Þjóðólfur - 09.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.06.1905, Blaðsíða 2
102 ÞJÓÐÓLFUR. Útlendar fréttir. —o— Stórkostleg sjöorusta. Floti Rússa nær gereyddur. 3 rússneskir aðmirálar teknir tii fanga. Staustu ensk blöð frá 29.—31. f. m. herma þau tiðindi, að sjóorusta einhver hin mesta ( heimi hafi orðið 27. f. m. í sundinu mill- um Kóreu og Japan, nálægt eyjum þeim, er Tsushima nefnast. Og biðu Rússar þar svo mikið tjón, að öldungis örvænt er um, að þeir geti framar unnið Jöpunum nokkurn geig á sjó í þessum ófriði. Roshdestvenski yfirforingi Rússaflotans var farinn að vona, að honum tækist að komast til Vladivostok án þess að Togo yfirforingi Japana réðist á hann, en flest- um þótti það ótrúlegt, enda varð önnur raunin á. Að kveldi hins 26. f. m. var floti Rússa kominn þangað, sem Tsus- himasundið er þrengst, og hélt leiðar sinn- ar í 2 röðum: vígskipin og önnur stærstu skipin á stjórborða, en smærri skipin á bakborða nær landi. Dauft tuuglsljós var um nóttina, og notaði Togo, sern var með flota sinn nær landi, þá taekifærið, og sendi fjölda tundurbáta á bakborðalínu Rússa, smærri skipin, og riðluðust þau þegar, og við það kom glundroði á stjór- borðalínuna, vígskipin. Þetta var við Ok- moshima, 1 suðaustur frá Tsushima, er Togo réðst fyrst á Rússa. Lét hann þá þegar skotin dynja svo ótæpt á Rússum, að þeir gátu lítið sem ekkert viðnám veitt í þessu voðaáhlaupi og hljóp fjöldi rnanna fyrir borð í einskonar æði. I þessari fyrstu hríð sökktu Japanar að minnsta kostu 7 súpum Rússa, og voru þar á meðal vígskipin Borodino og Alexander 3. Nebogatoff admiráll, foringi 3. rússneska flotans, var þá tekinn til fanga, og alls náðu Japanar á sitt vald 2000 manns í þessari fyrstu atlögu. Laugardaginn 27. f. m. hélt Togo áfram að elta flótt- ann. Þá misstu Rússar admírálsskipið Kniaz Suvaroff, er kvað hafa sokkið, og er fullyrt eptir siðustu fregnum, að Rosh- destvenski hafi þá verið tekinn til fanga af Japönum. Þann dag misstu og Rússar vígskipið Oslyabya, og var þar tekinn til fanga Folkersham admiráll, foringi Mið- jarðarhafsflotadeildarinnar, þeirrar er fór gegnum Sueaskurðinn. Hinn 29. réðst Togo á leiiar rússneska ■flotans við Liancourtkletta í landnorður ! frá Okmoshima. Þar gáfust upp vígskip- in Orel og Nikulás 1., ennfremur Sena- vin og Apraxine, en 1 (Izumrud) komst. undan á fiótta. Japanar biðu svo að segja ekkert tjón á sínum skipum í öllum þessum atrennum. Eitt rússneskt skip (Almaz), er einangraðist frá rússneska flot- anum í upphafi bardagans hinn 27., komst alla leið til Vladivostok, og þóttist úr hel- greipum sloppið hafa. Sagt er að Rosh- destvenski hafi haft 26 skip alls í orust- unni hinn 27., og hafi Japanar tekið eða sökkt alls 20 af þeim, en til fanga hafl verið teknir eða farizt alls 7000 Rússa, og er það meira en helmingur alls þess sjó- liðs, er Rússar höfðu þar eystra. Biaðið „Scotsman" frá 31. f. m. segir að ö 11- um rússnesku vígskipunum hafi verið sökkt, nema Orel og Niku- lásii., ergáfustupp. En annars eru fregniriiar um þessa stórorustu og skipa- tökujapana ekkigreinilegarenn, enda voru atburðir þessir þá svo nýlega afstaðnir og réttara sagt, að ekki var séð fyrir endann á óförum Rússa, sem fullsannað er, að orðnar voru svo gífurlegar, að þeir geta alls ekki frarnar rétt sig við á sjó þar eystra. Svo mjög er floti þeirra eyddur. Dást allir mjög að snarræði og herkænsku Togos og yfirburðum þeim, er Japanar hafi sýnt yfir Rússum í þessum viðskipt- um, er urðu með svo snöggri svipan án nokkurs verulegs tjóns fyrir Japana, en Rússum svo skaðvæn, að þess eru naum- ast nokkur dæmi f sögunni. Fögnuðurinn mikill í Japan, eins og nærri má geta, yfir þessum geysimikla sigri, en heima á á Rússlandi er reynt að halda fólkinu í óvissu um hrakfarirnar, eða telja því trú um, að þær séu minni en þær eru, en auðvitað tek-st það ekki til tengdar. En það er svo að sjá eins og Rússar séu orðnir svo sljóir og dauðir úr öllum æð- um, að þeim standi næstum því á sama, hvernig veltist. Lltur helzt út fyrir, að þeir séu búnir að missa móðinn, og láti reka á reiðanum. Er það að vísu engin furða, þá er ófriður þessi hefur ekki fært þeim annað en óhöpp á óhöppofan. Samt halda menn að stjórnin láti sér ekki segjast, heldur haldi ófriðnum enn áfram, þótt í fullu vonleysi sé og í raun og veru ekkert vit í því, engin minnsta von úm, að Rússar fái að neinu leyti rétt hluta sinn úr þessu. En alvarlegar áskoranir mun Rússastjórn fá úr ýmsum áttum, að lægja nú metnað sinn og haldaekki lengra út f þessa fásinnu, herða ekki snöruna að hálsi sér fastar en orðið er, en hvort hún tekur þær áskoranir að nokkru til greina, er mjög vafasamt. En Japanar fara ekki að fyrra bragði að bjóða Rússurn frið. Rússar verða að brjóta odd af oflæti sínu og biðja um frið. Kaupmannaliöfn 28. maí. Svo viiðist sem Japanar hafi í hyggju að láta Vladivostok sæta sömu kjör- um sem Port Arthur. Hafa þeir flutt all- mikið lið og vistir yfir til Koreu og mun tilgangurinn sá, að lið þetta haldi til Vladivostok ef til vill ásamt austustu sveit- unum, sem staðið hafa andspænis höfuð- her Rússa í Mandsjúrlinu. í gær barst hraðfrétt, sem heita má allmerk, ef hún reynist sönn, að japönsk hersveit hafi rofið járnbrautina, er liggur frá Vladivo- stok, svo bærinn sé nú þegar afkvíaður frá samgöngum við meginlið Rússa í Asíu. Frézt hefur, að Japöftum hafi tekizt að ná upp af höíninni í Port Arthur einu af stærstu herskipum Rússa, er þar liggja (Pallada) og muni mega gera svo við það á fáiun mánuðum, að nota megi í ófriði. Japanar hafa nú komið á járnbrautarferð- um alla leið frá Dalní til Mukden. Rússland. Varsjá rna ávallt heita í hershöndum. 19. þ. m. varð töluvertmann- tjón af sprengikúlu, er kastað var niður á götuna. Haldið er, að landstjóranum hafi verið hugað líflát með þessu, en hann slapp undan. Heyrzt hefur að keisari muni hafa í hyggju að dveija hér í Danmörku f suui- ar (í Fredensborg). Kalajeff, banamaður Sergíusar stór- fursta hefur nú verið hengdur. Svíþjóð. Um þessar mundir er allófrið- legt meðal verkamanna og vinnuveitanda í Stokkhólmi. Frumvarp hefur verið til umræðu í þinginu um bann gegn verk- föllum, sem verkamönnum hefur verið afarilla við, sem von er. Efri deild sam- þykkti frv. í einu hljóði, en í neðri deild féll það með tveggja atkvæða mun. Það þykir tíðindum sæta, að stúdentar hafa boðizt til þess að hreinsa göturnar í stað verkmanna þeirra, er verkfall gera. Noregur. Þjóðhátíð Norðmanna 17. maí var haldin með óvenjulega mikilli hluttekningu frá landslýðnum, vegua kon- súlamálsins, sem nú hefur gagntekið hugi allrar þjóðarinnar. í Kristjaníu héit Frið- þjófur Nansen ræðu til lýðsins og komst svo að orði meðal annars: „Leiðin til kúg- unar Noregs liggur yfir lík vor": Kváðu við þessu óstöðvandi fagnaðaróp. Daginn eftir (18.) var frv. um sérstaka norska konsúla samþykkt í óðaLþinginu í einu hljóði. Tillaga frá Hagerup fyrv. ráða- neytisforseta, um að fresta málinu þangað til kjósendur gætu látið í Ijósi álit sitt á málinu við nýjar kosningar, fékk einung- is 6 atkv. Hinn 23. þ. m. var frv. sam- þykkt í Lögþinginu í einu hljóði. Þá daga lagði krönprinsinn niður stjórnina og -Oskar konungur tók við henni aptur. I gær neitaði Óskar konungur að und- irskrifa konsúlalögin, þrátt fyrir það, þótt norsku ráðherrarnir í Stokkhoimi legðu mjög fast að honum að neita þeim ekki staðfestingar, og sýndu honum fram á, hve Iskyggilegar afleiðingar neitun þessi mundi hafa, Kváðust þeir undir eins segja af sér ásamt öllu norska ráðaneytinu, ef konungur slakaði ekki til, en liann var ósveigjanlegur. Þessir 3 norsku ráðherrar, sem í Stokkhólmi eru (Lövland, Hagerup- Bull og Bothner) sögðu þá allir af sér, en konungurinn neitaði að taka lausnar- beiðni þeirra til greina, kvaðst ekki þá þegar geta myndað nýtt ráðaneyti. En ráðherrarnir kröfðust lausnar. Þá er þessi úrslit fréttust til Kristjaníu, vöktu þau allmikinn óróa og ókyrð, en reyndar bjuggust menn við, að svóna mundi fara. Er mælt, að stjórnin hafi gefið konungi nokkurra daga frest til að geta myndað nýtt ráðaneyti, sem auðvitað tekst ekki og þá fer stjórnin frá, þrátt fyrir mótmæli konungs. Þá verður landið stjórnlaust og stórþingið neyðist þá til að setja einhverja bráðabirgðarstjórn á laggirnar án íhlutun- ar og samþykkis konungs og verður þá um ^eið óhjákvæmilegt að semja nýja stjórnar- skrá, en við það er sambandi landanna slitið. Og getur þá dregið til stærri tíð- inda. Þótt konungur leysi upp þingið og boði til nýrra kosninga, þá er talið vfst, að hann fái ekki hina núverandi stjórn til þess að vera við völdin eða bíða eptir því að frv. verðí að lögurn við þrennar samþykktir, samkv. ákvæðunum um hið frestandi neitunarvald konungs. Boginn er orðinn of harðspenntur til þess, að menn láti sér nú lynda þau málalok. Eiiglaiii]. Hinn 82. þ. m. voru svo mikil ærsl og óhljóð gerð á þingfundi í neðii málstofunni að slíta varð fundinúm f miðju kafi. Orsökin var sú, að Campbeli- Bannermann, foringi andófsflokks- ins, krafði stjórnina svara urn, hvernig hún ætlaði a8 snúa sér í tollmálunum á nýlenduþingi því, er ráðgert er að halda í Lundúnum. Var spurningunni beint til Balfours ráðaneytisforseta, en hann sat sem fastast og sagði ekki eitt orð, en Lyttleton nýiendumálaráðherra ætlaði að svara fyrir stjórnina. Þá gerði and- ófsflokkurinn óp mikið og krafðist þess, að Balfour svaraði, en hann skeytti því engu. Héldu þá óhljóðin áfram, svo að ekki heyrðist orðaskil og varð þá að slíta fundi. Hefur shkur ógangur í þinginu ekki verið síðan 1893, að i handalögmál kom út af heimastjórnarmáli Ira Frakkland. Fyrir skömmu sagði einn af foringjum jafnaðarmanna (Hervé) á fundi, að allir jafnaðarmenn ættu, ef til ófriðar kæmi að neita að gera herþjónustu, hverjum svo sem friðarrofin væru að kenna. Þetta hefur orðið orsök til þess, að all- margir þingmenn úr jafnaðarmannafiokki hafa sagt sig úr flokknum og mynda nú sérstakan flokk undir forustu M i 11 e r - a n d s . P a u 1 D u b o i s, frægur málari og myndasmiður, formaður listaháskólans franska, dó 23. þ. rn. 76 ára að aldri. Stjórnarfrumvörpin sem lögð verða nú fyrir þingið, eru um 40 alls. Auk fjárlaganna og 3 frv. fátækra- málanefndarinnar(fátækralög,sveit3rstjórn- arlög og geðveikrahæli) hefur stjórnin tek- ið að sér flestöll (að 3—4 undanskildum) af frumvörpum landbúnaðarnefndarinnar, sem áður hafa birzt í Búnaðarritmu, en breytt þeim allvíða til muna. Hin frumvörpin, sem eru beinlínis frá stjórninni sjálfri, eru mörg allþýðingar- mikil og umfangsmikil, og eru þessi hin helztu þeirra: 1. Um landsdóm (svipað frv. því er borið var upp á síðasta þingi). 2. Um frœðslu barna (langur bálkur). 3. Um ritsíma, tal- sítna o. fl. 4. Um breyting á þingsköþum alþingis. Um kjördæmaskiþtingu (landinu skipt í 7 kjördæmi og kosningarnar verði hlutfallskosningar). 6. Um rithöfundarétt. 7. Um fyrning skulda og annara kröfurétt- inda. 8. Um hefd. 9. Um stofnun kennara- skóla í Reykjavik. 10. Um stofnun bygg- ingatsjóðs og bygging oþinbetra bygginga. 11. Um heunild fyrir veðdeild landsbankans til að gefa út nýjan flokk (seríu) bankavaxta- bréfa. 12. Um innköllun seðla landsbank- ans og útgáfu nýrra seðla. 13. Um lögald- ursleyfi handa kotium. 14. Um byggingar- samþykktir. Auk reikningslaga og tvennra fjárauka- laga eru svo nokkur smærri lagafrumvörp, er ekki hafa jafn almenna þýðingu sem þau, er talin hafa verið. Ráðherrann H. Hafstein kom hingað úr utanför sinni með »Lauru« 4. þ. m. ásamt frú sinni. Fór hann þegar af stað í gær með »Heklu« norður á Akureyri til að halda þingmálafund með kjósendum sínum í Eyjafirði, og er hann væntanlegur aptur um 18. þ. m. Með honum fór Klemens Jónsson landritari í kynnisför norður, og hefur skrifstofustjóri 1. skrifstofu, Jón Magnússon, á hendi yfirstjórnina meðan þeir eru burtu. Með „Lauru“ kom fjöldi farþega, einkum stúdentar, en allmargir komu með Thorefélagsskip- inu »Pervie« 3. þ. m. Yftrumsjónarmaður sandgræðslunnar á Jótlandi (»Overklitfoged«) Dahlerup að nafni, kom hingað með »Lauru« samkvæmt ráðstöfun stjórnarinnar og eptir beiðni sýslunefnd- arinnar f Rangárvallasýslu. Fer hann austttr til að athuga, hvað gera megi til að hepta sandfok þar eystra, bæði í Ár- ness- og Rangárvallasýslum, og fær hann 1000 kr. styrk af landsfé til þessarur rann- söknar. Er sú upphæð tekin á aukafjár- lög 1904—5, er fyrir þingið verða lögð uú. Er þetta hin þarfasta ráðstöfun og nauðsynlegasta, og vonandi, að hún komi að hinuni beztu notum. Þingmannskosningln á Akureyri. Um hana er nú sann- frétt, að Magnús Kristjánsson fékk 120 atkv., en Guðm. Hannesson lækn- ir að eins 77. Fórst Akureyringum þar rösklega að reka af höndum sér ófögnuð valtýsku kllkunnar, ogsvara »Norðurlands«- vaðlinum og vitleysunni eins og vera átti, Og hafi þeir þökk allra góðra drengja fyrir vikið. Gremjan og óánægjan yfir þessum úrslitum kvað hafaverið sárgræti- leg að sjá og heyra f valtýsku herbúðunum. Próf. Fyrri hluta lagaprófs við háskólann hafa tekið: Einar Arnórsson, Magnús Sigurðs- son og Páll Jónsson, allir með 1. eink- tmn, en Bjarni Þorláksson (Johnsen) og Sttfán G. Stefánsson með 2. einkunn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.