Þjóðólfur - 09.06.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.06.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Um ritsímamálið. Nýjar upplýsingar. Loptskeytasamband öldungis óábyggilegt. I síðasta blaði minntumst vér dálítið á hinar óheppilegu og athugaverðu æsingar, sem nú upp á sfðkastið hefur kveðið svo mikið að í ritsímamálinu og var jafnframt sýnt fram á, að æsingar þessar hefðu ekki við réttmæt rök að styðjast, heldur væri haldið uppi til að ala á ófriði og sundr- ungu í landinu og reyna að hrinda nýju stjórninni úr sessi nú þegar. En það er enginn efi á, að ólga þessi sjatnar að mestu eða öllu, þegar á þing er kornið og þjóðinni gefst kostur á, að átta sig á mál- inu og aðgerðum ráðherrans 1 þvl. Mun þá koma í ljós, að málið hefur ekki að eins verið vandlega undirbúið frá stjórn- arinnar hálfu, heldur þess jafnframt gætt, að taka ekki fram fyrir hendurna á fjár- veitingavaldi alþingis í neinu því, er fjár- framlög til þessa fyrirtækis snertir. Það verður á þess valdi, eins og það líka á að vera, hvort það vill hafa mjög ódýrt en jafnframt ótryggt ritsímaband eða dýr- ara og tryggilegt. Hið »stóra norræna« leggur fram 300,000 kr. til landslmans hér með því skilyrði, að símasambandi sé komið á frá Seyðis- firði til Reykjavíkur. Slíku sámbandi má koma á einmitt fyrir þessar 300,000 kr. eða réttara sagt fyrir nokkru minni upp- hæð, ef notaður er einfafdur stálsími, og með þvf væri þá fullnægt skilyrðum Rit- sfmafélagsins um sambandið til Reykja- víkur án nokkurs frekara framlags frá vorri hálfu. Ráðherranum hefur meðal annars verið borið á brýn hróplegt ger- ræði gagnvart þinginu 1 því, að hann hafi þegar pantað ritsímastaurana, en úr þeirr> ásökun verður harla lítið, þá er þess er gætt, að staurana verður að panta nokkru fyrirfram, til þess að tími vinnist til að gagndreypa þá (imprægnera), og auk þess sem þetta var sjálfsögð fyrir- hyggja, þá kostar það landið í rauninni ekki neitt, eins og fyr er sagt, ef þingið samþykkti að hafa að eins einfaldan stál- síma, en undir hann þarf eins staura eins og undir dýrari og varanlegri þráð. Það var því svo fjarri, að nokkuráhætta væri fyrir ráðherrann að panta staurana, að þing og þjóð getur ekki annað en verið honum þakklát fyrir þá fyrirhyggju, úr þvl að þingið eitt, eins og á að vera, ræður því t hve mikinn kostnað við eig- um að leggja við þetta fyrirtæki. Til þess að menn sjái, að þetta sé ekki gripið úr lausu lopti, og að það sé á þingsins valdi, hverju það vill til kosta, prentum vér hér eptirfarandi klausu úr ástæðunum fyrir fjárlagafrumvarpi stjórn- arinnar 1906—1907, er lagt verður nú fyrir þingið. Þar segir svo: »Um það er að velja, hvort síminn skuli vera úr stáli eða bronze, einn símþráður eða tveir. Símalína með tveim bronze- þráðum er hér áætluð að kosta muni 417,000 krónur. Tvílagður stálsími mundi verða aUt að því 90 þúsund kr. ódýrari Reykjavík, föstudaginn 9. júní 1905. Jtt 24 A. Leirvarningur — Glervarningur, Verzlunin ED INBORG í Reykjavík hefur nú fengið mjög fjölbreytt- ar birgðir afLEIRVÖRUM og GLERVÖRUM, sem seldar eru í sér- stakri deild á loptinu yfir skófatnaðardeildinni. Vörurnar eru mjög smekk- lega valdar, en þó ódýrar. Að telja upp allar tegundir yrði oflangt mál. Meðal þeirra er: Þvottastell — Testell —- Matarstell margar teg. — Bollapör allskonar — Diskar allskonar —• Skálar margar teg. — Kökuskálar — K'ókudiskar marg- ar teg. — Sykurker — Rjómak'ónnur — Krukkur og Könnur marg. teg. — Vatnsfl'óskur — Vatnsglös — Tepottar margar teg. — Hrákadallar — Blómsfurvassar — Kexdúkar — Leirkrukkur stórar — Leirskálar stórar — Smjörkrukkur stórar med loki mjög kentugar o. nr m. fl. Lítið á vörurnar! Þær eru vissulega fjöibreyttar og faliegar. Ásgeir Sigurðsson. (o: 327,000 kr.). Einfaldur bronzesími mundi verða 60—70 þúsund kr. ódýrari (o: 347—357,000 kr.) og einfaldur stál- sími allt að því 120 þúsund kr. ódýrari en tvílagður bronzeþráður« þ. e.-einfald- ur stálsími mundi að eins kosta 297,000 kr., eða nokkru minna, en tiliaginu frá Dönum nemur. Nú kemur það til þingsins kasta, hvort það vill una við þennan ódýrasta þráð, og þessvegna hefur ráðherrann enn engar ráðstafanir gert um pöntun á koparþræði eða neinum þræði yfirböfuð. En auðvit- að verður það gert undir eins og þingið hefur gert ályktun um, hverja leiðina skuli fara. I ástæðum fjárlagafrumvarps- ins er gerð ítarleg grein fyrir hinum miklu yfirburðum, er koparþráður hefur yfirstál- þráð, og auðvitað langbezt, að hann sé tvöfaldur, því að þá má hafa bæði ágætt ritsímasamband og ágætt talsímasamband, sem alls ekki er unnt með einföldum stál- þræði. En það eru talsímarnir, sem al- staðar borga sig bezt og þessvegna er gert ráð fyrir því fyrirkomulagi, að rit- símastöðvar séu að eins í Reykjavík og á Seyðisfirði, og hraðskeyti gangi eingöngu rnilli þessara staða og útlanda annarsveg- ar, en alstaðar annarsstaðar þar á meðal á Akureyri séu talsímastöðvar, sem eru svo margfalt ódýrari en ritsimastöðvar, en konia alveg að jafngóðum notum, og eru miklu hentugri innanlands, auk þess, sem þær hljóta að borga sig margfalt betur en ritsímastöðvar. A þennan hátt má smátt og smátt, eptir því sem þörf krefur, koma fleiri og fleiri hlutum lands- ins í talsfmasamband við aðallínuna, og það er enginn efi á, að það verður gert í frarntíðinni, unz full viðunanlegt talsíma- net er komið yfir landið, á svipaðan hátt, eins og fjölgað hefur verið aukapóstum, síðan reglulegar póstgöngur hófust hér. Talsímastöðvarnar yrðu auðvitað að vera nokkuð margar t. d. á 30 kílómetra færi, en kostnaður við hverja þá stöð yrði mjög lítill, er áætlaður um 120 kr. á ári, auk einhverrar aukaþóknunar fyrir hvert tal- skeyti. Það er enginn efi á, að þetta fyrir- komulag verður okkur langhagfelldast og kostnaðarminnst, þegar stundir líða, þótt vér þurfum að kosta nokkru meira til þess í byrjun en ella mundi, ef vér létum oss nægja með einfaldan stálsfma, sem ekki gæti notast sem talsími. Þessvegna hyggj- um vér, að þingið hallist miklu fremur að því, að taka það sem dýrara er í bili, en áreiðanlegra, miklu endingarbetra og að öllu gagnsamlegra og hagfelldara fyr- ir eptirkomendurna, enda blandast oss naumast hugur um, hver verða muni stefna þingsins i því efni. Það væri mjög illa farið, ef þessu yrði hrófað svo upp fyrir sýtingsskap einn í bili, að það gæti ekki komið að fullu gagni síðar. Að öðru leyti er hér ekki rúm til að gera að sinni frekari grein fyrir einstök- um atriðum þessa máls eða sundurliðuð- um áætlunum þess, en það er allt skýrt tekið fram í ástæðum stjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið og kemur til umræðu og úrskurðar á þingi. Þá hefur ráðherrann verið borinn brigsl- um miklum í valtýsku málgögnunum út af þvf, að hann hafi ekki tekið hinum óaðgengilegu tilboðum Marconifélagsins um loptskeyti. En það hefði einmitt ver- ið hraparlegt glappaskot, hefði hann gert það og mun það sfðar sannast betur. Það hefði verið stór ábyrgðarhluti og feikilegt glapræði, að binda landið við jafn ófullkomið og óáreiðanlegt hraðskeyta- samband, eins og loptritunin hefur enn reynzt að vera. Og þessu verður ekki hnekkt með frekjufullum og ósönnum stað- hæfingum í gagnstæða átt. Allir vísinda- menn eru á einu máli um það, að enn sem komið er verði alls ekki sagt, að loptritunin eigi neina verulega framtfð fyr- ir sér. Hefur þrásinnis hér í blaðinu ver- ið bent á hina ýmsu annmarka við þessa hraðskeytaað ferð. Nú kvað loptskeytaliðið hér byggja miklar vonir á manni nokkrum, er hing- að kom með »Lauru« frá Marconifélaginu í Lundúnum, kostaður að sögn til farar- innar að einhverju leyti að minnsta kosti af ýmsum valtýsku forkólfunum hér í bæn- um. En hann kvað neita pvi, ad félag hans (Marconifélagid) hugsi sér að keppa um hradskeytasamband hingað til lands, enda geti Marconi-loptskeytin vitanlega aldrei og alls ekki enn sem komið er keppt við ritsíma- samband. Jafnframt hefur hann sagt, að hin réita notkun loptskeytaaðferðarinnar sé, að koma henni fyrir d skipum eða par sem simum vetði ekki komið að, og sé hann htngað kominn að eins til að gera tilraunit og reyna, hvort unnt sé að nd hér skeyt- um frd Englandi. Þessi ummæli manns- ins er auðvelt að sanna, ef rengd verða, því að þau eru höfð eptir skipstj. á »Lauru« (Götzche) og Jensen vélmeistara á sama skipi, er báðir voru heyrnarvottar að þessu. En þótt það nú takist að hremma stöku skeyti frá Skotlandi með viðtökuvél hér, þá er alis ekki sannað með því, að unnt væri, að halda hér uppi stöðugu eða nokk- urnveginn ábyggilegu sambandi við um- heiminn á þennan hátt eða senda slík hraðskeyti héðan til útlanda, svo að þau kæmu á réttan stað. Það er mergurinn málsitis. Auk þess sem Marconi útbúnaðurinn yrði oss harla dýr, ef tekið væri í mál að korna hér á loptskeytasambandi, þá fær- utn vér á rnis við allt talsímasamband innanlands, en jafngildi þess getur loptrit- unin aldrei orðið, enda þótt hún reyndist örugg yfir land, sern er svo fjarri, að Marconifélagið sjálft í bréfurn til stjórnar- innar vill ekkert við slíkt santband eiga, öðruvísi, en þá kringum land nesja á milli. Hvernig sem á þetta mál er litið hlut- drægnislaust og samvizkusamlega, verður ekki annað sagt, én að það væri stakasta óráð og fásinna, já, hraparlegasta fyrir- munun, að bendla landið viðjafn óáreið- anlegt og ófullkomið hraðskeytasamband, sem loptritunina og verja stórfé til þess. Því fé væri sannarlega á glæ kastað, enda mun því fjarri fara, að meðhaldsmenn Marconi’s séu sannfærðir um ágæti eða yfirburði þessarar aðferðar. Nei, engan- veginn. Þeir hafa þetta að eins að yfir- varpi til að villa almenningi sjónir og æsa hann gegn ritsímasambandinu og að- gerðum ráðherrans. Til þess eru refarn- ir skornir. Og því er reynt að hanga á hverju hálmstrái, og tvinna allt saman í eina flækju utan um heilbrigða skynsemi alþýðu, svo að henni verði ekki unnt að átta sig á málinu. Það verður hlutverk þingsins 1 sumar að rjúfa og slíta þennan ósannindavef, svo að hann geti ekki leng- ur villt þjóðina og truflað hana, eins og hann virðist nú hafa gert að nokkru. Mun þá koma í ljós, hversu haldgott efni hef- ur verið < þessari rógburðarflækju valtýsku málgagnanna. En það er ætlun vor, án þess vér viljum beinlínis nokkru um það spá, að minni verði óþökk sú og ávltur, er ráðherrann fær hjá þingi og þjóð urn það er þessu máli lýkur, heldur en fjand- menn hans nú vænta og róa öllum árum að, bæði leynt og ljóst, bæði út á við með hégómlegum tylliboðum, er þeir þykj- ast hafa í höndum og tilraunahumbugi og inn á við með æsingum á þingmála- fundum og samþykktum þar. Það getur orðið skammgóður vermir og fremur hita- lítill til frambúðar, þá er víman rennur af fólkinu og rykið, sem nú er svo ósleiti- lega rótað upp, þyrlast frá augum þjóð- arinnar, þegar hún sér verkið komið 1 framkvæmd og þreifar á hagræði því og hlunnindum, er fyrirtækið hefur í för með sér fyrir land og lýð. Þá gæti verio, að þeir sem nú hrópa hæst um rangindi, ger- ræði, flónsku og skaðræði sæju sinn kost vænstan að rifa seglin og gerast nokkru lágmæltari, en þeir hafa verið nú um hríð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.