Þjóðólfur


Þjóðólfur - 04.08.1905, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 04.08.1905, Qupperneq 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. ágúst 1905. Æ32. Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sínar marg- breyttu og ódýru Vefnaðarvörur er löngu hafa hlotið almenningslof. Einnig hinar v'ónduðu ög fjölbreyttu Nýlenduvörur og Skötau. Þa væri og sízt úr vegi að koma í Paltk;h.ÚSÍð, sem ætíð hefur nægar birgðir af öllu því, er land- og sjávarbændm þarfnast, að gæðum og verði eins og bezt er í Reykjavík. Frá alþingi. V. Stofnun byggingasjóðs og bygging op- inbcrra bygginga. Nefndin í því máli (Þórh. Bj. (frs.), E. Þ., G. Bj., J. M., Tr. G.) er öll sammála um að verja andvirði Amarhólslóðarinnar o. fl. til opinberra bygginga í landsins þarfir, og láta það í því skyni renna í sérstakan byggingasjóð og fellst á ákvæði frumv. því viðvíkjandi; að því er snertir byggingar þær, sern heim- ila skal að reisa nú þegar, fellst nefndin á að láta bókasafnsbyggingu ganga fyrir öllu öðru. Aptur á móti verði ráðherra- bústaðurinn látinn sitja á hakanum að þessu sinni, en með þvt að nauðsyn beri þó til að hafa húsakynni þar, sem göfug- um útlendum gestum gæti orðið veitt mót- taka, leggur nefndin til að búa út risnu- herbergi í alþingishúsinu til afnota fyrir ráðherrann og sjálft þingið, því að þegar landsbókasafnið og landsskjalasafnið verða flutt þaðan, losnar þar mikið húsrúm. Þó þyrfti að hafa eldhús, sem ekki verður konnð íyrir í húsinu sjálfu, en þyrfti að vera út frá bakdyrum eða einhversstaðar í garðinum. Allan kostnaðinn við þessa breytingu áætlar nefndin 50,000 kr. I þessu atriði er þó einn nefndarm. (Tr. G) ósam- þykkur hinum, vill ekki spilla útliti þing- hússins og garðsins með útbyggingu, og álítur landinu sæmilegra að byggja sér- stakt hús til móttöku göfugra gesta og bú staðar ráðherrans, sem ekki þurfi að vera meir en helmingi dýrara en breyting þing- hússins. Kenníiraskóli. Nefndin í því máli (B. M. Ól., J. Jak. (frs.) Sig. J., Sig. St., Þór. J.) mælir fram með að hafa skólann held- ur í Flensborg en í Reykjavík og hafa hann i sambandi við gagnfræðaskólapn þar. Fer hún um það meðal annars svo- felldum orðum í nefndarálitinu: „í Flensborg er og hefur verið um mörg undanfarin ár álitlegur vísir til kennara- skóla, vísir, sem er í vexti, eins og að- sóknin að kennaradeild skólans ber með sér, auk þess sem hlutverk gagnfræðaskól- ans þar er svo skylt og nátengt keunara- skólanum, að sá skóli virðist geta verið góður forskóli undir kennaraskólann og þannig gert hina 3. fyrirhuguðu ársdeild kennaraskólans óþarfa. Við Flensborgar- skólann eru einnig kennslukraptar, sem um undanfarin ár hafa lagt stund á kenn- arafræðslu og þvi hljóta, að öðru jöfnu, að vera færari til þess starfa en þeir menn, sem eigi hafa tamið sér hann, endabend- ir hin sívaxandi aðsókn að skólanum og hið ágæta samkomulag og samvinna milli kennara og nemenda á það, að skóla þessum muni vel vera trúandi fyrir auknu verksviði; auk þess er staðurinn sjálfur heilnæmari en Reykjavík og mjög lítið um ýmsa sóttnæma sjúkdóma, svo sem tæringu, er svo margan ungan neinand- ann hefur veiklað eða í gröfina lagt á námsstofnunum þeim, sem í Reykjavik eru, að því ógleymdu, að Flensborgarskól- inn er svo settur, að þar er miklu minni hætta á, að ungir og óráðsettir menn leið- ist út i hvers konar óreglu en i solli og glaumi höfuðstaðarins, eu slíkur ávöxtur af skólanámi verður að teljast hinn sorg- legasti, eigi sízt þegar ttm þá menn erað ræða, sem eiga að verða andlegir leiðtogar barnanna og leiða ungar sálir fram á leið til dáða, dyggða og velsæmis i hvivetna’ Að visu hefur Reykjavík þann kost yfir Hafnarfjörð, að hún er aðalaðsetursstaður hins íslenzka menntunarlífs og þar er greiðari aðgangur að ýmsum menntunar- skilyrðum en annarsstaðar á landinu, svo sem fræðandi fyrirlestrum, söfnum o. s. frv. En hins vegar ber þess vel að gæta, að íjarlægðin milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur er eigi meirt en svo, að nemendur mundu geta notið margs af því, þótt skól- inn væri í Flensborg, með því að heim- sækja höfuðstaðinn nokkrum sinnum á vetri, og að því er aðalbókasafn landsins snertir, þá er i lófa lagið, með lítilvægri breytingu á reglugerð þess, að opna þeim nálega jafngreiðan aðgang að því sem bæjarmönnum. I sambandi við þetta má geta þess, að Flensborgarskólinn á bóka- safn, sem auka mætti eptir þörfum, auk annars dálítils bókasafns, sem nemendur eiga. Sé nú mál þetta hins vegar skoðað frá fjárhagslegri hlið, þá verða kostirnir við veru skólans í Flensborg ennþá augljós- ari. Þar hefur nú um ailmörg ár verið gagnfræðaskóli með kennaradeild að mestu leyti kostaður af landsjóði; skóli þessi er nú í mjög miklum vexti og viðgangi, og nýtur hins fyllsta trausts hjá almenningi, eins og sjá má af því, að aðsóknin til hans er orðin svo mikil, að á slðastliðnu ári hefur orðið að neita 12 umsækjendum viðtöku, sökum rúmleysis, útlit fyrir hið saina framvegis. Að svipta skóla þenn- an öllum landsjóðsstyrk framvegis, svo að stjórnarnefndin neyðist til að leggja hann niður, virðist naumast geta komið til mála, né heldur að rýra styrkinn til hans fram yfir þá upphæð, er telja mætti, að kenn- aradeildin kostaði, þótt kennaraskóli væri settur á stofn f Reykjavík. Munurinn yrði því sá, að ef tekið væri tilboði stjórnar- nefndarinnar f Hafnarfirði og nýtt kennslu- hús og leikfimishús byggt fyrir báða skólana með uni3o heimavistirfyrirnemendur í hinu gamlaskólahúsi, þáfæriallurbyggingar-, við- gerðar og áhaldakostnaður eigi tram úr 33,000 kr., kaup 4 kennara og útgjöld til tímakennslu mundi eigi verða meira en 7—8 þús. kr., og 1 annan kostnað við rekstur skólans 9—10 þús. krónur. Með þessu fyrirkomulagi mætti því reka bæði gagnfræða- og kennaraskólann, með um 30 heimavistum, fyrir 9—10 þús. krónur, eða því sem nær sömu upp- hæð, sem kennaraskólann einn með 1 hæsta lagi 20 heimavistum samkvæmt frumvarpi stjórnarinnar, auk þess sem byggingarkostnaður við hinn sameinaða skóla erýoookr. minni en við skóla stjórnarfrumvarpsins. Hér er munurinn svo gífurlega stórvægilegur og hagurinn svo auðsær við að hafa skól- ann í Flensborg, að ekkert nema knýj- audi ástæður og hin brýnasta nauð- s y n ætti að geta vegið þar upp á móti, en sú nauðsyn er að vorri hyggju ekki til“. Tollmál. Jón Qlafsson o. fl. flytja frv. um sölutoll d bitterum og patentlyfjum (1 kr. af hverjum pela eða jafnstóru rúmi). Nefnd: J. Ól., Ág. Flyg., Jóh. Jóh. — Jón Ólafsson og Ág. Flygenring flytja einnig frv. um tollgeymslu og tollgreidslufrest. Kaup- menn eiga að fá frest á tollgreiðslu, ef þeir leggja til húsnæði, er tollheimtumenn innsigla, til að geyma í hinn tollskylda varning. Vísað til sömu nefndar. — M. J. Kristjánsson og Guðl. Guðmundsson flytja frv. um útflutningsgjald af sjávaraf urdum. Er það samdráttur af öllum gild- andi lögum um það efni. Þjóðhátíð Reykjavíkur var haldin 2. ágúst, svo sem venja hefur verið til undanfarin ár. Hversu miklar sem deilurnar hafa verið í pólittkinni, hafa menn þó ávallt getað orðið sammála um, að halda þann dag hátlðlegan í sam- einingu, því að það hefur verið skoðun manna, að sá dagur ætti að sameina, en ekki að sundurdreifa. En í ár hefur í fyrsta sinn verið gerð tilraun til þess að breyta þessn, þar sem »Fj.konan« skoraði á alla flokksbræður sína að mæta ekki á þjóðhátíð þessari, og í bréfum þeim, er send voru upp um sveitirnar til liðssmöl- unarinnar, var gert ráð fyrir að stjórnar- andstæðingar mundtt halda sér alveg fyrir utan hana. En eins og allar aðrar ráða- gerðir þeirra félaga um þessar mundir, fór þessi ráðstöfun í »hundana«. Allur þorr- inn af flokksbræðrum þeirra mátu hana að engu, og þjóðhátíðin hefur sjaldan verið fjölmennari en í þetta sinn, ef hún hefur verið það nokkru sinni. Veður var hið bezta, sólskin og þurviðri, en nokkuð hvasst, svo að moldryk var mikið niðri 1 bænum, en þess gætliekki uppi á Landa- kotstúninu, þar sem aðalháttðin tbr l'ram. Kl. um morguninn hófust fþróttir á Melunum. Var fyrst fótboltaleik- ur. Var foringi annars flokksins Pétur Jónsson skólapiltur, en Þorsteinn bróðir hans foringi hins. Svo lauk, að hvorug- ur vann á öðrum, og fær því hver sinn helminginn af verðlaununum (25 kr.). Kl. 974 hófust kappreiðar. Verðlaun féllu þannig, að fyrir stökk fékk 1. verðlaun (50 kr.) grár hestur, eign Lúðv. Andersen skraddara í Rvík, 2. verðl. (30 kr.) grár hestur, eign Guðjóns Helgasonar tré- smiðs í Rvík, og 3. verðl. (20 kr.) rauður hestur, eign Þorbjarnar Ólafssonar úrsntiðs í Rvík. Fyrir skeið hlaut 1. verðl. (50 kr.) brúnn hestur, eign Ásgeirs Þor- valdssonar verzlttnarm. á Blönduósi, 2. verðl. (30 kr.) grár hestur, eign Vilh. Bernhöft’s tannlæknis í Rvík og 3. verðl. (20 kr.) bleikur hestur, eign Ásgeirs Þor- valdssonar verzlunarnt. á Blönduósi. Að kuppreiðunum loknum hófust hjólreið- a r, og hlaut Gísli Jónsson skólapiltur 1. verðl, (15 kr.), en 2. verðl. (10 kr.) hlaut Hafliði Hjartarson trésmiður í Rvík. Skeið- ið var 150 faðmar og rann Gísli það á enda á sek., en Hafliði á 18 sek. Auk verðlaunanna hlaut Gísli silfurbikar, er hér eptir á að fylgja fyrstu hjólreiða- verðlaununum á þjóðhátíð Reykjavíkur. Hann reið á íslenzku reiðhjóli, er »Stíg- andi« nefnist, frá Þorkeli Clementz véla- fræðingi. Kl. ii’/z söfnuðust menn saman hjá prestaskólanum og gengu í skrúðgöngu uppáLandakotstún. Þarvar hátíðin settum kl. 12 af Klemens Jónssyni landritara, og þvf næst sttngið »Ó, guð vors lands«. Fyrir minni konungs mælti Guðm. Björnsson héraðslæknir og var á eptir leikið á lúðra »Kong Christian«. Þá mælti Guðl. Guðmundsson fyrir minni íslands, og var sungið á eptir »Ó, fögur er vor fósturjörð«. Þá varð hlé á ræðuhöldum þangað til kl. 4, að Jón Jónsson alþm. mælti fyrir minni Reykjavíkur, og var þar á eptir sungið kvæði eptir Guðm. Magnússon. Loks talaði Halldór Jónsson bankaféhirðir fyrir minni Islendinga erlendis, og að þvl búnu söng allur þingheimur berhöfðaður fyrsta og síðasta erindið af »Eldgamla ísafold«. Kl. 6 voru haldnar glímur. 1. verðl. (30 kr.) hlaut Jónatan Þorsteinsson kaupm. í Reykjavík, 2. verðl. (20 kr.) Guðmundur Erlendsson á Hlíðarenda 1 Fljótshlfð og 3. verðl. (15 kr.) Þórhallur Bjarnarson prentari 1 Rvík. Ýitisar skeunntanir voru öðru hvoru, söngur og lúðraþytur, ræðuhöld og dans og einnig tombóla til ágóða fyrir barnahæli, sem nokkrar konur hér í Reykjavík hafa stofnað ný- lega. Veitingar voru hingað og þangað á túninu, tn áfengir drykkir fengust hvergi, enda fór hátlðin vel fram og siðsamlega. Um kl. 11 voru flugeldar, og voru þeir nteð langbezta móti, er hér hafa sést, en veður var þá orðið mjög hvasst, og lá nærri að tjón yrði að, því eldsneisti komst í kassa þann, er sprengiefnin voru geymd í, og blossaði þá allt upp með miklum hvell, en eldhnettirnir fltigu f all- ar áttir, en þó sakaði engan, enda stóð fólk nógu fjarri. En það var svipmikið að horfa á þetta. Um kl. 12 var hátfðinni lokið, og þótt- ust flestir hafa skemmt sér mjög vel.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.