Þjóðólfur - 02.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.06.1905, Blaðsíða 2
98 fá fé og aðstoð í útlöndum til að koma landinu upp. Það mundi þó reynast oss mun hollara að bindast samtökum um það sem gott er og nytsamlegt og um fram allt aá temja oss meiri þrautseigju og þol en hingað til. Eins og fleiri merk- ir menn er höf. á þeirri skoðun að flutn- ingar íslendinga vestur um haf sé lítt hollir þjóðþrifum vorum og íramförum og að það mundi verða fullt eins affara- sælt fyrir allflesta, er fara vestur, að vera hér kyrrir og læra að færa sér í nyt auðs- uppsprettur landsins. Yfirlit höf. yfir helztu andlegu straumana í þjóðlífi voru og bók- menntum er einkar ljóst og skilmerkilegt, eins og vænta mátti af honum, er hefur ritað hið eina ítarlega yfirlit, sem til er um íslenzk skáld frá siðaskiptunum og fram til vorra tíma. Þó gerir höf. ofmikið úr heimilisfræðslu vorri og lýðmenning. Það er og skakkt, að við eigum verzlunarskóla. Vér höfum aldrei átt skóla, er geti með réttu nefnst því nafni og auk þess hefur skóli sá, er svo hefur nefnst, legið niðri^ við og við á seinui árum meðal annars nú 1 vetur. Hér er og ekki h'eldur enn sem komið er neinn reglulegur kennara- skóli, en aðeins vísir til slfks skóla. Það er hrein fjarstæða, er höf. segir, að sem stendur sé á Islandi gert miklu meira tll eflingar uppfræðslu og skólum en í nokkru öðru landi. Höf. gerir mikið úr fróðleiksfýsn Is- lendinga, hagyrðingsgáfu þeirra og hví- líkar mætur þeir hafi á allskonar ljóðum og ljóðagerð. Það mun og fara sönnu n«er, er höf. segir um bókagerð Islend- mga, að hún sé tiltölulega meiri en í öðrum löndum, en þar sem hann telur að 25 árs- rit og tímarit komi hér út árlega, virðist það vera heldur vel í lagt. Dómar höf. um eldri og yngri skáld vor eru alloptast réttir og gagnorðir. Þó virðist hann draga um of fram sum nú- lifandi íjkáld vor og vér getum engan veginn fallizt á þá skoðun höf., að ljóð ’Þjóðskáldaþrenningarinnar’('Meistertrias’), er hann nefnir svo, beri langt af ljóðum Gríms Thomsens og Jóns Thóroddsens. Grímur er og verður, þó að hann sé stund- um nokkuð stirður, eitthvert frumlegasta og íslenzkasta skáld vort. Ef skáldum skal skipað á bekk eptir Ijóðagáfu og anda- gipt, en ekki eptir hagyrðingsgáfu og kvæðamergð hefði höf. sjálfsagt valið Einari BenediktsSyni aðra sessunauta í ágripinu en hann hefur gert. Skoðanir manna, að öllum líkindum, verða allskiptar um valið á kvæðum þeim, er höf. hefur tekið upp í safn þetta. Að mörgu leyti hefur honum tekizt valið vel. Þó teljum vér það mjög meinlegt, að þar er ekkert sýnishorn af kveðskap Einars Benediktssonar. Þá mun og sumum þykja, að hann hefði getað verið heppnari í vali sínu, að því er Stephan G. Stephansson snertir, og að nokktið fleiri kvæði eptir Þorstein Erlingsson, svo sem kvæði hans: Vor, Lóur og Sólskríkjan mundu hafa sómt sér vel í safninu. Höf. dylst ekki að það er mikill vandi að þýða íslenzk kvæði á önnur mál, svo að vel sé, og gerir mæta vel grein fyrir erfiðleikum þessum í formálanum. Hann tekur fram, hversu skáldamál vort er opt og einatt frábrugðið hversdagsmálinu og segir að dýr kveðandi, kenningar, skír- skotanir til fornra goðsagna og þjóðsagna valdi þýðandanum opt og einatt svo mik- illa erfiðleika, að hann geti ekki yfirstigið þá og þvf verði mörg okkar fegurstu og frumlegustu kvæði ekki nema svipur hjá sjón í þýðingum, ef þau á annað borð verði þýdd á önnur mál. Hann ætlar jafnvel, að sakir þessara erfiðleika muni útlendingar sem skilja ekki íslenzku vart rtokkru sinni kunna að meta íslenzk Ijóð, eins og þau eigi skilið. Þýðingar höf. bera yfirleitt vott um mikla vandvirkni og smekkvísi. Einstaka eru svo snildarlega gerðar, að ætla mætti að þær væru frumkveðnar á þýzku, má sem dæmi nefna »Sleðaferð“ Jóns Olafs- sonar. Ef ekki kæmi fyrir f þýðingunni orðið „Kári" mundi engum, sem ekki veit það, detfa í hug að kvæðið væri þýðing. Prýðilega þýdd eru og kvæði Bjarna Thor- arensens: „Kysstu mig aptur” og Sveinn Pálsson: „Söknuður og „Dalvísur" eptir Jónas Hallgrímsson, „Svanasöngurá heiði” eptir Steingr. Thorsteinsson og kvæði Matthiasar Jochumssonar: „Sorg“ og „Eggert Olafsson" mega og teljast snild- arlega vel þýdd. Yfirhöfuð má segja, að höf. hafi tekizt bezt þýðingar á kvæðum þeim, sem eru ekki sérstaklega ís- lenzk að efni eða búningi. I einstöku kvæðum hefur' höf. í þýðingunni fellt úr eitt erindi eða svo, er vel mátti missa sig svo sem í kvæði Matthíasar: „Hallgrímur Pétursson" erindið: sLangt með Pétri sástu kvalakvöld«. Aptur á móti virðast sum rammíslenzk kvæði svo sem „Oddur Hjaltalín", „Skjald- breiður", „Gunnarshólmi". „A Glæsisvöll- um“ og „A Sprengisandi,, hafa sett dálítið ofan í þýðíngum höf. I stöku þýðingum er orðfærið nokkuð hversdagslegt, ef það er borið saman við íslenzka frumkvæðið, og líkast því sem kvæðin hafi farið úr faldbúningnum íslenzka og í útlendan slopp eða sirskjól, en þess eru aðeins ör- fá dæmi; í svipinn dettur oss aðeins í hug „Þú bláfjallageimur! með heiðjökla hring" eptir Steingr. Thorsteinsson og 3. og 4. vísan úr »Sjóferð“ Hannesar Haf- steins. Höf. á mikla þökk skilið af oss Islend- ingum fyrir bók þessa og vér þorum að fullyrða, að þetta safn ber af öllum öðrum þýðingum íslenzkra ljóða, sem hingað til hafa birzt. Þorleifur H. Bjarnason. Rángár-smjörbuið m. m. Við Eystri Rangá hjá Hofi var á síð- astliðnu vori sett á stofn smjörbú af 15 Rangvellingum, 18 Hvolhreppingum og 15 Landeyingum, alls 48 manns, er sam- eiginlega tóku lán kr. 5000 — úr lands- sjóði kr. 2,500 og landsbankanurn kr. 2,500 — til húsbyggingar, smjörgerðar- áhalda, vagna- og hestakaupa. Húsið er 13 X 10 ál. auk geymsluskúrs 4 X 10, allt ur timbri járnvarið, vandlega stoppað, traust að viðum og frágangur allur hinn vandaðasti af smjðanna hendi. Gólfið er allt gert úr sementssteypu og virðist gott. Kiefi til smjörgeymslu er einnig gerður úr steypu, tekur aðeins jafnhátt grunni hússins, með einfaldri hurð fyrir dyrum inn 1 húsinu og reynist nógu kaldur og rakalaus. Að öðru leyti er aðalhúsinu skipt í 3 herbergi: svefnherbergi, vigtar- eða móttökuherbergi, og smjörgerðarher- bergi, sem er innri helmingur hússins yfir þvert. Byggingarkostnaður með vatnsleiðslu varð kr. 2,370,43. (Grjótið ca. 800 hesta, varð allt að reiða 2 kl.st. ferð, enda lagt í það 250 krónur). Starfstími búsins var frá 6. júlí til ii. sept.. Kúgildatala 360. Smjörframleiðsla alls þennan tíma 12,701 pd. Rjómi fluttur til búsins 46,296 pd., er þá 3,65 pd rjómi til 1 pd. smjörs. 3/-t hluta smjörsins seldi J. V. Faber í Newcastle til jafnaðar 73 au. pr. pd. nettó, 4 tunnur A. Albrectsen í Man- chester 68J/» eyrir nettó, þá afganginn Copland & Berrie Leith fyrir 70 au. pr. pd.. einnig nettó. Að öllum kostnaði frádregnum, var smjöreigendum úthlutað 68 au. pr. pd. Forstöðukona búsins var ungfreyja Ingunn Stefánsdóttir frá Glúms- stöðum í Norðurmúlasýslu, í fyrsta sinn við þann starfa það ár og álízt sínu verki vel vaxin. Yfirleitt eru menn vel ánægðir með gang búsins þetta ár, og halla sér ein- dregið til þeirrar skoðunar, að smjörbúin séu eitt af þeim fáu framfarasporum, er sveitamönnum sé mögulegt að stíga á þessum tímum, með það eðlilega jafnframt fyrir augum, að eigi bregðist vonir um sömu og batnandi kjör, er stóru varða smjörbúin, svo ung sem þau öll eru enn, sömu kjör, að því er snertir verðlaun smjörsins úr landssjóði; batnandi kjör á útflutningi og sölu smjörsins á Englandi og einnig samgöngubætur innanhéraðs, þ. e. akvegir á ýmsum stöðum, en eink- um brýr á þau vatnsföll, sem ávalt eru vögnum til hindrunar og einatt öllum, sem ferðast þurfa. Verðlaun þessi á smjörið, samkvæmt núgildandi lögum, telja ýmsir menn ó- ósanngjörn — koma í bága við jafnrétti almennings — miðað við sjávarmanninn og vilja jafnvel afnema þau með öllu. Það hygg eg að séu eigi orð á réttum tíma töluð. Smjörbúin hafa lagt út í sína kostnaðarsömu, en jafnframt nauð- synlegu starfsemi, sjáandi það vel, að án landsjóðs tilhlutunar gætu þau eigi borið sig eins og tilhagar enn. Þau væm því beint leidd út 1 ófæru, ef nú strax ætti aptur að afnema verðlaunin, nema því að eins landsjóður á annan veg styrkti þau drjúgum, t. d. með því að leggja til ákveðna upphæ? í stofnkostnaðinn án endurgjalds frá búanna hálfu, Af eigin kröptum standa þau ekki og fjölga naum- ast undir þannig vöxnum kringumstæðum, sem annars virðist þó til sannra framfara, og Iíti maður í þessu sambandi til sjáv- arplássanna, fiskiveiðanna, verður fyrst fyrir að spyrja af hverju dragist aðalafl landbúnaðarins rir höndum hans, sem sé vinnukrapturinn, einmitt þangað? Auð- vitað aí því margviðurkenda, að fiski- veiðarnar bjargast betur með sínum gæð- um en sveitirnar eins og stendur, en þá þarf líka að leggja meir á léttari skálina svo betur »ballanceri« og við það ættu menn ætíð að geta sætt sig. Að öðru leyti skírskota eg til ritgerðar hr. Ág. Helga- sonar »Smjörverðlaunin« í »ísafold« nr. 13 þ. á., sem er skrifuð af þékking og sanngirni. Frumvarp landbúnaðarnefnd- arinnar um verðlaun á útfluttu smjöri mundu að líkindum margir sætta sig við, ef breyting skyldi endilega verða, sem mjög er hætt við að sé ofurhæpið þetta fljótt, bæði vegna starfandi og fyrirhugaðra smjörbúa, enda hefur nefndin kannast drengilega við að hægt verði í sakir að fara fyrst um sinn. Stærsta atriðið til hindrunar flutningi smjörsins til Reykjavíkur héðan, er Rangá hin ytri. Svo lengi sem eigi fæst brú á hana, kostar hvert bú, austan hennar, að minnsta kosti 1 eyri pr. smjörpund fram yfir það sem annars þyrfti. Fjórhjólaðir vagnar komast henhar vegna alís eigi lengra en að Ægissíðu, verður því smjörkeyrslumaður að hitta þar aukapóst frá búunum og einatt bíða með vagn og hesta, er annars gætu ým- ist komist alla leið, ýmist átt stutta leið eptir til búanna heim og með því sparað aðra hesta, sneitt hjá verri meðferð á smjörtunnunum og létt á forstöðumönn- um ýmsum umsvifum m. m. Vonandi er, allra flutninga og ferðamanna vegna, að eptir næsta þing sjáist viss merki þess, að brú á Rangá sé í nánd, en frá raönn- um takist tafir og tjón, sem áin or- sakar einatt, einkum nú hina síðustu tíma, þar sem alfaravað árinnar spillist tilfinnanlega í hvert sinn, er í henni vex til muna. Á aðalfundi Rangárbúsins þetta ár bættust því 22 nýir meðlimir, með sam- tals um 190 kúgildi. Lýsir það áhuga og góðum vonum með framtíð þessarar stofnunar; væri óskandi að reyndin gæti samsvarað því hvorutveggja, bæði að þvt er hver sérstakur hluthafi getur í sjálfs- valdi haft, sem sé þrifnaður og reglusemi og eins því, er til æðra ráðaneytis ber að leita með þarfar, en ennþá óuppfyllt- ar óskir. Geldingalæk 5. mat 1905. Einar Jónsson. Hollt er heima hvað, t ______ „Þegar pabbi og mamma eru dauð, þá verð eg flugrík og þá kemur danskur maður og biður mfn", sagði stelpan, — Hér var lengi allt kallað danskt, sem ekki var íslenzkt og þótti mikið í varið að geta tjaldað einhverju dönsku, sem allt þótti mikið betra en íslenzkt. Nokkuð mun vera til af þessum hugsunarhætti enn, þó er nú meira kallað „útlent" en danskt, og mun það vera síðan verzlunin var gefin frjáls við aðrar þjóðir en Dani, því með- an Danir verzluðu hér einir var eðlilegt, að fólkið kallaði allt danskt, sem kom utanlands frá. Því er opt svo varið, og kalla eg það illa farið, að menn sækjast meira eptir því útlenda en því innlenda, þó íslenzka varan sé ef til vill allt eins góð, eða jafnvel betri að minnsta kosti frá praktiskri hlið skoðað. Stefnan ersú, að við sækjum alltaf meira og meira til útlanda, og sníðum æ meir og meir stakk vorn eptir útlendu sniði. Aldrei hefur heldur meira verið talað um framfarir hér hjá oss en nú, og er það gott og gleði- Iegt, þó framkvæmdirnar séu auðvitað minni en vér hefðum helzt óskað. Oss er það mjög gott og nauðsynlegt, þegar við erum að feta okkur áfram eptir fram- farabrautinni, að hafa fyrir okkur útlend- ar fyrirmyndir, og aðgæta, hvernig aðrar þjóðir hafa komizt svo langt á undan oss, við getum þá og verðum að reyna að komast fram hjá þeim blindskerjum, sem þær hafa rekist á, og taka af okkur þá óþarfa króka, sem þær hafa farið; þá er frekar von að við einhverntíma náum því takmarki að standa öðrum þjóðum jafn- fætis að siðmenningu. Það er þannig stórmikið gagn fyrir oss að hafa fyrir oss reynslu erlendra þjóða, ef við kunnum að hagnýta okkur hana á réttan hátt. Við verðum alvarlega að varast að apa eptir útlendingum alla mögulega siði, næstam umhugsunarlaust. Þeir góðu rnenn og konur, sem farið hafa til útlanda, og starfa nú að því hér að innleiða og útbreiða hér erlenda háttu verða að hugsa sig vel um, hvort sá eða sú á við hjá oss, og ef ekki er svo algerlega, þá að umbreyta og laga sem mögulegt er eptir eðli lands og þjóð- ar. Dæmi þessa sjáum vér á rjómabúun- um íslenzku. Fyrst þegar talað var um rjómabústofnanir hér, töldu flestir það ó- framkvæmanlegt, af því menn hugsuðu sér rjómabúin með algerlega útlendu (helzt dönsku) sniði, en svo sýnir Sigurður ráða- nautur fram á, hvernig fyrirkomulag rjómabúanna þarf að vera til þess að ís- lendingar geti haft gagn af þeim. Síðan var byrjað, og má nú segja, að rjómabú- in standi með blóma ekki eldri en þau eru, Mér duttu þessi orð í hug út af því sem ritað hefur verið og rætt um „umgangs- kennslu þá í hússtjórn", sem ungfrú Jón- inna frá Draflastöðum hefur haft hér í vetur, og Búnaðarfélag íslands hefur styrkt. Um þessa kennslu hefur dálítið verið tal- að í blöðum, og hefur henni hvarvetna verið hælt. Ætla eg ekki að mótmæla því á neinn hátt, en eg vil alvarlega minna ungfrú Jóninnu á það, og alla þá, sem starfa að því að kenna hér útlenda siðu, að ekki á allt hið sama við hér og í Danmörku, sem nú er mest höfð til fyrirmyndar. Við Þingeyingar viljum ekki að ungu stúlkurnar okkar verði danskar frúr. Við viljum að þær verði islenzkar húsfreyjur, sein þekkja sína köllun ®g kunna að standa i stöðu sinni. Við erum og verð- um íslenzkir, það játum við án kinnroða. Pingeyingur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.