Þjóðólfur - 19.05.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.05.1905, Blaðsíða 2
90 ár falla úr sögunni eptirlit frá hálfu hins opinbera með girðingum a: er lánið til f>eirra væri að fullu borgað. Fitjum 15. marz 1905. St. Guðmundsson. Origines Islandicae. Það er ekkert smáræði, sem háskólinn í Öxnafurðu hefur á síðasta mannsaldri gert til þess að víðfrægja og efla þekk- ing út um hinn menntaða heim á hinum fornu bókmenntum Islands, máli þess og sögu landsins í fornöld. Upp frá því að Guðbrandur Vigfússon settist að í Öxnafurðu 1866, hefur hvert stórverkið svo að segja rekið annað um þetta efni, sem gefin hafa verið út á kostnað þessa háskóla. 1874 kom út orðabókin mikla {Cleasby’s og Guðbrands), 1878 Sturl- ungasaga (2 bindi) með ágætu yfirliti -yfir fornu bókmenntirnar, 1879 íslenzk lesbók og 1883 Corpus poeticum b o r e a 1 e eða safn íslenzkra kvæða frá fornöld í tveim stórum bindum með ensk- um skýringum. Höfðu að öllum þess- um ritum, nema orðabókinni, unnið í sameiningu Guðbrandur Vigfússon og York- Powell, enskur lærdómsmaður, aldavinur Guðbrands. Jafnharðau og þeir höfðu lokið við Corpus poeticum tóku þeir að efna til nýrrar bókar, er þeir ætluðu að nefna Origines Island- i c a e og inni átti að halda safn af hin- um helztu sögum og öðrum innlendum ritum, er snerta landnám Islands og elztu sögu þess. Þegar Guðbrandur dó 1889 var rit þetta komið svo iangt, að búið var að prenta texta 1. bindis og nokkuð af 2. bindi, en að hve miklu leyti hand- rit að því, sem eptir var óprentað, væri tilbúið, er mér ekki ljóst. En Powell átti og ætlaði að ljúka við verkið, og 1890 var búið að prenta fram aðbls. 531—546 í II. bindi. Það veit eg af próförkum, sem eg sá þá hjá honum. En sá maður hafði mörg járn í eldinum, og var auk |>ess innan skamms skipaður professor regius í sögu við háskólann, og drógst útgáfan ár frá ári. Andaðist Powell svo í fyrra vor (1904) að ekki var útgáfunni lokið, og voru þá liðin 15 ár frá láti Guðbrands Vigfússonar. Hve mikið þá hefur verið eptir ógert, er óvíst, en nú (1905) er bókin komin með fallegum frá- gangi í 2 bindum miklum og rækilegum nafnaskrám við hvort bindi, sem í fljótu bragði sýnast gerðar með vandlæti. Efni þessa rits er svo mikið, að frá því verð- ur ekki skýrt til hlýtar í stuttu máli. Þar prentaður fjöldi af sagnaritum og sögum í heilu lagi, svo se*n Landnáma, Is- lendingabók, Kristnisaga, hin- ar elztu biskupasögur o. fl., og svo langir kaflar úr Qölda af sögunum, ættatölur, lagabálka<r og margt fleira, og fylgja því öllu saraan enskar þýðingar orð eptir orð, og löng og lærdómsrík og opt skemmtileg forspjöll. Útgáfa þessi er af stjórn prentsmiðju Oxfordarháskóla helguð minningu þeirra Guðbrands og Powell’s: »Hocopvs Gudbrando Vigfvs- son, Frederico YorkPowellet amicitia et stvdiorvm commv- nitate conivnctis literarvm Is- landicarvm peritissimis dedi- cant Delegati preli Vniv. Ox- o n. desiderii observantiae testi- m o n i u m«. I formála stjórnar Clarendonsprentsmiðj- unnar (háskólaprentsmiðjunnar) við þetta rit er farið góðum og fögrum orðum um íslenzkar bókmenntir bæði að fornu og nýju. Þess verður getið, sem gert er, og vildi eg hafa vakið eptirtekt manna á þessu mikla verki. Rvfk ”/5 1905. Jón Þorkelsson. Sýslufundup Arnesinga var haldinn 25.-29. f. m. á Eyrarbakka, og eru þetta helztu málin, er hann hafði um að fjalla: 1. Lagður fram (reikningur framfarasjóðs J. Melsteds. Samþykkt upphæð 1340 kr. 2. Guðrúnu á Miðfelli veittar 20 kr. í eptirlaun (gengið inn á nýja útgjaldabraut). 3. Guð- rúnu á Ormsstöðum synjað um „ellistyrk". (þótti við efni). 4. Sigríði á Apavatni veitt- ar 15 kr. þóknun fyrir Ijósmóðurstörf í Grímsnesi. 5. Lagðir fram sýslusjóðs- og sýsluvegareikningar. 6. Beiðni frá ábúend- um Húsatópta um 24 kr. þóknun fyrir á- fangastað. Veittar 14 kr. 7. Beiðni frá ábúendum Arnarbælis um afnám lögferju þar, þá er Sogsbrúin er komin á. Sam- þykkt. 8. Beiðni frá ábúendum Áhrauns um lausn frá því, að hafa stórskip þar, þegar brúin er komin á Sogið. Samþykkt. 9. Lögferjan að Þjórsárholti lögð niður, en á- búanda gert að skyldu að hafa bát. 10. Beiðni frá Þingvallahreppi um lausn úr sýslufélaginu frestað, (enda óþarfamál). 11. Mælt með ábúendum Miðdals um styrk úr landsjóði til skýlisbygginga, fyrir hesta og menn. 12. Guðna á Kolviðarhól veitt með- mæli til styrkveitingar af jafnaðarsjóði (200 kr. nú sem fyr). 13. Lestrarfélagi Þorláks- hafnar veittar 20 kr. (ennþá). 14. Verkfærra- skýrsla, alls 1227. 15. Sýsluvegagjald hækk- að úr kr. 1,50 upp ! kr. 1,75 == 2112,25. 16. Bréf frá sýslunefnd Rangárvallasýslu um mótorvagna og flutningabraut. Máli því frestað til næsta fundar, málið þótti ekki vel undirbúið ennþá. 17. Samþykkt að lækn- issetur sé á Eyrarbakka, vildu festa hann þar til fulls vegna staðhátta. 18. Oddvita falið að taka 5000 kr. lán til Sogsbrúar. 19. Samþykkt beiðni úr Biskupstungum um breytingar á fjallskilareglugerð, en Sand- víkurhr. synjað um sama. 20. Frestað að biðja um mann til að skoða og gera áætl- un um hafnarstæði. 21. Erasmusi á Litla- Hrauni veitt meðmæli til amtsráðs um 50° kr. styrk til húsabygginga á Lækjarbotnum. 22. Beðið um að stjórnarráðið láti verk- fræðing skoða brúarstæði á Tungufljóti og Hvítá. 23. Hreppareikningar samþykktir. 24. Bjarni í Háholti fái 3 kr. fyrir skoðun á Reykjaréttum á Skeiðum (á að ganga um þær einhvern góðan veðurdag sér til skemmt- unar og fróðleiks). 25. Til sýningar á fén- aði veitt: Hrunamanna- og Gnúpverjahr. 50 kr., Hraung.hr., Sandvíkurhr. og Ölfushr. 50 kr., Grímsneshr. 35 kr. 26. Væntanlegu kynbótabúi í Fjalli veittar 75 kr. í næstu 3 ár. (Þessi styrkveiting mælist að líkindum misjafnlega fyrir). 27. Frestað að biðja um styrk til að leggja talsíma frá Rvík. (Nefnd- in virtist ekki vera tilbúin að átta sig á því máli ennþá, svo nauðsynlegt sem það er þó). Þar á móti æskti sýslunefnd, að land- stjórnin komi Árnes- og Rangárvallasýslum í hraðskeytasamband við Rvík, er hún er komin í það við útlönd. 28. Um heiðurs- laun af sjóði Kristjáns konungs IX. sóttu 5 bændur. Mælt var með þeim Jóni á Bílds- felli og Ágúst í Birtingaholti. 29. Um Ræktunarsjóðsverðlaun sóttu 25 bændur. Lagt til að 18 væru veitt meðmæli. 30. Kvennfélagi Eyrarbakka veittar 200 kr. til sjúkraskýlis gegn 100 kr. af hreppssjóði. Styrkveiting þessi, þó hún sé í sjálfu sér nokkuð há og máske nauðsynleg, verður hún þó vart að tilætluðum notum, til þess þarf sérstakt hús með ýmsum áhöldum, er nota mætti síðan fyrir sóttvarnarhús, en til þess getur varla komið með þessari fjár- veitingu. 31. Stokkseyrar- og Gaulverja- bæjarhr. veitt leyfi til að taka allt að 3000 kr. lán til rjómabúa. 32. Veittar 300 kr. til sjógarðsbyggingar fyrir Óseyrarneslandi og Einarshafnar vegna sandágangs á Breiðu- mýri. Beðið um það sem ávantar komi frá Búnaðarfélagi Islands og viðkomandi land- eigendum. 33. Samþykkt að biðja stjórnar- ráð íslands að svipast eptir, hvort ekki megi afnema brúargæzlu á brúnum á Þjórsá og Ölfusá, og þá um leið reglur fyrir umferð á þeim. (Þær eru farnar að eldast(l). 34. 12 kr. borgist að Stóra-Hrauni á hverju ári fyrir átroðning hesta. 35. Þingið beðið um að semja nýtt frumvarp til laga um áfanga- staði. Gildandi lög koma harðast niður á Árnessýslu vegna áfangastaða fyrir utan- sýslumenn o. fl. 36. Rannsókn á Hrauni hjá Arnarfellsjökli vegna óvenjulegrar fjár- vöntunar síðastliðið haust (og leita útilegu- manna(?)). 37. Búnaðarfélag Islands láti halda fyrirlestra á sýsiufundi viðkomandi búnaðarmálefnum sýslunefndinni til fróðleiks. Hækkun á sýslusjóði um 300 kr. — Áætlun um tekjur kr. 5814,05. Alls voru rædd á fundinum 63 mál. En það 64. málefnið gleymdist(l), sem var að færa áfangastaðinn til í Laugardælavelli sökum hagleysis og þrengsla. Vs—'05 Viðstaddur. Mannalát. Dáinn er hér í bænum 11. þ. m. eptir langa legu séra Jón Bjarnason upp- gjafaprestur á 82. aldursári. Hann var fæddur í Finnstungu í Húnavatnssýslu 11. október 1823, og voru foreldrar hans Bjarni bóndi Jónsson og Elín Helgadóttir. Hann lærði skólalærdóm 3'/^ ár hjá séra Sveini Níelsssyni á Staðarbakka, en fékk 17. febr. 1849 leyfi til að hlýða á kennslu í Reykjavíkurskóla, og var útskrifaður af kennurum skólans 1850 með 2. einkunn, tók embættispróf'á prestaskólanum 1852 með 1. einkunn og var 2 næstu vetur barnakennari á Eyrarbakka, vígður prest- ur til Meðallandsþinga 1854 og bjó í Efriey í Meðallandi, fékk Stóradal 1862 og bjó þar í Miðmörk, en Prestbakka í Hrútafirði 1867, hætti þar prestskap 1869 en fékk Ögurþing 1871 og Skarðsþing 1873. Bjó á Níp og 1 Vogi á Skarðströnd, fékk lausn frá prestskap 1891, og dvaldi síðustu ár æfi sinnar í Reykjavík. Hann var kvæntur Helgu Árnadóttur, Og eru börn þeirra: séra Magnús Blöndal í Valla- nesi, Bjarni cand mag., Helgi cand. mag. grasafræðingur 1 Kaupm.höfn og Eltn vestur á Fellsströnd. Séra Jón var gáfu- maður og áhugamikill um ýms landsmál fram á elliár, en nokkuð einrænn, átti og jafnan við mjög þröngan hag að búa, og gat því ekki notið sín, sem ella mundi. Verður það og optast, að óblíð æfikjör setja mót sitt á manninn að rneira eða minna leyti, og halda niðri eða hnekkja mörgum góðum hæfileikum. Hinn 22. f. m. andaðist Þorsteinn Einarsson Thorlacius í Öxnafelli í Eyjafirði, hálfáttræður að aldri, fyrrum lengi hreppstjóri, vel metinn sæmdarmað- ur. Hann var yngsti sonur merkisprests- ins séra Einars Hallgrímssonar Thorlacius í Saurbæ. Son hans er séra Einar í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Hinn 27. f. m. andaðist annar merkis- bóndi í Eyjafirði JónJónsson á Munka- þverá, á áttræðisaldri, sonur Jóns alþm. og umboðsmanns Jónssonar, er þar bjó áður (-þ á Árbakka 1859) og Þorgerðar Jónsdóttur, systur Stefáns alþm. á Steins- stöðum. Jón heit. var tvíkvæntur, fyr Kristínu Jakobsdóttur frá Eyrarlandi, síð- ar Þóreyju Guðlaugsdóttur frá Svínár- nesi Sveinssonar. Synir hans tveir, Jakob og Jón, eru í Amerlku. Hann var fræði- rnaður, þéttur í lund og þrautgóður. Mlslingarnip virðast því miður ætla að ná nteiri út- breiðslu hér í bænum, en menn væntu fyrir viku, því að þá var útlit fyrir, að bærinn yrði leystur úr sóttvarnarhaldi inn- an fárra daga, eins og getið var um £ síðasta blaði, en á föstudagskveldið veikt- ist barn í húsinu nr. 44 í Vesturgötu, þar sem veikin hafði gert fyrst vart við sig, og á laugardaginn komst það upp, að barn í næsta húsi, nr. 42, væri veikt af mislingum og hefði tekið veikina fyrir 2—3 dögum. Var þá það hús þegar af- kvíað og konan og 2 börn flutt á sótt- varnarhús, en í nr. 44 hafði þess ekki verið gætt, er mislingarnir komuþarfyrst upp (f neðri (búðinni) að af króa húsið allt, en sögusögn fólksins í efri íbúðinni tekin trúanleg, að enginn samgangur hefði átt sér stað við fólkið niðri. Varþað mjög ó- heppilegt, að strangari ráðstafanir voru ekki gerðar þegar í upphafi, að því er einangrun fólksins á mislingaaldri í nr. 44 snerti. Læknir á ekki og má ekki reiða sig á sögusagnir eða loforð manná, þá er um jafnalvarleg mál er að ræða. Nú má búast við, að mislingarnir breiðist hér út um bæinn, enda þótt veikinnar hafi ekki orðið vart í viku. Að hafa all- an bæinn lengi í sóttvarnarhaldi með út- vörðum kringum hann er ekkert gaman- spil, enda mun reka að því, að það verði ógerningur, en hús þau, er sóttin kem- ur upp I mætti einangra, til þess að hepta veikina dálítið og varna því, að hún verði að drepsótt, eins og hún getur orðið, ef henni er hleypt viðstöðulaust um bæinn. Ritsímaverkfræðingarnir, er getið var um I síðasta blaði að komu með »Kong Trygve« eru nú lagð- ir af stað landveg norður til að skoða og afmarka, hvar ritsímastólparnir eigi að vera. Kvað hugmynd þeirra vera sú, að byrja áþráðarlagningunni héðan frá Reykja- vík I ágúst eða september, og leggja slm- ann sunnan undir Esju (ekki yfir Svína- skarð) og inn hjá Saurbæ á Kjalarnesi að Norðurk@ti I Melahverfi, en þaðan sæ- slma yfir Hvalfjörð að Katanesi, það- an um Saurbæ yfir Ferstikluháls og upp Svínadal, eins og leið liggur. Þeir kvað segja, að ekki komi til mála, að leggja þráðinö inn fyrir Hvalfjarðarbotn. Séra Einar Thorlacius í Saurbæ, sem hér er nú staddur, segir, að þeir hefðu haft á orði, að ein ritsímastöð mundi verða milli Saur- bæjar á Hvalfj.str. og Reykjavíkur, líklega helzt á Esjubergi eða 1 Kollafirði. Skip mannlaust, hlaðið tknbri, rak á hvolfi við Loptsstaðahól 12. þ. m. Um Barðastrandarsýslu sækja lögfræðiskandidatarnir Guðm. Björnsson, Karl Einarsson, Sigurður Egg- erz, Magnús Jónsson og Tómas Skúlason. Slysför. Fyrir skömmu drukknaði unglingspiltur um tvítugt norður á Vatnsnesi, sonur Jó- hanns Alberts bónda á Kárastöðum. Hafði verið að saga við niður við sjó. Var haldið að hann hefði ætlað að vaða eptir fuglum, er hann hefði skotið, og hrapað þá fram af skeri. Hafði hann skiliðept- ir skó slna I fjörunni. Afli á þilskip hér hefur yfirleitt verið fremur rýr yfir vetrarvertíðina, og að mun lakari en undanfarin ár. Um afla á opnum bátum hér við Faxaflóa hefur áður verið getið hér í blaðinu, en við það má bæta, að að hæstur hlutur í Garði er um 900 eða rúml. það hjá einum formanni Finnboga borgara Lárussonar í Gerðum, mestallt netafiskur, og því mjög vænn ; er því afli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.