Þjóðólfur - 25.08.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.08.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 157 hins mesta rafmagnsfræðings heimsins og hins langmesta uppfundningamanns í þeirri grein — að heyra álit hans á þráð- lausri loptritun. Nýlega hefur blaðamaður einn átt tal við hann um þetta meðal annars, og upp á fyrirspurn blaðamannsins um, hvort hann (Edison) hefði sömu sannfæring sem Tesla um það, að hægt mundi verða með aðstoð rafmagnsins að tala saman yfir þvera jörðina og endilanga, svaraði Edison, að hann vænti ekki neinna frekari fram- fara í þessa átt, en hann byggist við, að þráðlaus loptritun rnundi taka meiri og meiri framförum. Marconi væri á réttri leið, en hann væri neyddur til að bæta uppfundning sfna að miklum mun. Samt sem áður mundu ekki verða óþarfir sæsímarnir. Þau fé- lög og loptritunarfélögin mundu hafa nóg verk að vinna samhliða. (»Nat. Tid.« J+/7 '05 Nr. 10.523). Það hefur bersýnilega enginn »óháður« rafmagnsfræðingur þá skoðun, að loptrit- unin sé enn sem komið er trygg og áreið- anleg; til þess að hún geti talist það, þarf hún enn að taka miklum fram- förum. Eins og gefur að skilja, er ekkert að marka fullyrðingar félaganna sjálfra, því að þau eru ekki óvilhallir dómarar f eigin sök; »það er lakur kaup- maður, sem lastar sína vöru«. Enginn getur tim það spáð, hve lengi arf að bíða eptir þessum miklu framförum og miklu bótum, og þar sem framfarirnar hafa verið litlar sem engar á síðustu 2—3 árunum, er vart að treysta á, að þær séu mjög nálægar, og óðra manna æði væri það, að borga stórfé árlega fyrir það, að hafa land vort fyrir tilraunatusku í þessum efnum í óákveðinn árafjölda. Nú í vor lögðu Frakkar ritsíma frá Cadix á Spáni yfir til Tanger í Afriku, sem ekki er nema tiltölulega stutt sjóleið. Ekki hafa þeir treyst loptrituninni. (»Bör- sen« 17js '05, Nr. 114). Úr bréfi úr Þingeyjarsýslu dags. 30. júlí 1905. »— — Tíðin hefur verið mjög góð, þó heldur þurkásöm fram í þennan mánuð, svo grasspretta er talsvert lakari hér en hún var í fyrra, einkum á þurvelli; munu töður manna því yfirleitt verða minni en í fyrra. Um affa get eg lítið sagt, þar sem eg bý svo framarlega í sýslunni, en talsvert fengu Húsvíkingar og Tjörnesing- ar af hrognkelsum í vor, og síðan hef eg frétt, að fiskvart hafi orðið, þegar hægt hefur verið að róa fyrir stormi, ýmist sunnan eða norðan. Attirnar hafa skiptst á líkt og ræðumenn á fundum hér, og orðið nokkuð hátalaðar á stundum. Blöðin sé eg hér flest nema »Þjóðvilj- ann« hans Skúla. Hann er nú auðvitað ekki orðinn þjóðvilji lengur, heldur Skúla- vilji, en sem betur fer eru það fáir nú orðið, sem vilja eins og hann. »Fjailkonuna« sé eg heldur ekki, því síðan andarnir komu yfir Einar og Páll hætti að stýra á honum hendinni, en Björn tók við honum aptur, geðjast fáum að ástæðum hans og rökfærslum. Það lítur svo út, sem »konan« sé orðin blóð af »ísu«blóði og fiskur af hennar fiski, í það minnsta í allri pólitík. Af »Norðurlandi« er hér einnig orðið mjög lítið, síðan Sigurður tók við því. Auðvitað étur hann eptir »Isu« og »Fjall- konunni« hverja skammagrein, sem þær flytja um stjórnina og Lárus sýslumann Bjarnason, en fólkið — í það minnsta hér um slóðir — er orðið dauðþreytt á nefndum samsöng slíkra blaða, því hvat- irnar eru orðnar flestum Ijósar nú orðið. Raunar heldur Sigurður að meslu orð- tækjum Einars, t. d.: »Sagterað«, »senni- legt virðist«, ssannleikurinn er sá« o. s. frv. En síðan Einar fór, eru röksemdir Norð- urlands engu sennilegri þrátt fyrir þau. Það mátti þó Einar eiga, að opt tókst honum hönduglega að setja sennilegan búning á gagnstætt innihald, en þó að Sigurð ekki vanti viljann til hins sama, þá mun vit hans svo veikt, að alstaðar sést í innihaldið gegnum hið sennilega. Hann virðist ekki hafa náð laginu á því, að vefja hinu sennilega utanum, og verður því að láta sér nægja að syngja undir með konunum, »ísu« og »Fjallkon- unni«, en talsverða fyllingu gefur það söngnum, þegar Sigurður tekur undir, því maðurinn er feitur, dimmraddaður, og drynur ákaflega þóknanlega undir mjóu tónunum kvennanna. »Þjóðólfur« og »Reykjavfk« eru hér talsvert útbreidd, og þykir flestum mest að marka hvað þau leggja til almennra mála. Flytja þau beztar og óhlutdrægnastar greinar um rit- símamálið, enda hefur margur sannfærzt um kostnaðarspursmalið í því máli, við grein hr Ó. F. Davfðssonar, sem Þjóðólf- ur fiutti með rökstuddum útreikningi eptir þeim framboðum, sem fyrir liggja frá loptskeytamönnum og því Stóra nor- ræna. . »Gjallarhorn« er hér mjög útbreitt í sýslunni, þar sem mér er kunnugt. Þykir það blað einart og fyndið á stundum. Eg man það, að mörgum þótti gaman að heyra, hve hönduglega ritstjóranum, þótt ungur sé, tókst að halda G. Hannessyni lækni á Akureyri uppi á snakki 1 fyrra vetur út af því, hvort einhver götumynd á Akure, væri bein eða bogin. Hef eg þó heyrt læknir þessi — sem að öðru leyti hefur orð á sér fyrir skurði — væri fremur greindur maður ;(j en samt spilar Gjallarhorn á hann alveg eins og fíólín, og lætur hann þrátta um götuna í fleiri nr. Norðurlands, — þetta líka þýðingar- mikla mál fyrir þjóðina — þangað til hann er orðinn að gjalti, og endirinn verður sá með götuna, að hún sé þráð- bein með krók á endanum. Við hér lifum svo að segja utan við alla pólitík, heyrum að eins óminn af látunum frá umheiminum. Það virðist líka svo, sem hinum pólitisku mönnum hér hafi farið mjög hnignandi á sfðari árum. Þingeyjarsýsla virðist nú geta tek- ið undir með kerlingunni, sem sagði: »Þ:ið var eg hafði hárið«. Meðan þeir voru hér B. Sveinsson sýslum., Jón Sig- urðsson, Einar Ásmundsson og Benedikt Kristjánsson frá Múla, var Þingeyjarsýsla ekki áhorfandi að gerðum þings og þjóð- ar í landsmálum, þá voru íbúar hennar framarlega ef ekki fremstir í baráttunni. En nú er öldin önnur, nú virðast þeir vagga af samvizkusemi eða hugleysi milli hinna pólitisku flokka, vitandi naumast hvað þeir fara né skiljandi hvað þeir segja. En þrátt fyrir þetta lifir þó enn hjá fjöldanum áhugi fyrir innlendri stjórn, þ. e. stjórn búsettri 1 landinu, berandi ábyrgð gerða sinna fyrir alþingi, og því höfum við hér í dölunum fylgzt með áhuga með kosningu þingmanna á seinni árum, þó að við ekki höfum mikið fyrir þeim haft heima fyrir, og get eg ekki neitað þvf, að mörgum hér þótti kosningarnar á Akureyri nokkuð óviðfeldar í fyrra, en aptur á móti munu úrslit kosninganna þar síðast hafa glatt fjöldann hér. Undrandi eru niargir hér á betlibréfum þeim, sem þingiðjfær frá landsmönnum, og vænta þess, að margt af þeim verði ekki til greina tekið, þó að æfðir menn 1 þeim efnum séu höfundar sumra þeirra, eins og t. d. Ólafsdalsbóndinn o. fl. Konu í barnsnauð mun sjaldan neitað um þá hjálp, sem hægt er að láta í té, en þó skeði það nú fyrir skömmu norður í Eyjafirði. Kona þar inn í firðinum lá með jóðsótt og var aðfram komin, svo farið var til Akureyr- ar að sækja lækni. Héraðslæknirinn Guðnr. Hannesson var þá ekki heima; var í lækniserindum langt út með firðin- um, og ekki von á honum heim fyr en eptir nokkra klukkutíma. Sendimaðurinn snéri sér þá til Sigurðar læknis Hjörleifs- sonar, ritstjóra »Norðurlands«, og bað hann hjálpar, þó ekki væri hann lagalega skyldur til þess. Var sendimanni kunn- ugt um, að Sigurður hafði orð á sér sem heppin yfirsetulæknir, og einnig að kona sú, er í hlut átti, hafði verið undir hans hendi sem læknis, lengi Um veturinn og bar hið bezta traust til hans. En ekki er að orðlengja það. Sigurður neitaði og þvertók með öllu að fara með sendi- manninum til að hjálpa konunni, sagð- ist ekki vera nein yfirsetukona. Ekki var hægt að fá lækni nokkursstaðar í grennd- inni; allar bjargir bannaðar. Konan varð léttari að lokum, með miklum harmkvæl- um, og barnið fæddist andvana. Atburður þessi kvað hafa valdið mik- illi gremju meðal manna nyrðra og verð- tir svo líklega hvar sem hann fréttist. Lfttlnn er f Norður-Dakota f Ameríku í næstl. júlfmánuði Halldór Reykjalín Frið- r i k s s o n (prófasts að Stað á Reykjanesi Jónssonar), rúmlega áttræður (f. 23. okt. 1824), einn meðal hinna fyrstu íslenzku landnema þar, rnerkur maður og vel lát- inn. Kona hans, sem enn lifir er Sigur- rós Halldórsdóttir, systir séra Daníels á Hólmum. Tiginn gestur kom hingað í fyrradag úr rannsóknar- ferð norðan úr íshafi: Loðvík Filipp Robert hertogi af Orleans, sonar- sonarson Lúðvíks Filipps Frakkakonutigs (f 1850) og höfuðsmaður Orleansættar- innar, er kröfu gerir til konungsdóms í Frakklandi. Hann er fæddur og uppal- inn í Englandi, og má ekki til Frakklands koma. Er hann nú 36 ára að aldri og kvæntur prinzessu af Habsborgarættinni í Austurríki. Eru þau barnlaus. Hann er bróðir Amalíu Portúgalsdrottningar og önnur systir hans er gipt bræðrungi ítal- íukonungs, Emanuel hertoga af Aosta, syni Amadiusar, er um hríð (1870—73) var Spánarkonungur, en þessi hertogi af Orleans og Marfa kona Valdimars Dana- prinz eru bræðrabörn. — Hertoginn lagði af stað frá Noregi norður í íshaf 4. júnf síðastl., og hafði komizt alllangt norður á bóginn og jafnvel fundið áður ókunnar eyjar. Hann fór í gær með nokkru af fylgdailiði sínu tit Heklu og Geysis, Skip það, sem hann er á, er frá Belgíu. Frá Ameríku komu Jhingað alkomnir með »Laura« 8 íslendingar: Jón Hrafndal Johnsson (frá Fögrubrekku 1 Hrútafirði), Stefán Sig- urgeirsson Skagfjörð (ættaður úr Skaga- firði) með konu sinni, Einar Jónasson (Húnvetningur) með konu sinni,'og barni, Þóra Jochumsdóttir (systir séra Matth. Jochumssonar) og Guðmundur Pétursson (Isfirðingur). Jón Hrafndal hefur verið 18 ár vestanhafs og kom hann alla leið vestan af Kyrrahafsströnd. Munu sjaldan jafnmargir Islendingar í einu hafa komið alkomnir vestan um haf, en ef til vill fer þeim að fjölga hér eptir. „Kong Trygve“ (Emil Nielsen) lagði á stað héðan áleið- is til útlanda 22. þ.m. og nieð honum þess- ir farþegar : Einnur Jónsson próf. ogjón sonur hans, Bogi Th. Melsted, P. O. Monrad prestur, frú Kjær, 2 frk. Licht, frk. Thit Jensen, frk. Hemmert, Finnur Ólafsson (frá Leith), Sigurður Guðmunds- son verzl.m., Davíð Ólafsson bakari, stúd- entarnir: Sveinn Björnsson, Gunnar Egil- sen, Guðm. Ólafsson, Gfsli Sveinsson, Þór. Kristjánsson, Þorgrímur Kristjánsson o. fl. „Laura“ kom hingað frá útlöndum f gærmorg- un með 20—30 farþega. Smjörsala erlendis. Konsúl George Davidsen í I.eith voru sendar c. 60 tunnur af smjöri með »Botniu« 8. þ. m. frá ýmsum rjómabúum og seldi hann það strax fyrir 95—97 pr. cwt. = kr. 85,50—87,30 pr. 100 ‘8 dönsk að fragt og öðrum kostnaði frá- d r e g n u m . * Þlngi verður að líkindum ekki slitið fyr en um miðja næstu vikti. Þakkarávarp. Aptur heill heilsu eptir langvinna og þungbæra sjúkdómslegu vil eg hrærður í hjarta færa öllum þeim innilegt þakklæti, er sýndu mér hluttekningu og hjálp í veikindum mínum, en sérstaklega hiýt eg með aðdáun og kærleik að minnast okkar ástsæla héraðslæknis Olafs Guðmunds- sonar, sem með svo frábærri ástundun og dugnaði vitjaði mfn opt og iðulega, einatt 1 í slæmu veðri, illri færð og af mörgum tal- } ið ófærum vatnsföllum, vinum mínum og ættmönnum til huggunar og harmaléttis, þegar ekki var annað sýnilegt en dauðinn stæði beint fyrir dytum, en mér sárþjáðum til svo mikilla meinabóta, að eg og aðrir, er veikindi mín þekktu, ur.drast yfir hans læknislist og heppni, þegar eg alheill eptir bráðan bata minnist þess, að enga aðra mannlega læknishjálp hefði eg fengið. Sé og veri blessuð minning þessa ágæta manns, hamingja fylgi honum í verki og vanda. Það er roín hjartans ósk og hið eina, er eg sé mér megnugt að endurgjalda með hans velgerninga til mín. Skeggjastöðum í Ut-Landeyjum í júní 1905. Sigurðtir Guðnason. Vilji menn vernda heilbrigði sína eiga nienn daglega að neyta hins við- urkenda og fyrirtaksgóða Kína-Lífs-Elixírs. Margar þústtndir manna hafa kom- izt hjá þungum sjúkdómum með því að neyta hans. A engu heimili, þar sem mönnum þykir vænt um heilbrigði sína, ætti að vanta Kína-Ltfs-Elixír. Með því að margir hafa reynt að líkja eptir vöru minni, eru allir kaup- endur beðnir, sjálfra þeirra vegna, að biðja greinilega um Kína-Lífs-Elixír Waldemars Petersens. Að eins ekta með nafni verksmiðjueigandans og í innsiglinu í grænu lakki. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Varið yður á eptirlíkingum. (U-tA CVniáskiner i sterste yjw ^ Udvalg til cthvert Brug, Fagmands Garanti. — Ingen TmB/Tmf Agenter. Ingen Filialer, derfor V yr/fejl billigst i Danmark. — Skriv LA jT jtvn straksog forlang stor illustreret 1 Prisliste, indeholder alt om I Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Kibtnhivn. Nikolajgade 4, Bezt kaup Sköfatnaði i Aðalstræti 10. Trjávörur. Frederikstad listaverksmiðja, F"rederikstad, Norge, hefur til sölustórar birgðir af hefluðum húsabyggingarefn- um og listum fyrir mjög lágt verð. Likkranzar og kort á Laufásvegi 4.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.