Þjóðólfur - 07.07.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.07.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR. 123 gerði þann dag. Hefur hún að líkindum aldrei traust verið, en nú hefur henni þó verið komið eitthvað í lag aptur. Konungsboðskapurinn, er ráðherrann las upp við setningu al- þingis, er harla mikilsverður að þvt leyti> að hann tekur til fulls af allan vafa um, að ráðaneytisskipti í Danmörku og flokka- skipting á ríkisþinginu hafi í nútíð og. framtíð alls engin áhrif á íslandsráðherr- ann, heldur standi hann og falli samkvæmt vilja meiri hluta alþingis. Eins og ná- kvæmar var skýrt frá 1 Þjóðólfi í vetur var þá þegar mynduð föst stjórnarfars- regla að þessu leyti, þá er Islandsráðherr- ann fór ekki frá völdum með dönsku Táðgjöfunum. En þeir sem þá kunna að hafa efast um, að á þeirri reglu væri ó- hætt að byggja, geta það að minnsta kosti ekki lengur, úr þvf að konungs- orð er fengið fyrir því, að Is- landsráðherrann hafi fullkomna sérstöðu í ráðaneytinu. Þetta ætti sannarlega að vera nóg til að sannfæra alla Tómása, og jafnvel Jón Jensson líka, þótt ekki sé að vita, nema enn sitji föst í honum gamla fjarstæðan um grundvall- arlaga-ráðgjafann(l) íslenzka og ábyrgð hans fyrir ríkisþinginu(l). Það er sfzt fyr- ir að synja. En svo mikið er vfst, að undirskriptar- firran er dauð og grafin ti) fulls, og þótt reynt verði að vekja hana upp, þá er ó- hugsandi, að nokkur lfftóra geti í hana komizt úr þe^su, sem betur fer. Stjórnarfrumvörpin, sem lögð hafa verið fyrir þingið eru alls 40 og er hinna helztu þeirra áður getið hér í blaðinu, nema frv. um hækk- un á aðflutningsgjaldi. Nemur sú hækk- un 30°/o á öllum áður tolluðum vörum. Um þetta mál urðu nokkrar umræður f Nd. 4. þ. m., einkum um hækkun vín- fangatollsins og tóbakstollsins. Var það tekið fram, að þetta væri að eins bráða- birgðarfyrirkomulag, þangað til skattamál landsins væru tekin til ítarlegrar endur- skoðunar. Málinu var þvf næst vísað til fjárlaga- nefndarinnar, og hefur hún klofnað í tvennt á því. Minni hlutinn (St. Th. og Stef. Stef. kennari) vill láta fella það, en meiri hlutinn telur það nauðsynlegt sem bráða- birgðarfyrirkomulag til að auka tekjur landsjóðs. 2. umr. í Nd. í dag. Samsöng hélt Sigfus Einarsson söngfræðingur hér 1 bænum 2. þ. m. með aðstoð danskr- ar söngkonu, frk. Valborg Hellemann, er söng meðal annars nokkur lög með fs- lenzkum texta. Var framburður hennar á fslenzkunni góður, og var gerður hinn bezti rómur að söng hennar. Frk. Anna Pálsdöttir lék undir á hljóðfæri, þá er þau Sigfús'og frk* V. H. sungu. Samsöngur- inn vaj" mjög vel sóttur. Lausn frá embaötti hefuB (5lafur Guðmundsson héraðslækn- ir á Stórólfshvoli sótt um frá 1. ágúst vegna herlsubilunar. Prestvígður var 2. þ. m. Gísli Skúlason háskóla- kand. í guðfræði til Stokkseyrarprestakalls. Látinn er á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn í f. m. Kristjánjónasarson verzl- unaragent, mörgurn kunnttr hér A landi og alstaðar að góðu, því að hann var hinn vandaðasti maður og drengur hinn bezti, vel að sér og fróður um margt, þar á meðal í ættfræði. Hann var fæddur 21. des. 1848 og voru foreldrar hansjón- as bóndi Björnsson á Narfastöðum í Reykjadal (*J* 1879)og Herdís Ólafsdóttir. Kristján heit. og Kristján skáld Jónsson voru þremenningar að frændsemi og mjög líkir í sjón. „Bothnia“ kom hingað frá Akureyri að kveldi 3. þ. m., ætlaði þaðan vestur um, en sneri aptur á Húnaflóa vestanverðum sak- ir íss og kom hingað austan um land. Haldið er, að »Skálholt« komist leiðar sinnar vegna íssins, þótt »Bothnia« sneri frá, mun mest hafa gert það vegna út- lendra farþega, er sagðir voru smeikir við jakana, sem naumast er láandi ókunn- ugum mönnum. — »Bothnia« fór héðan til útlanda 4. þ. m. „Hólar“ komu austan um land 4. þ. m. Með- al farþega voru : Ólafur Thorlacius alþm., séra Jón Finnsson á Hofi í Alptafirði, séra Björn Þorláksson á Dvergasteini, Gustav Iwersen verzlunarstj. á Djúpavogi og Ólafur Oddsson Ijósmyndari frá Breið- dalsvík. „Tryggvi konungur“ (Ernil Nielsen) fór héðan til útlanda 3. þ. m. og með honum um 20 farþegar, þar á nteðal: Frú Asta Hallgrímsson og ' frk. Kristrún dóttir hennar, H. Andersen skraddari og frú hans, frk. Jörgína David- sen, Sigurður Jónsson járnsmiður, Sevares katólskur prestur (frá Landakoti). stúdent- arnir Einar Arnórsson og Magnús Sigui ðs- son, Chr. Fr. Nielsen agent, Ól. Felixson ritstj. (frá Alasundi), 2 Þjóðverjar, Hall- dór Kjartansson kaupm., ísleifur Jakobs- son verzlunarm. o. fl. Leiðrétting. í skýrslu um þingmála- fundi í Snæfellsnessýslu í síðasta blaði var það elcki nákvæmlega rétt orðað, að tveir menn á Hellnafundinum hefðu greitt atkv. með tillögu, er fór í gagnstæða átt við till. þá, er þeir liöfðu samþykkt á pukursfundi í Olafsvík, því að menn þessir greiddu e k k i atkvæði móti Hellnafundartillögunni (þ e. neyttu ekki atkvæðisréttar síns)- Fundirnir að Hellnum og ( Ólafsvík, er þingmaðurinn hélt voru 16. júní, degi síðar, en pukurs- fundurinn í Ólafsvík. Tapast hefur á Hellisheiði 24. júní poki með stuttri vaxkápu og morleitri yfir- höfn og kvennfatnaði. Umbiðst að skilað sé að Kolviðarhóli gegn sanngjarnri borgun. lír með festi og kapseli hefur fundizt upp í Kjós nýlega. Eigandi gefi sig fram á skrifstofu Þjóðólfs. Aðfaranótt hins 5. þessa mánaðar hvarf úr vöktun nálægt húsi Arna pósts rauður h e s t u r dálítið haltur, ójárnaður, mark : sýlt h. Hver sem hitta kynni hest þennan er beðinn að skila honum gegn sanngjörn- um fundarlaunum að Ólafsvöllum á Skeiðum. Staddur í Reykjavík 6. júlí 1905. Jóhatin Magnússon. Bökmenntafélagsfundur. Síðari ársfundur Reykjavíkurdeildar Bókmenntafélagsins verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu (salnum uppi á lopti) laugardaginn 8. þ. m. kl. 5 sui, degis. Rvík, 3. júlí 1905. Kristján Jónsson p. t forseti. norðlenzkt, gott og ódýrt fæst í stærri og smærri kaupum í verzl. ,Godthaab(. Ný verzlun (Hverfisgötu 18). Fjölbreyttar birgðir. Vandaðar vörur. Mjög lágt verð á öllu. Fljót afgreiðsla Sigupður 4sbjarna?son. Ljáblöðin eru í ár eins og að undanförnu BEZT og ódýrust í verzlun B. H. Bjarnason. Augnlækningaferð 1905. Samkvæmt II. gr. 5. b. í fjárlög- unum og eptir samráði við ráðherr- ann fer eg að forfallalausu kringum land Vneð Ceres, er á að fara héðan 13. ágúst sunnan um land, og kem eg heim aptur 25. ágúst. Reykjavik 26/6 1905. Björn Ólafsson. Skófatnaður nýkominn í verzlun Sturlu Jóns- sonar: Knrlm.stígvél kr. 5,50. -----skór -- 3,95. Kvennstígvél — 4.50. -----skór — 2.75- CC,V-nlasklner i sterste Udvalg til ethvert Brug, Fagmands Garanti. — Ingen Agenter. Ingen Filialer, derfor billigst i Danmark. — Skriv straks og forlang stor illustreret Prisliste, indeholder alt om Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Ksbenhavn. Nikolajgade 4, BSk Bezt kaup Sköfatnaði í Aðalstræti 10. Ekta Kína lífs elixír hefur fengið gullmedalíur, þar sem hann hefur verið á sýningum í Amst- erdam, Antverpen, Brussel, Chicago, Lundúnum og París. Kína-lífs-elixir er því aðeins ekta, að á einkennismiðanum standi vöru- merkið: Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueigandans: Waldemar Petersep, Frederikshavn Köbenhavn, og sömuleiðis innsiglið V‘_P' í grænu lakki á flöskustútnum. Fœst hvarvetna fyrlr 2 kr. fl. Leiðarvísir til lífsábyrg'ðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Einar M. Jónasson cand jur. gefur upplýsingar lögfræðilegs efnis, flytur mál fyrir undirrétti, gerir samn- inga, selur og kaupir hús og lóðir o. s. frv. Heima kl. 4—7 e. m. í Vest- urgötu 5 (Aberdeen). Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs. Aðalfundur i hinu íslenzka kennarafélagi verður haldinn föstudaginn 7. þ. m, f Iðnaðarmannahúsinu uppi, kl. 5 e. h. Þar verða bornir upp nýir félagsmenn, lagðir fram reikningar félagsins fyrir tvö undanfarin ár, og kosnir embættismenn. Aðalumræðuefni: Frumvarp til laga um frœdslu barna. Æskilegt að fundinn sæki allir félags- menn, sem kost eiga á því; en velkomn- ir eru og aðrir kennarar, og alþingis- menn. Flensborg 1. júlí 1905. Jón Þórarinsson p. t. forseti. Skiptafundur í dánarbúi Helga Þorleifssonar frá Hnífs- dal, er drukknaði 7 jan. þ. á., verður haldinn á skrifstofu sýslunnar laugar- daginn 2. septembermán. þ. á. og byrj- ar kl 9 f. hád. Erfingjar gefi sig fram og sanni erfðarétt sinn. Skiptaráðandinn í ísafjarðarsýslu 29. júní 1905. Magnús Torfason. Firma-tilkynning. 1. Stjórn Aktieselskabet N. Clir. Grams Handel tilkynnir, að aðalumboð Holgers Adolph sé upphafið, að Einar Adolph sé farinn úr stjórn þess, en í hans stað kominn Hol- ger Adoiph, að Holger Adolph á- samt einhverjum öðrum úr stjórn- inni skrifi firmað, að upphafið sé prókúruumboð F. R. Wendels, en þeir herrar féiagsstjóri Ólafur Benja- mínsson í Kaupmannahöfn og verzl- unarstjóri Carl F. Proppé á Þing- eyri hafi prókúruumboð. 2. Leonhard Tang og Harald Tang til heimilis í Kaupmannahöfn reka verzlun meðal annars á Isafirði með firmanu Leonh. Tang & Sön. Pró- kúruumboð liefur Arni Riis í Kaup- mannahöfn. Skrifstofu Isafjarðarsýslu og bæjar- fógeta á ísafirði, 30 júnímán 1905. Magnús Torfason. Sætið beztu kaupum. Enginn þarf að borga 20—30 kr. fyrir silfurúr á IO steinum með gull- rönd, því hver sem sendir mér a ð eins kr. 12,50 fær þau frítt send hvert á land sem er. Pantið þau sem fyrst. Reykjavík, Laugaveg 49. Jóh. Jóhannesson. Auglýsing fyrir sjófarendup. Fyrir 1. ágúst næstkomandi verða settir í vitann á Elliðaey á Breiðafirði nýir speglar og önnur ahöld, og sýn- ir vitinn frá nefndum dagi fast, hvítt ljós yfir Kópaflögur út fyrir Selsker. Þetta birtist hérmeð sjófarendum. Stjórnárráð íslands, 3. júli 1905. Umsöknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1904 til 1905 er veittur Iðnaðarmannafélag- inu í Reykjavík, „til þess að styrkja efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til að fullkomna sig í iðn sinni" verða að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24. ágúst næstkomandi. Umsóknarbréfunutn verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sína lijá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.