Þjóðólfur - 09.08.1905, Qupperneq 1
57. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 9. ágúst 1S05.
M33.
Verzlunin ,EDINBORG‘ í Reykjavík
minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sinar marg-
breyttu og ódýru
Vefnaðarvörur
er löngu hafa hlotið almenningslof. Einnig hinar v'ónduðu og fjölbreyttu
Nýlenduvörur og Skötau.
Þa væri og sízt úr vegi að koma í Pakkhúsið, sem ætíð hefur
nægar birgðir af öllu því, er land- og sjávarbxnáur þarfnast, að gæðum og
verði eins og bezt er í Reykjavík.
Frá alþingi.
VI.
STeitarstjórnarmál. Sveitarstjórnarlaga-
nefndin ber upp frv. um vegagerðir í
verzlunarstöðum. Verzlunarstaðir,
sem eru sérstakir hreppar skulu lausir við
að greiða gjald til sýsluvega, að því til-
skyldu, að jafnmikiu sé árl. varið til vega-
gerða í verzlunarstaðnum auk hreppsvega-
gjaldsins, sem er ákveðið 2,50 fyrir hvern
verkfæran karlmann í verzlunarstaðnum
(20—60 ára).
Sama nefnd ber upp frv. um breyt. á 1.
T3/io—03 um heilbrigðissamþykktir
fyrir bæjar- og sveitarfélög. Fer sú breyt.
fram á, að sömu reglur gildi um verzluft-
arstaði, sem eru hreppur út af fyrir sig,
sem um kaupstaði.
Bæjarstjórn í Hafnarflrði. Það frv. var
fellt við 2. umr. í n. d. 4. þ. m. sam-
kvæmt tillögum sveitarstjórnarlaganefndar-
innar. Telur nefndin 4. gr. sveitarstjórnar-
iagafrv. (um rétt kauptúna með yfir 300
íbúa til að verða sérstakur hreppur) og
önnur frv., sem fyrir þinginu liggja (tim
byggingarsamþykktir, lögreglusamþykktir
og heilbrigðissamþykktir og vegagerðir í
verzlunarstöðum), fullnægja öllum sann-
gjörnum kröfum hinna stærri kauptúna
til sjálfstjómar í sveitarmálum-
Þingsköp. Nefndin, sem skipuðvar til
að íhuga stj.frv. um breyt. á þingsköpum
alþingis (Þórh., M. And., Bj. Bj.) hefur
fallist á breytingarnar að mestú leyti, en
vill láta endurskoða þingsköpin 1 heild
sinni og ber því upp frv. um þingsköp,
sem alveg eiga að koma í stað 1. 7/4—'76.
Færsla þing’tímans. Nefndin (E. Br.,
S. St., Þór.)leggur til, að færa þingtfmann
til 15. febr., en það skuli þó ekki koma
1 framkvæmd fyr en árið 1909.
Ábnðarlög'gjöfin. Sig. Stefánsson hefur
borið upp þingsályktunartill. um að skora
á stjórnina að endurskoða ábúðarlöggjöf
Jandsins og semja frv. til nýrra byggingar-,
ábúðar- og úttektarlaga, er verði lagt fyr-
ir alþingi 1907. Samþ. í e. d.
Bæjargjöld í Reykjavík. Frv. það var
fellt við 2. umr. í e. d. 7. þ. m. samkv.
till. nefndar, sem skipuð var í deildinni
(J. Jak., B. M. Ól., Þorgr. Þ.), er var á
þeirri skoðun, að ekki væri sanngjarnt að
lögleiða þetta frv. á móti vilja bæjarbúa.
Kennaraskóli. Tillögur nefndarinnar í
e. d. um að hafa skólann í Flensborg en
ekki í Reykjavík, hafa -náð fram að ganga
í þeirri deild og er nú málið komið fyrir
n. d. Þar hefur verið kosin nefnd í það
og eru í henni: Þórh. Bjarnarson, Magn-
ús Andrésson, Árni Jónsson, Guðm, Björns-
son, St. Stefánsson Skf., Jón Jónsson og
Jón Magnússon.
Landsbaiikantbú á Seyðisilrði. Jón Jóns-
son o. fl. flytja þingsályktunartill. um að
skora á ráðherrann að sjá um, að eigi sé
látið dragast lengur að fullnægja ákvæði
landsbankalaganna um stofnun útbús á
Seyðisfirði.
Bróagerðir. Brúanefndin (Tr. G., Egg.
P., Pj. J.) hefur látið uppi álit sitt. Erhún
einhuga þeirrar skoðunar, að það beri að
keppa að þvl takmarki, að brúuð verði
öll þau vatnsföll á landinu, sem þjóðveg-
ur liggur yfir og einhver tök virðast vera
á að brúuð verði. En hversu margar brýr
séu byggðar í einu álítur nefndin að verði
að fara eptir þeim horfum, sem eru á
fjárhag landsins í hvert skiptið. Telur
nefndin mestu nauðsyn á að brúa Ytri-
Rangá og Fnjóská, en brúin á Héraðs-
vötn megi helzt bíða, með því að þarhafi
þegar verið bætt úr brýnustu þörfinni með
brú og svifferjum, og ieggur því til að
fella það frv., en samþykkja hin.
Lög frá alþingi:
15. Lög um lögreglusamþykktir utan kauþ-
staðanna. Heimild sú, sem veitt er
kaupstöðunum til að gera lögreglu-
samþ. með 1. 3/r ’po, skal ná til allra
verzlunarstaða, sem hafa sveitarstjórn
út af fyrir sig, enda búi sýslumaður þar.
16. Lög um byggingarsamþykktir, (að þær
megi gera fyrir löggilta verzlunarstaði
og nánari ákvæði um það).
17. Lög um breyting á oþnu bréfi 6. ian.
1857 um að stofna byggingarnefnd d
Akureyri.
18. Lög um viðauka við lög 14. des. 1887
um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á
oþnum skiþurn. I samþykktum samkv.
lögum þessurn er heimilt að ákveða,
að greiða skuli allt einnar krónu gjald
af hverjum hlut frá sjó, yfir vertíð
hverja, til að bæta lendingar á svæði
þvf, er samþykktin nær yfir.
Eldhúsdaguriiiii
var á mánudaginn var (7. þ. m.). Það er
orðin venja að nefna svo frh. 1. umr. fjár-
laganna f n. d. vegna þess, að þá taka
þingmenn sér eldhúsdag og athuga allt
framferði stjórnarinnar yfirleitt, og láta
hana standa reikningsskap á gerðum sín-
um. Það hefði mátt búast við því, að
eldhúsdagurinn hefði orðið venju fremur
heitur í þetta sinn, þar sem þingið nú í
fyrsta sinni hafði tök á sjálfum ráðherr-
anum, er alla ábyrgðina ber á stjórninni,
en sú varð þó raunin á, að opt hefur hann
heitari verið áður.
Eptir að framsögum. fjárlaganefndarinn-
ar (Pétur Jónsson) hafði farið nokkrum
orðum um fjárhaginn og breyt. nefndar-
innar á stj.frv., þá hóf Skúli Thoroddsen
sem framsögum. andófsflokksins hinar eig-
inlegu pólitisku umræður. Talaði hann
mjög fagurlega um það, hve óánægjan
væri nauðsynleg f mannlífinu, og að það
væri allt af góðu sprottið og af umhyggju
fyrir stjórninni, að andófsflokkurinn væri
að vanda um við hana, og margt talaði
hann fleira á þá leið, svo að maður gat
varla trúað, að það væri ritstjóri Þjóðvilj-
ans sem talaði. Þegar hann loks komst
að efninu fann hann ráðherranum til for-
áttu, að hann hefði í stjórn sinni verið of
veikur út á við, en of ríkur inn á við.
Til dæmis um að hann hefði metið meir
vilja danskra valdhafa heldur en íslenzku
þjóðarinnar, tók hann undirskriptina á
skipunarbréf hans og ritsímasamninginn.
Undirskriptin kæmi í bága við stjórnar-
skrána og fullyrðingar H. H. sjálfs á síð-
asta þingi, en ritsímasamningurinn væri
landinu óhagstæður og færi f bága við
gildandi fjárlög. Til dæmis um hve ríkur
hann væri heima fyrir nefndi hann veiting
á embættum í stjórnarráðið o. fl.
Rdðherrann kvað það ekki rétt, að und-
irskriptin færi í bága við sínar fullyrðing-
ar, því að Skúla væri kunnugt um, að
orðin um útnefningu ráðherrans í n.ál. n.d.
1903 stöfuðu ekki frá sér. En annars
væru þau ekki neitt höfuðatriði. Þegar
búið hefði verið að telja upp allt það, sem
benti á sérstöðu Islandsráðherra, kæmu
þessi orð sem ályktun, „endagöngum vér
að því vísu, að hann verði skipaður af
konunginum með undirskrift ráðherrans
fyrir ísland“. En þetta væri alls ekki
nauðsynleg afleiðing af sérstöðunni. Eptir
stjórnarskránni þyrfti ráðherrann jafnvel
enga útnefningu, það væri nóg að hann
tækist það á hendur samkvæmt tilmælum
konungs, og bæri hann þá sjálfur ábyrgð
á, að hann fullnægði öllum skilyrðum, sem
stjórnarskráin krefðist. En þar sem hann
einnig væri meðlimur ríkisráðsins, yrði
hann auk þess að upptylla þau skilyrði,
sem þar til útheimtist, t. d. að hann sé
ekki háður öðru ríki o. s. frv. Ábyrgð-
ina á þvf, að Islandsráðherra fullnægi þess-
um skilyrðum, tekst forsætisráðherrann á
hendur með undirskript sinni, með þvf að
alríkisvaldið getur ekki náð til íslandsráð-
herrans. Þetta ætti að gleðja alla land-
varnarmenn, þar sem það er viðurkenn-
ing á því, að alríkisvaldið hafi ekki á-
kæruvald yfir Islandsráðherra, sem þeir
hafa verið svo smeikir við. Hann kvað
það ekki rétt, að hann hefði af athuga-
leysi látið þetta viðgangast. Hann hefði
fyrst haldið fram undirskript Islandsráð-
herra samkv. n.ál. n. d, en ekki fengið
því framgengt, en þar sem hann áleit, að
aðalatriðið væri, að ráðherraskipti á Is-
landi þyrftu ekki að fara eptir stjórnar-
breytingum í Danmörku, heldur einungis
eptir vilja alþingis, þá hafi hann ekki
viljað, að hin innlenda stjórn byrjaði með
minnihlutastjórn, þar sem líka því hafi
verið hátíðlega lofað, og það hafi verið
samhttga álit alls ráðaneytisins, að þessi
skipunaraðferð breytti í engu sérstöðu
ráðherrans í ríkisráðinu eða skerti þing-
ræði alþingis. Og það hefði þegar sann-
ast við stjórnarskiptin í vetur.
Að því er ritsímann snerti, kvað hann
í því máli sízt hægt að saka sig um,
að hann hafi viljað gera annað en
vilja þjóðarinnar. Hann hefði á þing-
inu 1903 verið mótfallinn landsíma frá
Austurlandi til Rvíkur með því að hann
hefði álitið, að hann væri ekki jafntraust-
ur sem sæsími, og þá hefðu engin gögn
legið fyrir þinginu, er haggað gætu þeirri
skoðun. En eptir þing hefði hann kynnt
sér málið nákvæmlega og þá komizt að
raun um, að þetta var óþarfa hræðsla.
Bezt hefði hann sannfærst af því, að Berg-
en og aðrir bæir vestanfjalls í Noregi hafa
allt ritsímasaTiband við útlönd gegnum
landsíma, sem liggur yfir fjöll, sem eru
bæði hærri og erfiðari viðfangs en þau,
sem geta komið til greina hér á landi.
j Það hefði verið léttast fyrir sig að segja,
j að sfminn skyldi ganga til Suðurlands,
því að þar fyrir var skýlaus lagaheimild,
en hann hefði kosið heldur það, sem hann
áleit hentugra, með því líka, að það hefði
verið margyfirlýstur vilji þingsins. í fjárl.
stæði 35,000 kr. veiting árl. til ritsfma
railli Islands og útlanda, en fyrir 4 árum
hefði stjórnin lagt þá spurningu fyrir þing-
ið, hvort ekki mætti leggja símann til
Austurlands, ef mismunurinn, sem spar-
aðist við það, yrði greiddur til landsíma,
og hafði þingið svarað að það væri heimilt,
hvenær sem það stæði til boða, og það
hefði ekki verið aptur tekið. Það væri
því rangt að segja, að samningurinn væri
gerður í heimildarleysi. Hann hefði ekki
haft ástæðu til að ætla, að þingið ekki
vildi standa við orð sín, en það hefði
verið óforsvaranlegt að fresta málinu, með
því að töluverð ástæða hefði verið að
ætla, að vér hefðum ekki getað fengið
þessi kjör, ef ekki hefði verið sætt þvl
tækifæri sem bauðst. — Einkaleyfi nor-
ræna ritsímafélagsins riði ekki í bága við
réttindi nokkurs manns, menn hefðu ekki
áður haft leyfi til að setja á stofn milli-
landasambönd eptir vild sinni, því að
það hvíldi á alþjóðlegum samning ríkja á
milli. — Að því er það snertir, hve hag-
stæður samningurinn mundi vera, kvaðst
hann hafa gert allt sem f sfnu valdi hafði
staðið, til þess að ná sem beztum kjörum,
svo sem sjást mundi, þegar öll skjölmáls-
ins væru athuguð. Taxtarnir væru ákveðn-
ir af samgöngumálaráðherranum og Is-
landsráðherra f sameiningu, það væri
maximal-taxtar, sem ekki mætti fara upp-
úr, og ekki tnætti hækka án leyfis Islands-
ráðherra, en auðvitað mundi félagið sjá
hag sinn f að lækka taxtana, svo að sím-
inn gæti orðið notaður sem mest. — Hann
kvað það ekki rétt, að hið stóra norræna
mundi græða neitt á því, að leggja sfm-