Þjóðólfur - 02.06.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.06.1905, Blaðsíða 3
99 Þriggja ára starf lýðháskólans. Þau prjú ár, sem lýðháskólinn hefur stað- ið hafa 55 nemendur notið kennslu í hon- um: 35 piltar og 20 stúlkur. Nemendurnir hafa verið úr flestum hér- uðum landsins, r4 sýslum. Af þessum 55 nemendum höfðu 15 áður verið í einhv. skóla. En auk þess höfðu 31 áður fengið sæmilega undirbúningsþekk- ingu án skólagöngu (16 af þeim t. d. lesið nokkuð í dönsku, 5 í ensku og allir lært helztu atriði í ísl. málfræði og skrifuðu móð- urmálið stórlýtalaust), 9 höfðu fengið lak- legan undirbúning. Flestir nemendurnir hafa verið frá 16— 23 ára að aldri. 34 voru af bændastett, 7 af iðnaðarm.stétt, 6 af embættism.stétt, 5 af sjóm.stétt og 3 af verzlunarm.stétt. Yflrlit yflr það, sem lesið var: í islenzku voru ritreglur V. Á. lesnar, kaflar lesnir í mállýsing eptir H. B. og munnl. kennsla ! málgreiningafræði. Þrisvar í viku voru skrifl. og munnl. æfingar í því, að greina málið og skrifa það. Að öðru- hvoru voru kvæði lesin og skýrð. (Kenn- ari Sig. Þórólfsson). I íslendingasögu var lesið ágrip'Taf sögu ísl. (Þ. B.), öll bókin lesin. í hverri viku voru 2 fyrl. haldnir í sögunni frá landnáms- tíð tii 1874. (s Þ.). í bóknmmtasögu ísl. var 1 fyrirl. haldinn í hverri viku (um goðafr., fornskáldin, forn- sögurnar og lítið eitt um ný-ísl. bókmennt- ir). (S. Þ.). í lýsing ísl. var kennslan að mestu munnl. (Kennari Guðm. Davíðsson keijn- araskólakand.). í menningarsögu voru haldnir 2 fyrirl. á viku. Nákvæmast talað um þjóðmenningu Grikkja, krossferðirnar og áhrif þeirra, kirkju- valdið, viðreisnartímabil lista og vísinda, siða- bótina, rétttrúnaðarstefnuna, vandlætinga- stefnuna, mennta- og skynsemisstefnuna, sömul. um framþróunar- og jafnaðarm.kenn- ingar. (S. Þ.). í vidburðasögu var lesið ágrip af mann- kynss. P. M. (48 bls. sleppt). Auk þess haldnir 2 fyrirl. á viku og þar lögð mest á- herzla á Norðurl.sögu. (S. Þ). f ndttúrufr. vpru 2 fyrirl. haldnir á viku (26 í eðlisfræði, 6 í stjörnufr., 4 um eðii og skapnað jurtanna, 4 ! jarðfræði og 3 í efna- fræði). Myndir voru sýndar af öllum helztu dýrum láðs og lagar og sagt um leið frá því, sem einkennilegt er við hverja tegund og dýrin yfir höfuð. (S. Þ.). í mannfrceði (þar með talin heilsufræði) var 1 fyrirl. haldinn á viku. Ágætar mynd- ir hafðar af manninum. (S. Þ.). í landafr. var lesin landafr. eptir M. H. og munnl. kennsla tvisvar á viku 30—40 mín. ! hvert slcipti. (G. D.) í stœrðfræðivar reikningsbók E. B.kennd bæði fyrri og síðari partur. Og flatar- og þykkvamálsfr. eptir P. Deinball (öll bókin). (G. D. og S. Þ.). í dönsku var tvílesin dönskukennslubók eptir J. Þ. og J. S. (öll bókin). Stílar gerð- ir 1 sinni á viku. (S. Þ.). Dráttlist var litið eitt kennd og söngæf- ingar voru daglega og 12 fyrirl. haldnir í þjóðfélagsfræði og alm. þjóðmegunarfr. Enska (aukanámsgr.) var lesin f kennslu- bók G. Z. Siðastl. skólaár tóku 5 þátt í henni, 3 lásu mestalla bókina og 2 nokkuð meir. (G. D.) Á hverjum degi voru yfirheyrslur eða samtöl út úr námsgreinunum. Á síðastl. skólaári var varið 40 tímum til þess að lesa upp fyrir nemendunum í ýms- um af beztu ísl. bókum eða valda kafla úr þeim. Sátu þá stúlkurnar með handavinnu sína og sömul. þegar sögufyrirl. voru haldn- ir. Nemendunum voru gefnar bendingar til þess að velja sér góðar bækur og hafa þeirra not. Heimildarrit þau, sem forstöðum. skól- ans hefur notað að meira eða minna leyti til undirbúnings undir fyrirlestrana eru þessi þau helztu : A. Fabricius: Kirkehistorie. G. Bang: Kul- turhistorie. C. Rosenberg: Nordboernes Aandsliv fra Oldtiden til vore Dage. L. Schröder: Menneskeslægtens Levnedslöb. F. Jónsson: Gylfaginning. Grundtvig: Nor- dens Mythologi. H. Spencer: Religion og Filosofi. G. Brandes: Hovedströmninger i det 19. Aarhundrede. O. Jæger: Fremstill- ing af Nytte- eller Lykke-Moralen. Paul la Cour: Menneskelegemet. Eptir sama: Historisk Matematik. P. la Cour og J. Appel: Historisk Fysik. James Johnston: Hverdagskemi. Lockyer: Astronomi. Ch. Jíirgensen: Mad og Drikke. G. Townes: Ma- nual of Elementary Chemistry (Theoretical and Practical). Balfour: Manual of Botany. Ch. Wagner: „Ungdom" og „Manddom". Útlend tímarit: Kringsjá, Frem, Vor Jord, Review of Reviews. Af ísl. ritum aðallega: Sturlunga, Biskupasögurnar, Árbækur (J. E.), Islenzkt þjóðerni (J. J.), [siendingasögu B. Th. M. og ýmsar ritgerðir á víð og dreif ! Tímariti h. ísl. B.m.fél. Seinasta hálfan mánuðinn af skólaárinu var varið til upplesturs og helztu atriðin úr fyrirl. endurtekin 2 st. á dag. Á hverjum degi var svo nemendunum fengið spursmál til þess að skrifa um (einskonar próf). Kitgerdarefnin vorn þessi: Lýsið valdi alþingis eins og það var, áður en landið gekk undir konung. Skrifið um hið helzta í sögu Islendinga urn miðja 13., 16. og 19. öld. Berið saman Jón Arason og Jón Sig- urðsson. Sýnið með ýmsum dæmum mun- inn á veikri og sterkri beygingu sagnorða. Hvað er hljóðskipti, hljóðvarp, klofning, breikkun og brottfall hljóðstafa ? Greinið, þ. e.: nefnið föll nafnorða, lýsingarorða, fornafna, stig lýsingarorða og atviksorða, hátt, tíð og persónu sagna og hverskonar setn- ingar eru í þessari vísu : Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska og byggja og treysta á landið. Skrifið um meltingarfærin og meltinguna. Skrifið um andrúmsloptið, efnasamsetningu þess og þýð- ingu fyrir lífið. Berið saman hljóð og Ijós. Skrifið um blóðrásina. Hvernig nærast og æxlast jurtirnar? Skrifið um Gustav Adolf og 30 ára stríðið. Lýsið skólaspekinni á miðöldunum. Skrifið urn mennta- og skyn- semisstefnuna. í hve mörg aðaltímabil er jarðsögunni skipt og hver eru hin helztu einkenni þeirra ? Sltólinn á allmikið af góðum kennsluá- höldum og góðum bókum. Búðardal 1. maí 1905. Sigurður Pórólfsson. Frá Gyldendals bókaverzlun hefur Þjóðólfi verið send dötisk þýðing á 1. kaflanum í sögu Jóns Ólafssonar Indía- fara. Bók þessi er 1. bindi í ritsafni því, „Memoirer og Breve“, er Julius Clausen og P. Fr. Rist eru byrjaðir að gefa út hjá Gyldendal. Hefur cand. mag. Sigfús Blön- dal snúið á dönsku þessum 1. kafla sög- unnar, er nefnist „Jslænderens J011 Olaf- sons Oplevelser som Bösseskytte under Christ- ian IV, nedskrevne af ham selv“. Bókin er 224 bls. 872; með nafnaregistri, og mun ekki meira en þetta prentað verða ídanskri þýðingu, en líkur fyrir, að bókin verði gefin öll út á íslenzku bráðlega. Sagan er til í ýmsum handritum bæði hér og í Kaupmannahöfn. Segir hún mest af ferðum Jóns og æfintýrum erlendis, en fremur lítið er á henni að græða, að því er snertir lýsingu á stjórnarfari eða ein- stökum mönnum í hans tíð hér á landi. En það er nauðsynlegt að gefa út þetta örlitla, sem við eigum af þessu tagi í bók- menntum vorum, sem mega heita örsnauð- ar að samkynja minningarritum bæði fyr og síðar. — Jón Indíafari dó í Eyrardal í Álptafirði vestra 1679 86 ára gamall. Hann var í móðurætt kominn af Pétri Trúelssyni hirðstjóra fyrir 1500, hollenzk- um að ætt, er kallaður var Pétur „skytta", og var kvæntur Ástríði systur Jóns lög- manns Sigmundssonar. Dáinn er hér ( bænum 29. f. m. skólapilturinn Kjartan Guðmundsson rúmlega 18 ára gamall (f. 29. júní 1887). Hann gekk inn í lærða skólann vorið 1903, og var því í 2 bekk, er hann lézt. Hann var einkabarn foreldra sinna (Guðmundar Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur) sem búsett eru hér í bænum, einkar efnilegur piltur og hvers manns hugljúfi, stilltur og háttprúður. Hafís. Frétzt hefur hingað, að hafís allmikill væri fyrir Horni og úti fyrir Vestfjörðum, en þó hvergi landfastur. Veðurátta hér hefur einnig verið köld að undanförnu og frost á nóttum. Mislingarnir hér í bænum hafa ekki gert frekar vart við sig, en getið var um í síðasta blaði, og verður því bannið ínnanbæjar, gegn fundahöldum, messugerðum o. fl., afnum- ið þessa dagana, en bannið gegn flutn- ingi fólks á mislingaaldri úr bænum, Kk- lega ekki fyr en seint í næstu viku og þó svo framarlega að sjálfsögðu, að eng- ir sýkist af mislingum á þessum tíma. Veðuráttnfar f Rvík f maímán. 1905. Meðalhiti á hádegi . -j- 7.4 C. (ffyrra 7.9). —- nóttu . + 2.4 „ (( „„ 2.9). Mestur hiti - hádegi . -f- 17 „ (19). Minnstur— - — • + 3 Mestur — - nóttu . + 7 „ Minnstur — - — . -j- 1 „(aðfr.n.h.8.). Svo má heita, að mesta kyrð hafi verið á veðri allan mánuðinn, optast við sunnan- átt, bjart og fagurt veður, en fremur kalsi. H. 19. var veður óvenjulega hlýtt'. 17 stiga hiti um hádegið. 7<S—’°5- J. Jónassen. Uppboðsauglýsing, Húseign Steindórs Guðmundssonar við Kaplaskjólsveg, lóð 1351 fer.al. að stærð samkvæmt lóðargjaldaskrá með öllum húsum og mannvirkjum, sem á henni standa, verður, samkvæmt kröfu landsbankans, að undangengnu fjárnámi boðin upp á 3 uppboðum, sem haldin verða á hád. dagana 26. þ. m., 9. og 23. n. m., tvö hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta og hið 3. í húsinu sjálfu, og seld til lúkningar veðskuld að upphæð 871 kr. 31 a. með vöxtum og kostnaði. Uppboðsskilmálar og veðbókarvott- orð verður til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir fyrsta uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík 10. maí 1905. Halldór Danielsson. Leiðrj. f skrá yfir selt fé f Árnessýslu í Selvogshreppi (16 B tbl. 14. apr.) vantar liornrnark á nr. 2, stýft biti a. h., biti a. v. en ekkert hornamark á að vera á nr. 3. Til fermingarinnar! Skófatnaðarverzlun Lárusar G. Lúðvigssonar Ingólfsstrætí 3 hefur að vanda langmest úrval af allsk. skófatnaði hentugum til fermingarinnar fyrir StÚlkur t. d. Chevreaux, Boxcalf, Hestaleðursstígvél, Geitar- skinns, Lackl. hvíta Glacé, Boxcalf & Hestaleðursskó Verð frá 3,85. fyrir piita, Boxcaif&Hestal.skó&stígvél.Verð frá 4,25. Innan fárra daga er von á allskonar sumarskófatnaði ásamt mörgu fleiru. Bezt kaup á Skófatnaði í Aðalstræti 10. FYRIR FERMINGUNA er ódýrast að kaupa FÖT HJLSLÍN, HÚFUR og HATTA handa drengjum í Bankastræti 12. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apnl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, er hér með skorað á alla þá, er til skulda telja í þrotabúi Sigfúsar Eyjólfssonar í Pottagerði í Staðarhreppi, að gefa sig fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda intian 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Skagatjarðarsýslu 18. apr. 1905. G. Björnsson. settur. Fortepianó óskast til leigu frá miðj- um júní til septemberloka. Ritstj. vísar á. Proclama. ' Við undirskrifuð börn og tengda- synir Þorkels Einarssonar, sem andað- ist á Hróðnýjarstöðum 1 Dalasýslu 26. jan. 1904, skorum hér með á alla, sem kunna að telja til skuldar í danar- búi hans að lýsa þeitn fyrir Einari Þorkelssyni á Hróðnýjarstöðum ínnan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar og koma með sannanir fyrir þeim, Hróðnýjarstöðum 8. maí 1905. Einar Þorkelsson. Guðm. Guðmundsson Guðjón Ásgeirsson. Herdís Þorkelsdttir Skúli Eyjblfss. Ingibj'órg Þorkelsdóttir. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er her með skorað á alia þá, er til skuldar telja í dánarbúi Jóns Guðmundssonar skraddara frá Sauðárkróki, er andað- ist 14. febr. þ. á., að gefa sig fram og sanna skuldakröfur sínar fyrir undir- rituðum skiptatáðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 5. maí 1905 Páll Vidalín Bjarnason. Reiðtýgi og allt þar að lút andi bezt og ódýt- ast hjá. Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.