Þjóðólfur - 23.06.1905, Blaðsíða 1
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 23. júní 1905.
|| JK 26 A.
Leirvarningur — Glervarningur.
Verzlunin EDINBORG í Reykjavík hefur nú fengið mjög fjölbreytt-
ar birgðir afLEIRVÖRUM og GLERVÖRUM, sem seldar eru í sér-
stakri deild á loptinu yfir skófatnaðardeildinni. Vörurnar eru mjög smekk-
lega valdar, en þó ódýrar. Að telja upp allar tegundir yrði oflangt mál.
Meðal þeirra er:
Þvottastell — Testell — Matarstell margar teg. — Bollap'ór allskonar —
Diskar allskonar — Skálar margar teg. — Kökuskálar — K'ókudiskar marg-
ar teg. — • Sykurker — Rjómakönnur — Krakkur og K'ónnur marg. teg. —
Vatnsjl'óskur — Vatnsgl'ós — Tepottar margar teg. — Hrákadallar —
Blómsturvassar — Kexdúkar — Leirkrukkur stórar — Leirskálar stórar —
Smjörkrukkur stórar með loki mj'óg hentugar o. nr m. fl.
Lítið á vörurnar! Þær eru vissulega fjölbreyttar og fallegar.
Ásgeir Sigurðsson.
Útlendar fréttir.
—o—
Stjórnarbyltingin í Noregi.
—o—
Svo sem drepið er á i síðásta blaði
Þjóðólfs samþykkti norska stórþingið 7.
þ. m. í einu hljóði að slíta sam-
bandinu við Svía og vlkja Ósk-
ari konungi frá völdum í Nor-
egi. Með því að konungur neitaði stöð-
ugt að veita norsku stjórninni fausn, þá
sneri hún sér loks til stórþingsins og lagði
niður völdin í hendur þess. Þingið tók
þetta til greina. Skoðaði það sem kon-
ungsvaldið væri þar með afnumið, þar
sem konungur hefði enga stjórn sér við
hlið og gæti þvi ekki á löglegan hátt
framkvæmt vald sitt. En svo fékk þing-
ið hinni fráfarandi stjórn i hendur fyrst
um sinn það vald, sem konungur hefur
haft. Ályktun stórþingsins hljóðar þannig :
»Með því að allir meðlimir ríkisráðs-
ins hafa lagt niður embætti sín, með því
að hans hátign konungurinn hefur lýst
yfir, að hann geti ekki myndað nýja
landsstjórn og þar sem hið þingbundna
konungsvald getur því ekki orðið fram-
kvæmt, þá felur stórþingið meðlimum
ríkisráðsins, er í dag hefur lagt niður
völdin, fyrst um sinn sem stjórn Noregs
að framkvæma vald konungs samkvæmt
stjórnarskrá hins norska ríkis og gildandi
lögum með þeim breytingum, sem leiða
af því að sambandinu við Svíþjóð undir
einum konungi er slitið, þar sem konung-
urinn er hættur að vera norskur konungur*.
Michelsen stjórnarforseti fýsti því
nú yfir fyrir stjórnarinnar hönd, að hún
væri * fús á að takast þetta veglega og
vandasama starf á hendur. Var síðan
samið ávarp til Óskars konungs, þar sem
skýrt er frá og gerð grein fyrir ályktun
stórþingsins og hann beðinn að veita
samþykki sitt til, að prinz af sænsku
konungsættinni taki við konungskosningu
i Noregi gegn því að afsala sér öllu til-
kalli til konungserfða ( Svfþjóð. Enn-
fremur samdi þingið ávarp til þjóðarinn-
ar. Þessum atburðum var tekið með
einróma fögnuði um allt land og engin
mótmæli hafa heyrzt úr neinni átt innan-
lands. Konungur sendi þegar mótmæli
gegn því, að stjórnin legði niður völdin
og ennfremur neitaði hann að taka við
sendinefnd þeirri, er stórþingið sendi til
að færa honum ávarpið, »með því að
hánn gæti ekki viðurkennt stjórnbylting-
artilraunir stórþingsins, sem færu í bága
við stjórnarskrána og ríkjasáttmálann og
væru uppreist gegn konunginum«. Samt
hefur konungurinn tekið við 'ávarpinu úr
hendi afgreiðslumanns norska stjórnar-
ráðsins í Stokkhólmi, sem verður fullrúi
Noregs í Svfþjóð fyrst um sinn. Annars
hefur konungur enn ekki gefið nein frek-
ari svör, en hefur kallað saman aukaþing
í Svíþjóð 20. þ. m. til að fjalla um þetta
mál, þvi að það er skoðun sænsku stjórn-
arinnar, að sambandinu milli ríkjanna
verði ckki slitið, nema með samþykki
beggja. Hefur utanríkisráðaneytið því
sent öllum sendiherrum ríkjanna bréf um
að taka nú ekkert tillit til fyrirskipana hinn-
ar nýmynduðu stjórnar í Noregi. En
annars er málið alveg óafgert frá kon-
ungs og Svía hálfu og verður fyrst séð,
hvernig þeir taka í það, þegar fréttist um
aðgerðir sænska aukaþingsins. Annars
hafa undirtektirnar 1 flestum sænsku blöð-
unum verið fremur stillilegar, þó að fá
önnur en blöð jafnaðarmanna vilji alger-
lega viðurkenna, að Norðmenn hafi farið
rétt að. Að minnsta kosti má sjá, að
það er fjarri vilja alls þorra Svía að kúga
Norðmenn með vopnum og stjórninni
mun varla heldur koma það til hugar.
En Norðmenn eru við öllu búnir og
fara sínu fram hver svo sem svörin verða
frá Svía hálfu. Verzlunarráðaneytinu
hefur nú verið skipt í tvennt, verzlunar-
ráðaneyti og utanríkisráðaneyti. Utan-
ríkisráðherra er Lövland, er var for-
maður norsku stjórnardeildarinnar í
Stokkhólmi. 9. þ, m. var sambands-
merkið dregið niður á öllum herköstul-
um í Noregi og hreini norski fáninn dreg-
inn upp í þess stað. Er það rómað, hve
sú athöfn hafi verið hrífandi og hátíðleg.
Um leið og sambandsmerkið var dregið
niður sýndi herliðið því venjuleg virðing-
armerki og fallbyssurnar dundu við svo
sem þegar konungi er fagnað, en um
leið og hreini fáninn var dreginn upp var
leikinn þjóðsöngurinn norski.
Þessi friðsamlega stjórnarbylting hefur
víðasthvar mælst vel fyrir og hefur það
hvervetna vakið aðdáun, hve stillilega og
ofsalaust Norðmenn hafa farið að öllu,
enda hefur verið sagt, að jafnprúðmann-
lega hafi eugin stjórnarbylting nokkuru
sinni verið framin. Einkum hefur það
þótt viturlega ráðið, að biðja Óskar kon-
ung um sitt liðsinni til þess, að sænskur
prinz verði konungur í Noregi. Þó að
lítil líkindi séu til, að hann verði við
þeirri bón, þá er þó ekki alveg loku
fyrir það skotið ennþá og þar með væru
allir erfiðleikar og vandræði úr sögunni.
En jafnvel þó að hann hafni því alveg,
standa þó Norðmenn betur að vígi gagn-
vart öðrum þjóðum, heldur en ef þeir
hefðu ekki gert slíkt tilboð. Sem kon-
ungsefni hafa verið tilnefndir, V i 1 h j á 1 m-
u r sonur Gústafs krónprinz og K a r 1
sonur Óskars konungs og tengdasonur
Friðriks Danakrónprinz. En ef Óskar
neitar að verða við þessum tilmælum,
verður að líkindum efnt til kosninga til
þjóðþings 1 Noregi til þess að ákveða
um stjórn landsins framvegis og er þá
líklegast að Noregur verði gerður að lýð-
veldi. Þó halda sumir, að fyrst mundi
leitað til Danmerkur og konungdómur
boðinn Valdimar prinz eða öllu held-
ur Karli prinz syni Friðriks krónprinz,
með þvf að hann er tengdasonur Játvarð-
ar Englakonungs. En ekki eru taldar
líkur til að lengra muni farið í konungs-
leit. Almenningur er þó hlyntari kon-
ungsstjórn en lýðveldi, en vel má vera
að hið slðara verði þó ofan á.
Frá ófrhlnum. Friður í væn<lum(?).
Japanar hafa nú látið uppi, að 1 sjó-
orustunui miklu i Tsushimasundinu hafl
af þeim fallið 113 manns, en 424 særst
og 3 tundurbátar þeirra hafi verið skotn-
ir í kaf. Er tjón þetta alveg hverfandi í
samanburði við tjón Rússa. Japanar segja
svo frá, að þeir hafi handtekið í orust-
unni 6143 manns af Rússum. Allir eru
sammála um að lofa hreysti Roshdest-
venskís og framgöngu í orustunni, en
helzt til litla herkænsku þykir hann sýnt
hafa. Var hann mjög sár er Japanar
handtóku hann. Folkersham aðmfráll
var ekki handtekinn, heldur íéll hann í
orustunni.
Eins og optar í ófriði þessum að af-
stöðnum stórorustum var farið að leifa
hófanna hjá báðum málsaðilum, hvort
þeir mundu ekki fúsir á að fara að semja
eitthvað um friðarskilmála. Gekkst
Roosevelt forseti Bandamanna mest fyrir
þessu. Rússar tóku þessu í fyrstu all-
fjarri og kváðust halda áfram ófriðnum,
hvað sem það kostaði. En rétt fyrir
hvítasunnuna varð þó nokkur breyting
hér á. Roosevelt sendi báðum ríkjum á-
skorun um að tilnefna fulltrúa, er komið
gætu saman einhversstaðar til að ræða
um frið án nokkurrar milligöngu annara
ríkja. Rússar kváðust skyldu gera það,
ef Japanar útnefndu fyrst fulltrúa og með
því að Japanar kváðust búnir tll þess,
var svo að sjá sem allt mundi falla í
ljúfa löð. Þó voru menn ekki enn, er
síðast fréttist (15. þ. m.) fulltrúa um, að
nokkuð mundi úr þessu verða. Voru þá
hvorki enn valdir tulltrúarnir né staður
ákveðinn, er þeir skyldu koma á. Aptur á
móti var svo að sjá, sem hreyfing væri
farin að koma á herina í Mandsjuríinu
og búist jafnvel við stórorustu þar innan
skamms.
Frá Rússlandi eru þær fregnir helztar
nú, að ráðaneytið kvað enn einusinni 13.
þ. m. hafa sarnþykkt að gera mikilsverð-
ar umbætur á stjórnarfarinu innanlands
eptir uppástungu Bolygin’s innanríkis-
ráðgjafa. Réttarbótin var enn ekki birt 15.
þ. m. af sjálfri stjórninni, en blöðin þótt-
ust þó vita, hvað efnið væri í henni.
Meðal hinna fyrirhuguðu umbóta er talið
stofnun þings, er héruð og stéttir sendi
fulltrúa á og fjalla á um öll lög ríkisins
nema fjárlög; sérréttindi þau, sem Finnar,
Pólverjar og (búar Eystrasaltshéraðanna
hafa verið sviptir með eldri tilskipunum,
verða fengin þeim aptur í hendur og
finnsku, pólsku eg þýzku verður aptur
gert jafnrétthátt undir höfði sem rúss-
nesku 1 löndum þessum, bændum verða
fengin í hendur ríkislönd, skólaskyldn
komið á um allt r(kið, fullkomið sam-
vizkufrelsi veitt öllum þegnum keisarans
og umbætur gerðar á refsilöggjöfinni. Þar
með er þó ekki allt upp talið, er réttar-
bót þessi á að hafa inni að halda.
Ef þetta reynist rétt, er hér um stór-
miklar umbætur að ræða, einkum ef því
verður samvizkusamlega komið í verk.
En menn eru nú farnir að verða harla
trúardaufir á gildi þessara stjórnarbótalof-
orða, sem altaf er verið að gefa hvað
ofan í annað án þess nokkur árangur
sjáist af, og maður á ekki s(zt bágt með
að trúa að einveldisstjórnin í Rússlandi
hafi einlægan hug á að gera svo gagn-
gerðar breytingar, sem hér virðist vera
um að ræða.
(írikklaud. 13. þ. m. var D e 1 y a n n i s
ráðaneytisforseti myrtur. Spilafífl eitt, er
Gherakaris hét stakk hann með kuta sín-
um í kviðinn, svo að hann dó að vörmu
spori. Morðinginn var þegar tekinn hönd-
um og lá við, að múgurinn gerði út af
við hann. Ástæðan til verks þessa var
sú, að Delyannis hafði nýlega látið loka
öllum spilahúsum. Delyannis var áttræður
að aldri og hafði tekið mikinn þátt í
stjórnmálum lands sfns. Hann var full-
trúi Grikkja á Berlínarftmdinum '1878 og
fjórum sinnum að minnsta kosti var hann
ráðaneytisforseti (fyrst 1885).
Frakkland. 6. þ. m. fór D e 1 c a s s é
utanríkisráðherra frá völdum. Hann hafði
verið utanríkisráðherra í fimm síðustu
ráðaneytunum á Frakklandi tða í full 7
ár og er það lengri t(mi en ráðherrarnir
frönsku eiga að venjast að vera við völd-
in í einu. Hann vann sér einkum orð-
stír fyrir tilraunir sínar til eflingar friðn-
um og vinfengis milli Frakka og Eng-
lendinga, sem leiddi til samnings um
gerðardóma milli þessara þjóða haustið
1903. Orsökin til þess, að hann varð að
fara frá nú, var sú, að hann þótti hafa
látið Þjóðverja snúa á sig í Marokkó.
R o u v i e r ráðaneytisforseti tók við ut-
anríkisráðaneytinu af honum.
Svíþjóð. 10. þ. m. urðu 17,000 verka-
menn vinnulausir, því að 100 málmiðn-
aðarverksmiðjur hafa sagt öllum verka-
mönnum sínum upp vinnu vegna þess,
að verksmiðjurnar vildu ekki ganga að