Þjóðólfur - 25.08.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.08.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. ágúst 19 05. 36. Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík fær alltaf nýjar birgðir af vörum. í VEFNAÐARYÖRUDEILDINA eru nýkomin fín og falleg fataefni handa karl- mönnum. Ljómandi kjólatau, léreft og sirz handa konunum. Slipsi handa stúlkunum. Leikföng handa hórnunum. í NÝLENDUVÖRUDEILDINA: matvörur, kryddvörur, leirvörur handa húsmæðr- unum. — Ymsir óáfengir drykkir handa Templurunum. — Harmonikur, Graphofonar og Graphofonvalsar „fyrir fólkið". í SKÓFATNAÐARDEILDINA: skór handa körlunum, konunum og börnunum. í PAKKHÚSDEILDINA: matvörur handa heimilunum. Kaðlar, línur, netagarn og segldúkur handa útgerðarmónnunum og ótalmargt fleira. Bezt að spyrjast ýyrst fyrir um vörur og verð á þeim í verzlun EDINBORG. Frá alþingi. VIII. „Gjöf Jóns Sigurðssonar". Samkvæmt skýrslu verðlaunanefndarinnar hafa engin verðlaun verið veitt af „Gjöf Jóns Sig- urðssonar" á þessu ári. Á fundi í sam. þ. 18. þ. m. voru kosnir í nefndina fyrir næstu tvö ár: Eiríkur Briem, Björn M. Ólsen og Þórhallur Bjarnarson. Ferðakostnaðarreikningar. Á sama fundi i sam. þ. voru þessir kosnir til að úrskurða ferðakostnaðarreikninga þing- manna: Ólafur Briem, Guðjón Guðlaugs- son, Guðl. Guðmundsson, (Jutt. Vigfússon og Magnús Stephensen. Gjafsóknir. Nefnd í n. d. (H. Þorst., Herm. J,, M. J. Kr., L. H. B., Sk. Th.) vill láta nema úr lögum skyldu embætt- ismanna til að hreinsa sig af ærumeið- andi áburði með dómi, með því að það hafi opt orðið þess valdandi, að óþarfa málshöfðanir hafa átt sér stað. Þó vill hún gera undantekning með dómara, þannig að landstjórnin geti heimtað, að þeir hreinsi sig af meiðandi áburði út af dómarastörfum þeirra. Annars álítur hún að kostnaöur sá, sem af málsókn leiðir, ætti ekki að vera embættismönnum ofvaxinn fremur en öðrum, nema þegar setudóm- ara þurfi að skipa, sem sjaldan á sér stað, nema dómari sé annar málsaðili. N. legg- því tii, að gjafsóknir séu engum veittar nema snauðum mönnum, dómurum, sem boðið er að höfða mál út af meiðyrðum um þá, og mönnum, sem þurfa að höfða mál gegn dómara sínum út af áreitni dóm- arans. Bæjarstjórn í Reykjarík. Guðm. Björns- son og Jón Magnússon flytja frv. um að losa bæjarfógeta við að vera sjálfkjörinn nefndarm. og formaður i hafnarnefnd, byggingarnefnd og heilbrigðisnefnd. Námulög. Allmikinn lagabálk um það efni hefur Þórh. Bjarnarson með fleirum borið upp í n. d. Alþing'iskosniiigar. Nefnd sú, sem kos- in var til að íhuga stj.frv. um breytingar á kosningarlögum (H. Þorst., L. H. Bj. (frsm.), Guðl., Á. J., Herm., St. St. Eyfi, Ól. Thorl.), hefur lagt á móti að samþykkja það að svo stöddu, þar sem tillögur frv. muni vera öllum þorra þjóðarinnar alls- endis ókunnar og frv. liggi ekki svo mjög Á, þar sem varla þarf að gera ráð fyrir, að kosningar fari fram fyr en eptir næsta þing. Auk þess efast nefndin um, að að- alnýmæli frv.: hlutfallskosningar til alþing- is, sé tímabært, enda séu þær nálega hvergi notaðar við þjóðþingiskosningar í ■öðrum löndum. Hlutfallskosning byggir aðallega á því tvennu, að flokkaskipti séu skýr og kjósendur nái hæglega hver til annars og þessi skilyði séu ekki fyrir hendi, að minnsta kosti ekki hið síðara. Um það er nefndin aptur á móti stjórn- inni samdóma, að breyta þurfi sem fyrst núgildandi kjördæmaskipan, sem í kaup- stöðunum var einungis ætluð til bráða- birgða, og ætti þá að fjölga kjördæmum landsins svo, að þau yrðu jafnmörg og þjóðkjörnu þingmennirnir, og mætti þá líklega víðasthvar að mestu leyti fara eptir tiliögum sýslunefnda og amtsráða 1903. Kennaraskólinn. Mál það er nú komið fyrir neðri deild í þeirri mynd, sem nefnd- in í efri deild lagði til. En nú hefur meiri hluti nefndar, sem kosin var í það 1 n. d. (Þórh. B., St. St. Skf. (frs.), Guðm. B., J. J., J. Magn., M. Andr.) ekki getað fallizt á, að sambandið milli kennaraskól- ans og gagnfræðaskólans í Flensborg, sem frv. gerir ráð fyrir, sé hagkvæmt. Þeir álíta einmitt, að þetta santband verði kennaraskólanum til hnekkis og landinu engu ódýrara. Þar sem gert er ráð fyrir, að námstími kennaraskólans verði 2 ár, en inntökuskilyrði burttararpróf úr Akur- eyrarskóla eða Flensborgarskóla, eða inn- tökuprófi er þvf samsvarar, verður náms- tími kennaraefna alls 4—5 ár, en þeir telja varhugavert að heimta svo langan námstíma, þar sem kennarastaðan hér á landi fyrst um sinn verði varla svo glæsi- leg, að menn vilji verja til undirbúnings henni meir en 3 árum, en aptur á móti vilja þeir láta námstíma sjálfs kennara- skólans vera 3 ár, eins og stj.frv. gerði ráð fyrir, og telja það hinn stytzta tíma, sem nægja mundi; það ætti frá upphafi að haga allri kennslu með það fyrir augum, að búa nemendurna undir kennarastarfið, en það gæti ekki orðið í gagnfræðaskól- unum. Þá telur meiri hl. kostnaðaráætl- anir nefndarinnar í e. d. með öllu óáreið- anlegar, og ekki geti komið til máía að byggja viðunandi skólahús eptir uppdrátt- um þeim, sem hún hefur byggt á. Þá mundi það og leiða af sambandi skólanna, að alþýðuskólinn í Flensborg kæmi nálega að öllu leyti á landsjóðinn. Hinsvegar telja þeir Reykjavík fyrir margra hluta sakir langheppilegasta staðinn fyrir kenn- araskóla, og kannast ekki við, að höfuð- staður landsins sé það spillingarbæli, að ástæða sé til að óttast, að hann mundi skemma menn og konur 18 ára og eldri, er hingað kæmu í þeim alvarlega tilgangi að búa sig undir kennarastöðuna. Að lífsviðurvseri yrði dýrara hér en í Hafnar- firði telja þeir ekki ná nokkurri átt. Minni hl. (Árni Jónsson) telur aptur á móti heppilegast að byrja með tveggja ára kennaraskóla, og telur hann í því sniði bezt kominn í Hafnarfirði. Neðri deild hefur fallizt á till. meiri hlutans og sent málið aptur til efri deildar. Við 3. umr. málsins í gær hélt Guðlaug- ur Guðmundsson allharða ræðu um slæp- ingsskap og læpuskap námsmanna í Rvík, einkum í hinum almenna menntaskóla og á prestaskólanum. Tók hann meira að segja svo djúpt í árinni, að hinn almenni menntaskóli væri skaðræði og hneyksli, og mun mörgum hafa þótt þar nokkuð fast að sorfið, enda þótt ástandið í skóla þessum hafi á síðustu árum ekki verið sem glæsilegast. Ræðumaður (G. G.) lét þess og getið, að hann vildi ekki eiga það á hættu, að sömu mennirnir sem spillt hefðu og umturnað hinum alinenna menntaskóla, gætu gert sllkt hið sama við væntanlegan kennaraskóla í Reykjavík, og því vildi hann ekki hafa hann hér. Datt mörgum þingmönnum í hug, að með þessu meinti ræðumaður æsingar valtýsku blaðanna eða „hinna sameinuðu" meðal ungra náms- manna hér í bæ. Það eitt er og víst, að allur þorri sveitamanna er því mótfallinn, að hafa skóla þennan < Reykjavík. Svona er nú álitið orðið út um land á námsstofn- unum hér og hegðun æskulýðsins, sem á þær gengur. Og er það illt tákn tím- anna, og athugavert. Ræðum. minntist á þetta menntunarskóla-fimbulfamb, þessar- fimbulfambsstofnanir, er setja ætti á fót athugalftið og lítt undirbúnar. Þórh. Bjarnarson og Stefán kennari svöruðu ræðu Guðlaugs, hinn fyrri fyrir hönd presta- skólans, og hinn síðari frá ahnenuu sjón- armiði. Pótti þeim ræða Guðlaugs ekki á nægum rökum byggð Frv. var loks samþ. út úr deildinni með 15 atkv. gegn 9, en talið er víst, að efri deild breyti því aptur, setji skólann í Hafn- arfjörð, og er þá óvfst, hvernig um málið fer á þessu þingi. GiBzlustjóri landsbanknns var Krist- ján.Jónsson yfirdómari endurkosinn til næsiu 4 ára af efri deild í fyrradag. Gæzlustjóri söfnunarsjóðsins var Júlí- us Havsteen amtmaður kosinn af efri deild sama dag (í stað Jóns Jenssonar). Undirskriptnrmálid Á þriðjudaginn 22. þ. m. kom til um ræðu í neðri deild þingsályktunartill. þeirra Valtýinganna um undirskriftarmálið, er fór fram á að deildin lýsti það stjórnarskrár- brot, að forsætisráðherrann skrifaði undir á útnefningarskjal Islandsráðherra. Fyrir tillögunni talaði Skúli Thoroddsen og Stefán Stefánsson kennari, en f móti mæltu, auk ráðherrans, Lárus H. Bjarna- son, Guðlaugur Guðmundsson og Guð- mundur Björnsson. Héldu þeir því fram, að það kæmi ekki til nokkurra mála, að þetta gæti talizt stjórnarskrár- brot, þar sem þetta er einungis form, sem hvergi er neitt fyrirskipað um, og til þess að fá þessu formi breytt, væri tillagan alls ekki heppilegur vegur. Var sérstak- lega lögð áherzla á, að eptir ráðaneytis- skiptin í vetur og boðskap konungs til al- þingis væri þvf slegið föstu, að íslands- ráðherra hefði fulla sérstöðu, og lyti að eins valdi alþingis en ekki ríkisþingsins. Með 16 atkv. gegn 8 (Valtýingum) var að lokum samþykkt svo hljóðandi r ö k- studd dagskrá (ráðherrann greiddi ekki atkv.): „Með skírskotun til þess, að í fenginni reynslu við síðustu ráðaneytaskipti í Dan- mörku og í kveðju konungs til alþingis í sumar felst full viðurkenning um þing- ræði og um sérstöðu ráðherra íslands, og með þeirri yfirlýsingn, að ráðherrann ber að sjálfsögðu fulla stjórnskipulega ábyrgð fyrir aiþingi á útnefning sinni, tekur deild- in fyrir næsta mál á dagskrá". Með dagskrá þessari er ekki gefin nein yfirlýsing frá alþingi um samþykki þess á undirskript forsætisráðherrans undir skip- unarbréf íslandsráðherrans, því fer fjarri. Sú spurning er látin standa alveg opin, en áherzla á það lögð, að ráðherrann beri stjórnskipulega ábyrgð á undirskriptinni, og treystist enginn til að rengja, að svo væri. En Sk. Th. var mjög mótfallinn þessari rökstuddu dagskrá og taldi hana skaðlega(I). En fæstum mun hafa dulizt, að hverju leyti hún getur verið það, nema að það sé skaðlegt, að alþingi leggi áherzlu á það og gangi algerlega að því vfsu, að í boðskap konungs til alþingis sé fólgm full viðurkenning fyrir þingræði vorti. Frá sjónarmiði Valtýinga á það víst að vera „praktiskt" og hyggilegt að gera ekk- ert úr orðum konungs oss í vil, telja þau alveg þýðingarlaus og kyrsetu ráðherrans í ráðaneytinu í vetur einskis virði. Það hefði líklega kveðið við dálftið annan tón, ef ráðherrann hefði þá farið frá, þótt ekki hefði verið nema ffllra snöggvast. Úrþvf hefði ekki orðið lftill hvellur, sem að vissu leyti var ástæða til. En nú, þá er hrak- spárnar rættust ekki, þá á allt að vera hégómi. Það kom annars ljóslega fram í ræðutn tillögumanna, að mál það, sem þeir voru að bera fram varhálfdautt mál, sem þjóðin hafði ekki fengizt til að leggja neina áherzlu á, eptir að það var kunn- ugt orðið, að ráðherrann var ekki dreginn á band með dönsku ráðherrunum. % _____________________ Lög frá alþingi. 26. Lög um breyt. d l. um heilbrigdissam- pykktir fyrir bœjar- ög sveitarfélög 2J. okt. iyoj (um að gera megi heilbrigð- issamþykktir fyrir kaupstaði, verzlunar- staði, sem eru hreppar út af fyrir sig, og önnur hreppsfélög). 27. Lög um breyt. d l. ij. apr. 1894. um vegi og d l. um breyt. d pessum l. 2J. okt. iqoj. Verzlunarstaðir, sem eru hreppsfélög út af fyrir sig, skultt laus- ir við að greiða gjald til sýsluvega, að því tilskildu, að árlega sé varið til vegagerða í verzlunarstaðnum jafnmiklu fé úr sveitarsjóði — auk hreppsvega gjaldsins, — sem nemur sýsluvega- gjaldinu). /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.