt svo
í lausu lopti sem mest má verða. Mikil
vandræði væru það, ef fulltrúar íslenzku
þjóðarinnar skyldu ekki fást til að gleypa
jafn girnilega flugu, e p t i r að samningar
um öruggt ritsímasamband eru gerðir
við áreiðanlegt og alkunnugt félag. En
söm er hinna gerð og jafn drengileg að
vekja þýðingarlaus illindi og óeirðir í
málinu með fávíslegum og einskisnýtum
tyllitilboðum, sem pöntuð eru til blekk-
ingar eimiar, og engum skynsömum
manni dettur f hug að taka nokkurt
mark á.
Landsy flrrétturinn
hefur 8. þ. m. staðfest tvo sýknudóma
bæjarfógetans hér (H. Dan.) 1 meiðýrða-
málum Lárusar H. Bjarnason sýslumanns
gegn ritstjóra Isafoldar, og þar að auki
smellt á Lárus sýslumann 30 kr. máls-
kostnað í hvoru málinu fyrir sig. Um
dóma þessa er allmikið talað hér í bæn-
um, einkum um þá skýringu réttarins, að
ásökun um fjárdrátt sé ekki ærumeiðandi
og varði því ekki við lög. Ólögfróðum
mönnum þykja krákustígar hinnar æðri
réttvísi hér stundum nokkuð skringilegir.
En það kemur sjaldan fyrir, að embætt-
i s m e n n , er sækja mál sín g j a f s ó k n-
arlaust, fari lengra með þau en til
hinnar æztti réttvísi hér á landi. En
samt getur því verið valt að treysta, og
í þetta skipti raun áreiðanlega verða
gerð undantekning frá reglunni af hálfu
þess embættismanns, er hér á hlut að
máli, en(da þótt hann hafi ekki notað sér
hin dýrtnætu gjafsóknarhlunnindi.
Bráðkvaddur
varð hér í bænum 5. þ. m. Henrik
J. C. Biering verzlunarstjóri frá Borg-
arnesi á 60. aldursári (f. 23. okt. 1845)
sonur J. Bierings kaupm. í Rvík, er drukkn-
aði við Þormóðssker á útsiglingu héðan
haustið 1857. H. Biering var kvæntur
Elizabetu dóttur H. A. Linnets kaupm. í
Hafnarfirði. Var lipurmenni í umgengni
og vel þokkaður hvarvetna, er hann
kynntist.
Slys.
Á páskadagskveldið (23. f. m.) rildi það
slys til á bænum Túni í Flóa, að barnið
Bjarni Sigurgeirsson frá Selfossi, sem þar
var í fóstri, datt ofan um yfirgerð á for-
arvilpu þar á hlaðinu og kafnaði sam-
stundis. Læknis var þegar vitjað, en
lífgunartilraun árangurslaus. Drengur þessi
var hátt á fjórða ári, mesta efnisbarn.
Slys þetta, sem því miður er ekki svo fá-
títt hér á landi, ætti að vera ný bending
til þeirra, sem hafa forir eða brunna á
bæjarhlöðum eða nálægt þeim vel byrgt,
svo ekki hljótist slys af fyrir menn eða
skepnur.
Misllnganna
hér í bænum hefur ekki enn orðið
frekar vart en getið var um í síðasta
blaði, og verður samgöngubannið því
væntanlega afnumið um 15. þ. m., því
að þá verður reynsla fengin fyrir því, að
þessir 2 piltar, sem veikzt hafa, hafi ekki
sýkt aðra.
100,000 áskrifendur hefur sGylden-
dalske Boghandel, Nordisk Forlag« nú
fengið að afmælisútgáfunni af æfintýrum
H. C. Andersens, og erþað sama sem
5.—6. hvert heimili í allri Danmörku
kaupi bókina.
Bók um Grænland er Gylden-
dalsforlagið í Höfn byrjað að gefa út,
eptir þá Mylius-Erichsen og Harald Moltke.
Er það frásaga um för þeirra til Græn-
lands og dvöl þar 1902—1904 og verður
með mörgum myndum og hin vandaðasta
að frágangi öllum. Á að koma út í 40
heptum og kostar hvert hepti 35 aura.
Er fyrsta heptið þegar komið til sýnis og
mun vera hér í bókaverzlunum.
Bruni.
Á prestsetrinu Hjaltastað brunnu 18.
f. m. bæjarhúsin, bæði stofan, baðstofan
og baðstofuhús. Hafði kviknað út frá
ofnpípu og eldurinn læst sig í þekjuna.
Varð hann fljótt svo magnaður, að ekki
var unnt að bjarga nema sængurfötum,
og einhverju litlu af innanstokksmunum,
en aðrir búshlutir brunnu, þar á meðal
harmoníum, skilvinda, vefstóll með öllum
áhöldum, borðbúnaður allur og matarílát,
borð, stólar, rúmstæði, skófatnaður o. fl.,
allt óvátryggt. Presturinn séra Vigfús
Þórðarson varð í fyrra fyrir stórtjóni,
þá er nautgripir hans brunnu inni í
fjósinu. Og svo bætist þetta nú ofan á,
ogmegaþað teljast sjaldgæf óhöpp, svona
hvað ofan í annað. Væntanlega bregð-
ast Austfirðingar vel við að bæta þeim
hjónum skaðann á einhvern hátt, enda
hafa þeir jafnan reynzt drenglyndir og
hjálpsamir, þá er svipuð óhöpp hafa bor-
ið að hendi þar eystra.
Konungkjörnir þlngmenn
til næstu 6 ára eru skipaðir:
Júlíus Havsteen amtmaður.
Eiríkur Briem dócent.
Björn M. Ólsen prófessor.
Jón Ólafsson ritstjóri.
Ágúst Fl. Þórðarson kaupm í
Hafnarfirði.
Þórarinn Jónsson bóndi á Hjalta-
bakka.
Hinir 2 fyrsttöldu voru konungkjörnir
þingmenn síðasta kjörtímabil, en hinir
4 eru nýir, kosnir í stað þeirra Árna
Thorsteinsons, f. landfógeta, dr. J. Jónas-
sen landlæknis, Hallgríms biskups Sveins-
sonar og Kristjáns Jónssonar yfirdómara.
Þrír þessara nýkosnu þingntanna hafa
ekki áður setið á þingi og eru því ó-
reyndir, en þeir eru allir hæfileikamenn
hver á sinn hátt og má því gera sér hin-
ar beztu vonir um þingmennsku þeirra.
Sérstaklega má telja það heppilegt, að
landbúnaður sjávarútvegur og mennta-
mál fær hvert um sig sérstakan nákunn-
ugan málsvara meðal þessara þriggja spán-
nýju þingmanna í konungkjörna flokknum.
Nýr Heklufengur.
Enn hefur varðskipið »Hekla« hand-
samað þrjá botnverpla við ólöglegar veið-
ar í landhelgi við Portland, einn 3. þ. m.
og tvo 6. þ. m., og flutti hún þá til Vest-
manneyja. Voru 2 þeirra sektaðir um
60 £ (1080 kr.) hvor, en hinn 3. um 80
£ (1440 kr.). og veiðarfæri gerð upptæk
hjá þeim öllum, sömuleiðis aflinn á tveim-
ur skipunum, en einn skipstjórinn fékk
afla sinn keyptan fyrir 100 £ (1800 kr.),
eflaust vegna þess, að fiskurinn fer fyrir
svo lítið verð á uppboðum í eyjttnum,
vegna samtaka eyjarskeggja. Einn botn-
verpla þessara var frakkneskur, og hafði
hann metið afla þann, er hann hafði
innanborðs á 15,000franka. Hefur »Hekla«
nú ttkið og sektað 10 alls og nemur
upphæð sú, er landsjóði hefur áskotnast
við það 17—18,000 kr. alls með hinum
selda afla og veiðarfærum, enda þótt af-
arlágt verð hafi verið á aflanum og ein-
stakir menn því orðið fyrir miklum happa-
kaupum. Dugnaður Hekluforingjans kapt.
Schacks við þessa »trollara«-veiði, er
mjög lofsverður og ætti einhverja sérstaka
viðurkenningu skilið.
Heiðursmerki.
Prófastarnir Magnús Andrésson alþm.
á Gilsbakka og Þorvaldur Jónsson á Isa-
firði hafa verið sæmdir riddarakrossi
dannebrogsorðunnar, en Hallgrímur hrepp-
stjóri Hallgrímsson á Rifkelsstöðum er
orðinn dannebrogsmaður.
Nýjar bækur, sendar Þjóðólfi.
Pálljónsson: Ljóðmæli. 193
bls. 8. Akureyri.
V o r b 1 ó m. Ljóðmæli eptir Jónas
Guðlaugsson stud. art. 44 bls. 8 Rvik.
Bóka þessara verður síðar getið nánar,
ef rúm leyfir.
Landnáma ogEgiIssaga. Sér-
prentun á ritgerð úr »Aarb. for nordisk
Oldkyndighed 1904« eptir Björn M. Ól-
sen prófessor 80 bls. 8vo. Ritgerð þessi
er bæði ljóst og skarplega rituð, eins og
höf. er ávallt svo einkarsýnt um. Færir
hann meðal annars miklar líkur fyrir því,
að Snorri Sturluson hafi ritað Egilssögu,
en annars er ekki rúm til að fara hér
ítarlegar út í einstök atriði f þessari merku,
vísindalegu rannsókn höf.
Fra Generalstabens topogra-
fiske Afdelings Virksomhed
paa Island. Eptir J. P. Koch pre-
mier-lautenant. 14- bls. 4. Með ágætu
korti yfir Öræfajökul og Skeiðarársand.
Skýrsla þessi er einkar fróðleg og lýsir
ítarlega erfiðleikum þeim, er dönsku
mælingamennirnir áttu við að berjast við
mælingará Öræfajökli og Skeiðarársandi.
Hafa þeir sýnt mikinn dugnað og áhuga
í þessu starfi sínu, og eiga fyrir það hin-
ar beztu þakkir skilið af hálfu þjóðar
vorrar.
SkipaferOir
hafa verið afarmiklar hingað síðustu dag-
ana. Frá útlöndum hafa komið „Ceres" 6.
þ. m., „Esbjærg" aukaskip frá hinu sam-
einaða litlu síðar, og svo Thorefélagsskipið
„Kong Trygve“ 9. þ. m. Meðal farþega
með því skipi voru: konsúlarnir Jón Vídalín
og Sigfús Bjarnarson (ísaf.), kaupm. R. P.
Riis (Borðeyri), Árni Riis (ísaf.), Sveinn Sig-
fússon, J. Lambertsen og unnusta hans, fyrv.
kaupm. Sig. E. Sæmundsson, Einar Bene-
diktsson sýslum. og frú hans, Pétur Bryn-
jólfsson ljósmyndari, Þorsteinn Þorsteinsson
skipstj., Magnús Blöndal snikkari, Jósep
Magnússon snikkari, Þorv. Jónsson prófastur
(ísaf.), frú Guðríður Guðmundsdóttir (kona
séra Ól. Ól.), Hans Petersen verzlunarm.,
Jón Björnsson verzlm. (Borgarnesi), Gestur
Einarsson (frá Hseli), Þorkell Klementz véla-
smiður, Guðm. Einarsson steinsmiður, Hal-
vorsen byggingameistari, Exner málari dansk-
ur, Forberg norskur ritsímaverkfræðingur,
J. Hansen frá Generalstaben, Björn Björns-
son gullsm. (frá ísafirði), Snorrí Einarsson
o. fi.
„Hólar" komu austan og norðan um land
8. þ. m., en „Skálholt1- að vestan 9. þ. m.
og Reykjavík úr Borgarnesi hinn 8. Fjöldi
ferðamanna með þessum skipum öllum, þar
á meðal með „Hólum“ Páll Ólafsson skáld
og kona hans, Þorgrímur Þórðarson læknir á
Borgum, Júlíus Jörgensen (Rvík), Stefán Stein-
holt kaupm. á Seyðisfirði, Björn R. Stefánsson
kaupfélagsstjóri frá Breiðdalsvík og kona
hans, ennfremur Stefán Gíslason læknir
Mýrdæla, er ætlaði af skipinu í Vík, en
komst ekki. Með „Reykjavíkinni" komu
meðal annars Hermann Jónasson alþm. frá
Þingeyrum, Sigurjón Jónsson læknir á Stað-
arhrauni, séra Jóhannes L. L. Jóhannsson
frá Kvennabrekku, séra Arnór Þorláksson
á Hesti, séra Guðm. Helgason í Reykholti,
séra ^Jóhann Þorsteinsson í Stafholti, séra
Gísli Einarsson í Hvammi, Hjörtur Snorra-
son skólastj. á Hvanneyri, Hjörtur Líndal
á Efranúpi ( Miðfirði og fjöldi bænda úr
Borgarfirði.
Með Skálholti kom Lárus H. Bjarnason
sýslumaður, Sæmundur Halldórsson kaupm.
úr Stykkishólmi, Guðm. Bergsteinsson verzl-
unarm. úr Flatey, séra Helgi Árnason í Ól-
afsvík o. fl.
Aukaskip (s/s Vibran) frá Thorefélag-
inu er væntanlegt hingað þessa dagana,
það átti að fara frá Leith síðastl. laugardag.
Nýja bankahúslð.
Bæjarstjórnin hefur nú, eins og betur
sómdi, séð sig um hönd og breytt stefnu
hins fyrirhugaða hlutabankahúss í Austur-
stræti, svo að það verður í réttri línu við
þá götu, en nær þó ekki jafnlangt fram.
Er sú breyting til stórmikilla bóta, svo að
nú má vel við una, enda hefði hitt verið
hneyksli. Bæjarstjórnin gerði þessa bragar-
bót eptir að vakið var máls á þessu í Þjóð-
ólfi 28. f. m. og þá er hr. Rögnvaldur Ól-
afsson húsgerðarfræðingur hafði tekið f
sama strenginn.
Á þvi er enginn munur . . .
Viljirðu hitta lækninn heima, verðurðu
að gera þér að góðu, að stíga yfir útidyra-
þröskuldinn og forstofuna, hvernig sem
þau Uta út. Og það fer nokkuð eptir
atvikum, eptir færðinni úti fyrir.
Og viljirðu finna hæstarétt að máli,
verðurðu að fara yfir Halldór og Kristján
og Jón, Á því er enginn munur, enginn
arvnar en sá, að liturinn á Halldóri,
Kristjáni og Jóni fer — Bðlilega ekki
eptir færðinni úti fyrir.
*
* *
M i i i i rrM ri i i rn i «T»>«JM'»nn~niM|«i»^T|^m»i«i«7»íii’«i»i«iiHri«MqBpBfiiií
$}0f~ Þeir kaupendur Þjóðólfs, er
nú skipta um bústaði hér í bænum,
ern beðnir að tilkynna pað á af-
greiðslustofu blaðsins, sro að þeir
geti fengið blaðið nieð ski/um.
Auglýsing.
Á hinu norska barkskipi „Susanne'*
frá Tvedestrand, skipstjóri G. Olsen,
andaðist hinn 19. júlí f. á. á nieðan
skipið var á ferð frá Campéche til
Rotterdam háseti og seglgerðarniaður
Mons Martinsen frá Álasundi, sem
sagður er fæddur á íslandi 27. ágúst
1880, og hafa stjórnarráðinu verið
sendar eptirlátnar eigur sjómanns þessa
til ráðstöfunar.
Því er hér með skorað á erfingja
hins framliðna eða aðra, er kynnu að
geta gefið einhverjar upplýsingar hon-
um viðvíkjandi, að snúa sér sem fyrst
til hlutaðeigandi bæjarfógeta eða sýslu-
manns.
I stjórnarráði Islands 28. apríl 1905.
F. h. r.
Kl. Jönsson.
Jón Magnusson.
Reiðtýgi
ast hjá
og allt þar að lút-
andi bezt og ódýr-
Jönatan Þorsteinssyni,
Laugaveg 31.