Þjóðólfur - 28.07.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.07.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 137 um góðæri saman, stundum fiskileysisár saman og stundum góð fiskiár saman. Nú er komið svo mikið los á landslýðinn, að hann eltir þetta landshorna á milli, hvar sem bezt gengur. Komi rosasumur og harðir vetrar um eitthvert árabil, og þá um leið aflaár við sjóinn, þá streymir fólkið unnvörpum að sjónum. En hvað svo með 2 ára eða dva.1- arhreppsákvæðinu ef sjávaraflinn bregzt? Stórkostleg vandræði á allri sjávarsíðunni. Nú kunna menn að segja sem svo, að hér sé engin hætta á ferðum, því útveg- urinn sé 1 svo mikilli framför, að ekki þurfi að gera ráð fyrir aflaleysisárum, því altaf gangi fiskurinn einhversstaðar að landinu, og að þilskipin nái til hans hvar sem vera vill. Gott og vel, og óskandi að svo reynist, því þá færu fjölskyldu- flutningarnir að verða hverfandi frá sjón- um til landsveitanna. En öldruðu fólki frá Landsveitunum yrði hversu vel sem gengi við sjóinn eptir sem áður fyrir- munað að njóta þess, með því að leita sér þar skjóls eðs hælis hjá vinum sínum eða vandamönnum vegna sveitfestinnar, ef dvalarhreppurinn væri takmarkið. Sízt af öllu ætti löggjöfin sjálf að gefa tilefni til sveitarþyngslanna, sem hún er allt of lengi búin að gera, og sem menn hafa allt of lítið veitt eptirtekt, og sem milliþinganefndin hefur of htið bætt úr. Eg var búinn að ásetja mér að hreyfa þessum hugleiðingum mfnum á þing- málafundirium hér í Reykjavík 19. f. m., en þegar til kom, var þetta málefni tekið út af dagskrá af naumleika tímans, sem er þó 1 raun og veru mjög áríðandi mál. Breytingartillögur mínar við fátœkta- tndlið eru pessar: Að maður geti ekki með dvöl sinni á- unnið sér rétt til framfærslu nema á ald- ursskeiðinu 16 til 60 ára, og á þann hátt, að maður hafi rétt til framfæris í þeim hreppi eða bæjarfélagi, sem hann hefur löglega dvalið lengst í á téðu aldursskeiði, en þó eigi skemur en 10 ár samfleytt eða ekki, og án þess að hafa þegið styrk af fátækrafé. En hafi maður dvalið jafnlengi i öðrum hreppi eða bæjarfélagi á þessu aldursskeiði, þá hafi hann jafnan rétt til framfæris í þeim báðum eða öllum, ef fleiri eru. Að endingu vil eg geta þess, að mér eru í fersku minni þau dæmin, þegar var verið að flytja aldrað og uppgefið fólk hrepp af hreppi (t. d. frá Faxaflóa austur í Skaptafellssýslu), sem var grátandi yfir því, að fá ekki að hafa frið á sér í góð- um samastað vegna sveitfestinnar, og verða að hröklast á sveit sína til þess að verða þar niðursetningur hjá Pétri eða Páli. Auðsætt er að slík tilfelli stafa frá lög- gjöfínni sjálfri, og sýna það, hve nauðsyn- legt er að slá föstu 60 ára aldurs ákvæð- inu til sveitfestu, svo löggjöfin gefi ekki hér eptir tilefni til slíkra hrakninga áum- komulausu og fátæku fólki til meiri og minni sveitarþyngsla. Kirkjurán. Nýlendusýningin stendur yfir nú og dönsk blöð hafa minnzt á hana og ís- lenzku deildina þar meðal annars. Það eina, sem vakið hefur eptirtekt manna í þeirri deild, er Vídalínssafnið (»Den Vidalinske Samling«). Með því að hygg, að almenningi hér sé ekki kunn- ugt um, hvað safn þetta hefur að geyma, þá ætla eg stuttlega að skýra frá hverjir munir þar eru merkastir. Fylgja ætla eg skýrslu þeirri, sem eigandi safnsins, frú Helga Vídalín, hefur gefið dönskum blaða- mönntim. Hún segir svo: »Eg hef bú- ið 14 sumur á íslandi og safnað afmesta kappi allan þann tíma. Eg hef komist yfir um 150 gripi og eru þeir sýndir. Þar er útskorin altaristafla frá kirkju, sem nú er lögð niður í nánd við Sauðárkrók, göm- ul altaristafla úr kirkju á Suðurlandi. Frá Þingeyrum á eg þrjár fagrar ljósakrónur og mjög haglega útskornar rnyndir af Kristi og postulunum. Svo á eg stórt safn af altariskaleikum og þar á rneðal einn frá 1487. A fætinum, sem settur er gimsteinum, eru sýnd ýms atriði úr pín- ingarsögunni. Það er gjöf frá páfa til Grundarkirkju í Eyjafirði. Mesta fjölda á eg af tóbaksdósum og baukum. Enn- fremur á eg silfurbúinn staf, sem átt hef- ur Jón biskup Vídalín. En prédikunar- stóllinn, sem eg á, mun þó vera fágætasti gripurinn af því öllu. Hann hefur Guðbr. biskup Þorláksson skorið út árið 1594. Biblfu hans á eg líka. Hún er kjörgrip- ur«. Þannig segist frúnni frá. Ekki er að hallmæla henni eða öðrum útlendingum, þó þeir sækist eptir fornum dýrgripum vorum og fái þá. Maður verð- ur jafnvel að fyrirgefa fáráðlingunum, sem selja. Þeir gera þetta flestir af aulaskap og eru fegnir að fá nokkra aura fyrir. Það er lands- og kirkjustjórnin, sem hér á sök að mestu. Það er hvorttveggja, að vér eigum Iít- il og ónóg lagaákvæði um verndun forn- menja, og að því, sem til er, hefur ekki verið beitt eða hlýtt. Það sem eg á hér við er kanceilibréf frá 19. apríl 1817 til allra amtmanna landsins. Þar stendur: »að engir gaiulir skrautgripir t. d. myndir, altaristöflur, leg- steinar og fleira, er sé kirkna- eign,megi seljast ánleyfis stipt- amtmanns e ða biskups«. Það er enginn vafi á því, að þessi fyrirmæli hafa verið brotin hvað eptir annað. Lands- höfðingi eða biskup hafa ekki gefið leyfi til, að kirknagripir þeir, er frú Vídalín hefur komist yfir, væru seldir út úr land- inu. Þeir hafa auðvitað allir verið seldir í heimildarleysi. Spurningin er þá þessi: Má ekki gera gripina upptæka? En ef stjórnin ekki vill eða getur farið þessa leið, þá ættu einstakir menn, sem bæði unna landinu og gripunum og mega sín mikils hjá frú Vídalín að gera hvað f þeirra valdi stendur til þess að hamla því, að gripir þessir glatist landinu. Meina eg þetta sérstaklega til forngripavarðar vors hr. Jóns alþtn. Jakobssonar, sem auð- vitað lætur sér annara en nokkur annar um forngripi vora og vill hlynna að safn- inu eins og auðið verður. Þessi maður er mágur frú Vídalín og fengi því eigi alllitlu áorkað þar sem hann legðist á. Safn þetta er stærst safn íslenzkra forn- gripa í eign einstaks manns. Alla daga síðan Danir ráku katólsku trúna úr landi hér hafa kirkjur verið rænd- ar og stolnar dýrgripum sínum, en þeir síðan seldir úr landinu. Það er því auð- vitað mjög lítið eptir ennþá af slfku. Það gæti þó borgað sig að reyna að halda f það, sem eptir er. Það þykir reyndar hér á landi vanvirða að vera íhaldsmað- ur, hvað dæmin sanna. Vér þurfum að fá lög um verndun forn- menja. Það tekur ekki langan tít^a að setja slíkt saman. Það ætti að skipa menn, sem hefðu gætur á, að eignum kirkna vær^ ekki kastað í útlendinga. Sóknarnefndirnar væru réttar til þess að hafa þetta eptirlit, hvort sem kirkjan væri heldur almenningseign eða einstaks manns. Það hefur sýnt sig, að kirkjuhöldurunum sjálfum er ómögulega trúandi fyrir þessu. Er það mín ósk, að yfirvöldin gefi máli þessu framvegis meiri gaum en hingað til. B. Þ. M. Samsöng fyrir alþýðu ætla þau Sigfús Einarssonog ung- frú Hellemann að halda í Báruhús- inu á sunnudagskveldið kemur kl. 9. Verð- ur inngangseyrir hafður mjög lágur, svo að þeir, sem ekki hafa haft efni á að hlýða á samsöngva þeirra áður, gefst nú kostur á því. En með því að þetta er einungis gert fyrir efnalitla menn, er auð- vitað ætlast til, að aðrir noti sér ekki at því. Karl Ktichler, er áður hefur verið getið um hér í blaðinu, fór héðan með »Botnia« 23. þ. m. Tveim dögum áður höfðu nokkrir kunningjar hans hér í bæ (20—30) haldið honum heiðurssamsæti í Iðnaðarmanna- húsinu, og mælti Indriði Einarsson fyrir minni heiðursgestsins. Hr. Kiichler er í fremstu röð þeirra menntamanna með Þjóðverjum, er á sfðari árum hafa lagt rækt við bókmenntir vorar, og óhætt má segja, að enginn hafi verið velviljaðri í vorn garð en hann. Fylgja honum því héðan frá Fróni hinar beztu óskir. Með „Botnia" fór einnig Indriði Einarsson fulltrúi á bindindisþing, sem halda á í Belfast á ír- landi. Mareoni-skeyti 2I/7 kl. n.4o. Hitinn í Ameríku hefur komist á hæsta stig á miðvikudaginn, en þrumuveður dró úr hitanum. Neðri málstofan (í Lundúnum) hefur sam- þykkt frumvarpið um að banna útlending- um landsvist. Lögreglan braust inn á (zemstwo)-þingið í Moskva og skipaði því að hafa sig á brott. Þegar því var neitað, ritaði hún hjá sér nöfn fulltrúanna. Þingið úrskurðaði, að frumvarp Bulygins (innanríkisráðgjafa) um þjóðþing væri gersamlega ónógt, en ályktaði þó að taka þátt í því með því áformi, að fá frek- ari tilslakanir. Varalandstjórinn á Finnlandi var særður með sprengikúlu, er hann var að fara burt úr stjórnarráðinu. Sá sem sprengikúlunni kastaði fékk forðað sér. Ungur maður nokkur ætlaði að skjóta Pobedonostzeff, er hann var að fara niður úr iárnbrautarlestinni í Pétursborg, en var höndlaður áður en hann skaut. 24/7 kl. 10.40 síðd. Hraðskeyti frá New-York segir að amer- ískur fallbyssubátur hafi sprungið í lopt upp og farist fullir 5 tugir manna. Fullt þúsund verkamanna er iðjulaust í Liverpool sakir verkfalls við skipakví þar. Mr. Balfour brá sér í ferðalag á laugar- daginn, í dag lýsti hann yfir því neðri málstofunni, að stjórnin mundi ekki leggja niður völdin. Þýzkalandskéisari hefur haldið skipi sínu Hohenzollern frá Rússlandi til Svíþjóðar. Þeir rússakeisari hittust í Borgo á Finn- landi og átu dögurð saman á skútunni, og' er margs tilgetið, hvað undir búi. Er það grunur manna, að Zarinn hafi óttast upp- reisn í Pétursborg og því tekist sjóferðina á hendur, enda var búist við róstum þar á laugaidaginn; þá voru sex mánuðir liðnir frá blóðsunnudeginum, 22. janúar. — Uppþot nokkurt varð á fundi í sönghöll við Gestroruz nálægt Pétursborg ; nokkrir ræðu- menn kvöddu söngflokk til þess að syngja útfararsálm; vakti það mikinn ótta og voru hermenn sendir til þess að eyða uppþotinu. Nokkrar þúsundir ribbaldaskríls hafa borg- ina Nisjni Novgorod með öllu á valdi sínu. Veita þeir árásir og banatilræði hverjum manni, sem sæmilega er búinn og brjótast inn í hús með oddi og egg til þess að fremja illvirki á mönnum. Stjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið, að störfum við Panamaskurðinn skuli haldið áfram fyrst um sinn undir umsjón her- stjórnar. Miss Monroe, dóttir hins alkunna banka- stjóra, yndisleg stúlka, fyrirfór sér við South Michigan, með því að kveikja í fötum slnum, er hún hafði bleytt þau í olíu, af því að hún fékk eigi að giptast enskum aðals- manni. Fólk hennar sá eldslogana, en vissi ekki af hverju þeir stöfuðu. Veðnráttufar í Rvík í júnímán. 1905. Meðalhiti á hádegi . 10 C.(í fyrra io.é). —»— ' nóttu . + 5.5 „ (í „„ 6.4) Mestur hiti - hádegi . + 13 „ (12). Minnstur — - — • + 7 „ (n). Mestur — - nóttu . + 8 „ Minnstur — - — . + 3 „ (10). Hefur yfirleitt verið kalsatíð í þessum mánuði, optast verið við útsuður (Sv.) með dumbungi og opt með regni, en fagurt veð- ur á milli. V?—’ 05. J. Jónassen. Hið bættaseyði. Hér með vott- ast, að sá Elixír, sem nú er farið að búa til, er löluvert sterkari, og þó að eg væri vel ánægður með hina fyrri vöt u yðar, vildi eg samt heldur borgá hina nýju tvöföldu verði, með því að lækningakraptur hennar hefur langtum fljótari áhrif og eg var eptir fáa daga eins og nýr rnaður. Svenstrup, Skáni. V. Eggertson. Meltingarörðugleikar. Þó að eg hafi ávalt verið sérstaklega ánægður með yðar alkunna Elixír, verð eg samt að kunngjöra yður, að eg tek hið bætta seyði fram yfir, með því að það hefur mikið fljótari áhrif við melt- ingarörðugleika og virðist langtum nytsamara. Eg hef reynt margs konar bittera og lyf við magaveiki, en þekkti ekkert meðal, sem hefur jafn-mikiL áhrif og þægileg og kann því þeim, sem hefur fundið það upp, , mínar beztu þakkir. Fodbyskóla, Virðingarfyllst J. Jensen kennari. KÍNA-LÍFS-ELIXÍR er því að eins ekta, að á einkunnarmiðanum standi vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueigandans: Valde- mar Petersen, Fredreikshavn — Köbenhavn, og sömul. innsiglið V'FP' í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina, bæði innan og utan heimilis. Fæst hvar- vetna fyrir 2 kr. flaskan. Charles Lipman Köbenhavn V. Telegramadr.: „Manlip" Modtager saltet Lammeköd, Fisk, Laks, Rogn og Ryper, som betales med meget höje Priser. Reference: Den danske I.andmandsbank, Vesterbro Afdeling i Köbenhavn. Hesti þeim, sem fyrir skömmu var aug- lýst, að tapast hefði frá húsi Arna pósts og beðið að halda til skila að Ólafsvöllum á Skeiðum, er vinsamlegast beðið að halda til skila til Arna pósts í Reykjavtk. Ólafsvöllum 23. júlí 1905. Jóhann Magnússon. Snemmbær kýr, ung og mjólk- urhá, sem á að bera viku af vetri, er til sölu. Semja má við Sigurð Árnason Bræðra- borgarstíg 11. Auglýsing. Hér með auglýsast, samkvæmt ákvæð- um í 9. gr. fjallskilareglugerðar Vestur- Skaptafellssýslu, nýupptekin fjármörk ept- irfylgjandi manna : 1. Björgvins sýslumanns Vigfússonar, Höfðabrekku: stýft hægra, stúfrifað vinstra. Sama: geirstýft bæði eyru. 2. Guðrúnar Sigurðardóttur, Háu-Kotey: tvístýft framan hægra, hamarskorið vinstra. 3. Bjarna Pálssonar, Sauðhúsnesi: ham- arskorið hægra, standfjöður apt., ham- arskorið v. 4. Jóbannesar Guðmundssonar, Söndum: hamarskorið hægra, stýft vinstra. 5. Jóhannesar B. Jónssonar, Þykkvabæ: gagnbitað hægra, blaðstýft apt. v. 6. Magnúsar Kristins Einars Sigurfinns- sonar, Lágu-Kotey: hálftaf apt. hægra, sýlt vinstra biti fr. 7. Runólfs Kjartanssonar, Holti: tví- stýft apt. hægra. Skrifstofa Skaptafellssýslu, 15. júll 1903. Björgvin Vigfússon. Umsöknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1904 til 1905 er veittur Iðnaðarmannafélag- inu í Reykjavík, „til þess að styrkja efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til að fullkomna sig í iðn sinni" verða að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24. ágúst næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sína hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.