Þjóðólfur - 28.07.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.07.1905, Blaðsíða 1
OLFUR. 57. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. júlí 19 05. JK31. Verzlunin ,EDINBORG‘ í Reykjavík minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sínar marg- breyttu og ódýru Vefnaðarvörur er löngu hafa hlotið almenningslof. Einnig hinar v'ónduðu og fj'ólbreyttu Nýlenduvörur og Skötau. Þá væri og sízt úr vegi að koma í Pakkhúsið, sem ætíð hefur nægar birgðir af öllu því, er land- og sjávarbændur þarfnast, að gæðum og verði eins og bezt er í Reykjavík. Frá alþingi. IV. Fiskireiðasjóðnr. Það mál er nú kom- ið út úr efri deild og er nú orðið allmjög breytt frá þvf, er það kom fyrst fram. Við 3. umr. málsins í deildinni var það sam- þykkt eptir tillögu frá Eir. Briem o. fl., að breyta frv. þannig, að í stað þess að sjóðurinn skuli eingöngu stofnaður af sekt- arfé fyrir ólöglegar veiðar (reiknað frá ársbyrjun 1904 og upp frá þvf), skuli stofn- fé sjóðsins verða 100,000 kr., er landsjóður leggur fram í skuldabréfum fyrir lánum til þilskipakaupa og í peningum. Þar við á að bætast sektarfé fyrir ólöglegar veið- ar í landhelgi, sem inn kemur eptir að lögin öðlast gildi og á hverju ári leggur landsjóður svo þar að auki 5000 kr. tillag til sjóðsins, sem telst með árstekjum hans. Færsla þingtímans. Sig. Stefánsson o. fl. bera upp frv. um að færa þingtímann, þannig að þingið komi saman 15. febr. í stað 1. júlí. Við 1. umr. málsins í e. d. f fyrra dag talaði S. St. fyrir málinu, sagði að fjölmennasta stétt landsins, bændastétt- in, sem ætti að hafa flesta fulJtrúa á þingi, ætti örðugast með að sækja það á sumr- in. Nú væru líka samgöngurnar komnar í svo gott hbrf, að ekki væri lengur ástæða til vegna ferðalaga að hafa þingið að sumr- inu. Nefnd var sett í málið og í hana kosnir: Eiríkur Briem, Þórarinn Jónsson og Sig. Stefánsson. Hhital'élagshankinn. Lárus Bjarnason og Jón Jónsson flytja frv. um breytingu á hlutabankalögunum frá 7/6—'02, að því er snertir málmforðann. Eptir því þarf bank- inn ekki að hafa í vörzlum sínum meiri málmforða en nemi 3/8 af seðlaupphæð þeirri, sem úti er, (en helming eptir nú- gildandi lögum). Ennfremur á að mega telja til málmforðans innstæðu, sem greidd verður, þegar heimtað er, hjá fleirum banka- stofnunum, sem taldar eru til fyrsta flokks, en þeim sem nefnd eru í bankalögunum, ef 5/7 hlutar fulltrúaráðs bankans álfta þær fulltryggar. Aptur á móti er hert nokkuð á kröfunum um það, hve mikið af málm- forðanum skuli ávalt vera fyrir hendi í bankanum og útibúum hans hér á landi 1 löglegri og gjaldgengri mynt. Eptir nú- gildandi ákvæðum á það að vera V+ af seðlafúlgunni, sem úti er og þar af helm- ingur í gullmynt Norðurlanda, en eptir frv. verður það 3/IO seðlafúlgunnar og þar af 5/6 gullmynt. Skattamál. Fjármálanefnd e. d., sem getið var í síðasta blaði, á að fjalla um fjárlögin, þegar þau koma til e. d. og koma þannig í stað tjárlaganefndar. En jafn- framt hefur verið samþykkt eptir tillögu frá B. M. Ólsen o. fl., að fela henni einn- ig að íhuga skattamál landsins. Stjórnar- andstæðingarnir í nefndinni fá þá naum- ast komist hjá, að láta uppi álit sitt í þessu mikilsverða máli, þó þeim sé það líklega jafnógeðfellt og félögum þeirra í n. d. Beitutekja. Nefndin f því máli (E. Br., Sig. St., Þór. J.) telur ákvæði frv., um að beitutekja sé heimil í netlögum án leyfis landeiganda, ganga of nærri eignaréttinum og leggur til að þau séu felld burtu. Apt- ur á rnóti leggur hún til, að sett sé inn ákvæði um, að sérhver sá, er heimild hef- ur til fiskiveiða í landhelgi, megi á land setja skelfisksbeituverkfæri sín og farvið af skipi sínu, þar sem ekki er friðlýstæð- arvarp, selalátur eða árós, sem laxveiði er í. Fyrir þetta skal hann greiða beitugjald 1 krónu fyrir hvern sólarhring eða skemmri tíma í hvert skipti og hann tekur beitu. Smjörverðlaun. Við 3. umr. þess máls í n. d. var samþykkt breyt.till. um að hækka verðlaunin fyrir það smjör, sem selst á 75. a. pd. eða meira, um 2 a., svo að þau verði 7 a. fyrir pd., en smjör það, sem selst á 65—75 a. fær eins og áður er gert ráð fyrir 5 a. verðlaun. Fátækramál. Nefndin i því máli (E. Br., Sig. St, Guðj., Gutt., Þorgr.) hefur látið uppi álit sitt. Merkust af tillögum henn- ar er sú, að halda 10 ára sveitfestistíman- um óbreyttum, en færa hann ekki niður í 2 ár, eins og lagt er til af meiri hluta milliþinganefndarinnar og í stjórnarfrum- varpinu. Nefndin álítur, að hrakningar á fátæku fólki mundu ekki minnka við það, heldur mundu þeir aukast að miklum mun og koma ver og ómaklegar niður á ein- staka menn en með 10 ára tímanum. Enn- fremur virtist ekki vera neinn ákveðinn þjóðarvilji fyrir þessari breytingu á sveit- festistímanum og þingmálafundir væru mjög ósammála urn þetta atriði. Annað aðalatriði, sem nefndin leggur til að sé breytt í stj.frv. er það ákvæði, að maður, sem ekki hefur unnið sér sveit, eigi sveit þar sem foreldrar hans áttu sveit, þegar hann var 16 ára. Nefndin vill halda sér hér við gamla fæðingarbreppinn, því að nægar ástæður séu ekki fyrir þessari laga- breytingu og það hlyti að verða meiri erfiðleikum bundiö að finna þann stað, sem faðir eða móðir átti sveit, þegar mað- urinn komst af barnsaldri, en finna hvar hann er fæddur. Við 2. umr. málsins í e. d. í fyrra dag voru allar breytingartill. nefndarinnar samþykktar. Gaddavírsgirdingar. Nefndin, sem skip- uð var í e. d. til að íhuga stj.frv. um þetta efni (Guðj., Gutt., Þorgr.) ræður hiklaust til að samþykkja það ákvæði frv., að fela landstjórninni útvegun á efni í gaddavírs- girðingar fyrir sýslu-, sveitar-, búnaðar- og samvinnukaupfélög og það því fremur, sem reynsla er fengin fyrir, að stjórnin getur útvegað það ódýrar en einstakir rnenn eða einstök félög mundu geta, efhver pantaði fyrir sig, jafnvel þó í nokkuð stórum stíl væri. Hitt aðalákvæði frv., um frestun tún- girðingalaganna frá z9/xt—'03, var nefndin nokkuð meiraljhikandi með að fallast á, með því að hún var eindregið þeirrar skoð- unar, að með þeim lögum hafi verið stig- ið eitt hið réttasta og þýðingarmesta spor grasræktinní til eflingar og landbúnaðin- um til framfara. Við nánari íhugun og , með tilliti til athugasemda milliþinganefnd arinnar um þetta atriði virðist nefndinni þó réttast að fallast á frv. einnig að þessu leyti, þó með þeim viðauka, að stjórninni beri að afgreiða pantanir samkv. túngirð- ingalögunum, sem komnar eru til hennar innan ársloka 1905. Lög-g-ilding' yerzlnnarstaða. í n. d. hef- ur verið skipuð 3 manna nefnd (Herm. Jónasson (form ), Arni Jónsson (skr., frs.), Jóh. Ólafsson) til að athuga frv. þau, sem komið hafa fram í deitdinni um löggild- ingar verzlunarstaða (að Gerðum í Garði, við Maríuhöfn í Kjósarsýslu, Syðra-Skóg- arnes í Miklholtshr., Látur í Aðalvík, Lambhúsvík á Vatnsnesi, Ólafsfjarðarhorn í Eyjafjarðarsýslu og Holtsós undir Eyja- fjöllum). Nefndin álítur, að þrátt fyrir það, þótt athugavert þyki vegna tolleptir- lits að fjölga löggiltum kauptúnum, þá eigi þó hitt að sitja í fyrirrúmi, að líta á stað- hætti landsins og strjálbyggð og þá nauð- syn sem til þess ber, að greiða fyrir sam- göngum og létta alla aðflutninga eptir því sem unnt er, og fyrir því leggur hún til, að samþykkja allar þessar löggildingar, en safnar þeim öllum saman í eitt fruœvarp. Ennfremur ber nefndin upp frv. um, að stjórnarráðinu veitist heimild til að ákveða eptir till. sýslunefnda takmörk verzlunar lóða á löggiltum verzlunarstöðum, svo og til að breyta takmörkum verzlunarlóðar þar, nema ákveðin hafi verið með lögum. Fyrirspnrnin um múturnar var borin upp 1 e. d. á mánudaginn var (24. þ. m.). Var henni fljótsvarað af ráðherranum. Kvað hann stjórnina, hvorki beinlínis né óbeinlínis eiga neinn þátt í grein þeirri í „Reykjavík", sem hér væri um að ræða, né heldur í þeim orðróm, sem hún stydd ist við. Annars væri það algerlega rangt í fyrirspurninni, að kalla „Reykjavík" stjórnarblað, þar sem stjórnin hefði engin ráð á ritstjórn þess, enda sé það beinlín- is tekið frarn í samningi milli ritstjórans og félags þess, er blaðið á, að ritstjórinn ráðieinn stefnu þess. Sig. Stefánsson hafði orð fyrir flutningsmönnum fyrirspurnarinn- ar og sló í harða orðasennu milli hans og Jóns Ólafssonar. Loks var samþykkt (með 8: 4 atkv.) svohljóðandi rökstudd dagskrá frá B. M. Ólsen, J. Jak. og E. Br.: „Með því að þingdeildin, eptir að hafa heyrt svar ráðherrans, telur þessa fyrir- spurn með öllu ástæðulausa, tekur hún fyrir næsta mál á dagskránni". I dag var fyrirspurnin borin upp í neðri deild, en tekin aptur af. flm. Áfengisveiting’ar á skipum. Nefndin (M. Andr., G. Bj. (frs.), J. Magn.) leggur til að samþykkja frv. með þeirri breytingu, að það nái ekki einungis til mannflutn- ingaskipa, heldur til allra skipa annara en útlendra skemmtiskipa og útlendra ferðamannaskipa. Sveitarstjórnarlög-. Nefndin 1 því máli hefur klofnað. Meiri hlutinn (Á. J., J. Magn. (frs), Egg. P., Jóh. Ól.) leggur til, að samþykkja frv. með nokkrum lítilvæg- um breytingum. Minni hlutinn (Guðl. Guðm.) er aptur á móti alveg mótfallinn þeirri einu höfuðbreytingu, sem frv. gerir á núgildandi lögum, að leggja niður amts- ráðin, einkum þar sem það hafi ekki ver- ið borið undir þau sveitarstjórnarvöld, sem hér eiga hlut að máli. Leggur hann þvf til, að fella frv. að þessu sinni, en skora á stjórnina að leggja það undir álit allra sýslunefnda og amtsráða og leggja það því næst með nauðsynlegum breytingum fyrir alþing 1907. Ný frumvörp önnur en þau, sem áður er getið: Fiskiveiðasampykktir. Sk. Thoroddsen stingur upp á, að heimilt sé að ákveða í samþykktum samkv. 1. ^/m—’77 um fiski- veiðar á opnum skipum, að greiða skuli allt að einnar kr. gjald af hverjum hlut frá sjó yfir vertíð hverja til að bæta lend- ingar á svæði því, er samþykktin næryfir. Um byggingar d Akureyri. Flm. Guðl. Guðm. og M. Kr. Heimild fyrir stjórnarráðið að setja reglu- gerðir um -notkun hafna við kauptún í land- inu o. fl. Flm. Guðl. Guðm. og Jón Jónsson. Læknahéraðaskiþan. St. Stefánsson þm. Eyf. stingur upp á, að breyta nokkuðtak- mörkum læknishéraða í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum (Akureyrar-, Húsavíkur-, Höfðahverfis- og Reykdælahéraða). LLreþpstjóralaun (um að hækka þóknun úr landsjóði til hreppstjóra um helming og auka tekjur þeirra af uppboðura). Flm. St. Stefánsson þm. Skf., Jón Magn., L. H.B. Fallin frumvörp. Heimild til að selja kirkjujörðina Bygg- garð á Seltjarnarnesi. Flm. Valtýr Guð- mundsson. Tókst honum ekki að fá neinn með sér til þess að styrkja frv. þetta og var það fellt við 2. umr. í e. d. með 9: 1 atkv. Afndmfóðurskyldu Mariu- og Péturslamba var fellt í n. d. í fyrra dag. Lög frá alþingi: 1. Lög um hækkun d aðflutningsgjaldi. 2. Lög um ákvörðun verzlunarlóðarinnar 1 Vestmanneyjum. 3. Lög um stefnufrest frd dómstólum d ís- landi til hæstaréttar i einkamdlum fyr- ir þd, sem eru til hcimilis d íslandi (6 mánuðir í stað 12).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.