Þjóðólfur - 07.07.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.07.1905, Blaðsíða 2
122 ÞJÓÐOLFUR. séu verkföll skoðuð svo mikill pólitiskur glæpur sem hjá oss, þá hefur samt á síð- ustu tfmum ekki gengið á öðru en ó- spektum, trúarbyltingum, geysimiklum verk- föllum, stórfelldum pólitiskum glæpum o. s. frv. Þrátt fyrir hina óheyrðu kúgun, þrátt fyrir hinar miskunarlausu ofsóknir, þrátt fyrir öll manndrápin dregur nú að uppreisninni. Fyrir einum áratug síðan myndaðist á Rússlandi trúflokkur, er »dúhvoborar« nefndist, sem fyrirleit rússnesku kirkjuna svo sem hún er nú, neitaði að ganga í herþjónustu, vildi ekki gjalda skatta o. s. frv. Til þess að refsa þeim voru helztu frumkvöðlarnir sendir í útlegð til Síberíu, hinir, sem voru margar þúsundir manna, voru fluttir til óheilnæms staðar eins í Kákasus. Þar dvöldu þeir nokkra hríð. Sjúklingar, gamalmenni og veikbyggð börn og konur dóu, en hinir lifðu eptir við bágan kost. Þá var send til þeirra lið- sveit af siðlausum Kósökkum til þess að krefja af þeim skattana. Með því að »dúhvoborar« voru áhangendur Tolstojs sögðu þeir Kósökkunum, að þeir ætluðu ekki að verja sig, en skattana mundu þeir samt ekki greiða. Þá afréðu Kósakkar að ná sköttunum með valdi og riðu til bústaðar foringja »dúhvoboranna«, en »dúhvoborar« söfnuðust í kringum for- íngja sinn og sungu sáima; var þar á meðal margt af konum Og börnum. Kósakkar skeyttu þessu engu, en riðu inn í hópinn og tróðu »dúhvobora« undir hestafótunum. Þeim datt ekki í hug að verja sig, en féllu til jarðar syngjandi guði lofsöng. Fúlmennin rændu og rupluðu öllu, nauðguðu konum, drápu menn og brutu hús, en veslings »dúhvoborarnir« héldu áfram að syngja . . . Merkilegast af öllu var þó, að þessi ótrúiega stilling og þolgæði fékk svo mikið á suma Kó- sakkana, að þeir urðu alveg frá sér og — gerðust sjáifir »dúhvoborar«. Stjórn- in varð því að skipta um liðsveitý og senda aðra í staðinn. Um endalokin á þessari sorglegu viðureign er yður sjálf- sagt kunnugt. Þegar stjórninni tókst ekki að bæla niður trú þeirra og hún sá, að hið »illa dæmi« »dúhvoboranna« bar á- vöxt í nágrannaþorpunum, þá leyfði hún þeim loksins að flytja af landi burt til Kanada. Rússland, sem er tiltölulega mjög strjálbyggt stuðlar þannig sjálft að útflutningi íbúa sinna 1 (Niðurl. næst). Ágrip af ræðum G. B.*um ritsímamálið. 2. rœða. Eins og við mátti búast hafa ræður manna aðallega lotið að heitustu deiluatriðunum f málinu — einkum því, hvort ódýrara muni verða símasamband eða loptskeytasamband. Það er nú gömul kenning og sönn, að strjálbyggðin sé okkar mesta mein. En við því meini er engin bót betri en gott hraðskeytasamband innanlands, er tengi saman með tímanum öll héruð landsins. Þessvegna tel eg svo afaráríðandi, að byrj- unar framkvæmdinni sé þannig háttað, að auðvelt verði að auka við síðar. Loptskeyti fara trauðla í gegnum fjöllin, og þó að síðar kynni að takast, að koma þeim gegnum holt og hæðir, þá hlýtur sú aðferð jafnan að verða afardýr og óhentug innanlands, milli mjög margra staða á til- tölulega litlu svæði, til þess eru áhöldin of dýr, of erfitt og vandasamt að nota þau, of hætt við, að skeytin, sem þá kæmu úr öll- um áttum færu öll í graut. Eins hér sem annarsstaðar hljóta menn að sanna, að innanlandssamband milli margra staða verður að vera talsímasamband, að þ a ð verður langódýrast í samanburði við gagnsmúnina og langarðvænlegast. Auð- vitað má senda símskeyti (telegrömm) gegn- um sömu þræðina. Milli landa er um tvennt að velja: þráð í sjó; hann getur bilað, en það ber ekki opt við og þess í milli veitir hann öruggt samband. Hinn kosturinn er að nota Mar- coni'saðferð. Það er sagt, að þau skeyti gangi fullum fetum lengri veg en héðan og til annara landa og sé aðferðin fyrir löngu komin af tilraunaaldri. Eg efa það ekki. En það er lfka sagt, og það hef eg eptir mönnum, sem vel þekkja til, að veðrabreyt- ingar trufli þessi skeyti iðuglega og norður- ljós öllu öðru fremur. Og svo koma mér í hug vetrarkveldin hér, þegar norðurljósiri skína skært kveid eptir kveld og mánuð eptir mánuð, og þá finnst mér dálítið efa- samt, hvort loptskeytasamband milli íslands og annara landa muni vera komið af til- raunaaldrinum. Samningur stjórnarinnar um ritsíma og tillögur þær, er hún hyggst að leggja fyrir næsta þing fara fram á, að sæsími sé lagð ur upp að Austurlandi, en þaðan tvísettur landsími (talsími og ritsími) norðan um land til Reykjavíkur. Nú er mælt, að von sé á tveim nýjum til- boðum um loptskeytasamband, öðru frá París, hinu frá Lundúnum, og þau sögð miklu að- gengilegri. Tilboð það, er Marconifélagið sendi stjórninni er allt annað en aðgengilegt. En alla nánari vitneskju vantar enn um þessi nýju tilboð, og þessvegna virðist mér mjög varhugavert, að samþykkja tillögu þá, er fram er komin um að skora á alþingi, að hafna samningi þeiin, er stjórnin hefur gert. Eg ræð fundinum frá því, að sam- þykkja þessa tillögu, því að það er engan veginn víst, nema það kunni að koma í ljós á þingi, að samningur stjórnarinnar sé landinu hagfelldari, en allt annað það er í boði kann að verða Sumir halda því fram, að símasamband það, er stjórnin fer fram á tii þyrjunar muni þegar verða þjóðinni um megn. Ekki get- ur það verið byrjunar kostnaðurinn, því til þess að gera landsímann frá Seyðisfirði hing- að sem allra beztan þarf ekki nema c. 150,000 kr. 1 viðbót við tillagið frá stóra norræna félagiuu. Lítum þá á árskostnaðinn. 35,000 kr. er tillagið til sæsímans á ári. Og nú sé eg að stjórnin áætlar, að landsím- inn muni gefa af sér c. 20,000 kr. á ári, en útgjöld við hann verði c. 30,000 kr. á ári — munurinn 10,000 kr. að viðbættum 35,000 kr. gerir 45,000 kr. á ári — segjum 50,000 kr. á ári. Nú borgum vér 75,000 kr. á ári til gufuskipaferða, og öllum kemur saman um, að þá fúlgu megi færa niður um 50,000 kr. ef ekki meir — þar væri þá féð fundið. En hvað sem því líður. Ef mér væru fengnar til umráða 50,000 kr. á ári og sagt að verja þeim til verklegra framfara, þeirra, er eg teldi þjóðinni þarfastar, þá mundi eg óhikað verja þeim einmitt til þess að borga hraðskeytasamband innanlands og til ann- ara landa. Og þannig hygg eg að fleiri muni hugsa. [Haldin á þingmálafundi í Reykjavík 19. júní]. Þingmálafundur Eyfirðinga, (Ágrip). Ar 1905, 12. dag júnímánaðar, varþing- málafundur á Hrafnagili. Ráðherra ís- lands, H. Hafstein, setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Guðlaug sýslum. Guð- mundsson og var það samþykkt, skrifari var kosinn Pétur Ólafsson á Hranastöð- um, og kvaddi hann sér til aðstoðar Bené- dikt Einarsson á Hálsi. 1. Var rætt um þaö, hvort kjósendur á Aknreyri ættu að hafa atkvæðisrétt á fundinum; að loknum þeim umræðum var því máli skotið undir úrskurð fundarstjóra og úrskurðaði hann, að kjósendur 1 sýsl- unni skyldi einir hafa atkvæðisrétt, en Akureyrarbúar skyldu hafa bæði tiliögu- rétt og málfrelsi á fundinum. 2. Þingmaðurinn (H. H.) hóf umræður um ýms mikilsvarðandi landsmál, svo sem bún- aðarmál, sjávarútveg, menntamál, samgöng- ur, kjördæmaskipun, undirskriftamálið. Hann skýrði allftarlega, hverja þýðingu leggja rnætti í undirskrift forsætisráðherr- ans undir útnefning hans, og að Islands- ráðherrann, sem hefði sömu sérstöðu í ríkisráðinu eins og Island í rfkinu, bæri sjálfur aðalábyrgðina af útnefningu hans, en að forsætisráðherrann bæri að eins ábyrgð gagnvart alríkinu á því, að Is- landsráðherrann fullnægði hinum »for- mellu« skilyrðum fyrir því, að geta átt sæti í raði Danakonungs. Eptir íslenzk- um stjórnarlögurn þyrfti ekki ráðherrann að skrifa nafn sitt undir ályktanir kon- ungs til þess að ábyrgð hvíldi á honum, það ákvæði væri í grundvallarlögum Dan- metkur en ekki Islands. Þvf næst vék alþingismaðurinn að rit- símamálinu og gerði ítarlega grein fyrir aðdraganda málsins og afstöðu þess nú. Því næst var vikið til dagskrár. 1. Undirskriftarmálið, 1 þvl var borin upp svo hljóðandi tillaga; »Fundurinn lýsir yfir því, að réttindum Islands sé ekki misboðið að nokkru með meðundirskrift forsætisráðgjafans á útnefn- ingarskjal ráðherrans, og finnur ekki á- stæðu ttl að vekja nokkra þrætu út af því, enda álítur fundurinn, að Islandsráð- gjafi hafi alla pólitiska ábyrgð á útnefn- ingunni gagnvart Is!andi«. Tillagan samþykkt með ca 50 atkv. gegn 15. 2. Ritsímamál. Borin upp svo hljóð- aridi tillaga: »Fundurinrf*+ýsir yfir því, að hann ept- ir atvikum ber fullt traust til ráðherra Islands fyrir samninga hans í ritsímamál- inu fyrir Islands hönd, og telur þá vera fullkomlega eptir óskum þings og þjóð- ar«. Tíllagan samþykkt með 58 atkvæðum gegn 11. Önnur tillaga, svo hljóðandi, var einn- ig borin upp: sFundurinn álítur hraðskeytasamband við önnur lönd og innanlatids æskilegt, en vill þó ekki sæta þar neinum afar- kostum, og lýsir jafnframt óánægju sinni yfir samningi þeim, er ráðherrann hefur gert við »st. norræna« ; telur hann gerðan af fljótræði, áður en nokkur vissa var fyrir því, að ekki mætti fá miklu betri kjör, og hættulegan fjárforræði voru og þingræði. Jafnfiamt skorar fundurinn alvarlega á þingið, að sæta þeim einum kjörum í hraðskeytamálinu, sem bezt eru fyrir land- ið, og mótmælir öllum fjárframlögum til hraðskeytasambands, áður en þingið f sum- ur hefur löglega bundið enda á málið frá þjóðarinnar hlið«. Þar sem hin fyrri tillaga vai samþykkt með ölliim þorra atkvæða, var hin síðari álitin fallin. Að síðustu var borin upp svo hljóðandi yfirlýsing og samþykkt með eindregnu lófaklappi allra fundarmanna: »Fundtirinn lýsir eindreginni ánægju sinni yfir því, hvernig ráðherra íslands hefur komið fram í áhuga- og velferðar- málum þjóðarinnar, kann honum þakkir fyrir, og ber hið bezta traust til starfsemi hsna framvegis«. P'undi slitið. Gi/ðl- Guðmundsson, Pétur Ólafsson, B. Einarsson. í sambandi við þennan þingmálafund má geta þess, að í stöku kjördæmttm, þótt fá séu, befur heilbrigð skynsemi orð- ið ofstæki og æsingum efri í ritsímamál- inu, þar á meðal t. d. í Sttður-Þingeyjar- sýslu á fundi að Ljósavatni 10. júní. Þar var í ritsímamálinu samþ. svolátandi til- laga: »Fundurinn skilur síðustu fjárlög þannig, að stjórnin hafi haft fullkomlega frjálsar hendur til að velja um hvort hallast skyldi að ritsíma eða loptritun milli Islands og útlanda og lýsir ánægju sinni yfir þeim áhuga, sem ráðherrann hefur sýntáþví máli. Jaftiframt lýsir funduritin yfir því, að hann álítur síma áreiðanlegri en loptritun eptir þeim upp- lýsingum, sem hingað til hafa fengizt, og þar afleiðandi heppilegra fyrir oss nema því aðeins að loptritun fáist fyllilega tryggileg. Hins vegar lýsir fundurinn óá- nægju sintii yfir því, hvað þetta mál er lítið skýrt frá stjórnarinnar hálfu, og tek- ur fram þá skoðun sína, að það sé skylda stjórnar 1 frjálsu landi, að skýra þjóðinni frá gerðum sínum og ástæðum fyrir þeim, fljótar og betur en hér hefur verið gert, enda tekur fram, að svo framarlega sem ráðherrann hefur farið lengra en umboð hans og heimildir náðu til í ritsímasamn- ingnum, eins og sumir halda fram, þá sé þingið ekki bundið af þeirri athöfn; heldur beri því þá að ráða fram úr mál- inu í sumar einungis eptir eigin sann- færingu um það, hvað hagfeldast sé fyrir þjóðina«. — Sunnmýlingar lýstu ánægju sinni yfir framkvæmdum ráðherrans í ritsímamálinu, og var það samþykkt í einu hljóði, á Eskifirði. Á fundi í Breiðdal var einnig samþ. eindregin ályktun með malinu. Á sumum fundum öðrum hingað og þangað hafa og verið samþ. ályktanir í rétta átt t. d. á fundi á Seltjarnarnesi 30. f. tn. Á þeim fundi var lýst yfir megnu van- trausti á þingmönnum sýslunnar (B. Kr. og Valt. Guðm.). Seltirningar hafa stöö- ugt verið eindregnir heimastjórnarmenn og litt uppnæmir fyrir æsingaryki. Goptskeyti þau, er hingað hafa borizt síðastliðna viku, á viðtökustöð Marconi við Rauðará (sbr. síðasta blað). j'O.júní: — í róstum við verkfallsmenn á Rússlandi í gær skutu hersveitir af handahófi í allar áttir með vélafailbyssum. Við þingkosning í Austur-Finsbury (á Engl.) hefur þingmannsefni frjáislynda flokksins verið kosinn og stjórnin hefur þar misst eirtn þingmann. Japönum hefur tekizt að koma aptur á flot rússneska herskipinu Peresviet í Port Arthur. Horfur á Póllandi eru enn óvænlegar. Verkfallsmenn í Dombrowa reyndu að ó- nýta járnbrautarbrú með dynamiti (sprengi- tundri). Leynilögreglumaður og strætislögreglu- maður voru skotnir tii bana í Varsjá i gær. Morðingjarnir komust undan. Yale-háskólinn vann sigur á Harvard 1 áttærings kappróðri; munurinn þrír fjórðu úr bátsiengd. 2. júli\ Mikils háttar japanskur embætt- ismaður, sem spurður var um friðarmála- leitanir þær, er nú eru á ferðinni á meg- inlandinu, svaraði, að ekki væri hægt að segja neitt um það, hvort þær mundu leiða til friðar eða ekki, en I^ernig sem færi, þá mundi Japan falast bráðlega eptir nýju 30 miljón punda láni (540 milj. kr.). Lán- ið mun verða tryggt með tóbakseinka- réttinum og útvegað í Lundúnum, New York og á meginlandinu j. júlí. Frá Rússlandi berast fregnir um frekari óeirðir. Verkfallsmenn gengu í hópum um strætin og var Kósökkum boðið að tvístra þeim. Frétzt hefur lát mr. Hay’s, utanríkis- ráðgjafa Bandaríkjanna, og hefur það hvar- vetna vakið söknuð og hluttekningu. Fyrsta samhrygðarskeytið kom frá Játvarði kon- ungi. Jarðarförin fer fram miðvikudag kl. 10 árdegis í Lake View kirkjugarðin- um í Cleveland. Hraðskeyti frá borginni Mexiko herma rnjííg mikið manntjón af vatnavöxtum. í Quanajuoto, þar sem Bretar og Banda- ríkjamenn eru aðalatvinnurekendur, fer ýmsum sögum um tölu drukknaðra rnanna, frá 100 manns og allt að 1000. NB. Loytskeytastöngin við Rauðará brotnaði í fyrradag, þvi að stinningsgolu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.