Þjóðólfur - 07.07.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.07.1905, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÚLFUR. 57. árg. Reykjavlk, föstudaginn 7. júlí 1905. JVs 28. Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sínar marg- hreyttu og ódýru Vefnaðarvörur er löngu hafa hlotið almenningslof. Einnig hinar v'ónduðu og fjölbreyttu Nýlenduvörur og Skötau. Þá væri og sízt úr vegi að koma í Pakkhúsið, sem ætíð hefur nægar birgðir af öllu því, er tand- og sjávarbændur þarfnast, að gæðum og verði eins og bezt er í Reykjavík. Frá alþingi. i. Konungsboðskapur til þingsins. Alþingi var sett i. þ. m. og voru þá allir þingmenn komnir, nema Olafur Thor- lasius i. þm. Sunnmýlinga (hann kom ekki fyr en með Hólum 4. þ. m.). Séra Árni prófastur Jónsson prédikaði í kirkjunni. Því næst söfnuðust allir þingmenn saman í þingsal neðri deildar. Ráðherrann Ias upp konungsbréf um samkomu alþingis og lýsti þvínæst þingið sett. Tóku þing- mcnn undir það með níföldu húrra fyrir konungi. Að því búnu mælti ráðherrann á þessa leið: „Hans hátign koiumgurinn fól mér að skilnaði, er eg hafði borið upp fyrir hon- um frumvörp þau, sem ( ráði er að leggja fyrir þetta þing af stjórnarinnar hálfu, að bera fram við þetta tækifæri kveðju hans til íslendinga og Alþingis, og skalegleyfa mér að lesa upp ummæli h. h., eins og þau voru bókuð í gerðabók ríkisráðsins, í ísl. þýðing. Konungurinn mælti svo: „Um leið og eg óska yður lieilla og gengis til þess að koma fram lagafrum- vörpum þessum ölliim, sem þér liaflð lior- ið upp á þessum og sfðasta ríklsráðsfundi, vil eg biðja yður bera íslendingum hjart- fólgna kveðju inína og heillaósk til hins fyrsta þings, er ráðherra ísiands niæiir á Aiþingi. Hin nýja skipnn heflrf för með sér mikla breyting á alíri stöðu Alþingis og leggur því á herðar aukna ábyrgð, nú er niáia- meðferð ríkisþingsins hefnr ekki lengnr nein áhrif á ákvörðun mína um það, hvort ráðherraskipti eigi að verða á íslandi, eins og þegar er fram komið við ráða- neytisskiptin f byrjun þessa árs. Það er von mfn, að Alþingi skilji þessa nýju ábyrgð sina, og að það ásaint yðnr vinni í eindrægni og gætni að hagsælil íslands". Frumritið af gerðabókareptirritinu mun verða lagt við þingskjölin." Þingmenn hlustuðu á boðskap þennan standandi. Þvínæst gekk aldursforseti (Tr. Gunnars- son) til forsetasætis^il að gangast fyrir kosn- ingu forseta sameinaðs þings og hlaut kosningu Eiríkur Briem með 24 atkv. (Ól. Briem fékk 11). Varaforseti var kos- inn Lárus H. Bjarnason með 22 atkv., <Ó1. Ól. 11.) en skrifarar Hannes Þor- steinsson með 21 atkv. og Guðm. Björns- son með 17 atkv. Kosning allra nýkosinna þingmanna var tekin gild mótmælalaust; það varð alls ekkert úr því högginu, sem svo hátt var reitt af Jóni Jenssyni ura ógilding kosningarinnar hér í Reykjavík. Valtý- ingar hreyfðu því alls ekki. Þriggja manna nefnd (Lárus H. Bjarna- son, Jón Magnússon og Guðl. Guömunds- son) var skipuð til að rannsaka hina gömlu kosningarkæru úr Suður-Múlasýslu frá 1903. Til efri deildar voru kosnir Sigurður Stefánsson með 24 atkv. og Jóhannes Jó- hannesson með 23 atkv. Því næst skildu deildirnar. Forseti í n e ð r i d e i 1 d var kosinn M a g n ú s Stephensen með 15 atkv. (Guðl. Guð- mundsson fékk 7 atkv.), varaforseti Magn- ús Andrésson og skrifarar Jón Magnús- son og Árni Jónsson. Forseti í e f r i d e i I d var valinn J ú 1 í u s Havsteen (8 atkv.) varaforseti Jón Jak- obsson, skrifarar Björn M. Ólsen og Jón Ólafsson. Skrifstofustjóri alþingis er dr. Jón Þor- kelsson landskjalavörður. Þingnefndir. Enn sem komið er hefur lítið gerst á þingi nema nefndaskipanir og eru þessar hinar helztu: Fjárlög (N.d.): Tr. Gunnarsson (form.), Pétur Jónsson (skrif.), Lárus Bjarnason, Jón Jónsson frá Múla, Þórh. Bjarnarson, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson (Skagf.). Landsreikningar (Nd): Ól. Briem, Guðl. Guðm., Magnús Kristjánsson. SveAtarstjót narlög (Nd): Jón Magnússon, Árni Jónsson, Jóhannes Ólafsson, Eggert Pálsson. Til þeirrar nefndar vísað frv. um gjald til landsjóðs frá sýslufélögum. Stofnungedvetkrahœlis (Nd): Guðm. Björns- son, Ól. Thorlacius, Ól. Ólafsson Byggingarsjóðut (Nd): Tr. Gunnarsson, Guðm. Björnsson, Þórhallur Bjarnarson, Jón Magnússon, Einar Þórðarson. Fátœkralög (Ed): Sig. Stefánsson, Guð- jón Guðlaugsson, Guttormur Vigfússon, Eiríkur Briern, Þorgrfmur Þórðarson. Hefð (Ed): Jóh. Jóhannesson, Guðjón Guðlaugsson, Jón Ólafsson. Fyrning skulda (Ed): vísað til sömu nefndar. Barnafrœðsla (Ed): Sig. Stefánsson, Björn Ólsen, Jón Jakobsson, Sig. Jensson, Þórarinn Jónsson. Kennaraskóliifd) vtsað til sömunefndar. Landsdómur (Ed): Valtýr Guðmundsson, Eiríkur Briem, Jóh. Jóhannesson. Kosningalög (kjördæmaskipting) (Nd): Hannes Þorsteinsson, Herm. Jónasson, Lárus Bjarnason, Guðl. Guðmundsson, Árni Jónsson, Ólafur Thorl. Stef. Stef. Eyf. Breytíng á pingsk'ófum (Nd): Þórh.Bjarnar- son, Magnús Andrésson, Björn Bjarnarson. Ástandið á Rússlandi. Bréf til Þjóðólfs. [Bréf það, sem hér fer á eptir, er frá rúss- neskum manni og er ritað á esperantó, heimsmálinu, sem áður hefur verið getið um í Þjóðólfi, snemma f júní í þeim til- gangi, að það yrði birt í Þjóðólfi á íslenzku, en af auðskilinni varlcárni vill höf. ekki láta nafns sfns getið. Hann hefur meira að segja verið svo varkár, að hann hefur sent bréfið nafnlaust, ef svo færi, að það félli í hendur rússneskra valdhafa, er ekki mundu taka mjúkum höndum á höf.. ef þeir vissu hver hann væri. En af bréfaskiptum við manninn áður vitum vér hver hann er. Lát- um vér nægja að geta þess, að hann er lærður maður og býr í einni af stærstu borg- unum á Suður-Rússlandi. Ófriður Rússa við Japana og tíðindi þau, sem gerzt hafa á sfðustu tíinum hafa vakið atliygli alls heimsins á ástandinu í hinu mikla rússneska ríki, Hyggjum vér þvf, að lesendum vorum þyki fróðlegt að lesa þetta eptirtektarverða og einkennilega bréf og sjá, hvernig rnennt- aðir Rússar, sem bezt þekkja hvernig ástatt er, lfta á hag lands síns. Er það nýlunda eigi alllítil, að íslenzkt blað flytji ritgerð ritaða af innlendum manni rússneskúnr, bú settum þar í landi, og beinlfnis ætlaða til prentunar í blaðinu]. Allur heimurinn og þar á meðal sjálf rússneska stjórnin furðar sig á innanlands ástandinu í Rússlandi. Ut um heiminn furða menn sig vegna þess, að þeir hafa aldrei þekkt land vort; menn hafa ein- ungis þekkt rússneska rfkið, svo sem það birtist 1 opinberum skýrslum og skilríkj- um. Rússneska stjórnin furðar sig vegna þess, að hún hefur einungis — ef svo mætti að orði kveða — þekkt land sút frá rándýrsins sjónarmiði, en hefur ekki getað eða viljað skilja, að það er ekki bara ætilegt hræ, heidur getur það líka sýnt lífsinörk af sér og nokkurn sjálf- stæðan vilja. Saga Rússlands er dapurleg og hrylli- leg. Stjórnin í Pétursborg hefur öll trú- m á 1 í hendi sér og prestarnir fylgja í blindni pólitík hennar og sýna henni þrælslega auðsveipni. Klerkarnir kerma, að trú rússnesku kirkjunnar sé hin eina sanna trú, að katólskir, iúterskir o. s. frv. séu hreinustu villutrúarmenn og að Pól- verjar, Gyðingar, Kákasusbúar og ýmsir aðrir samlandar vorir séu Kristsféndur, sem ekki eigi betra skilið en að vera rændir, meiddir og drepnir. — Mennt- unin er því nær engin. Að örfáum undanskildum kunna bændurnir ekki að lesa; þeir fáu alþýðuskólar, sem til eru, eru flestir í höndum klerkanna, sem mest er umhugað um, að halda lýðnum niðri í fáfræðinni; hinir skólarnir verða að sæta mjög þungum kjömm af stjórninni. Mest- ur hluti bændalýðsins, (sem er meir en 80% af Rússum), heldur, að Kristur hafi verið rétttrúaður í rússneskum sið, að Rússar séu hans útvalin þjóð, og að hann elski því ekki aðra en Rússa. — Efna- h a g u r i n n er meir en hræðilegur. Eg ímynda mér, að Rússar einir kunni þá list, að blanda saman mjöli og trjáberki til þess að seðja með hungur sitt og að þeir einir tíðki þann sið, að hátta af hungri. Þegar uppskerubrestur verður, sem opt vill bera við, þá heldur almenn- ingur úti á landsbýggðinni sér inni í rúmum sínum til þess að forðast alla hreyfingu, því að menn skynja það ósjálf- rátt, að hreyfingin er eyðsia á kröptum, sem krefst uppbótar ( fæðunni. — Hei l- brigðisástandið er eptir þessu. ÖIl fjölskylda bændanna hefst við á nóttunni í lítilli kytru, á veturna innan um kálf- ana og grísina o. s. frv. I mörgum hér- uðum er þriðjungur íbúanna sýktur af bóluveiki, fransós og öðrum þvflíkum hryllilegum veikindum. I austurhéruðun- um má finna heil þorp, sem orðin eru gersamlega mannauð áf drepsóttum. — Siðferðisástandið er sárgrætilegt. Vegna þess að konan er úti á landsbyggð- inni því nær eingöngu skoðuð sem virmu- dýr, flýta menn sér að gipta drengina, opt Ojf tíðum mjög rosknum stúlkum, og ef »eiginmaðurinn« hefur ekki nægilegan kynferðisþroska, þá uppfyllir faðir hans hjúskaparskyldur hans (á rússnesku er til sérstakt nafn á slíkum föður »s n oh vatsj«; orðrétt þýðing á því er tengdadætrungur þ. e. maður tengdadóttur sinnar). Þegar hinn ungi eiginmaður er orðinn fullþroska er konan hans orðin gömul, en hann huggar sig þá aptur með því, að gerast »snohvatsj«. Skrítlan um manninn, sem varð bróðir sonar sfns, mágur konunnar sinnar, faðir sonarsonar síns o. s. frv. reynist alveg sönn f þessu tilfelli. I Táríu (Krímskaganum við Svartahaf) vinna næstum alstaðar bændástúlkur á tóbaks- ekrunum, af því að þær eru kaupódýrar, fá einungis 20—30 kópeka1) í daglaun, en sérhver af þessum stúlkum verður líka að fullnægja losta plantekrueigandans og þjóna hans; þetta er alkunnug staðreynd, sem menn sætta sig við. Lög, sem vernda velsæmið og réttinn til að hugsa og láta í ljósi hugsanir sín- ar, eru alls ekki til. Landshöfðingjarnir og löggæzluriddararnir hafa fullveldi nið- ur á við og gerðum þeirra verður ekki áfrýjað, allt er gert að pólitiskum glæp- um og þá er farið með »sökudólgana« rétt eins og þeir væru skepnur en ekki menn. En eg verð að fara fljótt yfir sögu og snúa mér nú að þeirri þjóðlífshreyfingu, sem nú er uppi á teningnum. Hið ó- þolandi ástand einveldisins hefur þegar fyrir löngu skapað umbrot, sem hafa ver- ið niðurbæld með dæmalausri grimmd og harðfengi af valdhöfunum. En — það er athugavert, að þó að hvergi séu lagðar jafn ægilegar refsingar við »óspektum« sem hjá oss, trúarvilla hvergi eins ofsótt, hvergi kosti uppreisnir jafnmikið blóð og hvergi 1) Hér um bil 40—60 aurar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.