Þjóðólfur - 28.07.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.07.1905, Blaðsíða 2
136 ÞJOÐÓLFUR. 4. Lög um lögaldursleyfi handa konum. 5. Lög um viðauka við opið bréf 31. maí 1855 utn skyldu embœttismanna til að sjd ekkjum stnum borgið með fjárstyrk eptir sinn dag (að þeir geti fullnægt þeirri skyldu með því að kaupa sér lífsábyrgð í lffsábyrgðarstofnun ríkis- ins, sem sé 15 sinnum hærri að minnsta kosti en lfffé það, sem embættismað- urinn er skyldur að tryggjaekkju sinni). 6. Lög um samfykktir um kynbcetur naut- gripa. 2. gr. Þegar sýslunefnd álítur hagfellt að gera samþykkt fyrir alla sýsluna eða nokkurn hluta hennar, skal hún kveðja til almenns fundar í héraði því eða á því svæði. sem ætlast er til að samþykktin nái yfir, og eiga atkvæðisrétt á þeim fundi allir þeir, er þar búa og kosningarrétt hafa til al- þingis. 3. gr. Samþykki fundarmenn frv. sýslunefndar með 2/3 atkv. þeirra, er greidd hafa verið, skal hún senda frv. stjórnarráð- inu til staðfestingar. 5. gr. Nú er sam- þykkt um kynbætur nautgripa löggilt og má þá ekkert graðneyti eldra en 5 mán- aða ganga á því svæði, er samþykkt nær yfir, nema það sé í öruggu hliðarhapti eða annari fullgildri gæzlu, svo sem samþykkt mælir nánar um. 7. Lög um hegning fyrir tilverknað, er stofnar hlntleysisstöðu ríkisins í hcettu. 8. Lög um stœkkun vetzlunarlóðarinnar i Bolungarvik. 9. Heimild til lóðasólu fyrir Isafjarðar- kaupstað. 10. Breyting d opnu bréfi 26. jan 1866 um byggingarnefnd d ísafirði. 11. Stækkun verzlunarlóðarinnar d Búðar- eyri við Reyðarfjörð. Sameinaða gufuskipafélagið kvað nú hafa fært sig svo mikið niður, að það býðst til að taka gufuskipaferðir milli Islands og útlanda og kringum land- ið, alls 30 ferðir fyrir 30,000 k r. tillag úr landsjóði hvort árið (1906 og 1907). Það er með öðrum orð- 45,000 kr. niðurfærsla á ári eða 90,000 kr. minna á f j á r h a gs t í ma- bilinu, en það nú hefur. Er þessi mikla niðurfærsla að þakka samkeppni hr. Thor E. Tulinius eða félags þess, er hann stýrir (Thorefélagsins), en hann treyst- ist ekki til að bjóða jafngóð boð sem þessi, og mun því tilboði »hins samein- aða« tekið, en hr. Th. Tulinius fær að sjálfsögðu einhvern aukastyrk eða þókn- un fyrir póstflutning, enda á hann það fyllilega skilið, með því að svona hag- fellt boð frá keppinaut hans, er auðvitað eingöngu honum að þakka. Mál þetta er ekki enn komið úr fjárlaganefndinni, en ákvörðun mun tekin í því. Ósannindaþvættingur ísafoldar um þessi tilboð og'gabbið(l) við Tulinius, er eins og annað úr þeirri átt, hin mesta rógburð- arendileysa, eins og sjást mun, þá er skýrt verður hlutdrægnislaust frá tilboð- unum, hvoru um sig. Þess skal að eins getið, að T. hefur aldrei boðizt til að taka að sér ferðirnar fyrir 10,000kr. tillag úr landsjóði, eins og Isaf. segir. Hann vildi fá 50,000 kr. fyrir 20 ákveðnar og 16 ó- ákveðnar ferðir. En úr ríkissjóði gat hann ekki vonast eptir 40,000 kr. af þessari upp- hæð, og því síður getur þing íslendinga gert samning(!) upp á það. Kosningargerðin úr Suður-Múlasýslu 3. júní 1903, er leg- ið hefur svo lengi á döfinni óstaðfest af þinginu var loksins samþykkt í samein- uðu þingi 25. þ. m., eins og nefndin í þessu kosningakærumáli hafði lagt til. Fyrri liður niðurlagsatriðsins í nefndará- litinu : a ð látið sé við svo búið standa um kosningu 2. þm. Suður-Múlasýslu G. V. (Guttorms Vigfússonar) var samþykktur með 24 atkv. gegn 9, en með 26 sam- hljóða atkv. síðari liðurinn. að stjórnarráðinu sé falið að gera þær ráðstafanir, sem því þykir við eiga út af samningi kjörskránna í Suður-Múlasýslu fyrir kosningartímabilið 1902—1903 og frammistöðu kjörstjórnar og sérstaklega kjörstjóra við alþingiskosninguna þar 3. júnl 1903. Breyt.till. frá Valtýingum var felld við nafnakall með 28 alkv. gegn 9, en hún var þess efnis, eins og drepið var á í síðasta blaði, að láta við svo búið standa á þessu þingi, en ónýta svo alla kosn- inguna (kosningu beggja þingmannanna) í þinglok(!). Þeir 9, sem atkv. greiddu með þessari fjarstæðti voru: Björn Krist- jánsson, Jóh. Jóh., ÓI. Briem, Ól. Ól., Sig. Stef., Sk. Thor., Stef. Stef. (Skagf.), Valt. Guðm. og Þorgr. Þórðars. Önnur br.till. (frá séra Þórh. Bjarnars.) var felld með 26 atkv. gegn 12. Sú br.till. fór fram á, að ógilda nú þegar alla kosninguna. Framsögumaður nefndarinnar var Lárus H. Bjarnason og gerði hann ljósa grein fyrir því í ræðu sinni, að kosning 2. þm. S.-M. ætti að taka gilda, bæði vegna þess, að gallarnir á henni, þótt miklir væru, væru þó ekki annað en formgallar og sér- staklega af því að áreiðanlegt mætti telja, að kosningaúrslitin hefðu ekki orðið önn- ur en þau urðu, þótt allt hefði farið lög- lega fram, enda hefði það verið nær al- gild regla á þingum fyr, að taka þær kosningar gildar, þótt gallaðar væru, þá er það vfcri sannað, að gallarnir hefðu ekki haft áhrif á úrslit kosningarinnar. Lenti í nokkrum orðahnippingum milli L. H. B. og Ólafs Thorlaciusar 1. þm. S.-M., er öldungis ófyrirsynju hafði hreytt úr sér ófimlegum ónotum til þm. Snæfellinga við umr. þessa máls um daginn, enda fékk hann nú kvittun fyrir þau, sem eðlilegt var, jafn ástæðulaus sem þau voru og án alls tilefnis frá hálfu L. H. B. Er svo áð sjá, sem Ó. Th. vilji nú allmjög þókn- ast minni hlutanum, sem hann af ástæð- um ógreindum hérnú hefur samlagað sig við í skarð Guðlaugs Guðmundssonar, sem ekki hefur langa hríð komið á flokks- fundi með minni hlutanum. En svo er að sjá, sem Valtýingar séu lítt glaðir við þau mannaskipti, úr því að þeir lögðu til, að hinn nýi liðsmaður þeirra væri gerð- ur rækur af þingi, vildu vinna það til,. að hann yrði samferða Guttormi. í spor- um Ó. Th. mtindi margur kunna þeirri hugulsemi illa. Þéssi fræga Sunnmýlingakosning 1903 er nú loksins komin út af dagskrá þings- ins, og hefur þjark þetta haft allmikinn kostnað f för með sér, sem vel hefði mátt spara. Vitanlega fær oddviti kjörstjórn- arinnar < Suður-Múlasýslu allrækrlega of- anígjöf fyrir alla frammistöðuna, en við það mun líka verða látið sitja, og má hann sannarlega þakka fyrir, að verða ekki harðar úti, eptir allt saman. Kjötsölutilraunir o. fi. Eptir Herm. Jónasson. II. Eg get eigi betur séð, en að kjötsölu- tilraunirnar hafi enn gengið eins vel og hægt er með sanngirni að búast við. En nú skiptir mestu að haldið sé áfram í í réttu horfi. Hættan er þó afarmikil. Ölium sem við verzlun fást, er kunnugt, að þær 250 tunnur af tilraunakjöti, er sendar voru á síðastliðnu hausti til stór- kaupm. S. Jóhannessonar, seldust 5—9 krón- um meira tunnan, en allt annað íslenzkt kjöt, er selt var samtfmis; ennfremur að menn hafa slegið úr hendi sér um 10,000 krónur með því að nota eigi tilboð hans að fullu. Það er því mjög hætt við, að sumir vilji nota sér framvegis að láta kjöt sitt sigla í kjölfari tilraunakjötsins, nema áreiðanlegir eptirlitsmenn séu á út- flutningastöðunum. Þessi hætta var mér og stjórn Búnaðarfél. Isl. Ijós f fyrra, og þessvegna setti eg eigi að því sinni nema lítið eitt í skýrslu mína um flokkun og meðferð kjötsins. Þessi varúð hlýtur að vera hverjum hugsandi manni auðsæ, þótt búfr.k. Guðj. Guðmundsson skilji hana eigi og fimbulfambi svo mikið um það f 33. tbl. Isaf. þ. á. Þess ber vel að gæta, að enn er markaðurinn eigi mikill eða víðtækur fyrij linsaltað íslenzkt kjöt; en ef ofmikið bærist á markaðinn af því, og það ef til vill án vitundar erlendra kaup- enda, þá er voði á ferðum, og gæti svo farið að seinni villan yrði argari þeirri fyrri. Þessa hættu sáum við stórkaupm. S. Jóh. glöggt, og því lofaði hann að vera við því búinn í haust er leið, að kaupa íslenzkt verzlunarkjöt fyrir 200,000 —300,000 krónur, ef þörf gerðist. Með þessu vannst tvennt. Ef sendar hefðu verið út liðugar 2000 tunnur af Iinsölt- uðu kjöti, eins og gert var ráð fyrir, var nauðsynlegt að halda inni hæfilega miklu af því kjöti, er saltað var á vanalegan hátt, þar til búið væri að selja og eyða linsaltaða kjötinu. Ennfremur er það al- tftt, að sumir smákaupmenn eru neyddir til að selja kjöt sitt um leið og það kem- ur út, fyrir hvaða verð sem býðst. Þetta er til ómetanlegs skaða fyrir fslenzka kjötverzlun erlendis. Þvf var það annað þýðingarmesta attiðið í kjötsölumálinu, að allt það kjöt er varð að selja, þótt um nauðungarsölu væri að ræða, yrði keypt af manni, er gæti legið með kjötið, þar til eptirspurn ykist, eða með öðrum orð- um ráðið því, að íslenzkt kjöt færi eigi út á almenna markaðinn íýrir óeðlilega lágt verð. En því miður var á síðastliðnu hausti sent svo lítið út af tilraunakjöti, að á þessu þurfti eigi að halda. Stórkaupm. S. Jóh. hefur þvf enn eigi getaðsýntsem skyldi, hve sterkan vilja og krapt hann hefur til þess, að ráða bætur á sölu á íslenzku kjöti erlendis. En ómaklegt og ósæmilegt er það, að hann hefur verið hrakyrtur í íslenzkum blöðum, af þeim ástæðum einum, að mér var ráðið að leita til hans í hinu vandasama kjötsölu- máli, og að hann — Islendingurinn — skuli á liðugum 30 árum hafa aflað sér nál. 2,000,000 króna, er hann á að þakka dugnaði sínum og áreiðanleik. I sam- bandi við þetta leyfi eg mér að setja kafla úr eptirfylgjandi bréfi: Skrifstofa hins konunglega danska land- búnaðarfélags. Kaupmannahöfn 19. nóv. 1903. Hr. alþingismaður Hermann Jónasson ! Þegar eg talaði við formanninn í hinu kgl. danska landbúnaðarfélagi, hr. Hofjæg- ermester F. Friis, um málefni það, sem þér báruð upp f félaginu f fyrra dag, réð hann til, að við skyldum snúa oss til hr. S. Jó- hannessonar, sem alkunnur er fyrir verzlun sfna með feitmeti og saltaðar og reyktar kjötvörur. Hofjægermester Friis er einnig, svo sem yður ef til vill er kunnugt, for- stöðumaður landbúnaðarháskólans og land- búnaðartilraunastofunnar og hefur í þeirri stöðu staðið í viðskiptasambandi við hr. S. Jóhannesson og veit, að hann er dugandi verzlunarmaður og fullkomlega heiðarlegur og ráðvandur maður. Þegar þér hafið samið við hr. S. Jóhann- esson mun félaginu kærkomið að fá vitneskju um málalokin. • Með virðingu yðar H. Hertel. Þau nöfn, er hér standa, vega marg- falt meira hjá öllum, er til þekkja, en t. d. nafn Guðjóns búfr.kand. og hans nóta. Fátækramálið. Eptir Sighvat Árnason. Milliþinganefndin hefur nú að mörgu leyti vel undirbúið fátækralöggjöfina. Mesta þrætueplið í fátækramálinu er sveit- festisákvæðið, enda hefur milliþinganefnd- in ekki orðið sammála um það. Margir eru óðir og uppvægir með það, að vilja stytta 10 ára sveitfestisákvæðið og kenna því um alla klækina. Sumir vilja hafa það 5 ár, aðrir að eins z ár, og enn aðrir vilja láta dvalarhreppinn ráða sveit- festinni, sem er nokkuð það sama. Eg lít svo á, að ekki sé ráðiegt að sleppa eða breyta 10 ára ákvæðinu, því eg er sannfærður um það eptir minni 50 ára reynslu í sveitarsökum, að betri umbót má fá á löggjöfinni með því, að breyta henni á annan hátt, sem eg með línum þessum vil leitast við að sýna fram á. Eg hef Iagt stund á að íhuga þetta málefni, og ekki fundið ástæðu til þess að víkja frá vinnutímagrundvellinum og ekki heldur frá 10 ára ákvæðinu, með þeirri aðalbreytingu frá því sem nú er, að takmarka aldursskeið manna til að ávinna sér rétt til framfæris þannig, að maður geti ekki með dvöl sinni, hvort hún er Tengri eða skemmri, áunnið sér rétt til framfæris nema á aldursskeiðinu frá 16 til 60 ára, og á þann hátt, að maður hafi rétt til framfæris í þeim hreppi eða bæj- arfélagi, sein hann hefur dvalið lengst í á téðu aldursskeiði, en þó eigi skemur en 10 ár, hvort sem þau eru samfleytt eða ekki og án þess að hafa þegið styrk af fátækrafé. En hafi maður dvalið jafn- lengi í öðrum hreppi eða bæjarfélagi á þessu aldursskeiði, þá hafi hann jafnan rétt til^ framfæris í þeim báðum eða öll- um ef fleiri eru. Milliþinganefndin stingur upp á 65 ára aldurshámarki, sem er í þá áttina, að vera samkvæmt tillögum mínum, en er hálf- verk eptir minni eigin reynslu, því mörg voru þau dæmin á mínum tíma, að mað- ur rétt um sextugt, uppgefinn af gigt og lúa, var fluttur á sveit sína, og svo mundi enn verða, ef hámarkið væri sett 65 ár. Miklu betur mundi gefast að hafa 60 ár fyrir hámark, með því líka að það svarar betur til gildandi laga um verkfæra menn. Með þessu móti væri aifarið komið í veg fyrir hrakning á öldruðu og uppgefnu fólki hreppa á milli, sem svo mjög mikið hefur átt sér stað, og sein sr meiri hlut- inn af fátækraflutningunum og hka sár- grætilegasti hlutinn af þeim. Og með þessu móti fengist líka sú umbót, sem ekki er minna í varið, á þvt að varna mönnum þess, öldruðum og uppgefnum, vegna sveitfestinnar, að mega dvelja hjá vandamönnum eða vinum sínum, svo þeir hafa mátt til að hrökklast á sveit sína og verða þar niðursetningar, eins og dæmi eru til deginum Ijósari. Fyrir þessu ættu menn ekki að vera kaldir í huga sínum, og ganga þegjandi fram hjá því, sem eru afleiðingar af slæmri löggjöf. Þá eru eptir fjölskyldurnar, sem Iíka eru opt fluttar til átthaga sinna, og sem ekki er ráðin bót á með þessum tillögum, en á slfkt legg eg margfalt minni áherzlu, því bæði er það, að foreldrar barna eru opt vinnufærir menn og börnin alast upp og koma til að verða vinnandi. Það er sagt en ekki sýnt, að með öðru máli en þessu fáist betri umbót á fátækra- löggjöfinni, að minnsta kosti ekki eptir þeim tillögum, sem fram eru komnar, nfl. þeim, að hafa dvalarhreppinn eða 2 ár fyrir sveitfestisákvæði, sem er eitt og hið sama. Eg lít svo á, að allri sjávarsíðunni og þar með kauptúnum og kaupstöðum sé allmikil hætta búin, ef dvalarhreppurinu verður látinn gilda til sveitfesti. Náttúr- an breytir ekki sínu gamla lögmáli, að stundum fari harðæri satnan og stund-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.