Þjóðólfur - 23.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.06.1905, Blaðsíða 2
I 12 ÞJÓÐÓLFUR. kröfum þeirra. Norskir verkamenn hafa þegar heitið, að safna inn sín á meðal 3000 krónum á viku handa stéttarbræðr- um sínum 1 Svíþjóð, meðan þeir eru 1 þessum vanda staddir. Þingmálafundur Reykjavlkur var haldinn í Iðnaðarmanna- húsinu mánudaginn 19. þ. m. kl. 7 síðdegis. Tr. Gunnarsson setti fundinn. Fund- arstjóri kosinn Kristján Jónsson yflrdóm- ari, og nefndi þá Magnús Einarsson dýra- lækni og Sighvat Bjarnason bankastjóra fyrir fundarskrifara. Guðm. Björnsson skýrði frá hver mál yrðu tekin til meðferðar, eða réttara hver mál þingmenn hefðu hugsað sér. Strax i fundarbyrjun var samþykkt svolátandi tillaga frá Jóni Ólafssyni ritstj. og Birni Jónssyni ritstjóra: »1 umræðum hvers máls fyrir sig, má enginn nema þingmenn kjördæmisins tala Lengur en 10 mfnútur fyrsta sinn, er hann tekur til máls og 5 mínútur annað sinn. — Engir aðrir en þingmennirnir tali optar en tvisvar í sama máli.« Tillagan samþykkt með samhljóða at- kvæðum. Þessi mál voru tekin til meðferðar: Um styrk til eflingar sjáfar- ú t v e g i. Málshefjandi Guðm. Björnsson. Ræðumenn aðrir: Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri, Edilon Grímsson skipstj. og Hannes Hafliðason skipstj, Tillaga (frá Þ. Þ.) með viðaukatillögu frá (E. Gr.) svohljóðandi: »Fundurinn skorar á alþingi að verða við beiðni skipstjórafélagsins »Aldan« f Rvík um styrk til eflingar sjáfarútvegi þannig, að nefnt félag hafi atkvæði um hvernig fénu verði varið«. Samþ. með öllum samhljóða atkvæðnm. 2. Um styrk til iðnskóla í Reykjavík. Málshefjandi: Guðm. Björnsson. Magn- ús Benjamínsson úrsmiður talaði í mál- inu. Tillaga (frá Guðm. Bj.) svohljóð- andi : »Fundurinn skorar á alþingi að veita þann styrk, er Iðnaðarmannafélagið í Reykjavfk fer fram á, til þess að efla iðnskóla í Reykjavík og styrkja unga iðnaðarmenn til utanfara. Saroþ. í e. hlj. 3. Um styrk til v e rz 1 u n a rsk ó 1 a í Reykjavík. Málshefjandi Guðm. Björnsson; auk hans talaði Jón Ólafsson. Tillaga frá (J. ól.) svohljóðandi: »Fundurinn skorar á alþingi að veita Kaupmannafélagi Reykjavfkur og Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur ríflegan fjár- styrk til að koma á fót 1 Reykjavík al- mennum verzlunarskóla fyrir Island«. Samþ. í e. hlj. 4. U m námalög. Málshefjandi Guðm. Björnsson. Tillaga (frá G. B.) svohljóð- andi: »Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja námalög fyrir Island«. — Samþ. í einu hljóði. 5. Ritsfmamálið: MálsheQandi Guðm. Björnsson. Aðrir ræðumenn: Jón Jónsson sagnfr., Einar Hjörleifsson, H. Hafstein ráðherra*, Tr. Gunnarsson, Jón Jensson, Jón Ólafsson, Björn Jónsson ritstj. og dr. Valtýr Guðmundsson. Þessar til- lögur voru bornar fram : 1. af Guðm. Björnssyni: »Fundurinn skorar á alþingi að ráða ritsíroamálinu til lykta á þann hátt, að Reykjavík komist í hraðskeytasamband við sem flesta staði innanlands og sem öruggast samband við önnur lönd«. 2. af Jóni Jónssyni sagnfræðing : * Leyft var að ráðherrann mætti hafa tak- markalausan málfrelsisrétt eins og þingmenn kjördæmisins. »a. Fundurinn skorar á alþingi að hafna ritsímasamningi þeim, er ráðherrann hef- ur gert við norræna ritsímafélagið, þar sem samningur þessi fer í bága við gild- andi fjárlög, leggur þjóðinni ofmiklar fjárbyrðar á herðar, og misbýður í ýms- um greinum réttindurn Islands«. b. Verði kostur á loptskeytasambandi milli Islands og útlanda og ýmissa staða innanlands, með aðgengilegum kjörum, skorar fundurinn á alþingi að sinna slíku boði«. Fundarstjóri kvaðst fyrst vilja bera undir atkvæði tillögu J. Jónssonar, en þingmaður G. Björnsson mótmælti því. Var svo með atkvæðagreiðslu 120 atkv. gegn 1x9 samþ. að tillaga G. Bj. skyldi fyrst borin undir atkvæði. Var svo til- laga G. Bj. samþ. með 143 atkv. gegn 88. Þá var fyrri liðurinn (a.) í tillögu Jóns Jónssonar borinn undir samþykki, og hann feldur með 136 atkv. gegn 131, en síð- ari liðurinn (b) var tekinn aptur af til- lögumanni. 6. Samgöugur á sjó og tillag til þeirra. Málshefjandi Jón Ólafsson. Tillaga frá honum : »Fundurinn skorar á alþingi að fella alveg niður tillag til millilandaferða, og færa strandferðastyrk niður svo mikið sem auðið er, og taka nauðsynlegt tillit til farmgjalds og fargjalds«. Samþ. í e. hlj. 7. A ð f 1 u t n i n gs b a n n á víni. Málshefjandi G. Björnsson. Tillaga (frá G. Bj.): »Fundurinn er því meðmæltur, að að- flutningsbann á áfengum drykkjum sé lögleitt svo fljótt sem verða má». Samþ. með 52 atkv. gegn 6. 8. Geðveikrahæli. Málshefjandi G. Björnsson. Tillaga (frá G. Bj.): »Fundurinn skorar á alþingi, að veita fé til að koma upp geðveikrahæli*. Samþ. 1 e. hlj. 9. Heilsuhæli handa brjóst- v e i k u m. Málshefjandi G. Björnsson. Tillaga (frá G. Bj.): »Fundurinn skorar á alþingi að gera ráðstafanír til þess, að reist verði sem fyrst heilsuhæli handa brjóstveikum mönn- um«. Samþ. 1 e. hlj. Fleiri mál höfðu þingmenn eigi. Þá kom fram svohljóðandi tillaga frá Pétri Jónssyni blikksmið: »Fundurinn skorar á þingmenn kjör- dæmisins að aðhyllast ekki þegnskyldu- tillögu þá, er fram kom á síðasta þingi, ef hún skyldi verða tekin upp aptur«. Samþ. með 19. atkv. gagn 14. — Fjöldi fundarmanna greíddi ekki atkv. Sanii fundarmaður bar upp tillögu svohljóðandi: »Fundurinn skorar á þingmenn kjör- dæmisins að hlutast til um, að þingið krefjist þess að stjórnarráð Islands fram- vegis birti írumvörp sín og tillögur þjóð- inni, svo snemma fyrir þing sem unnt er«. Til málstóku auk tillögumanns H. Hafstein, D. 0stlund og Jón Ólafsson. Till. samþ. með 19. atkv. gegn 3. — Fjöldi fundar- manna greiddi ekki atkvæði. Þingmálafundir \ Árnessýslu voru haldnir á Selfossi 17. þ. m. og á Húsatóptum á Skeiðum 19. þ. m. Um 60 kjósendur munu hafa verið á fyrri fund- inum, en nál. 50 á hinum síðari. Valtý- ingar höfðu vandlega gætt þess að sækja fundina, en heimastjómarmenn sóttu þá lítt eða ekki, enda hafði ekkert verið gert til þess að safna þeim á fundinn, en smalamennskan allrækileg hinumeginn. Um ritsímamálið urðu nokkrar umræð- ur á fundunum, en veruleg æsing kom þar ekki fram í ræðutn manna, nema helzt hjá 2. þm. kjördæmisins (Ól. Ól.j, er tal- aði allákaft gegn málinu, en 1. þm. (H. Þ.) var þar ekki á sama máli, og lýsti því yfir, að hann mundi styðja framgang þess á þingi í þeirri mynd, er það nú lægi fyr- ir, enda þótt hann hefði fremur óskað, að sæsíminn hefði verið lagður til Suður- landsins sem næst Reykjavík. Og ýmis- legt fleira tók hann fram 1 sambandi við þetta mál, er ef til vill verður ástæða til að minnast á síðar. Á báðuin fundunum lögðu Valtýingar fram skrifaðar ályktanir í ritsímamálinu og undirskriptarmálinu, áður en umræður um þau hófust, höfðu haft þær með sér 1 vösunum. Á Húsatóptafundinum var samþykkt svo- hljóðandi tillaga (frá séra Magnúsi Helga- syni): „Fundurinn skorar á alþingi, að hafna algerlega samningi þeim, er gerður hefur verið við ritsímafélagið norræna, rneð því að fundurinn telur hann ofvaxinn fjárhag þjóðarinnar og hættulegan fyrir sjálfstæði hennar og fjárráð alþingis. Hinsvegar telur fundurinn æskilegt, að Island komist í hraðskeytasamband við önnur lönd, ef það getur orðið með viðunanlegum kost- um“ Þetta samþ. með mestum hluta atkvæða, en nokkrir greiddu ekki atkvæði. Á Selfossfundinum var samþ. með 51: 9 ályktun í sömu átt, en miklu orðfleiri og klaufalegar orðuð. Tillögu frá séra Valdi- mar próf. Briem (á Húsatóptaf.) um trausts yfirlýsingu til þingsins að ráða málinu til sem heppilegastra lykta var ekki sinnt, af því að hún var skynsamleg, og gekk al- veg í rétta átt. Var auðheyrt á öllu, að menn voru fyrirfram rígbundnir við ákveðn- ar tillögur, hvernig sem umræður féllu. Um undirskriptarmálið urðu litlar um- ræður á báðum fundunum, og fundarmenn virtust telja mál þetta lítilsháttar, en samt samþykktu þeir með allflestum atkv. á Húsatóptaf. tillögu úr vasa séra M. Helga- sonar svolátandi: „Fundurinn álítur, að með undirskript forsætisráðherrans danska undir skipun ráðherra Islands hafi rétti þjóðarinnar og sæmd alþingis verið misboðið og skorar á þingið að gera allt sem í þess valdi stendur til að sjá hvorutveggja borgið". Á Selfossf var tillagan að eins þannig orðuð, að þingið mótmælti því, að þetta yrði gert framvegis, og voru úr þeirri til- lögu dregin móðgandi ummæli í ráðherr- ans garð, er ónefndur unglingsgapi hafði hnoðað inn 1 hana. Um birtingu stjórnarfrumvarpa var samþ., að þau yrðu birt þjóðinni svo fljótt sem kostur væri á, og sætti það ekki nein- um mótmælum þannig orðað. I öðrum málum voru fundirnir að mestu samnxála, vildu ekki hafa kennaraskólann ( Reykjavlk, heldur auka Flensborgarskól- ann, vildu ekki láta lækka smjörverðlaun- in, að minnsta kosti alls ekki frekar en landbúnaðarnefndin leggur til, voru helzt hlynntir 2 ára sveitfestismarkinu, vildu fá talsíma eða hraðskeytasamband (Marconi?) austur í Árness- og Rangárvallasýslur o. s. frv. Till. um að lögleiða aðflutnings- bann á áfengi felld á Selfossf., en í þess stað samþ. hækkun á vínfangatollinum. Á hinum fundinum engar ályktanir gerðar um þetta mál, fundurinn vildi láta það vera eins og það er. Hitt og þetta smáskrítilegt mætti segja af fundum þessum, en því er sleppt. En kjósendum bæði þar eystra og annarsstað- ar er að vísu nokkur vorkunn, þótt þeir láti blekkjast í bili at jafn hóflausum æs- ingum og ósvífnislegum, sem þeir hafa verið beittir. En í ályktunum, sem menn eru Spanaðir ti! að samþykkja í hugsunar- leysi og frekju er vitanlega ekki fólgin nokkur minnsta sönnun fyrir sönnum vilja kjósenda, ef þeir mættu sjálfráðir vera. Þessvegna er svo afarlítið byggj- andi á svona löguðum æsingaályktunum enda mun allur þorri þingmanna naum ast verða þeim fylgjandi. „Kong Trygve“ kom- hingað frá útlöndum að morgni hins 19. þ. m. með fjölda farþega. Þar á meðal: Finnur Jónsson prófessor, dr. Valtýr Guðmundsson, Lefolii stórkaupm., Ásg. Torfason kand., Sigfús Einarsson söngfræðingur, frk. Valborg Hellemann, Ólafur Felixsson ritstj. frá Aalesund, Karl Kiichler magister, Heinrich Erkes, þýzk- ur socialpolitikus, frk. Christmann, þýzk, Vaughan, sonur bygg.m. við Ölfusárbrúna og annar Engl., Sandberg norskur kenn- ari, frk. Guðrún Aðalsteinsdóttir, frk. Sigríður Björnsdóttir, frk. Sigríður Helga- son, Gunnar Einarsson kaupm. með dótt- ur sínni, frú Bentzen, tengdamóðir séra Bj. Hjaltesteds, Daníel Bruun kapt. með syni sínum (ætlar að ferðast um vestur- land), Þorkell Klementz vélafræðingur, stúdentarnir Guðm. Ólafsson, Gunnar Eg- ilsen, Pétur Thoroddsen og Þorst. Þor- steinsson, Schútze, þýzkur vélafræðingur til Iðunnar, frk. Steinunn Thorsteinsson. Próf. 18. þ. m. luku þeir Jón Jónsson og Þórður Sveinsson embættisprófi við læknaskólann, báðir með 1. einkunn; Jón hlaut 163 stig, Þórður 169 st. Embættispróf i málfræði við háskólann hefur Árni Þorvaldsson tekið með 1. einkunn. Heimspekispróf við háskólann hafa tekið : Guðbr. Björns- son, Jón Kristjánsson og Stefán Jónsaon með ágætiseinkunn, Björgóllur Ólafsson, Björn Pálsson og Gunnar Egilson með 1. einkunn, og Ólafur Þorsteinsson með 2. einkunn. Einn stúdent fékk 3. einkunn. Embætfispróf við prestaskólann hafa tekið Eiríkur Stefánsson og Lárus Thorarensen, báðir með 2. einkunn. Próf í forspjallsvísindum hafa tekið Guðm. Guðfinnsson og Jó- hann Briem með eink. ágætl. -h, Gúnnl. Þorsteinsson og Magnús Pétursson dáv. Jóh. G. Sigurðsson dável, Jón Kristjáns- son vel -f-. Einn stúdent stóðst ekki prófið. Öllum þeim, er heiúruðu útför Sig- þrúðar Ruðmuiulsðóttur með návist sinni og á annan hátt, flytjum við innilcgustu þakkir vegna foreldra hennar og annara aðstandenda. Þóra Jónsdóttir. Jón Magnúss. Þakkarávarp. í þrjú hin síðustu árin hef eg í fátækt og > þungri mannraun verið öllum stundum yfir veikri dóttur minni á Sauðárkróki. Alla þá stund hafa margir staðarbúar sýnt okkur mæðgum hina kær- leiksríkustu hjálpsemi. Þó eg eigi nafn- greini þá, er fremst hafa staðið í þjónustu kærleikans gagnvart okkur, bið eg þess af hjarta, að guð, sem alla þekkir, endurgjaldi öllum, er auðsýnt hafa okkur kærleika, þeirra velgerning. Sauðárkróki 26. maí 1905. Margrét Sigurdardóttir. Engelhardt & Lohse i Kaupmannahöfn vilja fá verzlunarmann, er ferðast um ís- land, til að taka með sér, gegn góðri þóknun, þýzkar og enskar vefnaðarvörur. ’l'ilboð með greinilegum upplýsingum uni fyrir hvaða verzlunarhús sé ferðast, ivað lengi sé verið á ferðaiagi o. s. frv sendist með fyrstu ferð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.